Morgunblaðið - 05.02.1998, Side 39

Morgunblaðið - 05.02.1998, Side 39
MORGUNB LAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1998 39 maður fékk, enda margir sem kíktu í kaffi. Mér fannst þú alltaf svona ekta amma, þú varst oftast með svuntuna að stússast eitthvað í eldhúsinu er maðui- kom og maður fékk alltaf eitt- hvað gott með kaffinu, því þú varst alltaf eitthvað að baka. Amma, ég hef óendanlega margar minningar um þig sem ég mun geyma í mínu hjarta. Mér fannst alltaf svo gaman í strætó og þú áttir það tU að fara með mig niður í bæ, í bíó eða leikhús eða niður að tjöm. Þegar maður varð eldri sá maður betur hvað þú varst virkUega vönduð manneskja. Þú varst góðhjörtuð og vUdir alltaf öllum vel, og sagðir bara hvað þér fannst en faUegast af öllu var hvað þú varst alltaf jákvæð. Það var alveg sama hvað það var, þú gerðir alltaf gott úr öllu. Að fegurðin komi innan frá á svo sannarlega við hér. Svo fluttuð þið af Hraunteignum og upp á Dalbraut. Það var auðvitað mildl breyting og viðbrigði en þú leist jákvæðum augum á þetta eins og aUtaf. Minningin sem er mér afar kær og sterk í minni er þegar við fór- um tU Afríku sumarið ‘96 að heim- sækja Áma frænda. Það var afar erfltt ferðalag en mjög mikUs virði fyrir ykkur gömlu hjónin og ógleym- anleg reynsla fyrir okkur öll. Þegar þú varðst veik byrjaði þér að hraka svolítið og þó að maður hafi vitað hvað framundan væri þá hélt maður svo fast í vonina. Þú hafðir farið oftar á spítala en margur en aUtaf náð þér að fullu aftur. Þú varst ótrúlega viljasterk og ég held að já- kvæðnin hafí þar átt stóran hlut að máli. En þegar á leið og maður sá hvað þú vai-st mUdð veik, vUdi maður bara ekki trúa því. Maður sætti sig bara aUs ekki við þetta óréttlæti. Þetta var erfiður tími á Landakoti þar sem þú að lokum þurftir að lúta í lægra haldi fyrir æðri máttarvöldum. En amma, mér fannst þú standa þig eins og hetja í þessari erfiðu lífsbar- áttu. Ég mun aldrei gleyma er ég, þú og mamma vorum arkandi niður í Kola- port eða á kaffihús. Þetta voru yndis- legar stundir sem við áttum með þér, sem gleymast aldrei. Ég kveð nú að sinni þar sem ég veit að við eigum eftir að hittast aftur einhverntímann. Ég veit einnig að þar sem þú ert nú, hefur þú fundið friðinn og mér líður vel að vita af því. En ég sakna þín svo mikið að orð fá því ekki lýst. Elsku amma mín, ég elska þig svo mikið alltaf. Þín María. Elsku amma mín er dáin. Við áttum margar góðar stundir saman aUt frá því ég var UtU stelpa og plataði ömmu í gönguferðir, þar_ sem leiðin lá oftar en ekki fram hjá Ólabúð, þar sem við hvfldum okkur og amma keypti app- elsín og lakkrísrör handa okkur. Einnig voru ófá kvöldin sem við hlustuðum á útvarpsleikritin eða töl- uðum um heima og geima. Eftir- minnUegt er þegar amma talaði um „gamla daga“. Hún var mildl dama, hún amma mín, átti falleg fót og spennandi hluti í snyrtiborðinu sínu sem hún leyfði mér oft að skoða. Hún var lífsglöð og glaðlynd og naut þess að vera innan um fólk. Við áttum góðar stundir þegar við fórum í leik- húsið saman. Vænt þykir mér um þær minningar sem ég á af heimsókn ömmu til mín tU Noregs og eins