Morgunblaðið - 05.03.1998, Side 1

Morgunblaðið - 05.03.1998, Side 1
96 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 53. TBL. 86. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Staða Kohls óhögguð Bonn. Reuters. WOLFGANG Scháuble, formaðui- þingflokks Kristilegi-a demókrata (CDU) á þýzka þinginu, reyndi í gær að kveða niður orðróm þess efnis að frammámenn í flokknum væru að íhuga þann möguleika að Helmut Kohl kanzlari viki fyrir öðr- um frambjóðanda til að keppa við Gerhard Schröder, kanzlaraefni Jafnaðarmannaflokksins SPD, í þingkosningum í haust. Schauble, sem er einn helzti ráð- gjafi Kohls og sá maður sem kanzl- arinn hefur lýst yfir að hann vilji sjá sem arftaka sinn, sagði í sjónvarps- viðtali að það væri engin spurning að flokkurinn héldi sig við Kohl. „Við afgreiddum frambjóð- endamál okkar fyrir löngu og tókum afdráttarlausa ákvörðun. Og hún var sú rétta,“ sagði Seháuble. Vangaveltur um leið- togahlutverk Kohls í kosn- ingabaráttunni hafa kom- izt í hámæli eftir mikinn ósigur CDU í kosningum til þings Neðra-Saxlands sl. sunntiidag, þar sem Ger- hard Schröder, forsætisráðherra hins norður-þýzka sambandslands, fór með sannfærandi sigur af hólmi. Forystumenn hins íhaldssama systurflokks CDU í Bæjaralandi, Wolfgang Scháuble CSU, ýttu í gær undir efa- semdir um að Kohl héldi rétt á spilunum í kosninga- baráttunni með því að hvetja hann til þess að draga úr ferðum sínum til útlanda og einbeita sér að mest knýjandi innanlands- málunum á borð við at- vinnuleysisvandann. f dag birtir vinnumála- stofnun þýzka ríkisins tölur yfir atvinnuleysi febrúarmánaðar, en eftir fregnum í gær að dæma hjaðnaði það ekkert frá því í janúar, þegar það náði sögulegu hámarki, 12,6% af vinnufærum mannafla. Dúman samþykkir fjárlagafrumvarp Sigur fyrir Jeltsín Moskvu. Keuters. NEÐRI deild rússneska þingsins, Dúman, samþykkti í gær tillögu að fjárlögum fyrir þetta ár eftir fjórðu og síðustu umræðu. Tillagan, ásamt meðfylgjandi viðaukum, var samþykkt með 252 atkvæðum gegn 129, tveir sátu hjá. Stjómarand- stæðingar em í meirihluta í neðri deildinni og fréttaskýrendur segja þetta mikilvægan stjórnmálasigur fyrir Borís Jeltsín Rússlandsfor- seta og stjórn hans. Deilur hans og þingsins um fjárlagafrumvarpið hafa staðið í háíft ár og vom um tíma taldar stefna stjórn hans í hættu. Segja stjómmálaskýrendur sam- þykktina til marks um að Jeltsín viti hvaða tökum eigi að taka þing- ið og að kommúnistar, sem em fjöl- mennasti flokkurinn á þinginu, hafi ekki náð neinum mikilvægum bar- áttumálum sínum fram. Fjárlagaframvarpið fer nú fyrir efri deild, þar sem sitja hópar áhrifamikilla héraðsleiðtoga, áður en það kemur fyrir forsetann til undirritunar. Viktor Tsjemómýr- din forsætisráðherra gaf í skyn að hann teldi ólíklegt að tillagan myndi mæta hindmnum héðan af. ----------------- Norðmenn draga úr olíuvinnslu Ós!ó. Morgunblaðið. NORSKA ríkisstjórnin hefur ákveðið að draga mjög úr fram- kvæmdum við olíu- og gasbomnar- palla í Norðursjó til að komast hjá ofþenslu. Verður fjárfestingum í tólf verkefnum, sem hefja átti á þessu ári, frestað til ársins 1999. Er Marit Arnstad, olíu- og orku- málaráðherra, kynnti málið á Stór- þinginu í gær sagði hún að frestað yrði fjárfestingum fyrir sem svarar til 52 milljarða ísl. kr. árið 1998 og 115 milljarða árið 1999. Reuters Fórnarlömb Kosovo-átaka syrgð TVEIR Kosovo-Albanir standa við grafir ættingja og vina sem um helgina létu lífíð í áhlaupi serbneskra lögreglusveita nærri þorpinu Likosane, um 40 km sunnan héraðshöfuðborgarinnar Pristina. Herskáir aðskilnaðarsinnar í „Frelsisher Kosovo“ sóru þess eið í yfir- lýsingu í gær að hefna „saklausra fórnarlamba“ átakanna og í gær- kvöld var skotið tvisvar á serbneska lögreglumenn í Pristina. Neyðarfundur „samskiptahópsins“ vegna ólgu í Kosovo Hernaðarflilutun sögð fliugimarverð London, Washington. Reuters. BANDARÍKJAME NN era reiðu- búnir að íhuga hemaðaríhlutun í Kosovo-héraði í Serbíu, ef pólitískur