Morgunblaðið - 05.02.1998, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Menntamála-
ráðherra
Skýr áhugi
að efla
rannsókn-
arnám
FRUMKVÆÐI að því að
framlag til meistara-, doktors-
og annars viðbótarnáms við
Háskóla íslands á fjárlögum
er sérstaklega skilgreint kom
frá menntamálaráðuneytinu
og sagði Björn Bjarnason
menntamálaráðherra í gær að
það væri skýr áhugi innan
ráðuneytisins að efla rann-
sóknarnám.
„Ráðuneytið hafði frum-
kvæði að því að skilgreina
rannsóknarnám í fjárveitingu
til Háskóla íslands," sagði
Bjöm. „Hón er nú 44,8 millj-
ónir og þessi liður kom inn í
fjárveitingar til Háskólans
fyrir tilstilli ráðuneytisins og
rímar vel við Rannsóknar-
námssjóð."
Páll Skúlason, rektor Há-
skóla íslands, sagði í viðtali
við Morgunblaðið á miðviku-
dag að á næstu fimm árum
væri ætlunin að fjölga nemum
í framhalds- eða rannsóknar-
námi upp í 400, en nú stunda
um 130 nemendur slíkt nám
við HÍ. Páll sagði að gert væri
ráð fyrir að það myndi kosta
200 milljónir króna. Fjárveit-
ing til rannsóknamáms er nú
44,8 milljónir og er 35 milljóna
króna viðbótarfjárveiting, sem
samþykkt var við aðra um-
ræðu fjárlaga, þar með talin.
Björn sagði að skynsamlegt
hefði verið talið að sérstök
fjárveiting yrði til Háskólans
vegna rannsóknarnáms
þannig að hægt yrði að þróa
það með sérstökum hætti.
Björn sagði að ekki hefði
komið til tals að fjármagna
rannsóknarnám með skóla-
gjöldum. Hægt væri að ræða
slíkt, og væri eðlilegt að full-
trúar Háskólans og ráðuneyt-
isins gerðu það.
Stofnun Vilhjálms
Stefánssonar
Sex sóttu um
stöðu for-
stöðumanns
SEX manns sóttu um starf
forstöðumanns Stofnunar Vil-
hjálms Stefánssonar á Akur-
eyri. Þeir eru Ari Trausti Guð-
mundsson jarðeðlisfræðingur,
Gunnar Steinn Jónsson líf-
fræðingur, Halldór Gíslason
arkitekt, Ingþór Bjarnason sál-
fræðingur, Níels _ Einarsson
mannfræðingur og Ólafui- Egg-
ertsson jarðfræðingur.
Að sögn Þórðai’ H. Ólafsson-
ar skrifstofustjóra í umhverfís-
ráðuneytinu mun stjórn stofn-
unarinnar, sem Ólafur Hall-
dórsson veitir forstöðu, fara
yfir umsóknirnar og leggja til-
lögur fyrir umhverfisráðheiTa,
sem skipar í starfið.
Búast má við að þegar starf-
semi stofnunarinnar kemst á
skrið eftir nokkm- ár muni
fimm til tíu manns vinna við
hana, en í upphafi er gert ráð
fyrir að starfsmenn verði þrír.
Stofnunin er kennd við Vil-
hjálm Stefánsson landkönnuð
og heimskautafara. Tilgangur
hennar er að auka og efla sam-
starf þeirra innlendu stofnana,
sem stunda rannsóknir á norð-
urslóðum, samhæfa yfirlit yfir
innlendar rannsóknir og stuðla
að aukinni þátttöku Islendinga
í alþjóðlegu samstarfi.
FRÉTTIR
Dómsmálaráðherra um hlutverk
tölvunefndar
Umsvifin
verða aukin
á næstu árum
ÞORSTEINN Pálsson dómsmála-
ráðherra sagði á Alþingi í gær að
aukin umsvif tölvunefndar væru
fyrirsjáanleg á næstu árum annars
vegar vegna tilskipunar Evrópu-
sambandsins um meðferð persónu-
upplýsinga sem væntanlega eigi að
fella undir Evrópska efnahags-
svæðið og hins
vegar vegna auk-
ins eftirlits per-
sónuupplýsinga
innan Schengen-
samstarfsins þeg-
ar það kæmi til
framkvæmda.
Sagði hann að
dómsmálaráðu-
neytið myndi
vinna að því að
tryggja nauðsyn-
lega starfsaðstöðu nefndarinnar i
samræmi við fyrrnefnda þróun.
Of IítiII mannafli
Kom þetta m.a. fram í svari ráð-
herra við fyrirspurn Sivjar Frið-
leifsdóttur, þingmanns Framsókn-
arflokks. Sagði Siv í fyrirspurn
sinni að tölvunefnd, sem samkvæmt
lögum ætti að tryggja vernd per-
sónuupplýsinga, hefði allt of lítinn
mannafla og aðstöðu til að sinna
hlutverki sínu. Tölvunefnd væri
skipuð fimm mönnum sem allir
væru í fullri vinnu annars staðar og
að einungis væri gert ráð fyrir
hálfu starfi fyrir starfsmann nefnd-
arinnar. Mörg erindi bærust nefnd-
inni á ári hverju og hún væri bók-
staflega að drukkna í álagi.