þeg- ar amma lagði á sig þrátt fyrir mikil veikindi að vera við brúðkaup mitt í sumar og við skím dóttur minnar nú um jólin. Blessuð sé minning hennar. Sigríður Ingunn. Með örfáum orðum vU ég minnast móður minnar, Ingunnar Láru Jóns- dóttur, sem lést eftir erfiða baráttu við Ulvígan sjúkdóm. Hún var á 83ja ári þegar hún lést. Það eru margvíslegar hugsanir sem berast um hugann þegar dauð- t Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, BALDUR KRISTJÁNSSON, Laufvangi 1, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 6. febrúar kl. 13.30. Kristján M. Baldursson, Elín Ýrr Halldórsdóttir, Reynir Baldursson, Kristín P. Aðalsteinsdóttir, Björk Baldursdóttir, Sigurjón Á. Hjartarson, Ágústa Baldursdóttir, Magnús J. Magnússon og barnabörn. t Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, ELÍNAR BRIEM, Barmahlíð 18, verður gerð frá Fossvogskirkju föstudaginn 6. febrúar kl. 15.00. Katrín Briem, Hugi Steinar Ármannsson, Ólöf Briem, Kári Leivsson Petersen, Brynhildur Briem, Hugi Baldvin Hugason. t Innilegar þakkir sendum við þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, VILHJÁLMS FRÍMANNS MAGNÚSSONAR, Laufási 12, Egilsstöðum. Guð blessi ykkur öll. Oddrún Sigurðardóttir, synir, tengdadætur, barnabörn og barnabarnabörn. inn knýr að dyrum og hrífur burt ein- hvern sem hefur gegnt stóru hlut- verki í lífi þínu. Andlát móður minnar kom ekki óvænt því hún var orðin öldruð kona og hafði glímt við erfiðan sjúkdóm um nokkurt skeið sem að lokum hafði yfirhöndina í baráttunni um líf og dauða. Þetta vissum við bæði þegar við eyddum kvöldstund saman og kvöddumst í hinsta sinn í júni á síðasta ári skömmu áður en ég fór frá Islandi til langdvalar erlendis. Ekki töluðum við um það sem framundan væri en vissum þó að lík- lega væri þá síðasta skiptið sem við hittumst. Móðir mín var alþýðukona og bam síns tíma og helgaði líf sitt uppeldi barna sinna og því að búa eiginmanni og fjölskyldu gott heimili. Þetta gerði hún stolt og af mikilli alúð og ein sterkasta og jafnframt sælasta end- urminningin mín er um móður sem var ávallt til staðar til að hugga eða hughreysta þegar þörf var á og stóð ávallt vörð um velferð og hamingju sinna barna og bamabarna. Heimili foreldra minna var á Hraunteigi 5 í Laugarneshverfi í Reykjavík þar sem þau bjuggu í meira en fjömtíu ár. Þar emm við systkinin fjögur fædd og alin upp til fullorðinsára. Æskuheimilið var kjöl- festa í lífi okkar og hefur haldið þeim sessi löngu eftir að við stofnuðum eigin heimili og eigin fjölskyldur. Að koma við inni á Teig var sjálfsagður og oft daglegur hluti af lífinu og þar var næsta líklegt að hitta einhvern úr fjölskyldunni sitjandi í eldhúskrókn- um hjá mömmu og ræða málin yfir kaffibolla og heitum vöfflum. Foreldrar mínir giftust árið 1938 og hefðu átt því 60 ára brúðkaupsaf- mæli á þessu ári. Þau nutu bæði góðrar heilsu, áttu það sameiginlega markmiði að veita bömum sínum gott heimili og það veganesti sem gagnaðist við að standa á eigin fótum í lífinu. Á sama hátt hafa barnabörn- in notið mikillar hlýju og umhyggju hjá ömmu og afa á Hraunteig og það er missir fyrir þau sem yngst