Morgunblaðið - 05.02.1998, Síða 24

Morgunblaðið - 05.02.1998, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÖAR Í998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ T JL v IAKMARK mitt við 'samningu verksins var að heiðra minn göfuga vin, sellóið, með tónlist sem samræmdist eðlilega „hljóm- rænni skapgerð" þess,“ segir Hafliði Haligrímsson tónskáld um verk sitt, Herma, sem hann leggur í hendur Svíanum Thor- leif Thedéen á tónleikum Sinfón- íuhljómsveitar íslands í Háskóla- bíóiíkvöld kl. 20. Segir Hafliði það um leið hafa verið markmið að verkið gæfi einleikaranum tækifæri til að sýna leikræna færni og listræna hæfileika. Áhersla sé frekar iögð á hið söngræna eðli hljóðfærisins en notkun afburðatækni sem á vissan hátt hæfi sellóinu illa. í íjósi þessa verður forvitnilegt að hlýða á Thedéen glíma við verk- ið, því ekki er ofhermt að þar fari einn fremsti sellóleikari Norður- landa - og þótt víðar væri leitað. Að áliti Thedéens er Herma verk and- stæðna, helst hita og kulda, og ákaflega vel skrifað fyrir hljóðfærið - sönn vinarkveðja. „Eg heillaðist strax af þessu verki, það er svo söngrænt, íhug- ult. Tónlistin hrein- lega talar til manns! Það er erfitt að al- hæfa um tónverk en Herma er í mjög há- um gæðaflokki." Jón Leifs og Snorri Sigfús Thedéen er nú í fyrsta sinn á íslandi og verkum Hafliða hefur hann ekki kynnst í annan tíma. „Eg hef því miður kynnt mér íslenska tónlist í alltof litlum mæli. Jón Leifs þekki ég vitaskuld og fyrir nokkrum árum tók ég þátt í að flytja kammerverk eftir Snorra Sigfús Birgisson á tón- leikum í Svíþjóð, að öðru leyti er íslensk tónlist ónumið land af minni hálfu. Vonandi stendur það til bóta!“ Thedéen er hæstánægður með að vera hingað kominn. Kveðst lengi hafa verið forvitinn um ís- Iand enda sé lega landsins, í miðju Atlantshafi, áhugaverð. Þá hafi móðir hans, sem er bókmennta- fræðingur að mennt, margoft frætt hann um Snorra Sturluson Að heiðra göfugan vin Sænski sellóleikarinn Thorleif Thedéen verður gestur á tónleikum Sinfóníuhljóm- ✓ sveitar Islands í kvöld. Mun hann leika sellókonsert Hafliða Hallgrímssonar, Herma, en Hafliði er einmitt tónskáld vetrarins hjá hljómsveitinni. Orri Páll Ormarsson átti tal við Thedéen. THORLEIF Thedéen í hita augnabliksins á æfingu með Sinfóníuhljómsveit íslands. og þá kappa alla. „Fjölskylda mín er sér mjög meðvitandi um hinn norræna uppruna sinn, svo sem nafn mitt, Thorleif, gefur glöggt til kynna. Er það ekki algengt hér á landi?“ Mikil ósköp! Thedéen fæddist árið 1962. Hann þreytti frumraun sína með Sænsku útvarpshljómsveitinni nftján ára gamail og hefur allar götur síðan verið eftirsóttur ein- leikari. Hefur hann leikið með flestum helstu sinfóníuhljómsveit- um heims og unnið með stjórn- endum á borð við Esa-Pekka Sa- lonen, Franz Welser-Möst, og Gennadíj Rozhdestvenskíj. En hvernig skyldi Thedéen hugnast líf einleikarans? „Á því eru tvær hliðar. Annars vegar er frábært að hafa tækifæri til að spila tónlist, hitta fólk og ferðast vítt og breitt um heiminn en hins vegar gerir þetta starf kröfu um miklar fjarvistir frá vinum og vandamönnum,“ segir