Morgunblaðið - 05.03.1998, Side 10

Morgunblaðið - 05.03.1998, Side 10
10 FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Nefnd verði skipuð til að kanna möguleika á vegtollum LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi þingsálykt- unartillaga þess efnis að Alþingi álykti að fela í-íkisstjórninni að skipa nefnd er kanni hvort unnt sé að beita vegtollum til þess að draga úr þörf á gerð samgöngumannvirkja, stuðla að minni mengun og afla fjár til vegagerðar. Fyrsti flutningsmaður til- lögunnar er Einar K. Guð- finnsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokks, en meðfiutn- ingsmenn eru fimm aðrír al- þingismenn úr öllum þing- flokkum Alþingis, nema ______________________ Framsóknai’flokki. I greinargerð tillögunnar segir m.a. að þróun umferðar síðustu ára geri það meira knýjandi en fyrr að leita nýrra leiða í umferðarmálum. Umferð bifreiða fari árlega mjög vaxandi og ALÞINGI umferðaröngþveiti skapist víða í borgum og bæjum stuttan tíma sólarhringsins, þegar fólk sé á leið úr og í vinnu. Umferðaræðar ráði ekki við álagið og miklir og kostn- aðarsamir umferðarhnútar myndist. „Hefðbundið svar við þessu hefur verið að fjárfesta í meh’i vegagerð, mislægum gatna- mótum, breiðari vegmn og þar fram eftir götunum. Gífurlegt fjármagn hefur farið í að leysa umferðarvanda af þessu tagi,“ segir m.a. í greinargerð. „A allra síðustu misserum og ár- um hefur hins vegar orðið þó nokkur hugarfarsabreyting í þessum efnum. Settar hafa verið kröfur um aðhald í ríkisrekstri og að ekki sé ráðist í ónauðsynlegar fjárfesting- ar. Þá hafa áhyggjur manna af umhverfinu auk- ist, vegna útblásturs og áhrifa mannvirkja á það.“ Hækka veggjöld þegar umferð er mikil I greinargerð segir ennfremur að af þessum sökum hafi hugmyndir um að beita vegtollum sem hagstjórnartækjum eflst. „Mismunandi veg- gjald efth’ álagstímum gæti stýrt umferðarþung- anum og dreift honum yfir lengri tíma. Þannig mætti koma í veg fyrir umferðaröngþveiti, spara hinu opinbera fjárfestingar í ónauðsynlegum umferðarmannvirkjum og verja því fjármagni til annarra hluta. Þessu mætti auðvitað koma við með hefðbundinni innheimtu slíkra gjalda, en hitt er líklegra til árangurs að nýta sér það að rafeindatækni auðveldar okkur að verðleggja umferð í því skyni að hafa áhrif á hana. Þannig mætti hækka veggjöldin þegar umferð er mikil en draga að sama skapi úr gjaldtökunni þegar færri bflar eru á ferð,“ segir m.a. í greinargerð. Alþingi Stutt Gjald af flugvéla- bensíni LAGT hefur verið fram á Alþingi stjórnarfrumvarp þess efnis að felld verði úr Iögum heimild til inn- heimtu gjalda af flugvélabensíni og þotueldsneyti skv. 5. og 6. gr. laga um flugmálaáætlun og fjáröflun til framkvæmda í flugmálum. Er breytingum þessum ætlað að jafna samkeppnisskilyrði í flugi, að því er fram kemur í athugasemdum við frumvarpið. „Verði frumvarpið að lögum munu áætlaðar tekjur samkvæmt flugmálaáætlun fyrir árin 1998 til 2001, sem nú er til meðferðar á AI- þingi, lækka um 45 milljónir króna á árinu 1998, 65 milljónir kr. árið 1999, 67 milljónir kr. árið 2000 og 69 milljónir kr. árið 2001. Fjárveit- ingar til framkvæmda á flugvöllum lækka þó ekki um þá fjárhæö þar sem framlag til rekstrar flugvalla og til Flugstöðvar Leifs Eirikssonar mun lækka um 28 millj. kr. á árinu 1998 og 35 millj. kr. á árunum 1991-2001. Framlag til fram- kvæmda á flugvöllum samkvæmt flugmálaáætlun lækkar þvf um 17 millj. kr. á árinu 1998, 30 millj. kr. árið 1999, 32 millj. kr. árið 2000 og 33 millj. kr. árið 2001,“ segir í at- hugasemdum við frumvarpið. Þar segir ennfremur að samhliða þessu verði lendingargjöld í iiman- landsflugi hækkuð sem nemi tapi vegna niðurfellingar á eldsneytis- gjaldi í innanlandsflugi. „Yflrstjórn Keflavíkurflugvallar hefur lýst því yfir að sértekjur Keflavíkurflug- vallar muni hækka um 18 millj. kr. ár hvert til ársins 2001 og á móti komi lækkun á framlagi til Flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar sam- kvæmt flugmálaáætluninni" Frumvarp um breytingu á fyrirkomulagi ÁTVR Hægt verði að greiða áfengi með krítarkorti STEINGRÍMUR J. Sigfússon, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra, mælti fyrir frumvarpi til laga um breytingar á fyrirkomu- lagi áfengisverslunar á Alþingi í gær. Meðflutningsmaður er Ög- mundur Jónasson, þingmaður Al- þýðubandalags og óháðra. Tilgang- ur frumvarpsins er að gera nókkr- ar breytingar á lagaákvæðum sem