era að fá ekki að njóta frekar samvista við ömmu sína. Foreldrar mínir höfðu mikla ánægju af að ferðast um heiminn og létu ekkert færi ónotað til að skoða ókunn lönd. Allt frá því ég man eftir mér sem lítill sfrákur hafa þau farið í ferðalög einu sinni eða tvisvar á hverju ári. Oft var ferðinni heitið til einhverra Norðurlandanna og þá einkum Danmerkur til að heimsækja ættingja og vini. Síðasta ferðalagið sem mamma og pabbi fóru í var þeg- ar þau heimsóttu mig til Malawi í Afr- íku. Þótti sumum það óráðsía af for- eldrum mínum á níræðisaldri að vera að fara í slíka langferð inn í svörtustu Afríku. Það þótti þeim hins vegar ekki og þau skelltu sér af stað ásamt systur minni og mági og áttum við yndislegan mánuð saman á heimili mínu í Lilongwe og við Malawivatn. Þá var mamma enn við góða heilsu og hafði mikla ánægju af þessari dvöl í fjarlægu og framandi landi. Með þessum fáu orðum kveð ég nú móður mína í hinsta sinn. Eftir situr minningin um móður sem veitti börn- um sínum skilyrðislausa ást og um- hyggju og setti þeirra hagsmuni ávallt framar sínum eigin. Nú hefur hún loks fengið hvfldina sem ég veit að hún þráði eftir langa og erfiða sjúkdómsbaráttu. Ég bið þess að aldraður faðir minn, systkini og bamabörn foreldra minna hljóti styrk til að takast á við hina miklu sorg og söknuð við fráfall eiginkonu, móður og ömmu. Árni Helgason. Elsku besta amma mín. Nú ert þú farin í annan heim þar sem þér líður miklu betur. Þú varst orðin mikið veik. En ég á margar góðar og skemmtilegar minningar sem ég geymi vel, en get ekki sagt allar. En ég ætla að segja þegar þú komst frá Afríku frá Árna frænda. Ég var alltaf að telja dagana þangað til þið kæmuð heim. Þegar þið komuð heim sýnduð þið okkur myndir sem voru af ykkur. Þær vom allar finar. Þú tíndir líka fullt af nammi í poka fyrir mig og Helga og gafst okkur. Megir þú hvfla í friði, elsku amma mín. _Nú legg ég augun aftur, 0 Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Þitt ömmubarn, Lilja Dröfn Gylfadóttir. Amma mín Inga kvaddi 30. janúar sl. eftir harða baráttu við krabba- mein. Við sáumst síðasta sumar í kringum brúðkaup Sirrýjar og Ai’a. Hún var mjög hress í anda þó að hún væri sárþjáð og við spjölluðum og gerðum heilmikið grín að því að hún gengi nú ekki meira. Hún bar sig svo vel þó að henni líkaði ekki ástandið á sér. Mér þykir vænt um allar þessar góðu minningar sem þjóta upp núna þegar hún kveður okkur. Hún átti svo auðvelt með að taka þátt og grín- ast með okkur stelpunum, hún var svo mikið stelpa í sér og ég get enn heyrt hana hlæja. Elsku afi, við sendum þér, mömmu, Jónu, Árna og Gylfa inni- legar samúðarkveðjur og aðstand- endum öllum. Þó mig goð eða gyðjur dreymi ein er sú dís að ég aldrei gleymi. Loks kom vorið með ljóð frá henni sem heilagur eldur í hug mér brenni. Ylinn leggur frá orðum þínum klakinn hverfur úr huga mínum. Aldrei vermdi mig vorið betur - þetta gat skeð eftir þungan vetur. Alfarnir vilja að orð mín geymi kveðju til þín frá huliðsheimi. (Sveinbjöm Beinteinsson.) Kær kveðja Elísabet, Einar og Grettir Páll, Danmörku.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.