Morgunblaðið - 05.02.1998, Síða 32

Morgunblaðið - 05.02.1998, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 5. FBBRÚAR 1998 SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ RÉTTLÆTI EÐA SJÁLFDÆMI? ÞESSA dagana, þegar alþjóð stendur frammi fyrir verkfalli sjó- manna, keppast fjöl- miðlar við að brýna fyrir landsmönnum hve margir miljarðar muni tapast í komandi verk- falli og hve miklum tekjum þjóðarbúið muni verða af. Undir- ritaður hefur enga sér- staka hagfræðiþekk- ingu og dregur í sjálfu sér ekki í efa að efna- hagslegir hagsmunir gætu glatast í komandi verkfalli. Slíkar stað- reyndir fela hins vegar ekki í sér nein ný sannindi. Öll verk- föll hafa skaðleg áhrif á efnahagslíf- ið og því ber að forðast þau. Verk- föll eru neyðarúrræði sem stéttarfé- lög forðast í lengstu lög. x- Hvernig stendur þá á því að öll sjómannastétt þessa lands hefur gripið til þessa neyðarúrræðis? Hvernig stendur á því að sjómenn eru tilbúnir til þess að fórna sínum eigin fjárhagslegu gæðum með því að efna til verkfalls enn á ný, í þriðja sinn á fjórum árum? Svarið er í raun mjög einfalt. Til- gangur þessa verkfalls er sá að standa vörð um samningsbundin kjör sjómanna. Þá gæti einhver spurt til hvers þurfí að efna til verk- falls til þess að verja kjör sem þeg- * ar hefur verið samið um? Ástæðan er sú að stór hluti út- gerðarmanna þessa lands, undir forystu Landssambands íslenskra útvegsmanna, hefur brotið samn- ingsbundinn og lögvarinn rétt sjó- manna til margra ára án þess að sjómenn eða samtök þeirra hafi fengið rönd við reist. Þessi lögbrot útgerðarmanna hafa verið stunduð ár eftir ár þrátt fyrir að löggjafinn hafi staðfest hin samn- ingsbundnu kjör sjó- manna með sérstökum breytingum á lögum um skiptaverðmæti og greiðslumiðlun innan sjávarútvegsins með lögum nr. 24/1986. Aðdragandi að setn- ingu þessara laga voru kjaraviðræður sem fram fóru á árinu 1994, en þá var meginkrafa sjómanna hin sama og í dag, þ.e. að fullt verð sjávarafla yrði lagt til grundvallar við hluta- skipti. Sú krafa náði ekki fram að ganga í samningaviðræðum við forsvars- menn LIÚ og því var endir verk- falls í maí 1994, sem fylgdi í kjölfar hinna árangurslausu viðræðna, sá að sett voru lög á Alþingi, sem fólu efnislega í sér lögbindingu á kröfu sjómanna. Að auki var sett á stofn svokölluð samstarfsnefnd sjómanna og útvegsmanna sem leysa skyldi úr ágreiningsefnum er tengdust við- skiptum útgerðarmanna með veiði- heimildir. í 10. gr. þessara laga var lögbundið svohljóðandi ákvæði; „Ekki er heimilt að draga frá heild- arverðmæti afla í þessu sambandi kostnað vegna kaupa á veiðiheimild- um. Forsvarsmenn sjómanna töldu sig þar með hafa fengið fulla trygg- ingu fyrir því að kjör sjómanna yrðu ekki skert með svokölluðu „kvótabraski" útgerðarmanna. En Adam var ekki lengi í Paradís. í raun breyttu þessi lög í engu fram- ferði þeirra útgerðarmanna sem í hlut áttu. Leiddi það til þess að fjöldi mála var lagður fyrir hina ný- stofnuðu samstarfsnefnd. Það reyndist hins vegar algerlega til- gangslaust þar sem útgerðarmenn hunsuðu niðurstöður nefndarinnar og virtu hana að vettugi ef þeim þóknaðist svo. Minnugir þeirrar reynslu og þess lærdóms sem sjómenn gátu dregið af samstarfsnefndinni var fyrri krafa sjómanna sett á oddinn í þeim kjaraviðræðum sem hófust ári síð- ar, eða árið 1995. Enn enduðu þær viðræður með verkfalli í júní sama ár. Aftur þverneitaði LIÚ að virða þau kjör sem lögbundin höfðu verið árið áður og því endaði þetta verk- fall með bráðabirgðalögum 19. júní sem staðfest voru síðar með lögum nr. 84/1995. Með þeirri lagasetningu var sett á stofn svokölluð úrskurð- Eina raunhæfa úrræði sjómanna er, að mati Jóhanns Halldórssonar, að láta reyna á það til þrautar í þessu verkfalli að fá nýja útgerðarmenn til samninga um markaðstengt fiskverð. arnefnd sjómanna og útvegsmanna sem ákvarða átti fiskverð sem nota átti við uppgjör á aflahlutum áhafna einstakra skipa. Sjómenn voru upp- haflega bjartsýnir og töldu að þar með