Starf nefndarinnar aukist
verulega á fímm árum
miðað við núverandi álag væri ljóst
að þörf væri fyrir aukið starfslið.
Ráðherra sagði hins vegar að
fyrirsjáanlegt væri að aðstæður
myndu breytast að ýmsu leyti á
næstu árum, ekki bara vegna auk-
inna verkefna. „Þar kemur í fyrsta
lagi til, að tilskipun Evrópusam-
bandsins um með-
ferð persónuupp-
lýsinga verður
væntanlega felld
undir samninga
Evrópska efna-
hagssvæðisis. Það
krefst endurskoð-
unar laga um
skráningu og með-
ferð persónuupp-
lýsinga til að að-
laga þær reglum
Evrópusambandsins." Sagði ráð-
herra að frumvarp þess eðlis yi-ði
líklega tilbúið á þessu ári, en i því
yrði staða tölvunefndar með nokk-
uð öðrum hætti en nú er, vegna
þess að tilskipunin gerði ráð fyrir
að eftirlitsnefndir eins og tölvu-
nefnd væru fyllilega sjálfstæðar í
störfum sínum. „Af því leiðir að
eðlilegt er að nefndin starfí utan
skrifstofu ráðuneytisins og að hún
lúti ekki beinni daglegri yfírstjórn
þess.“
Þá sagði ráðherra að fyrirsjáan-
legt væri að tölvunefnd þyrfti að
sinna auknu eftirliti með persónu-
vernd vegna Schengen-samstarfs-
ins þegar þar að kæmi. Sagði hann
að í samræmi við fyrrnefndar
breytingar myndi ráðuneytið sjá
svo um að nefndin fengi nægjanlegt
starfslið og eðlilega starfsaðstöðu
til að sinna sínu hlutverki.
ALÞINGI
Dómsmálaráðherra tók undir
orð Sivjar og sagði að starf tölvu-
nefndar hefði aukist mjög verulega
á undanförnum fimm árum. Nefnd-
in hefði afgreitt 157 erindi árið
1992, en 439 á síðastliðnu ári. „Auk
þess er ljóst að þau erindi sem
nefndin hefur haft til meðferðar
hafa sífellt orðið flóknari og um-
fangsmeiri, m.a. vegna stóraukinn-
ar tækni við að safna og vinna per-
sónuupplýsingar á öllum sviðum
þjóðlífsins. Þessi aukning verkefna
hefur komið fram í miklu álagi á
starfslið nefndarinnar, það er rétt,“
sagði ráðherra og bætti því við að
Alþingi
Dagskrá
ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl.
10.30 árdegis. Eftirfarandi mál
eru á dagskrá:
1. Tíðni og eðli banaslysa 1990
til 1996. Beiðni um skýrslu.
2. Þjóðlendur. 1. umræða.
3. Stjórnarskipunarlög. 1.
uinræða.
4. Eignarhald og nýting á
auðllindum í jörðu. 1. umr.
5. Þjóðgarðar á miðhálendinu.
Fyrri umr.
Morgunblaðið/Ásdís
Ráðherrar í önnum
RÁÐHERRAR hafa yfirleitt í
mörg horn að líta og ekki síst
þarf að vera með á nótunum á
Alþingi þar sein hin ýmsu mál
eru til umfjöllunar. Þegar stund
gefst milli stríða má þó líta í bréf
eða blöð eins og þeir Friðrik
Sophusson og Halldór Blöndal
gera eða hugsa næsta leik eins
og Páll Pétursson gæti verið að
gera. Og bindin eru jafn ólík og
ráðherrarnir eru margir.
Heilbrigðisráð-
herra segir yfir-
vofandi skort á
ungum læknum
ALLT bendir til þess að yfirvof-
andi skortur sé á ungum læknum,
sagði Ingibjörg Pálmadóttir heil-
brigðisráðherra á Alþingi í gær og
kvaðst ætla að beita sér fyrir því að
flýtt verði gerð næstu spár um
læknaþörf til að fá úr þessu skorið.
Reynist grunur þessi réttur sagðist
hún myndi leggja til að mennta-
málaráðuneytið og heilbrigðisráðu-
neytið vinni að því sameiginlega að
fjölga útskrifuðum íslenskum
læknum á ári hverju. Jafnframt
myndi hún leggja það til að ráðu-
neytið beitti sér fyrir því í sam-
vinnu við sjúkrastofnanir og
læknadeild Háskóla Islands að
endurskipulagt verði framhalds-
nám á Islandi þannig að hlutfalls-
leg fjölgun verði á læknahópnum á
aldrinum 30 til 34 ára.
Spá um læknaþörf
höfð til hliðsjónar
Þetta kom fram í svari heil-
brigðisráðherra við fyrispurn Öss-
urar Skarphéðinssonar, þingflokki
jafnaðarmanna, um fjöldatak-
markanir við Háskóla Islands.
