Morgunblaðið - 05.02.1998, Síða 16

Morgunblaðið - 05.02.1998, Síða 16
16 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐÍÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason ÍÞRÓTTASKÓLI Umf. Snæfells byijaði í haust og sækja hann krakkar á aldrinum 5-10 ára. Þetta er kraftmik- ill hópur sem stillti sér upp til myndatöku ásamt kennara sínum, Tómasi Magnússyni, og Örnu Andrésdóttur og Kristínu Óladóttur, sem aðstoða í skólanum. íþróttaskóli Umf. Snæfells í Stykkishólmi Stykkishólmi - Ungmennafélagið Snæfell bauð í haust í fyrsta sinn upp á íþrótta- og leikjaskóla fyrir börn á aldrinum 5-10 ára. Krakk- ar á aldrinum 5-7 ára mæta einu sinni í viku, en þau eldri tvisvar. Þetta er tilraun í starfsemi ungmennafélagsins og hefur tek- ist mjög vel. Mikill áhugi er á meðal foreldra og barnanna. Skólinn er byggður upp á leikj- um, en í gegnum þá kynnast börn undirstöðu íþrótta. Seinni hluti námskeiðsins er hafinn og er þátttaka góð. Sljómandi íþróttaskólans er Tómas Birgir Magnússon, íþróttakennari. Halldóra Jónasdóttir íþróttamaður UMSB Borgarnesi - Greint var frá kjöri“íþróttamanns Borgarfjarðar 1997“ í lok íþróttahátíðar UMSB sem fór fram í Borgamesi sl. laug- ardag. Er þetta í fyrsta sinn sem þessi athöfn er í tengslum við íþróttahátíðina. Það kom fáum á óvart, sem fylgj- ast með íþróttastarfinu innan UMSB, að fyrir valinu skyldi verða Halldóra Jónasdóttir spjótkastari. Halldóra hefur sýnt miklar framfar- ir undanfarin ár. Hún er í hópnum „Sydney 2000“ og stefnir ótrauð á Olympíuleikana í Ástralíu. Henni hefur verið boðinn fullur skólastyrkur í Alabama og haldi fram sem horfir hefur hún nám þar á komandi hausti. Það eykur enn líkurnar á því að hún nái settu marki. Röð annarra í kjörinu var þessi: 2. Hanna Lind Ólafsdóttir, frjálsar íþróttir, 3. Einar Trausti Sveinsson, íþróttir fatlaðra, 4. Ragnar Freyr Þorsteinsson, sund, 5. Elín Anna Steinarsdóttir, sund, 6. Sigmai' H. Gunnarsson, frjálsar íþróttir, 7. Tómas Holton körfuknattleikur, 8. Morgunblaðið/Ingimundur HALLDÓRA Jónasdóttir „íþróttamaður UMSB 1997.“ Þórdís Sigurðardóttir hestaíþróttir, 9. Gunnar M. Jónsson knattspyrna og 10. Guðlaugur A. Axelsson, knattsp. og badminton. Blönduós Verslunin Sport tekur til starfa Blönduósi - Ný verslun með útivist- arvörur hóf rekstur á Blönduósi fyrir skömmu. Verslunin sem ber nafnið Sport er til húsa á Húnabraut 13 og eru eigendur hennar hjónin Bjöm Vignir Bjömsson og Hólmíríður Sig- rún Óskarsdóttir. I samtali við Morgunblaðið sagði Björn, betur þekktur undir nafninu Vignir, að fyrst og fremst yrðu þau hjónin með vörur í umboðssölu, vömr sem tengdust útivist hverskonar. Hestamenn, sportveiðimenn og útivi- starfólk almennt ætti að finna í versl- uninni eitthvað við sitt hæfi. Veslunin er opin eftir hádegi alla virka daga til kl 18 en til kl 17 á laugardögum. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson HJÓNIN Vignir Björnsson og Sigrún Óskarsdóttir ásamt dótturinni Huldu í hinni nýju verslun sinni. fþróttamaður ársins í Siglufírði Jón Garðar útnefndur Siglufirði - Kiwanisklúbburinn Skjöldur hefur útnefnt Jón Garðar Steingrímsson íþróttamann ársins í Siglufirði. Jón Garðar, sem er 18 ára skíðagöngumaður, er vel að titl- inum kominn. Hann hefur unnið til fjölda verð- launa á undanfórnum árum og á sið- asta landsmóti varð hann til dæmis þrefaldur íslandsmeistari í sínum aldursflokki. Jón Garðar, sem æft hefur skíðagöngu frá 8 ára aldri, æfir nú með Akureyringum enda stundar hann nú nám við Mennta- skólann á Akureyri. Hann segist ánægður með þessa viðurkenningu og þakkar bæjarbúum traustið. Frá því að Kiwanisklúbburinn Skjöldur var stofnaður hefur hann stutt við íþróttastarf í Siglufirði eft- ir bestu getu og síðastliðinn 19 ár heiðrað það íþróttafólk, sem skarað hefur fram úr og sýnt gott fordæmi. Auk íþróttamanns ársins voru kjörnir þeir sem skarað höfðu fram úr í hverri íþróttagrein: I golfi Alm- ar Möller og Þór Jóhannsson, í knattspyrnu Grétar Sveinsson og Benedikt Þorsteinsson, í skíðum Ingólfur Magnússon og Jón Garðar Steingrímsson, í badminton Logi Þórðarson og Ásbjöm Smári Björnsson, í frjálsum íþróttum Ragnheiður Guðnadóttir, í körfu- bolta Mikael Bjömsson og frá íþróttafélaginu Snerpu Viðar Aðal- steinsson og Gunnar J. Þorsteins- son. Morgunblaðið/Sigríður Ingvarsdóttir JÓN Garðar Steingrímsson. Fylgstu með nýjustu fréttum á Fréttavef Morgunblaðsins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.