Morgunblaðið - 05.02.1998, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1998 33-
!
4
4
!
i
4
0
4
4
\
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
4
i
4
4
4
4
4
4
4
4
4
+ Ragnheiður Sig-
urðardóttir
fæddist í Reykjavík
8. desember 1909.
Hún lést á Sjúkra-
húsi Reykjavíkur 26.
janúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Ólafía R. Sigur-
þórsdóttir og Sig-
urður Kr. Gíslason
frá Ytrahólmi. Hún
var elst af tíu systk-
inum og eru fimm á
lífi.
Ragnheiður gift-
ist 28. sept. 1929
Auðunni Sigurðssyni, f. 23. sept.
1904, d. 4. apríl 1970, lögreglu-
þjóni, síðar trésmið hjá Flug-
málastjórn. Börn: Sigurður, f.
11. des. 1929, d. 5. apríl 1986. M.
Ingunn Vígmundsdóttir, f. 20.
Hugurinn leitar nokkur ár aftur
í tímann, til stofunnar í Sigtúninu.
I rökkrinu er kveikt á sjónvarpinu,
fréttirnar suða og hljóðlátur takt-
ur prjónanna tifar. A þeim eru
vettlingar eða sokkar til að
drengnum verði nú ekki kalt á
brölti sínu um fjöll og fimindi, eða
lopapeysa fyrir vin annars í út-
löndum. Þannig minnumst við
ömmu, sívinnandi með höndunum
við prjónaskap eða aðra handa-
vinnu og aldrei féll henni verk úr
hendi. Hún var iðin við að gera
öðrum greiða og í fæstum tilvikum
voru verkin ætluð henni sjálfri.
Ekki kunni hún þvi að eiga neitt
hjá öðrum, og ætíð fylgdi ómælan-
legt þakklæti hverju smáviðviki
sem úrir hana var gert.
Við urðum þeirra forréttinda að-
njótandi að fá að alast upp í sama
húsi og hún og vorum fljótir að
kynnast því að amma var alltaf til
staðar. Það skipti ekki máli
hvenær það var, alltaf var jafn
notalegt að setjast niður með
henni og spjalla eða leita ráða hjá
henni, horfa á sjónvarpið, eða bara
þegja. Hún virtist alltaf hafa næg-
an tíma og það var eins og húsið í
Sigtúninu og hún væru akkeri fjöl-
skyldunnar. Til hennar komu vinir
og vandamenn í kaffi, og þar hitt-
um við ættingja, sem við annars
myndum varla þekkja í dag.
Gestrisni var henni mikils virði
og í hvert sinn sem gesti bar að
garði, allt fram á síðasta dag, var
þeim veittur besti mögulegi viður-
gemingur. Hellt var upp á könn-
una og kökusneið dregin fram úr
skápnum. Ekki var um annað að
ræða en að þiggja góðgerðirnar, í
það minnsta súkkulaðibita eða
konfektmola, og fátt veitti henni
meira yndi en að gauka smáræði
að langömmubörnunum í lok heim-
sóknar, „svona í nesti!“ Að sjálf-
sögðu urðu foreldrarnir að sætta
sig við það og bæta „langömmu-
dögum“ við „nammidagana".
Eftir að hún flutti í Furugerðið
var eins og hún fengi endumýjun
lífsorkunnar. Þar leið henni vel og
í tómstundastarfinu fengu hæfi-
leikar hennar að njóta sín, en lengi
vel höfðu þeir ekki haft tækifæri
til að blómstra, vegna aðstöðuleys-
is. Þar hellti hún sér út í leirkera-
smíði, silkimálun og aðra handa-
vinnu. Sem fyrr voru þeir munir
ekki ætlaðir henni til brúks, heldur
prýða þeir hýbýli ættingjanna og
vekja aðdáun fyiár fallegt hand-
bragð og listfengi þrátt fyrir
skerta sjón og háan aldur.
Þegar sjón og heyrn döpruðust
var minna um afþreyingu að ræða.
