Morgunblaðið - 07.02.1998, Page 58

Morgunblaðið - 07.02.1998, Page 58
58 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Ferdinand Smáfólk 'SEE HOU) 6ENTL* THE 5N01ÚFLAKE5 FLOAT TOy ^THE 6ROUNP? Sjáðu hvað snjókornin svífa léttilega til jarðar? Flest þeirra. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Klónaður Geysir Frá Grétarí Eiríkssyni: HINN 19. desember sl. voru tvær fréttir hlið við hlið á baksíðu Morg- unblaðsins er vöktu sérstaka athygli mína, hvor með sínum hætti. Annars vegar frétt um fjárhagsvanda Sjúkrahúss Reykjavikur þar sem haft var eftir forstjóra þess að spít- alinn þurfti að greiða 10 miljónir kr. á þessu ári í dráttarvexti, sem er nýr liður í rekstri spítalans. Hin fréttin fjallar um prufu- keyrslu á gæluverkefni ungs manns, sem sæti á í stjórn veitustofnana, á gerð borholu í Öskjuhlíðinni, sem einhverra hluta vegna er nefndur manngerður goshver. I fréttinni segir að mannvirki þetta sé stæling á náttúrulegum goshverum, Strokki og Geysi. Minna mátti það ekki vera. Benda má á að Strokkur í Haukadal er reyndar borhola þó með öðnim hætti sé. I þetta verkefni, sem að minni hyggju er ekki annað en fígúrugang- ur, samþykkti borgarstjórn að eyða a.m.k. 30 miljónum kr. Ég minnist þess að á þeim næstum 30 árum sem ég starfaði hjá Hitaveitu Reykjavík- ur var stöku sinnum óskað eftir að sýnt væri erlendum gestum heita vatnið beint úr borholu. Átti hita- veitan þá borholu við Kringlumýrar- braut sem skrúfað var frá við slík tækifæri og fékkst þar miklu til- komumeira gos en þessi skvetta í Öskjuhlíðinni. Auk þess var kostn- aðurinn enginn. Ekki minnist ég þess að borgarstjórinn hafi nokkru sinni verið fenginn til að opna bor- holuna né hann hafi farið þess á leit þó svo að kosningar væru í nánd. Ég geri mér fyllilega ljóst að þessar 30 milljónir hefðu hrokkið skammt til að leysa fjárhagsvanda sjúkrahússins en dugað til að greiða di'áttarvextina í þrjú ár. Spyrja má hvort þeim sem standa fyrir eyðslu peninga í þvílík delluverkefni sem hér um ræðir sé treystandi til gæslu fjármuna. Pegar hugsað er til þess hvað við eigum marga náttúrulega goshveri hér í næsta nágrenni verð- ur manni á að spyrja; er ekki þarna verið að gefa bakarabarninu brauð? Fyrst borgarstjórn Reykjavíkur er svona mikið kappsmál að lifa í þykjustunni er kórrétt að halda áfram að gera eftirlíkingar af ýms- um náttútuperlum landsins, þá má Greinarhöfundur leggur til að tilbúni goshverinn í Öskjuhlíð verði látinn heita Glópur. fela Vatnsveitunni gerð á litlum Gullfossi eða Dynjandifossi í hlíð- inni. Það er mjög auðvelt tæknilega. Þá má fela embætti byggingarfull- túa að gera hæfilega stóra Herðu- breið, nú eða Brennisteinsöldu, að sjálfsögðu úr steinsteypu. Þá er mögulegt að koma fyrir gervi- Ódáðahrauni neðarlega í hlíðinni. Til þess er plast mjög hentugt. Þá vant- ar aðeins sýnishorn af eldgosi. En það ættu að vera einhver ráð með það. Skítt með kostnaðinn. Orðhag- ur maður er ekki í vandræðum með að smíða orð á nýjan skatt. Þá væri fróðlegt að vita hver hafi narrað piltinn, sem sagður er hinn vænsti drengur, til að koma hug- myndinni á framfæri. Að minni hyggju þarf „tröllgreindan" mann til að láta sér detta í hug þvílíka vit- leysu sem þetta er. Að lokum skal tekið fram að hönnuður verksins hefur leyst sitt verk prýðilega af hendi sem hans var von og vísa. Þá heyri ég í fréttum að fyrirhug- uð er samkeppni um nafn á herleg- heitin. Vil ég taka mér leyfi til að stinga upp á að borholan dýra verði nefnd GLÓPUR, samanber glópa- háttur, glópalán, glópagull o.s.frv. GRÉTAR EIRÍKSSON, tæknifræðingur, Háaleitisbraut 59, Reykjavík. Athugasemd við grein Reynis Ingibjartssonar Frá Júlíusi Valdimarssyni: REYNIR Ingibjartsson ritar grein undir nafninu „Til varnar Lái-u“ í Morgunblaðið 4. febrúar s.l. Þetta er svargrein við grein Jóns Kjart- anssonar, formanns Leigjendasam- takanna „Bréf til Láru“ sem birtist í blaðinu 31. janúar. I grein sinni seg- ir Reynir orðrétt: „Sömuleiðis er rétt að upplýsa að bréf sem sent var öllum leigjendum hjá Reykjavíkur- borg, nú Félagsbústöðum hf, var ekki sent með samþykkt stjórnar Leigjendasamtakanna, heldur ein- stakra stjórnarmanna". Hér fer Reynir með hrein ósannindi þar sem samþykkt var að senda umrætt bréf á funcfi stjórnar Leigjendasam- takanna þann 28. nóvember s.l. en þar var Reynir sjálfur viðstaddur ásamt 6 öðrum stjórnarmönnum. I fundargerð þessa fundar var bókað orðrétt í 2. lið hennar: „Rætt um nýja stöðu húsaleigumála hjá Reykjavíkurborg vegna sölu leigu- íbúðanna til Félagsbústaða hf. Sam- þykkt var að ræða við fulltrúa Fé- lagsbústaða h.f. n.k. miðvikudag eins og þeir hafa boðið. Samþykkt að senda leigutökum borgarinnar bréf að þeim fundi loknum.“ Undir fundargerðina ritar Haraldur Jón- asson, fundarritari. JÚLÍUS VALDIMARSSON, varaformaður Leigjenda- samtakanna. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt tii að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.