Morgunblaðið - 05.02.1998, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1998 19
ÚR VERINU
ERLENT
Borgarstióri segist styðja FishTech ‘99
„Hægt væri að bæta
sýningaraðstöðuna“
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir
borgarstjóri segist að sjálfsögðu
styðja FishTech ‘99, sem borgin
hafi ákveðið að úthluta Laugar-
dalshöll fyrstu dagana í september
á næsta ári að undangengnu út-
boði, sem tvö sýningafyrirtæki
tóku þátt í. „Eg vil að sjálfsögðu
stuðla að því að íslenska sýningin
verði haldin þegar til framtíðar er
litið," sagði Ingibjörg Sólrún í
samtali við Verið í gær og bætti
við að vel kæmi til greina að ráðist
yrði í framkvæmdir til að bæta
sýningaraðstöðuna í Laugardal áð-
ur en að sýningunni kæmi.
Hún sagðist vera sammála
mörgum um að það hlyti að vera
mjög erfitt að vera með tvær sýn-
ingar á sama tíma en vandamálið
væri hins vegar það að tveir aðilar
væru að keppa um eina sýningu.
Auðvitað hefði verið æskilegast ef
sýnendur sjálfir hefðu getað komið
sér saman um eina sýningu í at-
kvæðagreiðslu miklu fyrr en nú
stendur til. „Ég tel að það hefði
verið til hagsbóta fyrir alla aðila,“
segir borgarstjóri.
„Við viljum á hinn bóginn styðja
við bakið á FishTech ef vilji er til
þess að halda þá sýningu, og höf-
um við m.a. ákveðið að nýta þá
fjármuni, sem koma vegna leigu
Hallarinnar, til að bæta sýningar-
aðstöðuna í Laugardalnum. Þessir
peningar voru aldrei hugsaðir sem
nein tekjulind fyrir borgarsjóð.“
Bindandi samningur
Að sögn borgarstjóra hefur ann-
ars vegar verið rætt um byggingu
fjölnota húss, sem tengt yrði
Laugardalshöllinni og gerbreyta
myndi nýtingarmöguleikum henn-
ar og hins vegar hafi verið talað
um að lagfæra Höllina og næsta
umhverfi hennar vegna sýningar-
halds.
Að sögn Ingibjargar Sólrúnar er
litið á 24 milljóna króna leigu-
samning við Sýxúngar ehf. um af-
not af Höllinni sem bindandi
samning. Ekki væri hægt að hætta
við stuttu fyrir sýningu. Ef til þess
kæmi hins vegar að keppinautur-
inn yrði ofan á í atkvæðagreiðslu
sýnenda og hætt yrði við Fish-
Tech, hlyti sú staða að verða rædd
á milli borgarinnar og forsvars-
manna Sýninga ehf.
„í dag göngum við út frá því að
sýningin verði haldin og að það sé
verið að vinna að undirbúningi
henni. Við erum tilbúin til þess að
styðja við bakið á henni, en erum
ekkert farin að hugsa um hvað
verður ef hún verður ekki haldin,"
segir borgarstjóri.
Atkvæðagreiðsla um hylli sjávarútvegssýnmga
Niðurstöðu er að
vænta í næstu viku
GERT er ráð fyrir því að talning
atkvæða úr atkvæðagreiðslu, sem
nú fer fram meðal þeirra íslensku
fyrirtækja, sem þátt tóku í síðustu
sjávarútvegssýningu, árið 1996, og
birting niðurstaðna fari fram strax
upp úr komandi helgi eða eigi síð-
ar en 13. febrúar.
Atkvæðaseðlar voru póstsendir
til 158 fyrirtækja sl. þriðjudag.
Þeim er ætlað að greiða atkvæði
um stuðning við aðra hvora sjávar-
útvegssýninguna, sem nú er unnið
að undirbúningi við, en báðar eru
fyrirhugaðar á sama tíma, 1.-4.
september 1999, önnur í Laugar-
dalshöll í Reykjavík og hin í Smár-
anum í Kópavogi. Með þátttöku í
atkvæðagreiðslunni lýsa sýnendur
yfir eindregnum vilja um að ein-
ungis verði um eina sýningu að
ræða og að styðja þá sýningu, sem
Fjórir svipt-
ir veiðileyfi
FISKISTOFA svipti fjóra báta
veiðileyfi á fyrrihluta janúarmán-
aðar. Tveir þeirra voru sviptir leyfi
vegna afla umfram heimildir, en
tveir íyrir að skjóta afla undan
vigt.