En minnið hélst óskert, sem og
eftirtektin. Hún fylgdist vel með
málefnum samtímans og ekki
þurfti að leita lengra til að fá frétt-
ir af fjölskyldunni. Ekki bara af
því sem var nýtt, heldur var hún
hafsjór af fróðleik um menn og
málefni gærdagsins. Þegar við
feb. 1928. Þeirra
böm: Auður, f. 21.
mars 1955, Ragn-
heiður Inga, f. 3. ág.
1963, og Auðunn
Páll, f. 21. mars 1970,
Lilja Elísabet, f. 24.
júlí 1933. M. Páll
Torp, f. 23. ág. 1927,
Þeirra börn: Eh'sabet
Auður, f. 29. mars
1971, og Kristján Ed-
vald, f. 9. maí 1972.
Ólafía, f. 17. nóv.
1937. M. Birgir Bald-
ursson, f. 31. okt.
1940. Þau skildu
1981. Þeirra börn: Ragnar Auð-
unn, f. 23. jan. 1960, og Kristján
Hólmar, f. 26. sept. 1967.
Útför Ragnheiðar fer fram
frá Bústaðakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
komum og sögðum henni frá hin-
um ýmsu verkefnum, sem við þótt-
umst nú nokkrir menn af, var oftar
en ekki hægt að tengja þau sögum
af því sem hann „afi þinn“ eða
„Siggi frændi" gerðu á sínum tíma.
Þannig tengdi hún saman nútíð og
fortíð og það kenndi okkur að sjá
lífið í samhengi tímans.
Amma var ekki kona sem
hreykti sér hátt eða hafði þörf fyr-
ir að trana sér fram, heldur gekk
hún sinn æviveg á hljóðlátan og
látlausan hátt með virðingu og um-
burðarlyndi gagnvart samferða-
mönnum sínum. Hún sýndi sínum
nánustu einstaka hlýju og velvild
og það hljóða og hlýlega fas, sem
einkenndi líf hennar, teljum við að
hafi mótað lífssýn okkar meira en
flest annað.
Að eiga góða ömmu, og geta not-
ið samvista við hana, er mikil gæfa
og eitt besta veganesti út í lífið,
sem hugsast getur. Og þess urðum
við aðnjótandi.
Hvíl í friði, elsku amma, og
hafðu þökk fyrir allt.
Ragnar og Kristján.
Ragnheiður Sigurðardóttir, eða
Ranka eins og hún var ávallt köll-
uð, er fallin frá. Okkur langar með
örfáum orðum að minnast hennar.
Þegar öldruð kona fellur frá er
margs að minnast. Hún var æsku-
vinkona móður okkar og hélt alla
tíð mikla tryggð við hana. Ranka
og maður hennar, Auðunn Sig-
urðsson, sem lést árið 1970, voru
miklir vinir foreldra okkar og var
samband þeirra einlægt og náið.
Auðunn og faðir okkar stunduðu
laxveiði saman og einnig var oft
farið í ferðalög um landið á bílum
Auðuns, en hann átti yfirleitt góða
ferðabíla og fengum við systkinin
að njóta þess. Ekki má heldur
gleyma öllum heimsóknum okkar í
Sigtúnið, en þar var vel teldð á
móti okkur sem öðrum.
Móðir okkar, Vigdís Jóhanns-
dóttir, og Ranka munu hafa
kynnst er þær voru 6 og 7 ára að
aldri. Sú vinátta var órofin allt þar
til móðir okkar lést árið 1990. Þær
heimsóttu hvor aðra reglulega og
fór ekki á milli mála, að þær voru
vinkonur í besta skilningi þess
orðs. Þær áttu sameiginleg áhuga-
mál, sem meðal annars voru út-
saumur og málverk, sem þær
unnu, og ber sú handavinna vott
um glöggt auga þeirra fyrir sam-
setningu lita. Auðunn, maður
Rönku, var lögreglumaður í
Reykjavík, en gerðist síðar smiður
hjá Flugmálastjórn, og annaðist á
hennar vegum viðhald og nýbygg-
ingar.
Þau hjónin eignuðust þrjú börn,
soninn Sigurð, sem lést í flugslysi í
Ljósufjöllum árið 1986, og dæturn-
ar Lilju Elísabetu og Ólafíu.
