Morgunblaðið - 05.02.1998, Síða 50

Morgunblaðið - 05.02.1998, Síða 50
50 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM KAREN Mulder er í útsaumuðum „kraftaverka" brjóstalialdara og útsaumuðum undirbuxum í stil við. EFTIR að hafa séð kvikmyndina Titanic er það efst í huga mér hve ljóslifandi og að því er manni finnst raunverulegan er hægt að gera á kvikmyndatjaldinu þann hörmulega atburð, þegar risafarþegaskipið sem ekki átti að geta sokkið, sökk samt í jómfrúferðinni, rakst á ísjaka úti á Atlantshafí á fullri ferð frá Sout- hampton til New York og hvarf í haf- ið á ótrúlega stuttum tíma. Pessi mikla harmsaga, þegar meira en 1.500 manns fórust í ágæt- isveðri, ekki hvað síst vegna skorts á björgunarbátum, hefur verið marg- sögð allt frá árinu 1912, þegar slysið varð, og fram á þennan dag. Margar bækur hafa verið skrifaðar og kvik- myndir gerðar um Titanic-slysið enda er það einn þeirra atburða tutt- ugustu aldarinnar sem segja má að allur heimurinn kannist við. Flestir kvikmyndahúsagestir fara því að sjá hina nýju Titanic-mynd með það á hreinu um hvað myndin fjallar í grundvallaratriðum og hvernig hún hlýtur að enda. Peim mun merkilegra er að mynd- in heldur vel, eins og sagt er, í meira en þrjá tíma. Byrjunin þykir mér einkar áhrifamikil, þegar farið er í smákafbáti niður að hinu raunveru- lega flaki Titanie, þar sem það liggur á botni Atlantshafsins og ekki aðeins skoðaður skrokkurinn eins og hann lítur út eftir meira en átta áratugi á hafsbotni, heldur líka gægst inn í vistarverur með myndavél sem hægt er að stýra inn í káetur og meira að segja getur tækið opnað skápa og skúffur með fjarstýrðum örmum. Þessi merkilega byrjun tengir myndina á bæði hrikalegan og áhrifamikinn hátt við hinn raunveru- lega atburð. Eftir þessa byrjun tek- ur svo skáldverkið fljótlega við, heill- andi ástarsaga og vel gerð að mínum dómi. Sem sagt ánægjuleg ferð í kvikmyndahúsið, ekki síst fyrir þann sem sest í sætið ákveðinn í að hafa skemmtan af sögunni og láta hugann reika inn á sögusviðið. Og svo er það tónlistin. Það er James Horner sem hefur af henni veg og vanda, samdi og stjórnaði. Hann er enginn nýliði í bandarískum stórmyndum og hefur fengið þrenn Grammy-verðlaun, m.a. fyrir tónlist í mynd- ERLENDAR Ólafur Gaukur fjallar um tónlist Jamers Homers í kvikmyndinni Titanic unum Braveheart og Legends of the Fall og fimm sinnum hefur tónlist hans verið útnefnd til Óskarsverðlauna. James Homer fæddist í Los Angeles í Kalifomíu 1953 en fluttist ungur til Englands, þar sem hann stundaði tónlistarnám í Royal College of Music í London. Seinna fluttist fjölskyldan aftur til Kaliforníu og hélt Horner þá námi áfram við háskólana UCLA og Uni- versity of Southern California. Þegar horft er á kvikmyndina Tit- anic verður það strax ljóst að tónlist- in í myndinni er samin af tónskáldi sem hefur á valdi sínu tæknina til að fá út úr stórri hljómsveit það sem hann ætlar sér. Tónlistin er sem sagt skrifuð af kunnáttu og reynslu og spannar allt frá miklum átökum í mjúka undirtóna. Á köflum notar Horner kór með hljómsveitinni og einnig hljóðgervil, til dæmis í byrjun, og eru það góð blæbrigði. Og ekki má gleyma frá- bærum flutningi söngkonunnar Celine Dion á ástarsöngnum My He- art Will Go On. Tiltölulega einfalt en