Morgunblaðið - 05.02.1998, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 05.02.1998, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ STUTT Staðfestu stækkun NATO DANIR urðu í gær fyrstir NATO-þjóða til að staðfesta væntanlega aðild Tékklands, Ungverjalands og Póllands að bandalaginu. Var hún samþykkt á danska þinginu með yfirgnæf- andi meirihluta. „Þetta er sögu- leg ákvörðun,“ sagði Niels Hel- veg Petersen, utanríkisráðherra Danmerkur. „Með henni erum við að segja skilið við skiptingu Evrópu.“ Nýr Bosníufáni BOSNÍA, sambandsríki Serba, Króata og múslima, hefur fengið nýjan fána en við hönnun hans var þess gætt fyrst og síð- ast, að hann hefði engar tilvísanir til eins eða neins, hvorki trúar né þjóð- emis. Raunar gátu þjóðar- brotin í land- inu ekki kom- ið sér saman um neinn fána og því varð Carlos Westendorp, fulltrúi erlendra ríkja og alþjóðasam- taka í Bosníu, að taka af skarið og ákveða hann sjálfur. Oveður í N-Kaliforníu MIKILL veðrahamur var í Norður-Kalifomíu í gær og varð að flytja hundmð manna burt af heimilum sínum. Flæddu ár yfir bakka sína og skriðufoll voru tíð vegna úrfellisins. Vitað var um einn mann, er lét lífið er tré féll á hann. Vetrarveðrin em stund- um nokkuð ströng á þessum slóðum en talið er, að E1 Nino, heiti straumurinn við Suður: Ameríku, hafi aukið á ofsann. í Florida var einnig versta veður, það mesta í fimm ár, og reif það upp tré með rótum og olli mikl- um skemmdum. Vora um 200.000 manns án rafmagns. Varlega í um- bæturnar LI PENG, forsætisráðherra Kína, sagði í gær, að ríkisstjóm- in myndi fara gætilega í efna- hagsumbótum sínum til að forð- ast aukið atvinnuleysi. Stór hluti kínverskra ríkisfyrirtækja er illa rekinn og tapar fé en yrði þeim lokað, myndu tugmilljónir manna missa vinnuna. Hafa ver- ið fréttir um mótmæli og ókyrrð víða í landinu vegna lokunar fyr- irtækja. Kilóin hans Kohls ÞÝSKA tímaritið Stem sagði í gær, að Helmut Kohl, kanslari Þýskalands, hefði fitnað svo mjög á 16 ámnum sínum í emb- ætti, að heilsa hans væri í voða. Talsmaður ríkisstjómarinnar vísaði raunar fréttinni á bug sem „tómri vitleysu" en tímaritið sagði, að Kohl væri kominn í 160 kg og ætti nú allt á hættu, hjartaáfall, of háan blóðþrýsting, heilablóðfall og gigt. Enginn veit nákvæmlega hve Kohl er þung- ur nema kannski hann sjálfúr og oft er sagt í gamni, að það sé „ríkisleyndarmál". Hann rís hins vegar undir ansi mörgum kíló- um því að hann er 1,93 cm hár. Jeltsín harðorður í garð Bandarfkjaforseta vegna deilunnar við fraka Aðgerðir Clintons „gætu leitt til heimsstyrjaldar“ Moskvu, París, Kaíró, Ankara. Reuters. BORIS Jeltsín, forseti Rússlands, var hvassyrtur um íraksdeiluna í gær og sagði að gjörðir Bills Clint- ons Bandaríkjaforseta í deilunni gætu leitt til heimsstyrjaldar. „Það lætur of hátt í honum þama,“ sagði Jeltsín um Clinton og írak á fundi með Anatólí Tsjúbajs aðstoðarfor- sætisráðherra sem sjónvarpað var frá Kreml. „Maður verður að sýna meiri að- gát í þessum heimi sem er yfirfullur af alls kyns vopnum sem sum em í höndum hryðjuverkamanna,“ sagði Jeltsín. „Það leynist vá við hvert fót- mál.