Heilbrigðisráðherra sagði enn-
fremur að forsvarsmenn Háskóla
íslands byggðu ákvarðanir um
fjöldatakmarkanir á klínískri
kennslugetu læknadeildar en
einnig væri höfð til hliðsjónar spá
um læknaþörf sem gerð væri á
vegum samnorrænnar nefndar.
Hún sagði að miðað við spá sem
birst hefði í Læknablaðinu árið
1996 og gilti til ársins 2010 yrði
nokkuð offramboð á læknum á Is-
landi næstu árin. En þar sem sú
spá gerði ekki ráð fyrir háværri
umræðu um vinnutímatilskipun
Evrópusambandsins og skorti á
læknum í Noregi, en þangað fari
nú íslenskir læknar í auknum mæli
í framhaldsnám, væri ástæða til að
gera nýja spá.
Margir unglæknar f
framhaldsnámi
Ráðherra sagði ennfremur að
starfandi læknar í aldurshópnum
30 ára til 34 ára væru hlutfallslega
fæm hér á landi en á hinum Norð-
urlöndum, en þetta væri sá aldurs-
hópur sem væri í framhaldsnámi.
Astæðan fyrir fámenninu hér væri
sú að íslenskir læknar verði að
sækja sér framhaldsmenntun er-
lendis.
í
i
í
«
(
lí
ll
\i
■
(<
H
i
\i
l<
Umræður um minnismerki breskra sjómanna á Vestfjörðum
Heimamenn hvattir til að láta <
af deilum um staðsetning*u
HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis-
ráðherra sagði í fyrirspurnartíma á
Alþingi í gær að utanríkisráðuneyt-
ið teldi sig ekki eiga að koma að
ákvörðun um staðsetningu minnis-
merkis um breska sjómenn á Vest-
fjörðum og að það harmaði þær
deilur sem risið hefðu um staðsetn-
ingu þess. Hann sagði hins vegar að
ráðuneytið hefði haft ákveðna milli-
göngu í þessu máli og eftir að hafa
rætt við málsaðila teldi hann alla
möguleika á því að sættir gætu
náðst svo sómi væri að. Aðrir þing-
menn sem til máls tóku hörmuðu
einnig þær deilur sem risið hafa og
hvöttu til þess að látið yrði af þeim.
Ágúst Einarsson, þingflokki jafn-
aðarmanna, hóf umræðuna í gær og
spurði utanríkisráðherra m.a. að því
hver afskipti ráðuneytisins eða ann-
arra stjórnvalda hefðu verið að
þeirri hugmynd að reisa minnis-
merki um drukknaða breska sjó-
menn á Hnjóti. Ágúst rakti auk
þess forsþgu málsins, og sagði að
Egill Ólafsson forstöðumaður
byggðasafnsins á Hnjóti hefði
stungið upp á því fyrir um tveimur
árum að reisa minnismerki um
drukknaða breska sjómenn í landi
Hnjóts, í grennd við þá staði sem
miklir skipskaðar urðu forðum. Síð-
ar hefðu bæjaryfirvöld í Vestur-
byggð hins vegar tengst málinu og
farið fram á að minnismerkið risi á
Patreksfirði, þar sem það yrði mikil
lyftistöng fyrir bæinn.
Um afskipti utanríkisráðuneytins að
málinu sagði ráðheiTa að Egill Ólafs-
son hefði ritað ráðuneytinu bréf í
febrúar 1995, þar sem hann hefði
skýrt frá hugmynd sinni um minnis-
varða á Hnjóti. Egill hefði jafnframt
óskað eftir milligöngu við félag
breskra togaraeigenda til að kanna
viðbrögð þeirra við hugmyndinni og
áhuga á þátttöku í framkvæmdinni.
Sendiráð íslar.ds í London og Jón
Olgeirsson ræðismaður í Grimsby
önnuðust þá milligöngu. Beint sam-
band hefði síðan tekist á milli Egils
Ólafssonar og hinna bresku aðila
sem hefðu komið að málinu.
Guðmundur Hallvarðsson, þing-
maður Sjálfstæðisflokks, bað menn
um að láta af deilum í þessu máli og
sameinast í sátt og með virðingu um
hina látnu bresku sjómenn.
Reisum minnis- (
varðann að Hnjóti .
„Reisum minnisvarðann að i |
Hnjóti þar er hin sögulega staðsetn-
ing,“ sagði hann. Einar K. Guðfinns-
son, þingmaður Sjálfstæðisflokks,
hamaði einnig þær deilur sem
sprottið hafa meðal heimamanna.
„Það er öllum ljóst að Egill Ólafsson
á Hnjóti hefur unnið einstakt verk
vai'ðandi uppbyggingu safnsins þar
og mikilvægt að við stöndum á bak ,
við þá uppbyggingu," sagði hann
meðal annars. Ágúst Einarsson ! í
sagðist einnig vona að mál þetta |
fengi farsælai- lykth'.