Morgunblaðið - 05.02.1998, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 05.02.1998, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 6. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÞETTA er ljótasta prang sögunnar herrar mínir, það situr ekki nokkur kjaftur þessa bikkju ... Fasteignaskattur elli- og örorkulífeyrisþega Staðfesta þarf rétt til af- sláttar með skattskýrslu VEGNA fréttar um afslátt örorku- og ellilífeyrisþega af fasteignagjöld- um er rétt að taka fram að í flestum tilfellum verður að leggja fram afrit af skattskýrslu til staðfestingar hjá viðkomandi sveitarfélagi en í Kópa- vogi fá allir ellilífeyrisþegar, sem búa í eigin íbúð, 23 þús. króna afslátt. Eins og fram kemur á bakhlið fast- eignaseðilsins sem sendur hefur verið út í Reykjavík mun framtalsnefnd fara yfir framtöl þeirra lífeyrisþega, sem ekki hafa fengið lækkun eða telja lækkunina ekki í samræmi við sam- þykkt borgarráðs, þegar framtöl liggja fyrir, væntanlega í mars eða apríl. Hún úrskurðar endanlega um breytingar á fasteignaskatti og hol- ræsagjaldi hjá þeim sem eiga rétt á lækkun og verður viðkomandi tilkynnt um breytingamar ef af þeim verður. Til að flýta fyi-ir afgreiðslu geta þeir sem ekki fengu lækkun á sl. ári sent framtalsnefhd umsókn um lækkun ásamt afriti af skattframtali 1998. Að sögn Eyþórs Fannberg, for- stöðumanns manntals- og skráning- ardeildai' Reykjavíkur, fær framtals- nefnd upplýsingar frá skattstofunni um einstaklinga 67 ára og eldri þar sem fram kemur hvort þeir eiga eignir eða njóti afsláttar. Listinn er sendur til framtalsnefndar í febrúar en til að flýta fyrir afgreiðslu er fólki bent á að senda inn afrit af skatt- skýrslunni til framtalsnefndar. Kópavogur I Kópavogi fá allir ellilífeyrisþegar í eigin húsnæði 23 þús. króna afslátt og er miðað við áramótin eftir 67 ára aldur. Þetta á við ef fasteignaskattur er lægri en 23 þús. og þeir sem búa ekki í eigin húsnæði fá engan afslátt. Öryrkjar verða hins vegar árlega að skila inn afriti af skattskýrslu á bæj- arskrifstofuna og hafa með sér ör- orkuskírteini. Garðabær Lækkun fasteignagjalda til lífeyris- þega í Garðabæ reiknast fyrst um þau áramót sem þeir eru 67 ára og geta gjaldendur sem telja sig eiga rétt á lækkun leitað til bæjarritara með staðfest endurrit frá skattstofu af skattframtali ársins 1998 og verður þá lækkun framkvæmd strax m.t.t. upplýsinga á skattframtali. I öllum tilvikum kemur lækkunin ekki til framkvæmda fyrr en í apríl-júní. Sömu reglur gilda um þá sem njóta ör- orkubóta og er vakin athygli á að þeir þurfa í öllum tilvikum að leita til bæj- arskrifstofu um lækkun á álögðum fasteignaskatti og holræsagjöldum. Hafnaríjörður Að sögn Þorsteins Steinssonar, fjármálastjóra Hafnarfjarðarbæjar, er gert ráð fyrir að elli- og örorkulíf- eyrisþegar leggi inn afrit af skatt- framtölum sínum á bæjarskrifstof- una til að hægt sé að reikna afslátt af fasteignaskatti. Tekið er við afritun- um á aðalskrifstofu bæjarins. Seltjamames A Seltjamamesi fylgja álagning- arreglur með seðli um fasteignagjöld ásamt umsóknareyðublaði um lækk- un fasteignagjalda. Þar kemur fram að með umsókninni skuli fylgja afrit af skattframtali. Mosfellsbær I Mosfellsbæ eiga þefr sem telja sig eiga rétt á lækkun fasteigna- skatts að skila inn afriti af skatt- framtali á bæjarskrifstofurnar, þar sem kemur fram að tekjur hafi ekki farið yfír viðmiðunarmörk, eins og segir á innheimtuseðlinum. Toro íslensk kjötsúpa Honey Nut Cheerios 765 gr Buitoni Pasta 500 gr Fjallagrasapaté, 200 gr Islenskt rannsóknagagnasafn á netinu Nítján hundruð verkefni skráð á stofndegi Rannsóknarráð, Há- skóli íslands og Iðn- tæknistofnun hafa komið á fót Rannsókna- gagnasafni Islands, RIS, safni rannsóknaverkefna sem unnið er að hér á landi. Skráð verður heiti hvers verkefnis, markmið, úi-dráttur og þátttakendur. Safnið er tvískipt og einnig verður þar að finna niður- stöður rannsókna- og þró- unarverkefna. RIS er jafn- framt gagnvirkt um alnetið og getur notandinn fært upplýsingar inn á heima- síðu eftir slóðinni www.ris.is Rannsókna- gagnasafnið er vistað á tölvu Skímu/Miðheima og eru skráning og leit án endurgjalds. Þrír einstaklingar hafa unnið að uppsetningu RIS, það er Halldór Jónsson, Háskóla Islands, Eydís Arnviðardóttir, Iðntækni- stofnun, og Þorvaldur Finn- bjömsson hagfræðinguj- hjá