Morgunblaðið - 05.03.1998, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
í GUÐSBÆNUM reyndu að koma þessu nýja gæludýri þínu í skilning um
að ég er ekki einn úr fjölskyldunni. ..
Hæst leikskólagjöld á Húsavík
Eng*ir biðlistar og heit-
ur matur í hádeginu
KYNNTAR hafa verið niðurstöður
könnunar sem gerð var á vegum
samstarfsverkefnis NS, ASÍ og
BSRB um leikskólagjöld í stærri
sveitarfélögum landsins.
Leikskólagjöld á Húsavík reynd-
ust hæst hvort sem um var að ræða
vistun fyrir böm forgangshópa
eins og einstæðra foreldra eða
böm hjóna og sambúðarfólks.
Næsthæst reyndist verð á leik-
skólagjöldum á Akiu-eyri.
Berglind Svavarsdóttir er for-
maður leikskólanefndar Húsavík-
urkaupstaðar. Hún bendir á að í
könnuninni hafi ekki verið gefnar
upp réttar upplýsingar að því leyti
að ekki er boðið upp á 8 tíma vistun
á Húsavík. „Það gjald sem gefið er
upp fyrir átta tíma vistun í könnun-
inni er fyrir níu tíma vistun og sé
tekið mið af því verður Húsavík
með næsthæsta verðið fyrir níu
tíma vistun í stað þess að vera með
hæsta verðið.“
Hún bendir á að ef fólk er með
bömin sín í 6 tíma vistun í Bjama-
húsi, þar sem ekki er heitur heimil-
ismatur eins og í hinum leikskólan-
um Bestabæ, lækki gjaldið og upp-
hæðin nemi 14.100 krónum í stað
14.700 króna.
Berglind segir nauðsynlegt að
taka tillit til þjónustu þegar könn-
un sem þessi er framkvæmd. „Hér
á Húsavík eru engir biðlistar eftir
leikskólaplássi og við eram að taka
við bömum frá sex mánaða aldri.
Þá er afar mismunandi hvemig
fæði er boðið upp á á leikskólum.
Um síðustu áramót gerðum við
stórfelldar breytingar hér á Húsa-
vík hvað þetta snertir, felldum nið-
ur nesti og sjáum alfarið um alla
hressingu fyrir börnin. Við bjóðum
m.a. upp á heitan heimilismat í há-
deginu fyrir þau böm sem era í
heilsdagsvistun.
Þá má geta þess að það er
stefna Húsavíkurkaupstaðar að
foreldrar taki þátt í að greiða að
minnsta kosti 40% kostnaðar við
leikskólavistun barna sinna. Um
þessar mundir greiða foreldrar
því sem samsvarar 41,6% kostnað-
arins.“
Sigríður Síta Pétursdóttir, deild-
arstjóri leikskóladeildar Akureyr-
arbæjar, segir að verðskránni hafi
verið breytt 1. febrúar síðastliðinn.
Þá hækkuðu leikskólagjöld um
10% og fæði um 5%.
Hún segir að sá systkinaafslátt-
ur sem tekið hafi gildi 1. febrúar
síðastliðinn gildi um leikskólabörn
og einnig um börn í grannskóla-
vistun.
„I kjölfar þessara breytinga 1.
febrúar var ákveðið að leggja fram
tillögur til breytinga á gjaldskrá í
leikskólum Akureyrar sem fela í
sér aukinn afslátt fyrir einstæða
foreldra, foreldra í námi svo og
aukinn systkinaafslátt," segir Sig-
ríður.
Laxasalat, 140 ml Newmans Say Cheese Ysu naggar, 370 gr
pastasósa, 397 gr
Allir dagar eru tilboðsdacjar hjá okkur
NI HEIM • UM LAND ALLT
Framadagar 1998
Efla tengsl milli
atvinnulífs o g
háskólans
Helgi Eysteinsson
AIESEC, alþjóðleg
samtök viðskipta-
og hagfræðinema
standa þessa dagana fyrir
svokölluðum Framadög-
um í Háskóla íslands.
Þeir hófust með hádegis-
fyrirlestri síðastliðinn
þriðjudag en á morgun,
föstudag, er hápunktur
Framadaga. Helgi Ey-
steinsson er formaður
framkvæmdanefndar
Framadaga.
- Hvað eru Framadag-
ar?
„Framadagar eru at-
vinnulífsdagar Háskóla
íslands og þeim er ætlað
að efla tengslin milli há-
skólans og atvinnulífsins í
formi fyrirlestra og í
formi samskipta sem eru
á heimavelli nemenda, að þessu
sinni í Þjóðarbókhlöðunni.
Það hefur lengi verið eitt
helsta vandamál Háskólans
hversu lítil tengsl era milli nem-
enda og atvinnulífsins. Nemend-
ur fá litlar upplýsingar um þær
væntingar og kröfur sem fyrir-
tæki gera til þeirra, t.d. hvers
konar menntun fyrirtækin eru að
sækjast eftir, hvar liggja starfs-
möguleikar stúdenta og hvemig
nýtast hæfileikar þeirra best.
