Morgunblaðið - 05.02.1998, Page 56

Morgunblaðið - 05.02.1998, Page 56
AS/400 Fyrstir meö s k o <3 a ð u þessa slóð: fHtitrgpssiMfiMi HP Vectra. PC HEWLETT PACKARD Sjáöu meira á www.hp.is MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMIB691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓ&THÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Hlutafélag um landflutninga Samskipa lagt niður um síðustu áramót Starfsmönnum gert að skípta um lífeyrissjóð STARFSMÖNNUM landflutninga Samskipa, sem eru í Verslunarmannafélagi Reykjavíkur og hafa greitt í Lífeyrissjóð verslunarmanna, var sagt upp störfum um síðustu áramót þar sem hlutafélag um þennan rekstur Samskipa var þá lagt niður og hefur þeim verið boðið að skrifa undir nýjan ráðningar- samning þar sem þeir skuldbinda sig til að færa sig úr lífeyrissjóði VR yfir í Samvinnulífeyrissjóðinn. Hefur þeim verið tjáð að geri þeir þetta ekki jafn- gildi það uppsögn hjá fyrirtækinu. Formaður VR segir þetta vera gerræði sem ætti -»- -að heyra til fortíðinni en forstjóri Samskipa segir þetta í samræmi við úrskurð sem Samskip hafi feng- ið frá fjármálaráðuneytinu. Samskip hf. keyptu Landflutninga hf. í ársbyrjun 1996 og var starfsemi félaganna sameinuð undir nafninu Landflutningar-Samskip. Að sögn Ólafs Ólafssonar, forstjóra Samskipa, var starfsemi hluta- félagsins Landflutninga hætt um síðustu áramót og öllum starfsmönnum þess þá boðin vinna hjá Sam- skipum á sömu kjörum og ráðningaskilmálum sem almennt væru hiá Samskinum. „Starfsmenn Samskipa greiða til Samvinnulífeyr- issjóðsins, en það er hluti af ráðningarkjörum þeirra. Það var haldinn fundur með starfsmönnum mánudaginn 2. febrúar þar sem farið var yfir málið og þeim gerð grein fyrir öllum þessum lífeyrismál- um. Þar mættu 13 starfsmenn og okkur er ekki ljóst að um nokkum ágreining sé að ræða við starfsmenn út af máhnu. Það liggur fyrh' úrskurður fjármála- ráðuneytisins um sambærilegt málefni tengt Dags- brún, en þai' segir að þeim starfsmönnum Samskipa sem eru í Dagsbrún sé skylt að greiða í Samvinnulíf- eyrissjóðinn. Það sama á við um þessa menn og við höfum einfaldlega hugsað okkur að hlíta úrskurði fjármálaráðuneytisins," sagði Ólafur. Ótvíræður réttur að vera í Lífeyrissjóði verslunarmanna Samkvæmt heimiidum Morgunblaðsins hafa hátt í 30 starfsmenn Samskipa sem störfuðu hjá hlutafé- laginu, sem lagt var niður um áramótin, leitað til Verslunarmannafélags Reykjavíkur vegna óánægju með að þeim skuli gert að ganga í Samvinnulífeyris- sjóðinn eða missa starfið ella. Magnús L. Sveinsson, formaður VR, sagði ef ver- ið væri að þvinga starfsmennina yfir í Samvinnulíf- eyrissjóðinn væri það gerræði sem ætti að tilheyra fortíðinni. Það væri ekki í anda þess sem hann teldi að menn vildu starfa eftir í dag og á skjön við þann anda sem byggi að baki laga um lífeyrissjóði. Sagði hann að lögmaður VR hefði kynnt þeim starfsmönn- um sem um ræðir þann rétt sem þeir hafa. „Starfsmenn þama hafa verið í Lífeyrissjóði verslunarmanna og ef þeir vilja vera þar áfram hafa þeir fullan rétt til þess. Það er ekki hægt að þvinga þá til þess að fara yfir í annan lífeyrissjóð gegn þeirra vilja. Það er gert ráð fyrir því í nýju lögunum að menn hafi þennan rétt og sá réttur er alveg ótví- ræður að okkar mati. Þetta eru verslunarstörf sem þeir vinna við þama og þeir em í Verslunarmanna- félagi Reykjavíkur og við teljum að það sé ótvíræð- ur réttur þeirra að vera áfram í Lífeyrissjóði versl- unarmanna óski þeir þess,“ sagði Magnús. Nýherji Afkoman bætt um 180 milljón- ir milli ára HAGNAÐUR Nýherja hf. á ár- inu 1997 nam alls um 74 millj- ónum króna, samanborið við um 105 milljóna tap árið 1996. Forráðamenn Nýherja þakka þessa bættu afkomu breyttri stefnu fyrirtækisins og skipulagsbreytingum sem stóðu fram á fyrri hluta árs 1997. Að sögn Frosta Sigur- jónssonar, forstjóra Nýherja, jukust umsvifin á