áhrifamikið stef með svolítið írsku bragði heyrist framarlega í mynd- inni og í einni eða annari'i mynd ber það fyrir eyru aftur og aftur til sam- hengis. Eg tel músík Homers eiga ákaflega vel við bæði ástarsöguna, sorgarsöguna og spennusöguna, stór og dramatísk tónlist þegar við á og þaðan af mýkri eftir ástæðum. Auðvitað væri hægt að gera öðru- vísi tónlist við myndina en mín skoð- un er að hinn raunverulegi hljóm- sveitarhljómur, skapaður af ekki minna en 80-100 manna hljómsveit þegar mest er, eigi nákvæmlega við þessa mynd, gefi henni klassískt yf- irbragð og ákveðið tímaleysi sem fer henni afbragðs vel. Eins og ég sagði er Horner vel menntaður til að fást við hljómsveit af slíkri gráðu og kann að láta hana hljóma á allan möguleg- an hátt. Það kemst prýðilega til skila í þessari mynd. Fróðlegt er til sam- anburðar að hlýða einnig á tónlistina við Titanic-myndina á geisladiski, sem gefinn hefur verið út, en á hon- um er að sjálfsögðu að fmna eitt og annað, sem ekki festist í minni er horft var á myndina. Þegar rætt er um tónlist og Tit- anic, get ég ekki látið undir höfuð leggjast að nefna eitt hið fyrsta, sem ég heyrði varðandi Titanic- slysið, og hafði hvað mest áhrif á mig, nefnilega að þegar skipið var að sökkva hafi skipshljómsveitin staðið sem fastast meðan stætt var á dekkinu og spilað sálminn „Hærra minn guð til þín“. Þessi saga segir ennfremur að síðustu tónarnir hafi ekki dáið út fyrr en öldurnar lukust yfir höfði tónlistar- mannanna. Þetta er áhrifamikil saga og einhver fótur hlýtur að vera fyrir henni, þótt ef til vill hafi ekki verið leikið alveg þar til fiðl- urnar fylltust af sjó. En sagan hefur löngum fylgt frá- sögnum af Titanic-slysinu og það eykur á trúverðugleikann að henni eru enn á ný gerð skil í nýju Titanic- myndinni sem nú siglir fulla ferð áfram til frægðar og frama og út- nefningar til Óskarsverðlauna og , hefur þegar hlotið Golden Globe verðlaunin fyrir bestu leikstjóm, I bestu tónlist og besta titillag, með- * an vélar gamla glæsiskipsins eru löngu þagnaðar þar sem það liggur og safnar á sig enn fleiri hrúðurkörl- um á botni Atlantshafsins. En hvað sem líður verðlaunum er þessi nýja kvikmynd um Titanic að öllu saman- lögðu glæsilegt og áhrifamikið verk fyrir margra hluta sakir og full ástæða til að gera sér ferð að sjá hana. Tónlist James Horners í myndinni gef ég fyrstu einkunn. Leyndarmál Victoriu afhjúpuð í New York NAOMI Campbell var glæsileg í sa- tínslopp utan yfir „kraftaverka" V brjóstahaldara gj úr blúndu og ® hlébarðaundir- m buxum. FYRIRSÆTAN Tyra Banks í blómamunstruð- um flauelsslopp utan yfir satín nærfatasetti. BANDARISKA undirfatafyrirtækið Victoria’s Secret hélt tískusýningu í New York í vikunni þar sem nýjasta línan var kynnt. Fyrirtækið er þekkt fyrir glæsilega kynningar- bæklinga þar sem þekktustu fyrirsætur heims sitja fyrir í undirfötunum einum. Þær létu sig ekki vanta á sýningarpall- ana í New York og tóku sig vel út eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. BANDARISKA fyr- irsætan Stephanie Seymour í hvítum englabrjóstahald- ara og pilsi með blúndum og pall- L íettum við. I 7 Verö á fargjaldl fram og lil baka. 3 ferðir á dag Bókanir: 570 8090 Frá miklum átökum í mjúka undirtóna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.