Bátamir Guðbjörg Sigríður GK
og Stakkavík GK, báðir í eigu
Stakkavíkur ehf. í Grindavík, voru
sviptir veiðileyfí vegna afla um-
fram heimildir hinn 6. janúar síð-
astliðinn. Báðir bátarnir fengu
leyfi að nýju sama dag eftir að
aflamarksstaða þeirra hafði verið
lagfærð.
Hafsúla BA, sem gerð er út af
Vesturljósi ehf. á Patreksfirði, var
svipt veiðileyfi hinn 15. janúar þar
sem hluti af þorskafla bátsins var
ekki vigtaður í samræmi við gild-
andi lagareglur. Sviptingin gildir
til og með 11. febrúar. Loks var
Siggi Bjarna GK, sem gerður er út
af Dóra efh. í Garði, sviptur leyfi
frá 20. janúar til og með 16. febrú-
ar þar sem hluti af þorskafla báts-
ins var vigtaður sem ufsi og
þannig skotið undan vigt.
ofan á verður í atkvæðagreiðsl-
unni.
Þrettán fyrirtæki
í forsvari
Þrettán fyrirtæki, sem öll hafa
verið meðal sýnenda á undan-
gengnum sjávarútvegssýningum
og hafa í samkeppninni á síðustu
vikum ýmist verið stuðningsaðilar
Nexus Media Ltd. eða Sýninga
ehf., tóku sig saman um að undir-
búa atkvæðagreiðsluna, en þau
eru: Borgarplast, Friðrik A. Jóns-
son, Hampiðjan, Héðinn smiðja,
ísfell, ísmar, J. Hinriksson,
Landssmiðjan, Olíuverslun Is-
lands, Plastprent, Sindrastál, Sjó-
klæðagerðin og Skeljungur. Til að
þátttaka teljist marktæk þurfa
a.m.k. 70% atkvæða þeirra, sem
sýndu 1996 og ætla jafnframt að
sýna á næstu sýningu, að skila sér.
Atkvæðaseðlarnir skulu sendir
Coopers & Lybrand-Hagvangi,
sem annast mun talningu, í þessari
viku. Vægi atkvæða tekur mið af
stærð bása á sýningunni 1996.
Hver sýnandi fer með eitt atkvæði
fyrir hverja byrjaða 10 fermetra
sem þýðir að tvö atkvæði eru fyrir
11-20 fermetra sýningarsvæði.
Gæta á hlutleysis
í bréfi, sem sýnendum barst í
hendur frá skipuleggjendum at-
kvæðagreiðslunnar, segir m.a.:
„Barátta tveggja aðila í alllangan
tíma um að halda sjávarútvegssýn-
ingu 1999 hefur ekki farið fram hjá
neinum sýnanda. Því miður virðist
nú allt stefna í að haldnar verði
tvær sýningar á sama tíma. Það
þýðir að haldnar verða tvær veikar
sýningar í stað einnar sterkrar og
málið allt hlýtur í besta falli að
rugla erlenda aðila, gesti sem
sýnendur, ærlega í ríminu. Þetta
er auðvitað óþolandi staða fyrir
sýnendur, sem eru eins og
leiksoppar í þessu sjónarspili.
Því hafa nokkrir aðilar úr hópi
sýnenda ákveðið að gera lokatil-
raun til að hafa áhrif á gang mála
þannig að aðeins verði um eina
sýningu að ræða. Aðilarnir eru
þannig valdir að hlutleysis er gætt.
Þeir hafa komið sér saman um að
efna til allsherjaratkvæðagreiðslu
meðal íslenskra sýnenda, en ís-
lenskir sýnendur höfðu mikinn
meirihluta gólfflatar síðustu sýn-
ingar.“
Forsvarsmenn þeirra níu fyrir-
tækja, sem standa að Samtökum
seljenda skipatækja, ákváðu á
fundi sínum í gær að taka þátt í at-
kvæðagreiðslunni og munu þau
standa við fyrri ákvörðun sína um
að velja FishTech-sýninguna, skv.
því er fram kemur í fréttatilkynn-
ingu frá samtökunum.
Funahöfði 6 - til leigu
760 fm. atvinnuhúsnæði sem skiptist í 325'
fm. vinnusal, 132 fm. skrifstofur og 300 fm.
yfirbyggt útiskýli.
Teikningar og nánari uppl. á skrifstofu okkar.
Winfrey verst
ásökunum bænda
Amarillo. Reuters.
BANDARÍSKA sjónvarpskonan
Oprah Winfrey kom fyrir rétt í
Texas í fyrradag og neitaði því að
ummæli um kúariðu, sem hún við-
hafði í þætti sínum, gætu haft áhrif
á verð nautgripakjöts. Kúabændur
í Texas hafa höfðað mál gegn
henni, sakað hana um rógburð sem
hafi kostað þá 10 milljónir dala,
andvirði 730 milljóna króna.