flestum svið- um rekstrarins, en einkum þó á hugbúnaðarsviðinu. Þannig voru stórir samningar gerðir við Landssíma íslands og ís- landspóst um endurnýjun hug- búnaðarkerfa. Sala í einka- tölvudeild jókst um 36% á milli ára og sala IBM Unix-tölva tvöfaldaðist. Nýherji með/Cl Samningaviðræður sjómanna og íitgerðarmanna komnar í hnut MELAVÍK undirbýr löndun á Höfn í Hornafirði, en þangað hafa bátar streymt síðustu daga. Morgunblaðið/Rax Smáey kölluð í land Islensk — erfðagreining Starfsmenn fá kauprétt á hlutabréfum HLUTAFJÁRÚTBOÐ íslenskrar erfðagreiningar mun að öllum líkind- um hefjast á næstu dögum. Markmið þessa útboðs er að sögn Kára Stef- ánssonar, framkvæmdastjóra Is- lenskrar erfðagreiningai-, gagngert til að gefa íslenskum fjárfestum tækifæri á að fjárfesta í fyrirtækinu. Að sögn Kára verður starfsmönn- um boðinn svokallaður kaupréttur á ~ 'hlutafé í fyrirtækinu og mun það lána þeim fyrir andvirði bréfanna. Það lán muni ekki þurfa að greiða til baka fyrr en starfsmenn selji hluta- bréfin á ný. Segir Kári að kaupverð bréfanna verði starfsfólki hagstætt. Kári segir að öllum fastráðnum starfsmönnum muni standa þetta til boða, en hámarksmagn keyptra bréfa muni þó velta á stöðu hvers og eins innan fyrirtækisins og því hversu mikið framlag hans sé til rekstrarins. Stefnt að skráningu hlutabréfa á erlendum markaði Kári segir að það liggi ljóst fyrir að sótt verði um skráningu á ís- W^enskri erfðagreiningu á erlendum hlutabréfamarkaði í framtíðinni. Hann útilokar þó ekki að fyrirtækið verði einnig skráð á innlendan mark- að. Hlutafjárútboð/C2 --------------- Vala setti Evrópumet VALA Flosadóttir úr ÍR fór yfir 4,35 metra í stangarstökki á frjálsíþrótta- *móti í Þýskalandi í gærkvöldi. Hún var fyrst kvenna á mótinu til að ná þeim árangri og bætti því Evrópu- metið, sem var 4,33 metrar. Hærra fór hún hins vegar ekki en Daniela Bartova frá Tékklandi jafnaði Evr- ópumet Völu í næstu tilraun og bætti síðan heimsmetið; stökk yfir 4,41 m. Vala/Bl TOGBÁTURINN Smáey frá Vest- mannaeyjum var kallaður í land seint í gærkvöld og sagðist Magnús Krist- insson útgerðarmaður gera það í trausti þess að sjómenn sameinuðust nú við samningaborðið. Smáey hélt á veiðar í fyrrakvöld og í gær fóru full- trúar sjómanna af sáttafundi og kváð- ust ekki vilja ræða við útgerðarmenn meðan útgerðarmenn stunduðu verk- fallsbrot og áttu þar við Smáey. „Hvorki áhöfn skipsins né útgerð hafa gerst brotleg við vinnulöggjöf- ina. Þrátt fyrir það hefur Bergur- Huginn ehf., útgerð Smáeyjar VE, í samráði við áhöfn ákveðið að kalla skipið til hafnar og er það væntan- legt til hafnar í fyrramálið,“ sagði Magnús í gærkvöld í viðtali við Morgunblaðið. ,Astæða þess að ákveðið er að hverfa frá upprunalegri áætlun skips- ins er meðal annars það upphlaup og darraðardans sem varð í samninga- viðræðum aðila í kjaradeilu útvegs- manna og sjómanna í dag,“ sagði Magnús í gærkvöld og sagði þessa ákvörðun útgerðarinnar vera tekna í þeirri von að aðilar komi aftur að samningaborðinu og sem einn hópur. „Það var fyrst í dag sem forystu- menn sjómanna urðu sammála um eitthvað í deilunni. Þeh- komu saman þrír til að deila á mig, þeir hafa aldrei fengist allir inn í sama her- bergið en nú koma þeir fram sem ein heild. Ef ég hef getað þjappað þess- um forystumönnum sjómanna saman þá fagna ég því. Þessi ákvörðun er tekin í trausti þess að menn slíðri sverðin og setjist að samningaborð- inu og vona ég að sáttasemjari bretti upp ermarnar ásamt okkur,“ sagði Magnús. Þess skal getið að viðtal við Magnús á bls. 11 í Morgunblaðinu í dag, var tekið um miðjan dag i gær. Ríkissáttasemjari sagði samn- ingaviðræður í algerri biðstöðu í gær. Hann verður í sambandi við deiluaðila og metur hvenær tilefni gefst til næsta fundar. ■ Fiskvinnslufyrirtæki/10 ■ Sjómenn/11 ■ Smáey/11 ■ „Kvótabrask“/28

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.