Morgunblaðið - 05.02.1998, Síða 21

Morgunblaðið - 05.02.1998, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ FTMMTTTOAGTTR 5 FF.RRÚAR 1998 21 ERLENT Reuters MONICA Lewinsky er nú í heimsókn hjá föður sínum í Los Angeles og heilsar honum hér við komuna á heimili hans í fyrradag. le«upevsur ^ adtóos Mer6d®i Fu««>r8,nS’ Körtub0,ta S\mPateX 9°n! lkerob*s HlauP3' EURO - VISA Póstsendum samdægurs Clinton í vanda vegna lögmannakostnaðar Hyggst hefja nýja fjársöfnun Washington. Reuters, The Daily Telegraph. BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, hyggst stofna nýjan söfnun- arsjóð sem á að standa straum af lögmannakostnaði hans, að sögn The Washington Post í gær. Blaðið segir að forsetinn stefni að því safna að minnsta kosti 3-4 milljón- um dala, 220-290 milljónum króna. The Washington Post hafði eftir ónafngreindum heimildarmönnum að forsetanum og eiginkonu hans, Hillary Rodham Clinton, væri um- hugað um að fá aðstoð við að greiða reikninga lögmanna sinna. Kostn- aðurinn hafi stóraukist vegna rannsóknar Whitewater-málsins, málshöfðunar Paulu Jones, sem sakar Clinton um kynferðislega áreitni, og ásakana um að Clinton hafi átt í kynferðislegu sambandi við Monicu Lewinsky, fyrrverandi starfsstúlku Hvíta hússins, og hvatt hana til að bera Ijúgvitni um það. Clinton ákváð í lok liðins árs að leysa upp sjóð sem stofnaður var til að greiða lögmannakostnaðinn og var í vörslu fjárhaldsmanna. Skuldin við lögmennina nam þá að minnsta kosti þremur milljónum dala. Fjárhaldsmennirnir höfðu lagt til að sjóðurinn yrði leystur upp þar sem ljóst þótti að hann myndi ekki duga til að greiða kostnaðinn. Sá sjóður gat ekki tekið við fram- lögum frá fyrirtækjum, samtökum eða hagsmunahópum en nýi sjóð- urinn verður án slíkra takmarkana, að sögn The Washington Post. Heimildarmenn blaðsins sögðu að embættismenn Hvíta hússins hefðu ætlað að tilkynna stofnun sjóðsins í lok síðasta mánaðar en frestað því eftir að mál L,ewinsky komst í hámæli. Var tíður gestur í Hvíta húsinu Háttsettur embættismaður í Washington skýrði frá því í fyrra- kvöld að Lewinsky hefði farið „um 37 sinnum“ í Hvíta húsið eftir að hún lét af störfum þar í apríl 1996 og fékk starf í vamarmálaráðu- neytinu. Síðast hefði hún farið þangað í desember á liðnu ári. Embættismenn vamarmála- ráðuneytisins sögðu að ferðir Lewinsky í Hvíta húsið tengdust á engan hátt störfum hennar fyrir ráðuneytið. Fregnir herma að Clinton hafi sagt í eiðsvarinni yfir- lýsingu vegna máls Paulu Jones að hann hefði aldrei verið einn með Lewinsky frá því hún lét af störf- um í Hvíta húsinu. Hófst alnæmisfar- aldurinn um 1950? London. The Daily Telegraph. ALNÆMISVEIRAN, algeng- asta afbrigði hennar, hefur fund- ist í blóðvökva, sem tekinn var úr afrískum manni árið 1959. Er þetta elsta dæmið um alnæmis- smit í mönnum. Vísindamenn telja nú hugsanlegt, að mikið bólusetningarátak í Afríku eftir stríð kunni að hafa greitt fyrir auknu smiti. Blóðvökvinn var tekinn úr afrískum manni af bantúkyn- þætti en hann bjó í Leopoldville í Belgísku Kongó, nú Kinshasa í Kongó. Lést hann árið 1959 en vísindamenn telja líklegt, að al- næmissmit í mönnum sé eldra, frá því á fimmta áratugnum eða skömmu eftir 1950. Flest bendir til, að það sé upprunnið í Afríku og raunar getur verið, að það hafi verið viðloðandi um aldir á einangruðum stöðum. Vísbend- ingar eru um, að algengast veiruafbrigðið, HIV-1, hafi borist í menn úr sjimpönsum en hitt afbrigðið, HIV-2, úr annarri apategund. Auknar samgöngur og lauslæti Skýringar á útbreiðslu veirunnar, sem nú hefur smitað um 40 milljónir manna, eru lík- lega margar. Meðal annars aukn- ar samgöngur, aukið þéttbýli og kynferðislegt lauslæti en senni- legt þykir, að mikil bólusetning, oft með óhreinsuðum sprautum, eigi sinn þátt í henni. Erfðaefni alnæmisveirunnar breytist ört, um 1% þess árlega, og nú eru komnar fram 10 undir- tegundir. Vitneskjan um þetta hjálpar mönnum við að átta sig á hvenær faraldurinn hófst og get- ur einnig aukið skilning á þróun veirunnar í framtíðinni. STORUTSALA 10-70 % staðgr. afsláttur Afsláttur er veittur af öllum vörum í versluninni Skíði Skíðaskór Skíðahanskar Keppnisskíði og skór Stórsvigsgallar og púðabuxur íþróttafatnaður íþróttaskór Bómullarfatnaður Adidas-Nike-Rebock-Puma Sundfatnaður Speedo-Adidas-Arena Einnig á útsölu: ísskautar Golffatnaður Línuskautar Golfsett Þrekæfingatæki Úlpur Skíðaúlpur Dúnúlpur Skíðagallar Fleece peysur Reiðhjól 21 gíra með góðum búnaði verð frá kr. 19.900 Snjóbretti með bindingum, verð frá kr. 25.800 Símar: 553 5320 568 8860 Ármúla 40 l/erslunin Ein stærsta sportvöruverslun landsins /VMRKIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.