hlyti að skapast friður um þessi mál til framtíðar. Það kom hins veg- ar fljótlega á daginn að umrædd nefnd skilaði engum árangri í störf- um sínum og varð fljótlega óstarf- hæf vegna ágreinings nefndar- manna við úrlausn mála. Þannig var ljóst að árangur tveggja harðvítugra verkfalla hafði Jóhann Halldórsson Námskeið fyrir bifreiðasala Prófnefnd bifreiðasala og Fræðslumiðstöð bílgreina auglýsa námskeið fyrir bifreiðasala 16. febrúar til 2. mars nk. Námskeiðið, sem er 24 kennslustundir, fer fram síðdegis og á kvöldin í 7 skipti samtals og varir í tvær vikur. Námsþættir: Samningaréttur Bjarki H. Diegó, lögfræðingur. Mat á ástandi og verðmæti ökurtækja, ráðgjöf við kaupendur Finnbogi Eyjólfsson, Hekla hf. Reglur um virðisaukaskattsbíla Ingibjörg Ingvadóttir, ríkisskattstjóra. Hagnýt frágangsatriði við sölu bifreiða. Guðni Þór Jónsson, Hekla hf. Veðréttur lausafjármuna, þinglýsingar og viðskiptabréfareglur Bjarki H. Diegó, lögfræðingur. Opinber gjöld af ökutækjum Ása Ögmundsdóttir, ríkisskattstjóra. Kauparéttur Indriði Þorkelsson, lögfræðingur. Reglur um skráningu ökutækja, skoðun o.fl. Gunnar Svavarsson, verkfræðingur. Vátryggingar ökutækja Einar Þorláksson, Tryggingamiðstöðin. Sölu- og samningatækni Sigþór Karlsson, viðskiþtafræðingur. Fjármálaleg ráðgjöf við kaupendur Björn Jónsson, VlB. Námskeiðið sem er eitt af skilyrðum þess að hljóta leyfi til rekstrar á bílasölu, er haldið samkvæmt lögum um sölu notaðra ökutækja nr. 69/1994, samanber lög nr. 20/1997 og reglugerð um námskeið og próf til að öðlast leyfi til sölu notaðra ökutækja nr. 407/1994. (/FEÍÍIEÉ) Námskeiðsgjald Upplýsingar og skráning: kr '1*5 OOO * Sími 586 1050 K.r. öó.uuu Fræðslumiðstöð bílgreina . „„ anc-A íBorgarholtsskóla v/Mosaveg. iBX OOb 1UÖ4. runnið út í sandinn með þeim afleið- ingum að útvegsmenn fóru sínu fram sem áður. Þrátt fyrir framan- greint töldu forsvarsmenn sjó- manna að ekki væri fullreynt að fá útgerðarmenn til þess að virða sett lög og standa við gerða samninga. Var gripið til þess að höfða dóms- mál fyrir dómstólum til þess að sækja hinn lögvarða rétt sjómanna. Niðurstaðan í öllum þeim málum, sem dómstólar hafa fjallað um, hef- ur verið sú sama. Lögbundinn og samningsbundinn réttur sjómanna til þess að fá greidd laun samkvæmt hlutaskiptum, miðað við fullt verð aflans, hefur verið staðfestur. Gallinn á þessari málsmeðferð er hins vegar sá að vegna réttarfars- reglna hefur orðið að sækja öll þessi mál í nafni einstakra sjómanna. Þrátt fyrir að útgerðmenn hafi þannig verið beygðir með dómsvaldi til þess að standa skil á hinum lög- vörðu kjörum, til þeirra einstöku manna, sem sótt hafa rétt sinn, hafa úrslausnir dóma ekki haft nein áhrif á kjör annarra sjómanna. Hefur þetta meira að segja gengið svo langt að viðkomandi útgerðarmenn hafa ekld einu sinni gert réttilega upp við samstarfsmenn þeÚTa sem sótt hafa rétt sinn, jafnvel þó svo að þeir hafi unnið á sama skipi á sama tíma. Viðbrögð útgerðarmanna hafa einfaldlega verið þau að reka við- komandi sjómenn eftir að þeir hafa sótt rétt sinn. Eðlilega hafa sjó- menn verið hikandi að standa vörð um rétt sinn með þessum hætti þeg- ar við þeim hefur blasað starfsmiss- ir og hugsanlegt atvinnuleysi. Til þess að knýja á um úrlausn dómstóla, sem hafa myndi almennt fordæmisgildi, var úrslitatilraun sjómanna sú að leggja háttalag út- gerðarmanna í dóm Félagsdóms. Málið sætti efnislegri úrlausn með dómi Félagsdómi í máli nr. 15/1996. Niðurstaðan var sem fyrr að út- gerðarmönnum væri skylt að lögum að taka tillit til verðmætis fiskveiði- heimilda þegar laun væru gerð upp til sjómanna samkvæmt hluta- skiptakerfi. Dómsorð Félagsdóms var efnislega á þann veg að stefndi taldist hafa brotið gegn kjarasamn- ingi með því að taka ekki tillit til greiðslu í formi aflaheimilda fyrir seldan afla við tilgreiningu heildar- skiptaverðmætis. Þrátt fyrir skýrt dómsorð Félags- dóms neitaði viðkomandi útgerð, að fyrirlagi LIÚ, að gera upp lögboðn- ar launagreiðslur. Engin breyting