Morgunblaðið - 05.03.1998, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 05.03.1998, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Lá við köfnun vegna sælgætis STÓRT hlaupkennt sælgæti varð átta ára gömlum dreng á Akureyri næstum að aldurtila þegar það festist í koki hans um síðustu helgi. Sælgætið fæst meðal annars í Nóatúns- verslunum og sagði Júlíus Þór Jónsson í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi að hann myndi þegar taka það úr hill- um verslananna. Atburðurinn átti sér stað á heimili piltsins og tókst for- eldrum hans með snarræði að bjarga lífi drengsins. Skipti sköpum að þau kunnu rétt við- brögð til að fjarlægja hlutinn úr koki hans. Var drengurinn orðinn blár í andliti og hættur að geta andað þegar foreldrun- um tókst að losa aðskotahlut- inn. Eitt til þijú tilfelli á ári Að sögn Herdísar L. Storgaard, barnaslysavarna- fullrúa hjá Slysavarnafélagi ís- lands, var sælgætið í laginu eins og hamborgari, fimm sinn- um fimm og hálfur sentimetri að stærð. Hún sagði þetta ekki í fyrsta skipti sem slíkt sæl- gæti stæði í ungu barni, u.þ.b. eitt til þrjú tilfelli kæmu upp á ári hverju. Herdís benti á að svokölluð víngúmmi væru oft og tíðum alltof stór íyrir ung böm sem gætu átt í vandræð- um með að tyggja þau og þannig myndist talsverð hætta á köfnun ef sælgætið leggst yf- ir öndunarop barns. A markaðnum nú eru t.a. m. um 17 sentimetra langir sæl- gætiskrókódílar og eins eru svonefnd „spælegg" afar stór. Matvælasvið Hollustuvemdar ríkisins hefur engar reglugerð- ir til að styðjast við hvað stærð sælgætis varðar að sögn Her- dísar og kvað hún það áhyggju- efni enda væri „bland í poka“ til í hverjum stórmarkaði og oft í miklu úrvali. Mikilvægt væri þess vegna fyrir foreldra að átta sig á hættunni sem fyr- ir hendi væri. Stefnt að sameiningu bankaeftirlits og vátryggingaeftirlits Ný stofnun annist opin- bert fj ármálaeftirlit FINNUR Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hyggst nú í vik- unni leggja fram í ríkisstjóm frum- varp til laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi. Er í því gert ráð fyrir að eftirlit sem nú fell- ur undir bankaeftirlit Seðlabankans og Vátryggingaeftirlitið verði í höndum nýrrar stofnunar, Fjár- málaeftirlitsins. Þetta kom fram í ræðu sem Finnur hélt á aðalfundi Sambands íslenskra tryggingarfé- laga í gær. Finnur sagði að Fjár- málaeftirlitið yrði sjálfstæð ríkis- stofnun með sérstaka stjóm en það myndi heyra stjómskipulega undir viðskiptaráðherra. Gert sé ráð fyrir að náin samskipti verði milli Fjár- málaeftirlitsins og Seðlabankans þannig að stofnanimar hafi stuðn- ing hvor af annarri og að komið verði í veg fyrir tvíverknað. Hann sagði að í frumvarpinu væri gert ráð fyrir sérstakri kæmnefnd sem skjóta megi ákvörðunum fjármála- eftirlitsins til. Öllum eftirlitsskyld- um aðilum verði gert að greiða kostnað af eftirlitinu með svipuðum hætti og vátryggingafélögin geri nú. Finnur sagði að markmiðið væri að frumvarpið yrði lagt fyrir Al- þingi nú á vorþingi og nái það fram að ganga ætti hin nýja eftirlitsstofn- un að geta tekið til starfa í byrjun næsta árs. Féll 15 metra í Esjunni 26 ÁRA maður féll 16 metra eftir að festingar gáfu sig, þar sem hann var við ísklifur í Kistufelli í Esju síðdegis í gær. Tilkynnt var um slysið til lögreglu og slökkviliðsins í Reylqavík og fóru lögregla og björgunarsveit slökkviliðsins á vettvang. Þyrla Landhelgis- gæslunnar var í viðbragðs- stöðu, þar sem talið var að maðurinn væri lær- og mjaðmagrindarbrotinn. Rétt eftir kl. 18 komu björg- unarmenn á staðinn og var þyrlan þá afpöntuð. Morgunblaðið/Aðalheiður MIKIÐ brak er enn í fjörunni þar sem Víkartindur strandaði, en hins vegar er ekki mikið eftir í flæðarmálinu af hinum 130 metra langa skips- skrokki sem Iá þar fyrir ári. Það er mikið verkefni að búta allt járnið í smátt með kraftmikilli klippu. Hrossasóttin breiðist hratt út Eitt ár frá strandi Víkartinds HALLDÓR Runólfsson yfirdýra- læknir hélt í gær fund með dýra- læknum um sjúkdóminn, sem herj- að hefur á hesta á suðvesturhominu að undanfómu. Á fundinum kom fram að veikin væri bráðsmitandi og ekki hefði enn tekist að greina orsakir hennar þrátt fyrir ítarlegar rannsóknir. Veikin er nú komin í öll hesthúsa- hverfi á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem hún hefur greinst í hest- húsunum á Selfossi og Akranesi. Þá hafa komið upp tilfelli á fjómm bæj- um í Ölfushreppi síðustu daga auk þess sem útigangshross þar hafa veikst. „Yfirleitt veikjast eitt, tvö eða þrjú hross fyrsta daginn og svo helmingi fleíri næsta dag,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, dýra- læknir á Suðurlandi. „Ekki er vitað um smitleiðir í öllum tilfellum en oftast virðist smit hafa borist með fólki.