seiióleik- arinn sem er kvæntur og tveggja drengja faðir. „Eftir því sem ár- unum í faginu Ijölgar hefur mér reynst æ erfiðara að yfirgefa íjölskylduna en á móti kemur að ég kæmist ekki af án einleiksins - í honum er svo mikil næring." Kveðst Thedéen mæta miklum skilningi heima fyrir enda sé konan hans jafnframt starfandi tónlistarmaður - er fiðluleikari í Sænsku útvarpshljómsveitinni. En piltarnir, eru þeir komnir á kaf í tónlist? „Sá eldri, sem er níu ára, er að stíga sín fyrstu skref um þessar mundir og helst er á honum að skilja að hann vilji leggja sellóleikinn fyrir sig.“ Hvers vegna? „Hann segir að sér þyki svo þægilegt að silja þegar hann leikur á hljóðfæri!“ Kammermúsík og kennsla Þótt Thedéen leggi sannarlega mikla rækt við starf sitt sem ein- leikari fer því víðsfjarri að hann mundi hljóðfæri sitt aldrei á öðr- um vettvangi. „Ef ég helgaði mig alfarið einleiknum myndi mér líða eins og manni sem staddur væri einn á ísjaka á hafi úti. Einveran gengi að mér dauðum. Þess vegna legg ég mikla áherslu á að flytja kammermús- ík eins oft og ég get, er meðal ann- ars félagi í Stock- holm Arts Trio sem kemur reglulega saman, auk þess sem ég hef um nokkurra ára skeið kennt við tónlistar- háskólann í Stokk- hólmi. Eins og gef- ur að skilja eru nemendur rnínir þó ekki margir." Þá er þess enn ógetið að Thedéen hefur Ieikið inn á um tuttugu geisla- plötur, einn og með öðrum, sem BlS-út- gáfufyrirtækið í heimalandi lians hefur gefið út. Segir hann hljóðversvinnuna falla sér sífellt betur í geð og hyggst halda ótrauður áfram á þeirri braut - eins og öllum hinum. Á efnisskrá kvöldsins eru auk- inheldur sjötta sinfónía Síbelíus- ar, sem að líkindum er sú sinfón- ía fínnska meistarans sem sjaldn- ast heyrist á tónleikum, og sin- fónía nr. 36 eftir Wolfgang Ama- deus Mozart, oft nefnd Linz-sin- fónían. Tónsprotinn verður í hendi Petris Sakaris, aðalstjórn- anda Sinfóníuhljómsveitarinnar. Frumskógarlíf LEIKLIST Leikfélag Reykjavfkur FEITIR MENN í PILSUM EFTIR NICKY SILVER íslensk þýðing: Anton Helgi Jónsson. Leikstjóri: Þór H. Tulinius. Leikarar: Eggert Þorleifsson, Halldóra Geir- harðsdóttir, Hanna María Karlsdóttir og Jóhann G. Jóhannsson. Lcikmynd og búningar: Stígur Stcinþórsson. Lýsing: Kári Gíslason. Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen. Litla svið Borgar- leikhússins, miðvikudagur 4. febrúar. NICKY Silver er bandarískt leikskáld á fertugsaldri sem hefur verið að slá í gegn á síðustu árum beggja vegna Atlantshafsins. Sýn- ingar hans hafa vakið mikla athygli og ekki síður deilur meðal gagn- rýnenda og annarra áhorfenda og eins víst er að svo verði einnig hér á landi. Deilt er um hvort verk Silv- ers séu áleitin krufning á lífi nú- tímafólks, lífi sem oftar en ekki einkennist af eiginhagsmunasemi, taugaveiklun, fordómum og annarri lágkúru, eða hvort þau séu daður við lægstu hvatir mannsins og hinar úrkynjuðustu hliðar til- verunnar. Sýnist sitt hverjum. Að vissu leyti snúast deiluniar um verk Nicky Silvers um mismun kynslóða, um ólík viðhorf og ólíka reynslu yngri og eldri kynalóða nú- tímamanna. Þeir sem yngri eru og hafa búið allt sitt