Barnabömin eru sjö og bama-
barnabörnin sex. Síðustu árin átti
Ranka við vanheilsu að stríða, en
fylgdist alltaf vel með fjölskyldu
sinni, ekki síst ömmu- og
langömmubömunum. Hún hafði
allt til síðustu stundar góða and-
lega heilsu og var til þess tekið
hvað minni hennar var gott.
Það hefði verið þess virði fyrir
þá, sem huga að sögu lands og
þjóðar, að heimsækja Rönku og fá
lýsingar hennar á atburðum,
vinnubrögðum og framþróun á
fyrri hluta þessarar aldar. Þar
hefði ekki verið komið að tómum
kofunum.
Endar nú dagur, en nótt er nær,
náð þinni lof ég segi,
að þú hefur mér, Herra kær,
hjálp veitt á þessum degi.
(S. Jónsson frá Presthólum.)
Við systkinin kveðjum Rönku og
þökkum henni fyrir samfylgdina
og einlæga vináttu við foreldra
okkar. Við flytjum dætmm hennar
og öðmm ættingjum einlægar
samúðarkveðjur.
Hallvarður, Jóhann og
Sigríður Einvarðsbörn.
t
Bróðir okkar,
GÍSLI ÞORSTEINSSON,
Hringbraut 57,
Keflavík,
andaðist á Sjúkrahúsi Suðurnesja miðvikudaginn 4. febrúar
Sigríður Þorsteinsdóttir,
Dýrunn Þorsteinsdóttir.
Lokað
Mæðradeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur verður lokuð e.h.
í dag, fimmtudaginn 5. febrúar, vegna útfarar GUÐJÓNS
GUÐNASONAR, fyrrverandi yfirlæknis.
Heilsugæslan í Reykjavík.
RAGNHEIÐUR
SIG URÐARDÓTTIR
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúp-
faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR HARALDSSON
Kirkjubæ,
er lést miðvikudaginn 28. janúar sl., verður
jarðsunginn frá Stóra-Dalskirkju, Vestur-Eyja-
fjallahreppi, laugardaginn 7. febrúar kl. 14.00.
Eveline Haraldsson,
Kristján Sigurðsson, Ingunn Guðbjartsdóttir,
Haraldur Sigurðsson,
Valgarður Sigurðsson,
Hermóður Sigurðsson,
Þórhallur Sigurðsson,
Guðjón Sigurðsson,
Sigrfður J. Sigurðardóttir,
Guðbjörg Sigurðardóttir,
Ágúst Sigurðsson,
Ragnhildur Ólafsdóttir,
Elfsabet Kristjánsdóttir,
Sigríður Rut Thorarensen,
Guðbjörg Óskarsdóttir,
Ingvar Elfasson,
Ellert Eiríksson,
Unnur Óskarsdóttir,
Ulf Denner, Nils Denner, Ann- Linda Denner
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma,
INGUNN LÁRA JÓNSDÓTTIR,
Dalbraut 21,
verður jarðsungin frá Áskirkju í dag, fimmtu-
daginn 5. febrúar, kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á
Krabbameinsfélagið.
Helgi Helgason,
Anna S. Helgadóttir, Halldór Hjaltested,
Jóna H. Helgadóttir, Þálmi Þ. Vilbergs,
Árni H. Helgason,
Gylfi Þ. Helgason, Jóna P. Brynjólfsdóttir,
ömmubörn og langömmuböm.
t
Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
HELGU ÓSKARSDÓTTUR,
Ögmundarstöðum
fer fram frá Reynistaðakirkju laugardaginn
7. febrúar kl. 14.00.
Þeir, sem vildu minnast hinnar látnu, láti
Reynistaðakirkju njóta þess.
Hróðmar Margeirsson, Ásdís Björnsdóttir
Margrét Margeirsdóttir, Sigurjón Björnsson,
Jón Kristvin Margeirsson,
Sigríður Margeirsdóttir, Þorsteinn Sigurðsson.
barnabörn og barnabarnabörn.
i
A TILBOÐI
rrrrTf
nL ALu A* M
Graml
10-30% afsláttur
ef pantað er
í febrúar.
15% afsláttur
af skrauti.
HELLUHRAUN 14
220 HAFNARFJÖRÐUR
SÍMI: 565 2707
\
f