Morgunblaðið - 05.02.1998, Síða 25

Morgunblaðið - 05.02.1998, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1998 25 LISTIR A slóðum Sjakalans KViKfvivi\nii; Iláskólabfó, Kringlubfó SJAKALINN („JACKAL") ★★ Leikstjóri: Míchael Caton-Jones. Handritshöfundur: Chuck Pfarrer, byggt á handriti Kenneths Ross. Kvikmyndatökustjóri: Karl Walter Lindenlaub. Tónlist: Carter Burwell. Aðalleikendur: Bruce Willis, Richard Gere, Sidney Poitier, Diane Venora, Mathilda May, Tess Harper. 125 mín. Bandarísk. Universal 1997. ÞAÐ fyrsta sem fréttist af nýrri kvikmyndagerð metsölubókar Fredericks Forsyth, Dagur Sjakal- ans - The Day of the Jackal, var miður gott - hann lagði blátt bann við að nafn sitt eða bókarinnar yrði notað í tengslum við hana. Fram- leiðandinn, Universal, var eigandi handrits Kenneths Ross, og varð því að byggja myndina á þeirri undir- stöðu. Hin aldarfjórðungs gamla Dagur sjakalans var eftirminnilega góð spennumynd, byggð á engu síðri reyfara, undir stjórn hins trausta leikstjóra, Freds Zinnemans. Nú er öldin önnur. Hinn nýi Sjakali (Bruce Willis) er hátækni- væddur nútíma leigumorðingi, tO- finningalaust drápstæki. Með auga- stað á fórnarlambi innan veggja Hvíta hússins, enda muna fæstir kvikmyndahúsgestir í dag gamla De Gaulle. Nú er Sjakalinn á mála hjá rússnesku maflunni og höfuðand- stæðingur hans Declan Mulqueen (Richard Gere), ú'skur hryðjuverka- maður og gamall erkifjandi. FBI kemst á snoðir um að Sjakalinn, þessi beinskeytti manndrápari sem enginn þekkir í sjón, hefur hugsað sér til hreyfíngs í Bandaríkjunum, svo alríkislögreglumaðurinn Prest- on (Sydney Poitier) fær írann leyst- an úr haldi tU að aðstoða sig og rúss- neska herlögreglumanninn Valent- inu Korslovu (Diane Venora) við að hafa uppá skálknum. Kveikjan að endurgerðinni er sjálfsagt sú að bæði var mynd Zinnemans afburða spennumynd, eins og komið hefur fram, og þá hef- ur Sjakalinn sjálfur, sem nú hefur verið handsamaður, verið mikið í sviðsljósinu að undanfórnu. Því mið- ur er þetta unnið fyrir gýg. Þrátt fyrir tæknibyltinguna og stjörnurn- ar bætir þessi nýja útgáfu engu við. Gerir ekki betur en að hanga í með- almennskunni. Það sem háir henni er fyrst og fremst ógnarlengd, hún silast áfram allt að lokakaflanum. Handritið er undarlega púðurlaust, fullt af hræbillegum ólíkindum og Sjakalinn sjálfur lítið spennandi. Bruce Willis hefur glætt marga hasarmyndahetjuna spennu og skapað jafn áhugaverðar persónur og efni standa til. Sjakalinn hans er hins vegar gjörsamlega bragðlaus náungi sem manni tekst ekki að hata. Ekki vantar gei-vin, óteljandi, fín og flott. En jafn áhrifalaus og í Dýrlingnum, annarri marflatri spennumynd. Taugamiðstöð mynd- arinnar er í skralli og því nær hún aldrei neinum tökum á áhorfandan- um. Þetta skrifast ekki síður á leik- stjórann, Michael Caton Jones. Richard Gere kemur skár út sem Irinn, hann er hins vegar afar klisju- kennd persóna, eins og FBI maður- inn Preston. Það er raunar mesta furða hvað þeim Gere og Poitier tekst að smíða úr litlu. Leikkonan Diane Venora kemst þó best frá sínu, gerir kaldrifjaða rússneska drápsjúffertu að viðkunnanlegustu persónu myndarinnar. Tæknivinna og búnaður eru óaðfmnanleg og taka Lindenlaubs (Independence Day, Stargate) gefur myndinni skarpan svip. Það dugar skammt. Sæbjörn Valdimarsson Litskyggnukvöld í Galleríi