“ Þetta eru þyngstu orð sem Jeltsín hefúr látið falla vegna hótana Banda- ríkjamanna um að beita hervaldi til þess að fá íraka til að fara að álykt- unum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) og heimila vopnaeftirlitsmönnum sam- takanna að fara óhindrað allra sinna ferða í leit að gereyðingarvopnum. Rússar hafa hvatt Iraka til þess að hlíta ályktunum SÞ, en jafnframt tekið skýrt fram að þeir séu eindreg- ið andvígir því að vopnavaldi verði beitt. Á fundinum í Kreml í gær vakti Rússlandsforseti athygli á því að enn væri verið að reyna að finna samningalausn á deilunni. „Um leið verðum við að reyna að koma Clint- on í skilning um að með aðgerðum sínum í Irak getur hann komið af stað heimsstyrjöld." Neðri deild rússneska þingsins, Dúman, lagði ennfremur sitt lóð á vogarskálamar í gær og samþykkti ályktun þess efnis að Rússar skyldu hætta að beita íraka viðskiptaþving- unum ef Bandaríkjamenn létu til skarar skríða. Jevgeníj Prímakov, utanríkisráð- herra Rússlands, ræddi tvisvar við Madeleine Albright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, í gær, en ekki hafa borist fregnir af því hvað þeim fór í milli. Skref í rétta átt Rússar og Frakkar hafa sent full- trúa sína til Iraks í því augnamiði að fá Saddam Hussein, Iraksforseta, til þess að láta af þvergirðingshætti sínum við SÞ. Hafa Frakkar tekið undir þá skoðun Rússa að enn sé möguleiki á að finna samningalausn á vandanum. Jeltsín tjáði Jacques Chirac, for- seta Frakklands, í gær að sér virtist sem írakar hefðu tekið skref í átt til friðsamlegrar lausnar, að því er fulltrúi Frakklandsforseta sagði. Þetta var í annað sinn í þessari viku sem forsetarnir ræddust við vegna málsins. Fulltrúi franska utanríkisráðu- neytisins sagði í gær að sérlegur sendimaður stjórnvalda í írak, Bertrand Duforcq, hefði átt fund með Saddam á miðvikudagsmorg- unn og átt samstarf við rússneska embættismenn um lausn. Fulltrúinn vildi ekkert segja um þau orð Jeltsíns að deilan gæti orðið að heimsstyrjöld, en sagði frönsk stjómvöld líta vandann alvarlegum augum. Tyrkir bætast í hópinn Hosni Mubarak, forseti Egypta- lands, sagði mikilvægt að Irakar færu að tilmælum SÞ og leyfðu vopnaeftirlit, annað gæti orðið „mjög hættulegt“. Mubarak hefur áður lagt á það áherslu að fundin verði samningalausn á deilunni. Hann sagði í gær að Egyptar myndu ekki taka þátt í herfór gegn írökum, en ítrekaði að írökum bæri að hlíta ályktunum SÞ. Tyrkland bættist í gær í hóp þeirra ríkja sem sent hafa fulltrúa sinn til Baghdad, er utanríkisráðherra lands- ins, Ismail Cem, hélt til viðræðna við írösk stjómvöld. Sagði Mesut Yilmaz forsætisráðherra að Cem myndi ít> reka að Bandaríkjamenn myndu hvergi hvika kæmi til hemaðarað- gerða. Yilmaz sagði í gær að Tyrkir væm ekki hlutlausir í deilunni. „Tyrkland er innan seilingar fyrir gereyðingar- vopn íraka,“ sagði hann, og sagði Tyrki nauðsynlega þurfa að taka af- stöðu með Bandaríkjamönnum. Mikil flugumferð var í gær um flugvöll tyrknesk/bandarísku her- stöðvarinnar í Incirlik í Tyrklandi, sem notuð er til eftirlits með flug- bannssvæði SÞ yfir Norður-írak. Tyrkneska fréttastofan Anatolian greindi frá þessu. Alls hefðu 38 flug- vélar