varð heldur á háttalagi annarra út- gerðarmanna. Afleiðingin var sú að viðkomandi sjómenn neyddust til þess að fara í verkfall, til þess að knýja á um að viðkomandi útgerð færi að lögum. Viðbrögð LIÚ urðu - kjarni málsins! Fylgstu með í Kaupmannahöfn Morgunblabib fæst á Kastrupflugvclli og Rábhústorginu -kjarni málsins! þau, að sambandið höfðaði mál, með fulltingi Vinnuveitendasambands íslands, gegn viðkomandi sjó- mannafélagi í því skyni að fá verk- fallið dæmt ólögmætt. I stuttu máli var niðurstaðan sú að útvegsmenn töpuðu málinu í einu og öllu, sbr. dóm Félagsdóms nr. 8/1997. Var það álit Félagsdóms að verkfallið fæli í sér lögmæt viðbrögð þessara sjómanna við vanefndum útgerðar- innar. Þess má svo geta að dæmdar kröfur þessara sjómanna hafa enn ekki verið greiddar og er málið því ennþá til meðferðar hjá dómstólum landsins. Þegar upp er staðið er niðurstað- an einföld. Löggjafinn hefur mælt fyrir um rétt sjómanna, hinir al- mennu dómstólar hafa staðfest þessi réttindi, bæði héraðsdómar og Hæstiréttur og loks hefm- Félags- dómur tekið undir kröfur sjómanna í einu og öllu. Hvemig stendur þá á því að útgerðarmenn láta ekki segj- ast? Hvers vegna fara útgerðar- menn ekki að lögum Alþingis né niðurstöðum dómstóla þessa lands? Enn á ný er svarið einfalt. Sá sem kemst upp með brotið lætur ekki segjast. Svo einfalt er það. Fjöldi útgerðarmanna hafa verið kærðir fyrir refsiverð brot vegna þeirrar háttsemi sem hér um ræðir. Það er hins vegar alkunna að málshraði í opinberum refsimálum af þessum toga er enginn. Það skal tekið fram, að vissulega eru til heiðarlegir útgerðarmenn í þessu landi, sem láta viðskipti sín með veiðiheimildir ekki bitna á kjörum sjómanna. í þessari stétt manna gildir hins vegar hið forn- kveðna, að misjafn sauður er jafnan í mörgu fé. Gallinn er líka sá að svörtu sauðirnir standa fremstir meðal forsvarsmanna útgerðar- manna. Þá er ekki annað eftir en að spyrja hvað sé til ráða. Til hvaða ráða eiga sjómenn að grípa miðað við þá forsögu sem hér hefur verið lýst? Það er augljóst að það er að- eins verkfallsrétturinn sem stendur eftir, enda er það margreynt að bæði löggjafarvaldið og dómsvaldið hafa ekki verið þess megnug að standa vörð um þau kjör sjómanna sem þó hafa verið staðfest bæði með lögum og dómum. Það skal og áréttað að krafa sjó- manna í þessu verkfalli er ekki önn- ur en sú að útgerðarmenn fari að gildandi lögum. Til þess að svo verði þurfa útgerðarmenn að gangast undir það með kjarasamningi að greiða sjómönnum laun miðað við fullt verð afla. Þannig er krafa sjó- manna aðeins sú að samið verði um það sem þegar hefur verið lögbund- ið. Eina leiðin til þess er sú að markaðsverð aflans verði lagt til grundvallar við uppgjör launa, enda er fullreynt að útgerðarmönnum er sjálfum ekki treystandi til þess að ákvarða fiskverðið. Þá er jafnframt ljóst að þær miklu umræður sem átt hafa sér stað í fjölmiðlum undanfarnar tvær vikur, um það hvort það stæðist ákvæði stjórnarskrárinnar að lög- binda kröfu sjómanna, eru á mis- skilningi byggðar. Krafa sjómanna er fráleitt sú, að fest verði í lög, að útgerðarmenn skuli selja afla skipa á fiskmarkaði, enda hefur reynslan kennt mönnum að slík lagaákvæði eru þýðingarlaus. Viðkomandi út- gerðarmenn myndu ekki fara að slíkum lögum frekar en öðrum. Krafan er sú að forysta útgerðar- manna semji um það í frjálsum samningum að leggja beri fullt verð aflans til grundvallar í hlutaskipt- um. Slíkir samningar eiga ekkert skylt við stjómarskrárbrot. Af öllu framansögðu er ljóst að eina raunhæfa úrræði sjómanna er að láta reyna á það til þrautar í þessu verkfalli að knýja útgerðar- menn til samninga um mark- aðstengt fiskverð. Það er jafnframt ósk undirritaðs að stjórnvöld þessa lands beri gæfu til þess að láta deilu þessa afskipta- lausa, enda hafa fyrri „lausnir" þeirra engum árangri skilað í þessu deilumáli síðustu fjögur ár. Höfundur er einn lögmnnna Sjó- mannasambands íslands.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.