líf við sífellt fjöl- miðlaáreiti, þar sem ofbeldi og af- mennskun af ýmsu tagi er ríkjandi, eiga betur með að skemmta sér yf- ir hinum svarta húmor með fárán- leikaívafi sem setur hvað sterkast- an svip á verk Silvers. Hinir sem eldri era eiga erfiðara með að kyngja lýsingum á lífi sem ein- kennist af firringu, ofbeldi og kyn- lífi af ýmsu tagi, sem þeirra upp- eldi kenndi við afbrigðileika og óeðli. Það er ekki síst á slíkar rót- grónar hugmyndir sem Nicky Silv- er ræðst á árangursríkan hátt í verkum sínum: Eða er ekki eitt- hvað bogið við þann sem finnst til- vera sinni ógnað af fáeinum feitum mönnum sem kjósa að klæðast pilsum endram og sinnum? Sög- unni um feitu klæðskiptingana, sem verkið sem framsýnt var á litla sviði Borgarleikhússins í gær- kvöldi ber nafn af, er skotið inn í leikritið eins og hverju öðra auka- atriði, en af henni má draga ýmsan lærdóm. Feitir menn í pilsum er trúlega hin svartasta kómedía Nicky Silv- ers, a.m.k. til þessa. (Undirrituð sá síðastliðið vor sýningu á öðra frægu verki Silvers, The Food Chain, í Bandaríkjunum og var húmor þess meira gráglettinn en svartur.) Leikritið segir frá mæðginum sem verða innlyksa í fimm ár í framskógi eyðieyju einn- ar eftir flugslys, finnast þá og era ferjuð aftur til siðmenningarinnar. Þessi reynsla hefur djúp og ófyrir- sjáanleg áhrif á líf þeirra einstak- linga sem við sögu koma og svífst höfundur einskis í vangaveltum sínum um hvernig mannskepnan bregst við í aðstæðum sem þeim sem verkið lýsir. Silver stillir upp menningu og náttúra sem and- stæðum í verkinu, en um leið und- irstrikar hann þær hliðstæður sem sjá má í þessu andstæðupari. Lífið í „skauti náttúrunnar" brýtur niður öll siðalögmál og tabú „siðmenn- ingarinnar"; en kannski er ekki síður eitthvað sambærilegt á ferð í stórborgarlífinu og menningunni, þótt það liggi ekki eins í augum uppi. Það era þau Hanna María Karls- dóttir og Jóhann G. Jóhannsson sem fara með ei'fið hlutverk mæðginanna. Þetta er stærsta hlutverk Jóhanns til þessa og vel má segja að hann vinni leiksigur í sínu vandasama hlutverki. Hann var óborganlega fyndinn í byrjun verksins, þar sem hann túlkar kúg- aðan ellefu ára skóladreng, og hann var virkilega óhugnanlegur sem kynþroska unglingur sem stjómast af hvötum sem losna úr læðingi við hið innikróaða og fram- stæða líf á eyjunni. Hanna María var heldur frá- hrindandi og kaldlynd móðir og lét henni ágætlega að túlka firrta nú- tímakonu í upphafi leiks. Hins veg- ar fannst mér nokkuð skorta á fjöl- breytileika í túlkun Hönnu Maríu þegar leið á verkið, hlutverkið býð- ur svo sannarlega upp á slíkt. Eggert Þorleifsson leikur eigin- manninn og föðurinn, sjálfsupp- tekinn kvikmyndaleikstjóra sem lifir yfirborðskenndu, firrtu lífi og virðist ekki eiga ærlega tilfinningu til. Eggert fór ágætlega með hlut- verkið og einnig með hlutverk geð- læknis í síðasta þætti. Ástkonu hans, Pam, leikur Halldóra Geir- harðsdóttir og hún leikur einnig geðsjúklinginn Popo Martin. I báðum hlutverkum fer Halldóra á kostum og sýnir enn og aftur að hún er meðal bestu gamanleikara okkar. Stígur Steinþórsson hefur hann- að