farið á loft frá vellinum á fáein- um klukkustundum. Fulltrúi bandaríska hersins í Incirlik tjáði Reuters að umferðin um völlinn tengdist ekki deilunni við Iraka. Reuters Robinson aftöku Genf. Reuters. MARY Robinson, yfirmaður Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna, kvaðst í gær ákaflega vonsvikin vegna aftöku Körlu Faye Tucker í Texas í fyrrinótt, og sagði að dauði einnar mann- eskju gæti ekki réttlætt dauða annarrar. í yfirlýsingu frá Robinson sagði að fjölgun dauðarefsinga í Banda- ríkjunum og víðar væri „alvarlegt áhyggjuefni" og stangaðist á við almennan vilja í heiminum um af- nám dauðarefsinga. Tucker var tekin af lífi í ríkis- fangelsinu í Huntsville í Texas fordæmir Tucker klukkan 00:45 í fyrrinótt að ís- lenskum tíma. Hún var dæmd til dauða fyrir aðild sína að morði á manni og konu árið 1983. Evrópuþingið fordæmdi aftök- una í gær og fór þess á leit við Bandaríkjaþing að áætlaður fund- ur nefnda þinganna yrði ekki haldinn í Houston í Texas eins og fyrirhugað væri, heldur yrði hon- um fundinn annar staður. I bréfi sem evrópska nefndin ritaði hinni bandarísku sagði m.a. að aftakan í fyrrinótt hefði fært Texas „þann villimannlega titil, aftökuhöfuð- staður Bandaríkjanna". Hátíð í skugga stríðs KARL Bretaprins situr milli Chandrika Kumaratunga, forseta Sri Lanka (t.h.) og Sirimavo Baradaranaike, forsætisráðherra landsins. Prinsinn er á Sri Lanka til að vera viðstaddur hátíðahöld í Colombo í tilefni þess að hálf öld er liðin frá því landið fékk sjálfstæði. Tamflskir aðskilnaðar- sinnar héldu áfram árásum sín- um á stjórnarherinn í austur- hluta landsins og Kumaratunga viðurkenndi að stjórnvöldum hefði ekki tekist að tryggja ein- ingu rfldsins. Skera upp herör gegn afrískum glæpasamtökum Kosta Breta stórfé árlega London. The Daily Telegraph. ÁKVEÐIÐ hefur verið að beita bresku öryggis- og leyniþjónust- unni, MI5 og MI6, gegn vestur- afrískum glæpasamtökum en áætlað er, að svikastarfsemi þeirra kosti breska þjóðarbúið meira en 400 milljarða ísl. kr. ár- lega. MI5, sem annast öryggismál innanlands, og MI6, sem stundar leyniþjónustustörf erlendis, munu nota alla sína tækni og þekkingu til að aðstoða lögregluna og toll- þjónustuna í baráttunni við vest- ur-afrísku glæpaflokkana en þeir em sagðir mesta glæpavandamál- ið í Bretlandi. Eru glæpamennirn- ir langflestir frá Nígeríu og eru mjög umsvifamiklir í alls konar svikastarfsemi og eiturlyfja- smygli. Bréfaflóð frá Nígeríu Bresk fyrirtæki, samtök og ein- staklingar fá árlega fjöldann allan af bréfum frá Nígeríumönnum þar sem beðið er um fjárframlag í því skyni að losa um fjárhæðir, sem til dæmis hafa verið sviknar undan skatti, og er fólki heitið góðri greiðslu fyrir. 68.000 svona bréf voru afhent bresku lögreglunni á síðasta ári en talið er, að þau séu allt að milljón talsins um allan heim. Áætlað er, að 10% viðtakenda svari bréfunum. Sendi menn eitt- hvert fé, tapa þeir því, og svari menn á sínu bréfsefni til að hafna boðinu er eins víst að bréfhausinn verði notaður í sviksamlegum til- gangi. 1 í í 1 I i I I i I ; i i i i i i \ l i I f

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.