Winfrey sló á létta strengi og
notfærði sér óspart hæfileika sína
sem leikari og stjómandi vin-
sælasta sjónvarpsspjallþáttar
Bandaríkjanna.
„Fólk hlustar á það sem ég segi
og myndar sér eigin skoðanir,"
sagði hún við lögmann stefnend-
anna, Joe Coyne. „Ég tel að fólkið
sem ég tala við sé nógu greint til að
mynda sér eigin skoðanir," bætti
hún við þegar Coyne þráspurði
hana að því hvort ummæli hennar
gætu haft áhrif á skoðanir áhorf-
endanna.
Málið snýst um sjónvarpsþátt
frá apríl 1996 þegar Howard Lym-
an, fyrrverandi stórbóndi, sagði að
kúariða gæti borist í menn og
reynst miklu hættulegri en al-
næmi. Lyman kom fyrir réttinn í
vikunni sem leið og sagðist ekki
hafa reynt að fá fólk til að hætta að
neyta nautakjöts. Hann hefði að-
eins viljað benda á að á þessum
tíma hefðu bandarískir kúabændur
notað fóður, sem hefði verið
próteinbætt með hakki úr kúm, og
það ylli hættu á útbreiðslu kúariðu.
Bandarísk yfirvöld bönnuðu slíkt
fóður í fyrra en segja að kúariða
hafi ekki borist til Bandaríkjanna.
Winfrey lýsti því yfir í þættinum
að hún væri hætt að borða ham-
borgara vegna viðvörunar Lymans
og kúabændurnir segja að þau um-
mæh hafi orðið til þess að verð
nautgripakjöts hafi snarlækkað
daginn eftir. Hún viðurkenndi fyrir
réttinum að hún teldi æskilegt að í
þættinum hefðu einnig komið fram
sjónarmið sérfræðinga, sem telja
að ekki stafi hætta af neyslu nauta-
kjöts.
GIMLIGIMU
FASTEIGNASALA ÞÓRSGÖTU 26, RVÍK, FAX 552 0421
(f OPIÐ LAUGARDAGA KL. 11-14 SÍMI 5525099 jf
F.INBÝL1
BLIKASTÍGUR ÁLFTANESI.
Fallegt einbýli ,152 fm + 45 fm bílskúr.
Húsið er úr timbri, 4 svefnherb, góðar
innréttingar. Fallegur garður. Áhv. byggsj.
rík. 1.650 þús Verð 11,9 millj.
JAKASEL ÚTB. 3,7 MILLJ.
Fallegt einbýli, hæð og ris. 185 fm ásamt
35 fm bílskúr, 6 svefnherb. Um er að
ræða múrsteinshlaðið Hosby hús staðsett
innst í botnlanga. Áhv húsbr. og byggsj.
11,0 millj. Verð 14,9 millj.
MIÐBORGIN - LISTA-
MANNAPARADÍS. Mjög sérstakt
og vel staðsett einbýli sem gefur óteljandi
mögul. Húsið hefur verið stands. að miklu
leiti. Eign fyrir þá sem vilja vera öðruv.
Áhv. 5,4 millj. húsbr. Verð 9,5 millj.
LINDARSEL. Vandað einbýli 352 fm
á tveimur hæðum með tvöföldum bilskúr.
I húsinu eru nú tvær íbúðir ca 160 fm á
efri hæð og ca 140 fm á neðri hæð. Allt er
fullb. og mjög vandað. Verð 21,5 millj.
REYKJAFOLD. Vorum að fá [
einkasölu fallegt 172 fm einbýli á einni
hæð með 40 fm bílskúr. Parket og flísar.
Failegur garður með góðu útsýni. Áhv.
1,8 millj. byggsj. Verð 13,5 millj.
RAÐ- OC PARHÚS
KAPLASKJÓLSVEGUR. Gott
154 fm raðhús Parket á gólfum, endum.
baðherb. 4 svefnherb. Suðurgarður. Ath.
skipti á ódýrari eign I vesturbæ. Áhv.
húsbr. 5,1 millj. Verð 11,2 millj.
SFRHÆDIR
SKAFTAHLÍÐ MEÐ AUKA-
IBUÐ. Glæsileg efri sérhæð með
aukaibúð í risi ásamt bílskúr. Fallegt nýtt
eldhús og ný glæsileg tæki. Gegnheilt
parket. Gullfallegt baðherb. Skipti koma til
greina á tveggja íbúða húsi. Áhv. 5,3
millj. Verð 13 millj.
5 IÍERR. OC STÆRRI
NÝBÝLAVEGUR. Góð efri hæð i
tvibýli 124 fm ásamt 33 fm bílskúr. 3-4
svefnherbergi. Stórar suðursvalir. Fallegur
garður. Verð 10,5 millj.