þrýstingur á serbnesk stjómvöld til að draga úr spennu í héraðinu skyldi ekki skila árangri. Petta sagði Ro- bert Gelþard, sérlegur erindreki Bandaríkjastjómar í Bosníu, í gær. Utanríkisráðherrar stórveldanna sex, sem mynda saman samskipta- hópinn svokallaða sem hefur haft mest afskipti af málefnum lýðvelda gömlu Júgóslavíu, vora í gær boðað- ir til neyðarfundar vegna Kosovo- ástandsins næsta mánudag. Gelbard sagði að samskiptahóp- urinn - sem Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland, Pýzkaland og Italía eiga aðild að - kynni að hóta Júgóslavíu, sambandsríki Serbíu og Svartfjallalands, nýjum refsiað- gerðum ef Slobodan Milosevic for- seti gripi ekki til viðeigandi ráðstaf- ana til að draga með friðsamlegum hætti úr spennu í héraðinu, þar sem Serbíustjórn hótað nýjum refsiaðgerðum yfirgnæfandi memhluti íbúanna er af albönsku bergi brotinn. Að sögn brezkra stjórnarerind- reka verður þetta í fyrsta sinn sem ráðherrar hópsins koma saman til neyðarviðræðna frá því borgara- stríðinu í Bosníu lauk 1995. Þetta er til merkis um hversu mikil alvara er talin vera á ferðum í Kosovo, í ljósi atburða síðustu daga. Vestræn ríki hafa fordæmt of- beldi sem serbneska lögreglan beitti mótmælendur í Kosovo um síðustu helgi og kostaði 24 Kosovo- Albani lífið. Fjórir lögreglumenn létu lífið í átökum, sem stjórnvöld í Serbíu kenna herskáum aðskilnaðarsinnum í „Frelsisher Kosovo“ um að hafa átt upptökin að. Aðskilnaðarsinnar sóra þess eið í yfirlýsingu í gær að hefna „saklausra fómarlamba" átakanna. Bandaríkin og Evrópusambandið (ESB) hafa varað Milosevic við því að hann hætti á að kalla yfir sig harðari refsiaðgerðir ef hann velur að reyna að beita hörðu til að bæla niður óánægju albanskra íbúa Kosovo. Mælt með sjálfsforræði en ekki sjálfstæði Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, sagði í gær að hann hygðist hvetja Milosevic til að veita íbúum héraðsins meira sjálfsfor- ræði. Cook tjáði fréttamönnum í Sarajevo, þar sem hann var á ferð í hlutverki forseta ráðherraráðs Evr- ópusambandsins, að ESB styddi aukið sjálfsforræði Kosovo-héraðs innan Serbíu, en væri mótfallið því að það hlyti fullt sjálfstæði. Reuters Sprg á N-írlandi NORÐUR-írskur lögreglumaður leiðir syrgjandi vin Damiens Tra- inors og Philips Allens að staðn- um þar sem tvímenningarnir vorú myrtir í fyrrakvöld, á krá í bænum Poyntzpass. Lögreglan telur að sambandssinnar séu ábyrgir fyrir ódæðisverkinu, sem er það nýjasta í röð morða sem öfgamenn úr röðum andstæðra fylkinga á Norður-frlandi hafa framið frá áramótum. ■ Óhug slær á/26 Arfberi reykinga- nautnar fundinn? Houston. Reuters. REYKINGAFÓLK sem ekki getur hætt að reykja kann að hafa í sér gen, eða arfbera, sem veldur því að reykingarnar eru því svo mikil nautn að það getur ekki yfirunnið löngunina, að því er bandarískir læknar greindu frá í vikunni. Þessi uppgötvun kann að vera skýring á því hvers vegna sumu fólki veitist auðveldara en öðru að hætta að reykja, segir Marg- aret Spitz, yfinnaður faraldurs- fræðideildar M.D. Anderson- krabbameinsmiðstöðvarinnar í Houston í Texas. Hún sagði að þeir sem hefðu umrætt gen fyndu til meiri nautnar er þeir reyktu. „Þeir njóta þess meir og það reynist þeim erfiðara að hætta.“ Um- rætt gen er að finna í um tíu af hundraði allra einstaklinga og í um 30% af þeim sem reykja, samkvæmt niðurstöðum þriggja ára rannsókna er unnar voru við M.D. Anderson-miðstöðina. Spitz sagði að genið stýrði því hvernig nikótín yki losun boð- efnisins dópamíns, sem flytur boð milli taugafrumna í heilan- um. Nikótín, áfengi, kaffi og ýmis lyf, auk fleiri þátta, auka nautn með því að ýta undir dópamínframleiðslu. Þetta sama gen, sem virðist eiga stóran þátt í nikótínfíkn, býður heim öðram fíknum, að sögn Spitz. Það er talið tengjast eiturlyfjafíkn, áfengissýki og offítu. Spitz sagði ennfremur að frek- ari rannsókna væri þörf til þess að staðfesta niðurstöðurnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.