Morgunblaðið - 05.02.1998, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 05.02.1998, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ I DAG FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1998 45 O'pTÁRA afmæli. í dag, ■ Ofímmtudaginn 5. febrúar, verður sjötíu og fimm ára Friðjón Þórðar- son, fyrrverandi sýslumað- ur og ráðherra, Ægisbraut 7, Búðardal, Dalasýslu. Eiginkona hans er Guðlaug Guðmundsdóttir. Þau hjón- in verða að heiman í dag. BRIDS IJmxjón liuAiiiuniliii' 1*1111 Ariiar.Min ALÞJÓÐASAMBAND bridsblaðamanna veitti Norð- manninum Gunnari Hallberg viðui'kenningu íyrir bestu vörn ársins 1997. Spilið kom upp í rúbertubrids í London og það var Robert Sheehan sem fyrst greindi frá því í dálki sínum í The Times. Hallberg var í austur, í vöm gegn þremm' gröndum: Suður gefur; enginn á hættu. Norður AG873 VÁ2 ♦ KDG5 *GG4 Austur ♦ K1092* VK87 ♦ 10987 4»D5 Suður AD4 VDG109 ♦ Á64 *Á973 Vestur Norður Austur Suður - - - 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 hjörtu Pass 3 grönd * 12 -14 HP. Útspilið var smátt lauf og sagnhafí lét litið úr borði og drap drottningu Hallbergs með ás. Spilaði svo hjartaás og meira hjarta. Við íyrstu sýn lítur út fyrir að sagnhafi fái auðveldlega níu slagi: fjóra á tígul, þijá á hjarta, laufás og loks einn á spaða eða laufgosa. En málið er flóknara en svo. Hallberg beið með að taka á hjarta- kónginn þar til í þriðju um- ferð og átti út í þessari stöðu: Norður AG87 V — ♦ KDG5 *G6 Austur *K1092 V— ♦ 10987 *5 Suður *D4 VG ♦ Á64 *973 Vestur *Á65 V5 ♦ 32 *K108 Vestur *Á65 V6543 ♦ 32 *K1082 Hallberg taldi augljóst að suður ætti tígulás, því ella hefði hann farið strax í lit- inn. Vestm' var því með spaðaás, en tæplega drottn- ingu líka, því þá ætti suður aðeins 11 punkta. Hallberg gerði sér grein fyrir því að sagnhafi var kominn með átta slagi og fengi þann ní- unda ef vörnin hreyfði ann- an svarta litinn. Því spilaði Hallberg tígli! Nú hefur sagnhafi ekki samgang til að sækja slag á laufgosa. Ef hann drepur á tígulás og tekur fríhjartað, þá lendir blindur í kastþröng!! Annað hvort verður að sleppa vald- inu af öðrum svarta litnum eða henda fríspili í tígli. Hvorugt er gæfulegt. Árnað heilla verður sextugur Ólafur Jónsson, forstjóri I Banda- ríkjunum. Öllum vinum og vandamönnum verður vel fagnað á afmælisdaginn á sumarheimili hans frá kl. 12 á hádegi. Heimilisfang hans er: 1228 Polaris Court, Forked River, New Jersey, 08731. Sími og fax: 609-242- 1506. Myndás, ísafirði. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. júlí í Isafjarðar- kirkju af sr. Magnúsi Erl- ingssyni Helga Bryndfs Kri- sljánsdóttir og Jón Viggó Gunnarsson. Heimili þeirra er í Áiaborg í Danmörku. ^VÁRA afmæli. Á OV/morgun, fóstudaginn 6. febrúar, verður fímmtug- ur Rafn Kristjánsson, bygg- ingatæknifræðingur, Lækj- arseli 2, Reykjavík. Eigin- kona hans er Hrafnhildur Þorgrímsdóttir, fyrrv. kennari og núverandi hús- móðir og nemi í FB. Þau taka á móti ættingjum og vinum í Borgartúni 17 á af- mælisdaginn 6. febrúar milli kl. 18 og 20. Myndás, ísafirði. BRÚÐKAUP. Gefm voru saman 21. júní í Isafjarðar- kirkju af sr. Magnúsi Erl- ingssyni Bára Lind Haf- steinsdóttir og Sigurður Jón Hreinsson. Heimili þeirra er á Túngötu 13, Isafírði. Með morgunkaffinu COSPER SVONA byrjuðum við líka okkar hjúskap. STJÖRNUSPÁ eftir Frances llrake VATNSBERI Aímælisbarn dagsins: Þú ert fram úr hófi iðinn og kvartar aldrei. Fólk dáist að styrk þínum og stóískri ró. Hrútur (21. mars -19. apríl) Þú veist það vel að orðin tóm koma að litlu gagni. Hættu að slugsa og drifðu í að framkvæma hlutina. Naut (20. aprfi - 20. maO f** Gættu þess að falla ekki í freistni. Þér mun verða launað ríkulega ef þú býður einhverjum aðstoð þína. Tvíburar ^ (21. maí - 20. júní) An Sinntu starfí þínu heils hug- ar og þá munt þú eiga það inni að lyfta þér upp í lok starfsdagsins ásamt vinum þínum. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Þótt þú sért ekki í skapi til að lyfta öðrum upp, ættirðu að sýna félaga þínum tillits- semi og örlitla athygli. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Það væri tilbreyting í því að heimsækja einhvern sem þú hefur ekki séð lengi. Sinntu heimilinu í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) ©íL Vertu á verði gagnvart nýj- um kunningsskap, sérstak- lega ef gerðar eru kröfui' til þín. Það gætir þú aldrei þol- að. (23. sept. - 22. október) Það má vera að fólk reyni að fá þig til að skipta um skoðun, en þér verður ekki haggað. Haltu því til streitu. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Láttu stoltið ekki hindra þig í að leita aðstoðar. Það sem þú heldur nú að sé veikleiki 'þinn, er þinn mesti styrkur. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) 46 Þú þarft að vera viss um að vinur þinn sé traustsins verður, viljirðu ræða við- kvæm málefni við hann. Steingeit (22. des. -19. janúar) 4T Vertu óhræddur við að leita aðstoðar í fjármálum eða biðja um ián. Hertu upp hugann því þá gengur allt upp. Vatnsberi (20. janúai- -18. fcbrúar) Mnt Þú hefur unnið mikið og vel að undanförnu og getur nú andað léttar. Þiggðu heim- boð og lyftu þér upp. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Taktu þér góðan tíma til þess að skoða þá möguleika sem eru í stöðunni. Mundu að ekki er flas til fagnaðar. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Veggklukkur — Gólfklukkur Fjölbreytt úrval af veggklukkum, hilluklukkum, gólfklukkum, eldhúsklukkum, skrifstofuklukkum, vO vekjaraklukkum og skipsklukkum. Garðar Ólafsson úrsmiður, Lækjartorgi sími 551 0081. Blað allra landsmanna! - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.