Morgunblaðið - 07.02.1998, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 07.02.1998, Qupperneq 58
58 LAUGARDAGUR 7. FEBRÚAR 1998 MORGUNBLAÐIÐ Ferdinand Smáfólk 'SEE HOU) 6ENTL* THE 5N01ÚFLAKE5 FLOAT TOy ^THE 6ROUNP? Sjáðu hvað snjókornin svífa léttilega til jarðar? Flest þeirra. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Klónaður Geysir Frá Grétarí Eiríkssyni: HINN 19. desember sl. voru tvær fréttir hlið við hlið á baksíðu Morg- unblaðsins er vöktu sérstaka athygli mína, hvor með sínum hætti. Annars vegar frétt um fjárhagsvanda Sjúkrahúss Reykjavikur þar sem haft var eftir forstjóra þess að spít- alinn þurfti að greiða 10 miljónir kr. á þessu ári í dráttarvexti, sem er nýr liður í rekstri spítalans. Hin fréttin fjallar um prufu- keyrslu á gæluverkefni ungs manns, sem sæti á í stjórn veitustofnana, á gerð borholu í Öskjuhlíðinni, sem einhverra hluta vegna er nefndur manngerður goshver. I fréttinni segir að mannvirki þetta sé stæling á náttúrulegum goshverum, Strokki og Geysi. Minna mátti það ekki vera. Benda má á að Strokkur í Haukadal er reyndar borhola þó með öðnim hætti sé. I þetta verkefni, sem að minni hyggju er ekki annað en fígúrugang- ur, samþykkti borgarstjórn að eyða a.m.k. 30 miljónum kr. Ég minnist þess að á þeim næstum 30 árum sem ég starfaði hjá Hitaveitu Reykjavík- ur var stöku sinnum óskað eftir að sýnt væri erlendum gestum heita vatnið beint úr borholu. Átti hita- veitan þá borholu við Kringlumýrar- braut sem skrúfað var frá við slík tækifæri og fékkst þar miklu til- komumeira gos en þessi skvetta í Öskjuhlíðinni. Auk þess var kostn- aðurinn enginn. Ekki minnist ég þess að borgarstjórinn hafi nokkru sinni verið fenginn til að opna bor- holuna né hann hafi farið þess á leit þó svo að kosningar væru í nánd. Ég geri mér fyllilega ljóst að þessar 30 milljónir hefðu hrokkið skammt til að leysa fjárhagsvanda sjúkrahússins en dugað til að greiða di'áttarvextina í þrjú ár. Spyrja má hvort þeim sem standa fyrir eyðslu peninga í þvílík delluverkefni sem hér um ræðir sé treystandi til gæslu fjármuna. Pegar hugsað er til þess hvað við eigum marga náttúrulega goshveri hér í næsta nágrenni verð- ur manni á að spyrja; er ekki þarna verið að gefa bakarabarninu brauð? Fyrst borgarstjórn Reykjavíkur er svona mikið kappsmál að lifa í þykjustunni er kórrétt að halda áfram að gera eftirlíkingar af ýms- um náttútuperlum landsins, þá má Greinarhöfundur leggur til að tilbúni goshverinn í Öskjuhlíð verði látinn heita Glópur. fela Vatnsveitunni gerð á litlum Gullfossi eða Dynjandifossi í hlíð- inni. Það er mjög auðvelt tæknilega. Þá má fela embætti byggingarfull- túa að gera hæfilega stóra Herðu- breið, nú eða Brennisteinsöldu, að sjálfsögðu úr steinsteypu. Þá er mögulegt að koma fyrir gervi- Ódáðahrauni neðarlega í hlíðinni. Til þess er plast mjög hentugt. Þá vant- ar aðeins sýnishorn af eldgosi. En það ættu að vera einhver ráð með það. Skítt með kostnaðinn. Orðhag- ur maður er ekki í vandræðum með að smíða orð á nýjan skatt. Þá væri fróðlegt að vita hver hafi narrað piltinn, sem sagður er hinn vænsti drengur, til að koma hug- myndinni á framfæri. Að minni hyggju þarf „tröllgreindan" mann til að láta sér detta í hug þvílíka vit- leysu sem þetta er. Að lokum skal tekið fram að hönnuður verksins hefur leyst sitt verk prýðilega af hendi sem hans var von og vísa. Þá heyri ég í fréttum að fyrirhug- uð er samkeppni um nafn á herleg- heitin. Vil ég taka mér leyfi til að stinga upp á að borholan dýra verði nefnd GLÓPUR, samanber glópa- háttur, glópalán, glópagull o.s.frv. GRÉTAR EIRÍKSSON, tæknifræðingur, Háaleitisbraut 59, Reykjavík. Athugasemd við grein Reynis Ingibjartssonar Frá Júlíusi Valdimarssyni: REYNIR Ingibjartsson ritar grein undir nafninu „Til varnar Lái-u“ í Morgunblaðið 4. febrúar s.l. Þetta er svargrein við grein Jóns Kjart- anssonar, formanns Leigjendasam- takanna „Bréf til Láru“ sem birtist í blaðinu 31. janúar. I grein sinni seg- ir Reynir orðrétt: „Sömuleiðis er rétt að upplýsa að bréf sem sent var öllum leigjendum hjá Reykjavíkur- borg, nú Félagsbústöðum hf, var ekki sent með samþykkt stjórnar Leigjendasamtakanna, heldur ein- stakra stjórnarmanna". Hér fer Reynir með hrein ósannindi þar sem samþykkt var að senda umrætt bréf á funcfi stjórnar Leigjendasam- takanna þann 28. nóvember s.l. en þar var Reynir sjálfur viðstaddur ásamt 6 öðrum stjórnarmönnum. I fundargerð þessa fundar var bókað orðrétt í 2. lið hennar: „Rætt um nýja stöðu húsaleigumála hjá Reykjavíkurborg vegna sölu leigu- íbúðanna til Félagsbústaða hf. Sam- þykkt var að ræða við fulltrúa Fé- lagsbústaða h.f. n.k. miðvikudag eins og þeir hafa boðið. Samþykkt að senda leigutökum borgarinnar bréf að þeim fundi loknum.“ Undir fundargerðina ritar Haraldur Jón- asson, fundarritari. JÚLÍUS VALDIMARSSON, varaformaður Leigjenda- samtakanna. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt tii að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.