“ Breiðist hratt út á Akranesi Á Akranesi breiðist veikin hratt út. „Það varð mikil sprenging um síðustu helgi, viku eftir að veikin kom fyrst upp,“ segir Gunnar Guð- mundsson, dýralæknir á Hvanneyri. „Hún virðist þó vera einangruð í að- alhesthúsahverfinu og ekki er vitað til þess að hún hafi komið upp ann- ars staðar í umdæminu." í yfirlýsingu yfirdýralæknis, frá því í gær, kemur fram að á næstu dögum muni höfuðáhersla verða lögð á að hindra það að veikin berist út fyrir þau svæði sem hún herji nú á og að lögreglan hafi verið beðin um að fylgjast með því að bann við flutningi hrossa milli hesthúsa, lög- býla og landshluta verði virt. Hellu. Morgunblaðiö. EITT ár er í dag liðið frá því að flutningaskipið Víkartindur strandaði í aftakaveðri á Háfs- fjöru. Enn eru starfsmenn Hring- rásar við vinnu við niðurrif og brottflutning á flaki skipsins. Að sögn Heimis Hafsteinssonar oddvita í Djúpárhreppi hefur þetta ár sem liðið er frá strandinu verið lærdómsríkt fyrir sljórnsýsluna, „alveg frá neðsta þrepi og uppúr“, segir Heimir. „Þetta hefur þó verið heldur dýrmæt reynsla bæði í mannslífum og peningum. Eftir því sem ég best veit var í kjölfar strandsins skipuð nefnd til að endurskoða 70 ára gömul lög um skipsströnd og vog- rek og hlýtur það að hafa verið meira en tímabært. Mér er efst í huga feginleiki yfir að þetta ár er nú liðið og við sjáum senn fyrir endann á þessu erfíða máli. Menn óttuðust mest um tíma að olía myndi menga strandlengjuna en sem betur fer varð það ekki og tekist hefur að koma í veg fyrir sjónmengun á ströndinni. Það sem ekki tókst að fjarlægja hefur aldan grafið í sandinn," segir Heimir Hafsteinsson. Á vegum endurvinnslufyrirtæk- isins Hringrásar hafa 2-6 starfs- menn verið við niðurrif á Háfs- fjöru frá síðasta sumri. Sveinn Ás- geirsson framkvæmdastjóri telur að þegar hafi um tvö þúsund tonn verið brytjuð niður og flutt á brott. „Við erum með öfluga gröfu á staðnum sem klippir stórar ein- ingar með þúsund tonna afli. Stykkjunum er hlaðið á vagna í ijörunni sem jarðýta dregur síðan upp að vegi þar sem bílar taka við °g flytja þau til Reykjavíkur. Sumt er unnið áfram í höfuðstöðvum Hringrásar, en stálið þarf að hreinsa af aðskotaefnum og brytja niður í svokallaðar ofnastærðir, þ.e. að það sé tilbúið f bræðsluofna þegar það kemur til kaupenda er- lendis," segir Sveinn. „Þó að tvö þúsund tonn séu þeg- ar farin eru enn um eitt þúsund tonn eftir sem við reiknum með að ljúka vinnslu á eftir tvo mánuði. Vinnan gengur mjög hægt núna vegna kuldans og erfitt er að láta tækin ganga í þessum brunagaddi. Þá varð einnig um tveggja mánaða töf hjá okkur í haust þegar kvikn- aði í gröfu á sandinum og hún gjöreyðilagðist. Hún stendur þarna enn og ég býst við að örlög hennar verði þau sömu og Víkar- tinds,“ segir Sveinn Ásgeirsson. Átök í Framsóknar- flokknum á Akureyri Á FUNDI fulltrúaráðs Framsóknar- flokksins á Akureyri í gærkvöldi var deilt um tillögu uppstillingamefndar og varð niðurstaðan sú að Sigfríður Þorsteinsdóttir bæjarfulltrúi, sem ekki var á listanum, verður í þriðja sæti listans. Sigfríður bauð sig fram gegn Val- tý Sigurbjömssyni, forstöðumanni Byggðastofnunar á Akureyri, sem átti að vera í sætinu samkvæmt til- lögunni, og vann naumlega í at- kvæðagreiðslu. Oddur Halldórsson bæjarfulltrúi bauð sig fram í annað sæti gegn Ástu Sigurðardóttur bæjarfulltrúa, sem uppstillingarnefnd hafði sett í það sæti. Beið Oddur lægri hlut og munaði nokkru að hann næði að fella Ástu. Jakob Björnsson bæjarstjóri var í fyrsta sæti samkvæmt tillögu nefnd- arinnar og var enginn ágreiningur um það. í fjórða sæti listans verður Elsa Friðfínnsdóttir lektor og Guð- mundur Ómar Guðmundsson, for- maður Félags byggingarmanna í Eyjafirði, í því fimmta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.