Þetta eru dæmi um spurningar
sem upp koma í huga ungra
námsmanna."
- Hafa Framadagar verið ár-
viss viðburður?
„Þetta er í fjórða skipti sem
Framadagar eru haldnir hér á
landi. Fyrirmyndin er erlend,
komin frá alþjóðasamtökunum
AIESEC en meðlimir þeirra hafa
fram að þessu staðið fyrir slíkum
dögum í fjölmörgum aðildarlönd-
um.“
- Geta nemendur líka leitað að
vinnu á Framadögum?
„Já Framadagar era líka
nokkurskonar ráðningardagar.
Nemendur koma með upplýsing-
ar um sig og era svona öðrum
þræði í atvinnuleit. Það má líka
koma fram að fyrirtækin hafa
með hverju árinu nýtt sér þann
möguleika í auknum mæli að
ráða fólk í vinnu á Framadög-
um.“
Helgi segir að auk þess sem
nemendur geti leitað sér að vinnu
þennan dag þá sé ver-
ið að stuðla að al-
mennri kynningu á at-
vinnulífinu og einnig
námi við háskólann
þannig að nemendur
geti skipulagt námið sitt mark-
vissar og leitað eftir því hvaða
kröfur eru gerðar til þeirra."
- Hverskonar fyrirtæki hafa
undanfarin ár leitað eftir starfs-
fólki á Framadögum?
„Um 40 fyrirtæki kynna starf-
semi sína að þessu sinni og um
helmingur þeirra hefur verið áð-
ur á Framadögum en hinn helm-
ingurinn er nú í fyrsta skipti að
kynna starfsemi sína. Þau fyrir-
tæki sem að þessu sinni ber mest
á eru bankar og fjármálastofnan-
ir, íslensk erfðagreining verður
líka með kynningu á sinni starf-
semi og síðan era ýmis hugbún-
aðar- og tölvufyrirtæki áber-
andi.“
Helgi segir að margir nemend-
ur séu þennan dag að leita eftir
því við iyiirtæki hvort áhugi sé á
því að láta vinna fyrir sig verk-
efni sem nemendur gætu unnið
sem lokaverkefni við skólann.
► Helgi Eysteinsson er fædd-
ur í Reykjavík árið 1976. Hann
er á öðru ári í viðskiptafræði
við Háskóla íslands. Helgi er í
sljóm íslandsdeildar AIESEC
sem em alþjóðleg samtök við-
skipta- og hagfræðinema og
hann er formaður fram-
kvæmdanefndar Framadaga.
Helgi er ókvæntur og barn-
laus.
- Deildir innan háskólans
kynna líka starfsemi sína á
Framadögum?
„Já bæði kynna ýmsar deildir
innan Háskólans það sem þær
hafa fram að færa, td. möguleika
til frekara náms eins og meist-
aranáms. Einnig er til dæmis al-
þjóðaskrifstofa háskólastigsins
með kynningu á sinni starfsemi,
svo og Sammennt sem stuðlar að
erlendum nemendaskiptum. Þá
verða möguleikar á framhalds-
námi erlendis líka kynntir þenn-
an dag í Þjóðarbókhlöðunni.“
- Hafa margir sótt Fi-amadaga
til þessa?
„í fyrra heimsóttu um 2.000
nemendur Framadaga og með
hverju árinu eykst sá fjöldi sem
kemur. í ár höfum við kynnt
þessa daga rækilega og vonumst
til að það skili árangri og mæt-
inging verði betri en nokkru
sinni.“
Helgi bendir á að þrátt fyrir að
Framadagar séu skipulagðir af
viðskipta- og hagfræðinemum
era þessir Framadag-
ar ætlaðir öllum nem-
endum Háskólans.
„Fólk sem hugsar sér
til hreyfings á at-
vinnumarkaði og er
með háskólamenntun getur líka
notið góðs af þessum dögum því
þarna er hægt að kynna sér
starfsemi fjölda fyrirtækja sem
eru undir sama þaki með kynn-
ingu.“
Þið gáfuð út hand-
bók af þessu tilefni.
„I tengslum við Framadaga
gefum við út handbók þar sem
hvert fyrirtæki hefur eina opnu
til að kynna starfsemi sína. Við
komum á framfæri við forsvars-
menn fyrirtækjanna stöðluðum
spurningum þar sem spurt var
um fyrirtældð, starfsfólk þess og
nýráðningar undanfarin ár.
Einnig var beðið um að áherslur
fyrirtækja í ráðningarmálum
væra tíundaðar. Svör við þessum
spurningum er að finna í bókinni.
Handbókin liggur frammi í
Þjóðarbókhlöðunni á morgun og
er ókeypis fyrir gesti Frama-
daga.“
Nemendur
leita að vinnu
á Framadögum