Rannsóknarráði íslands og við- mælandi Morgunblaðsins. Bjöm Bjarnason menntamálaráðherra opnar safnið formlega í Þjóðar- bókhlöðunni í dag klukkan 16. - Hvers konar safn er þetta? „Þama söfnum við saman upp- lýsingum um rannsóknaverkefni á tölvutæku formi, sem aldrei hefur verið gert áður hér á landi. Með safni sem þessu er hægt að fá góða yfirsýn yfir rannsóknastarf- semi í landinu, stöðu þekkingar á tilteknu sviði og ýmsar tölulegar upplýsingai-. Upplýsingakerfi RIS er hannað eftir evrópskum stöðl- um sem settir em sérstaklega fyr- ir rannsóknagagnasöfn. Við höf- um átt aðild að þróun þessa stað- als og erum í evrópski-i samvinnu um rekstur og uppbyggingu rann- sóknagagnasafna.“ - Hvað eru mörg rannsókna- verkefni í safninu? ,A stofndeginum em í safninu 1.900 verkefni og hægt er með að- stoð leitarvélar að finna upplýsing- ar um rannsóknastarfsemi eins og hún er í dag, bæði umfang og áherslur á hverjum tíma. Þetta gefur möguleika á því að fylgjast með þróuninni sem og samvinnu og samanburði við erlend rann- sóknagagnasöfn. Evrópusamband- ið rekur mjög stórt rannsókna- gagnasafn í Lúxemborg, CORDIS, og unnið að því að tengja það ís- lenska upplýsingakerfinu, svo ein- staklingar erlendis geti séð hvað við emm að gera. Þetta eykur möguleika á samstarfi.“ - Hvers konar rannsóknir eru skráðar í safnið? „Það er ætlast til þess að safnið sé opið fyrir alla rannsókna- og þróunarstarfsemi, sama um hvaða grein er að ræða. Safnið er byggt upp eftir erlendum stöðlum, eins og fyrr segir, en jafnframt með óskir notenda á íslandi ------- í huga. RANNÍS, Iðn- tæknistofnun og Há- skóli íslands áttu frum- kvæði að því að koma safninu af stað og sam- starfið hófst snemma ári.“ - Hverjir eru helstu kostir safnsins? „Um er að ræða gagnvirkt upp- lýsingakerfi sem byggt er upp þannig að notandinn getur bæði leitað og komið upplýsingum á framfæri. Farið er inn eftir ákveð- inni slóð til þess að skrá nýjar upplýsingar, annað hvort rann- sóknaverkefni eða niðurstöður, sem geymdar eru í ákveðinni bið- skrá. Við vöktum hana og yfirför- Þorvaldur Finnbjörnsson ►Þorvaldur Finnbjörnsson fæddist í Reykjavík árið 1952 og lauk verslunarskólaprólí frá Verslunarskóla Islands árið 1972. Að því búnu vann hann skrifstofustörf en hóf háskóla- nám í Lundi árið 1980 og Iauk BS-prófí í rekstrarhagfræði 1986 og MBA-prófi árið 1988 frá sama skóla. Hann starfaði hjá verslunardeild SÍS til árs- Ioka 1989 en fluttj sig þá til Rannsóknarráðs íslands. Þor- valdur gegndi upphaflega starfí deildarsérfræðings en varð hagfræðingur RANNIS árið 1995. Hann er kvæntur Önnu Árnadóttur bókara hjá Borgarverkfræðingi og eiga þau fjögur börn. um og setjum upplýsingarnar síð- an inn í aðalskrána og merkjum sérstöku númeri, samkvæmt evr- ópskum reglum. Við stöndum er- lendum rannsóknagagnasöfnum framar hvað varðar skráningu á niðurstöðum sem til þessa hefur verið mjög erfitt að nálgast, þótt reynsla þeirra sé meiri.“ - Er það undir hverjum og ein- um komið að skila nýjum upplýs- ingum? „Hugsunin er sú að hver og einn sjái um það fyrir sig og auð- velt að nálgast leiðbeiningar um þá framkvæmd. Menntamálaráð- herra tekur safnið formlega í notkun í Þjóðarbókhlöðunni í dag og þangað höfum við boðið fulltrú- um allra fyrirtækja og stofnana sem stunda rannsóknir. Einnig viljum við koma á tengslum við einstakling frá hverri stofnun og eiga rafræn samskipti við viðkom- andi um breytingar og nýjungar. Við verðum að vera áberandi svo þeir sem stunda rannsóknir fái áhuga á okkur og sjái sér hag í því að koma sér á framfæri á þennan nýja hátt.“ - Hverju breytir safnið um starf Rmmsóknurráðs? -------- „Þar verða upplýs- Hefur mikið að ingar sem hingað til hafa ekki verið tíl. Rannsóknarráð íslands _______ fær mikið af fyrir- ' spurnum um tilteknar rannsóknir sem við gátum illa svarað áður nema með því að hringja fjölda símtala í allar áttir. Nú vonumst við til þess að fólk færi viðeigandi upplýsingar inn á kerfið sem síðan verða flokkaðar þannig að auðvelt er að leita og fá nákvæma niðurstöðu. Þetta hefur mjög mikið að segja varðandi op- inbera fjármögnun, svo dæmi sé tekið. Sjóðir atvinnulífsins hafa þarna mjög gott verkfæri til þess að sjá áherslur og umfang ný- sköpunar." segja varðandi fjármögnun á síðasta

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.