Horninu RAGNAR Páll listmálari sýnir lit- skyggnur í Galleríi Horninu, Hafnarstræti 15, fimmtudaginn 5. febrúar kl. 20.30. Litskyggnumar eru frá heimsókn Ragnars Páls tii Samúels í Selárdal sumarið 1965 og segir frá kynnum jians af Sam- úel. Jafnframt mun Olafur J. Eng- ilbertsson sýna litskyggnur af vatnslitamálverkum Samúels og segja frá þeim. Aðgangur er ókeypis. Stofnaður hefur verið söfnunarreikningur vegna endurreisnar listasafns Samúels í íslandsbanka nr. 532-612379. Söfnunarsýningin í Galleríi Horninu stendur til og með mið- vikudeginum 11. febrúar og er op- in alla daga um veitingastaðinn Hornið kl. 11-23.30. Ólíkir heimar TÖIVLIST Gerðuberg KAMMERTÓNLEIKAR Verk eftir Jón Ásgeirsson, Atla Heimi Sveinsson, Atla Ingólfs- son, Þorkel Sigurbjörnsson og Árna Egilsson. Blásarakvintett Reykjavíkur (Bernharður Wilk- insson fl., Daði Kolbeinsson óbó, Einar Jóhannesson klar., Jósef Ognibene hn. & Hafsteinn Guð- mundsson fag.) og Miklós Dal- may, píanó. Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi, þriðjudaginn 3. febrúar kl. 20.30. BLÁSARAKVINTETT Reykja- víkur er eitt af þessum fyrirbærum sem, líkt og loftflmi humalsflug- unnar, á ekki að vera mögulegt, en er það samt - kammerhópur á heimsmælikvarða frá 270.000 manna dvergþjóð. Gaman væri að hugleiða hvað slíkri sveit bæri í ár- angursstyrk, ef hún væri í frjálsum íþróttum. Um álit tónlistarunnenda þurfti ekki að fara í grafgötur því það var dámyndarlegur fjöldi sem flykktist að menmngarmiðstöðinni að Gerðubergi sl. þriðjudagskvöld, þegar þeir fimmmenningar héldu sína fyrstu tónleika á þessu ári í til- efni af 50 ára afmæli STEFs. Hugðist kvintettinn um leið heiðra íslenzk tónskáld, enda eingöngu flutt íslenzk verk. Þar af var eitt, „Gövertimento“ Þorkels Sigur- bjömssonar, frumflutt á íslandi, en annað, „Blær“ eftir Ama Egilsson, hlaut hér heimsfrumflutning. Hinn þríþætti Kvintett Jóns Ás- geirssonar fyrir blásara frá 1971 mun ásamt öðmm íslenzkum verk- um til á vinylbreiðskífu frá ÍTM með BKR sem vert væri að yfir- færa á geisladisk. Verkið hefur ekki heyrzt í tónleikasölum um langt árabil, og gerði hvíldin ef- laust sitt til að ljá því nýjan fersk- leika, bæði fyrir flytjendum og áheyrendum. Rithátturinn er óvenju „akademískur" hjá öðmm verkum Jóns, þó að tæpast yrði tal- inn framsækinn fyrir sinn tíma. Undirleikslausir einleikskaflar fyr- ir stök hljóðfæri eru og óvenju áberandi, en annars er verkið vel skrifað fyrir miðilinn og skemmti- legt áheyrnar, ekki sízt fínalinn, sem er fullur af góðum hugmynd- um og jafnvel enn fyndnari en Glettan í miðju verksins. „Epiloge - Morton Feldman in memoriam" (1987) eftir Atla Heimi Sveinsson skar sig hlutfallslega mest úr öðram dagskrárliðum með löngum undirheimahljómum sínum sempre pianissimo; verk sem kvað hafa vakið eftirtekt í Ástralíuför kvintettsins í fyrrahaust. Gat áferðin minnt svolítið á slow- motion útgáfu af Jóni Leifs, en hélt engu að síður athygli manns furðu- vel í einbeittri túlkun hópsins, þó að undirr. verði að viðurkenna, að heildarstrúktúr þessa íhugandi verks hafi farið fram hjá honum að mestu. Hinn 13 ára gamli verðlauna- kvintett Atla Ingólfssonar úr tón- skáldakeppni Ríkisútvarpsins, upphaflega tileinkaður Sannleikan- um, átti skv. fyrirmælum höfundar (að sögn kynnis kvöldsins, Einars Jóhannessonar), að flytja á „leik- rænan“ hátt, og það var engu lík- ara en að þetta litla lausnarorð opnaði áheyrandanum þjófaleið inn í njörvaðan tónheim Atla, því í fjör- ugum flutningi hópsins birtist verkið sem tápmikill látbragðsleik- ur einskonar súrrealísks commedia dell’arte sýningarflokks, er bylti sér á öllum tilfinningaskalanum frá unaði til æsings. Spillti ekki fyrir meistaralegur flutningur hópsins, sem virtist fara létt með jafnvel svæsnustu tæknikröfur. „Gövertimento“ (Göteborg- dívertimentó) Þorkels Sigurbjöms- sonar sór sig ófeimið í flokk skemmtitónlistar og gerði sig feiki- vel sem slíkt, bæði á yfirborði og undir niðri; hið síðara m.a. með við- snúningi á upphafsstefi Beet- hovens úr 1. þætti Psatoralsinfóní- unnar, enda undirtitill 1. þáttar Þorkels „Hlýjar tilfinningar vakna við komu til borgarinnar." Miðþátt- urinn var helgaður Gautelfi, er tón- skáldið virtist túlka sem n.k. Volgu Norðurlanda með tilheyrandi tregaslag bátsdráttarkarla, og lokaþátturinn spratt fram sem Kobbi úr kassa með kærri kveðju til Can-can-forleiks Offenbachs að Reuters Orfeifi í Undirheimum, svo hlust- endur veltust innvortis um af hlátri. Árni Egilsson, okkar maður í eitilhörðum hljóðversbransa Los Angeles, er á sínum tíma lék ein- leik í kontrabassakonsert Þorkels, „Niður,“ mun í seinni tíð farinn að beina kröftum að tónsköpun á pappír. BKR frumflutti hér eftir hann „Blær,“ þar sem enn kvað við nýjan tón. Snoturt margstfla verk sem dró eðlilega dám af starfsum- hverfi höfundar, kvikmyndatónlist, jass og sölsu, en vísaði einnig nokk- uð til gamalla leiksviðstónjöfra eins og Weills og Kreneks. Verkið gerði miklar kröfur til spilenda, einkum í einleiksstrófum, en bar samt vott um haldgóða þekkingu á því hvað bjóða megi mönnum og hljóðfær- Stradivar- íusfiðla seld STARFSMAÐUR Drout uppboðs- haldarans í París heldur á lofti Stradivaríus-fiðlu sem seld var nú í vikunni fyrir ríflega fimm og hálfa milljón franskra franka, sem svarar tæplega 66 milljónum íslenskra króna. Hljóðfærasmið- urinn Antonio Stradivari smíðaði fiðluna árið 1714 í Cremona á Ítalíu og nefnist hún „Le Marien". Þorsteinn frá Hamri les í Gerðarsafni um. Ohætt er að segja að efnisskrá þessa kvölds hafi verið í fjölbreytt- ara lagi og afsönnun þeirrar hé- gilju að blásturstónmenntir séu einsleitasti partur kammertónlist- ar. Hvert tónverkanna fimm var nánast úr sínum afmarkaða heimi, og blæbrigðarík og samstillt spila- mennska varð ekki síður til að gera tónleikana að upplifun sem eftir sat. Hinar fi-íhjólandi hugleiðingar Bjarka Sveinbjörnssonar í tón- leikaskrá voru fáséð en hressandi dæmi um fræðimennsku sem þorir að slá á létta strengi. Aldrei þessu vant hljómaði þokkalega í Gerðu- bergssalnum, og virðist tréblástur eftir öllu að dæma koma skár út í þeirri annars daufu ómvist en flest annað. Ríkarður Ö. Pálsson RITLISTARHÓPUR Kópavogs gengst að venju fyrir upplestri í Kaffistofu Gerðarsafns, Listasafni Kópavogs, fimmtudag- inn 5. febrúar frá kl. 17-18. Þorsteinn frá Hamri verður gestur að þessu sinni og les úr verkum sín- um, en hann hefur sent frá sér fjölda ljóða- bóka. Gylfi Gröndal flytur inn- gang um skáldið og einnig munu félagar úr Ritlistarhópnum lesa ljóð Þorsteins að eigin vali. Aðgangur er ókeypis. Þorsteinn frá Hamri FjÖRÐUR - miöbœ Hafnarfjaröar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.