4RA HFRliERCJA
EIÐISTORG. Falleg 4ra herb. 106
fm íbúð á 1. hæð ásamt 36 fm séribúð í
kjallara. Parket og vandaðar innr. Garður i
suður og svalir í norður. Eign með ýmsa
möguleika. Verð 9,9 millj.
HRAUNBÆR. Mjög góð 3ja herb.
86 fm ib. með aukaherb. i kj. í einu best
staðsetta húsinu í Hraunbæ. Húsið klætt
að utan á allar hliðar. Fallegt útsýni í
suður. Parket. Endurn. eldh. og baðherb.
Áhv. byggsj. 1,7 millj. Verð 7,0 millj.
SKIPHOLT MEÐ BÍLSKÚR.
Falleg 4ra herb. ibúð 88 fm ásamt 22 fm
bilskúr. Suðursvalir. Parket, flísar og nýl.
innrétt. Sameign lítur vel út. Stutt i skóla
og þjónustu. Verð 7,9 millj.
JJA HFRB.
FREYJUGATA. Glæsileg 3ja
herbergja 89 fm ibúð á 3. hæð í góðu
steinhúsi. Allt meira eða minna endurn.
fyrir ca. 5 árum. Fallegt útsýni, góð
staðsetning. Áhv. húsbr. 3,9 millj. Verð
8.4 millj.
TEIGAR. Góð 83 fm íbúð lítið
niðurgrafin í tvíbýli á þessum eftirsótta
stað. 4 svefnherbergi. Sérinngangur og
hiti. Parket og flísar. Áhv 4,0 millj. Verð
6.4 millj.
LAUFRIMI. Falleg 3ja herbergja 89
fm íbúð á 1. hæð í litlu fjölbýlishúsi.
Þvottahús í ibúðinni. Suðurverönd. Stutt í
skóla og þjónustu. Áhv. 4,3 millj. Verð
6,7 millj.
MIÐBORGIN. LAUGAVEGUR -
MEÐ BYGGINGARSJÓÐI Ágæt 3ja herb.
83 fm íbúð á 2. hæð í steinhúsi. 2 stofur
og svefnh. Áhv. 3,7 millj. byggsj. rik.
Verð 5,9 millj.
NJÁLSGATA. Mjög snyrtileg 3ja
herbergja 83 fm íbúð á 1. hæð í góðu
steinhúsi. Endumýjaðir ofnar og
rafmagnslagnir,_ einnig gluggar og gler.
Svalir í vestur. Áhv. ca 3,2 millj. Verð 5,4
mlllj.
SKEGGJAGATA. Mjög góð 3ja
herbergja 84 fm efri hæð í reisulegu húsi í
góðu standi ásamt 26 fm bílskúr.
Endumýjaðir gluggar, gler, rafmagn og fl.
Suðursvalir. Ahv. byggsj. rfk. 3,8 millj.
Verð 8,1 millj.
2JA HFRB.
FOSSVOGUR LAUS. Falleg 2ja
herb. 51 fm íbúð á jarðh. í litlu fjölbýli á
þessum eftirsótta stað. Suðurverönd.
Parket. Áhv. 2,4 millj. Verð 5,3 millj.
LAUS STRAX
FELLSMÚLI LAUS. Mjög góð
2ja herb. 48 fm íbúð á jarðhæð á þessum
vinsæla stað. Ibúðin er laus strax. Verð
4,2 millj.
HÁTÚN. Óvenju rúmgóð og
skemmtileg 2ja herb. 72 fm íbúð i kjallara
i fallegu þríbýli á rólegum stað. Fallegur
suðurgarður. Verð 5,7 millj.
KRUMMAHÓLAR. Falleg 2ja
herb. 43,7 fm ibúð á 3. hæð í góðu
lyftuhúsi með stæði í bílgeymsl. Mikið
endurnýjuð. Verð 4,5 millj.
SELJAVEGUR. Vorum að fá í sölu
góða 2ja herb. 61 fm íbúð á góðum stað.
Parket og flísar. Verð 5,5 millj.
STELKSHÓLAR. laus strax.
Mjög snyrtileg 63 fm 2ja herb. íbúð á 1.
hæð með sérsuðurgarði. Parket á gólfum,
húsíð nýstandsett. Áhv. 2.650 þús. Verð
4.950 þús.
TUNGUHEIÐI. ( suðurhlíðum
Kópavogs er til sölu björt og rúmgóð 67
fm 2ja herb. ibúð í nýklæddu fjórbýli.
Suðvestursvalir. Sérþvottahús. LAUS
STRAX. LYKLAR Á GIMLI. Áhv. 2,2
millj. Verð 5,5 millj.