mjög viðeigandi umgjörð utan um leikinn og lýsing og hljóð auka áhrifin. Þór H. Tulinius leikstýrir verkinu og hefur hann valið fremur hófstillta leið að þessu verki sem sífellt ögrar siðferðiskennd og þoli áhorfandans. Sú leið dregur nokk- uð úr kómík verksins en undir- strikar ágætlega alvarlegan undir- tóninn: Er mannlegt eðli kannski svona þegar allar hömlur era á bak og burt? Eða liggur skýringin í okkar firrtu lifnaðarháttum? Svari nú hver fyrir sig. Soffía Auður Birgisdóttir Rödd Jóns Leifs verð- ur að heyrast GEISLADISKUR á vegum BlS-útgáfunnar sænsku þar sem Sinfóníuhljómsveit ís- lands leikur tónverk eftir Jón Leifs hlaut verðlaun á alþjóð- legu tónlistarhátíðinni í Cann- es fyrir viku. Diskurinn hefur meðal annars að geyma verk- ið Geysi, en Osmo Vanska stýrði hljómsveitinni. Cannes-verðlaunin sem útgáfa BIS á verkum Jóns Leifs hlaut eru önnur slík verðlaun sem útgáfan hlýtur, en 1995 var diskur frá BIS með strengjakvartettum Jóns Leifs í flutningi Ygg- drasil-kvartettsins sænska verðlaunaður. Robert von Bahr, stofnandi BIS og eig- andi, segir að vissulega séu verðlaunin viðurkenning fyrir fyrirtækið, ekki síst í ljósi þess að BIS fékk einnig við- urkenningu sem útgáfa árs- ins. Fyrst og fremst séu verð- launin þó staðfesting á því að rétt hafi verið að gefa verk Jóns Leifs út; „það er ekki svo slæmt að ná tveimur af fjórum“, segir von Bahr og vísar þá til þess að BIS hefur gefið út fjóra diska með verk- um Jóns Leifs. Eins og fram hefur komið mun Osmo Vánska, sem stjórnaði Sinfóníunni á um- ræddum disk, ekki stjóma fleiri upptökum á verkum Jóns Leifs fyrir BIS. von Ba- hr segir að það sé fyrst og fremst vegna anna Vánskas, sem tekur mikið upp íyrir Hyperion útgáfuna bresku á árinu og vinnur að auki að upptökum með Lahti sinfón- íuhljómsveitinni finnsku á verkum Sibeliusar. „Nýr stjómandi mun stýra hljóm- sveitinni í næstu þremur upp- tökulotum, þar á meðal á Eddu.“ „Við erum vandanum vaxin“ Von Bahr segir að vissu- lega verði gríðarlegt verkefni að taka Eddu upp, „en við er- um vandanum vaxin. Ég lét þau orð meðal annars falla þegar ég tók við verðlaunun- um í Cannes að rödd Jóns Leifs væri einstök í tónlistar- sögunni og hún verður að heyrast. Sala á plötunum er langt frá því að ná upp í kostnað og þær munu líklega aldrei ná að seljast fyrir kostnaði, enda gerum við ekki ráð fyrir því. Eg er þó búinn að fá fálkaorðuna og held því áfram,“ segir von Bahr og skellihlær. „Ég hef alltaf áhyggjur af kostnaði við útgáfuna og ekki síst vegna fyrirhugaðs kostn- aðar við Eddu, en það er skylda mín að gefa hana út.“ Robert von Bahr segir að fyrirtækið leggi ekki síst mikla áherslu á að framupp- taka verka sé sem best úr garði gerð og enn frekar ef tónskáldið sem um ræðir er lítt þekkt. „Það gerir ekki eins mikið til ef gefið er út illa upp- tekið verk eftir Beethoven, því tónlistarannendur geta fundið betri upptökur annars staðar. Þegar aftur á móti verið er að taka upp verk tón- skálds eins og Jóns Leifs ríð- ur á að allt sé fyrsta flokks til að sýna tónskáldinu sóma og flytjendunum."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.