varða Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (ÁTVR) og snerta mögu- leika fyrirtækisins til að veita við- skiptavinum sínum nútímalega þjónustu á jafnræðisgrundvelli um allt land, efth- því sem kostur er. f frumvarpinu eru því lagðar til nokkrar breytingar á ákvæðum áfengislaga og laga um verslun með áfengi og tóbak, að sögn Steingríms. í fyrsta lagi er lagt til að fellt verði á brott ákvæði núgild- andi laga um að heimild til að setja á stofn útsölustaði áfengis sé bund- in við það að meirihluti íbúa búi í þéttbýli og að íbúar séu ekki færri en 1.000 í þrjú ár samfellt. ÁTVR fái í stað þess tiltölulega frjálsar hendur í þeim efnum, þar með talið að opna verslun með áfengi í fá- mennari byggðarlögum og af- skekktari landshlutum, að sögn Steingríms. í öðra lagi er í framvarpinu lagt til að ákvæði í lögum sem krefjast staðgreiðslu áfengis verð felld brott, en þau ákvæði hafa, að sögn ÝMSAR breytingar á fyrirkomulagi ÁTVR eru lagðar til í frumvarpi sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Steingríms, verið túlkuð á þann hátt að ÁTVR geti ekki tekið við greiðslu fyrir áfengi með krítar- kortum. í þriðja lagi er lagt til að rýmkaðir verði möguleikar til að láta afgreiðslutíma áfengisverslana fylgja afgreiðslutíma verslana al- mennt. Til dæmis í verslunarmið- stöðvum þar sem áfengisútsala er til húsa innan um aðrar verslanir. í fjórða lagi er lagt til í frum- varpinu að breytt verði ákvæði um stjóm ÁTVR sem felur í sér að fjármálaráðherra skipi einn í stjóm fyrirtækisins. Telja flutn- ingsmenn rétt að stjóm fyrirtækis- ins, sé hún til staðar á annað borð, sé kosin af Alþingi. í fimmta og síðasta lagi er í frumvarpinu lagt til að stofnað verði embætti þjónustufulltrúa við Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Dæmi um verksvið slíks þjónustu- fulltrúa yrði að koma upplýsingum til viðskiptavina um vöraúrval og nýjar tegundir án þess að brjóta gegn skýlausu banni um auglýsing- ar. Alþingi Stutt Bryndís Hlöðvers- dóttir tekur sæti sitt að nýju BRYNDÍS Hlöðversdóttir, þing- maður Alþýðubandalags og óháðra, hefur tekið sæti sitt að nýju á Alþingi, en í fjarveru henn- ar sat Guðrún Helgadóttir vara- þingmaður í Reykjavík. Auk þess hefur Gunnlaugur M. Sigmundsson, þingmaður Fram- sóknarflokks, tekið sæti sitt að nýju á Alþingi, en í hans stað var Ólafur Þ. Þórðarson varaþingmað- ur í Vestfjarðakjördæmi. Þá hefur varaþingmaður tekið sæti á Alþingi, en Birna Sigurjóns- dóttir, 3. varaþingmaður Samtaka um Kvennalista í Reykjaneskjör- dæmi, tók í vikunni sæti Kristínar Halldórsdóttur, þingmanns Kvennalista. Kristín mun ekki geta sótt þingfundi næstu tvær vikurnar af persónulegum ástæðum. Vinnuumhverfi sjó- manna verði bætl GUÐMUNDUR Hallvarðsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartil- lögu þess efnis að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að stuðla að því að vinnuumhverfi sjómanna verði bætt. I tillögunni segir að meðal annars þurfi að huga að mengun- arvörnum um borð í skipum, eftir- liti með meðferð matvæla og með- ferð hættulegra efna, auk þess sem gefa þurfi gaum að vinnuvernd um borð í fiskiskipum og kaupskipum á þann hátt, að um vinnuumhverfi sjómanna gildi vinnu-, hollustu- og mengunarvarnareglur sambærileg- ar við þær sem gildi hjá öðrum starfsstéttum. Aiþingi Dagskrá ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Eftir atkvæðagreiðslu um ýmis mál verða eftirfarandi þingmál á dagskrá: 1. Dómstólar. 2. umr. 2. Vopnalög. 2. umr. 3. Gjaldþrotaskipti. 2. umr. 4. Mannréttindasáttmáli Evrópu. 2. umr. 5. Rannsókn á refsingum við af- brotum. Fyrri umr. 6. Áfengislög. 1. umr. 7. Hægri beygja á móti rauðu ljósi. Fyrri umr. 8. Kirkjugarðar, greftrun og lík- brennsla. 1. umr. 9. Samræmd samgönguáætlun. Síðari umr. 10. Flugmálaáætlun og fjáröflun til flugmála. 1. umr. 11. Póstþjónusta. 1. umr. 12. Leigubifreiðar. 1. umr. 13. Vegtenging milli lands og Eyja. Fyrri umr. 14. Hafnalög. 1. umr. 15. Atvinnuréttindi skipsljómar- maima. 1. umr. 16. Atvinnuréttindi vélfræðinga. 1. umr. Sýslumanni veitt áminning DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hef- ur veitt Sigurði Gizurarsyni, sýslu- manni á Akranesi, áminningu fyrir að hafa gert samkomulag um greiðslu 50 milljóna króna sektar sem Hæstiréttur dæmdi Þórð Þ. Þórðarson á Aki-anesi til að greiða vegna skattsvika. Sigurður ætlar að stefna ráðuneytinu fyrir dóm til að fá áminningunni hnekkt. Björg Thorarensen, skrifstofu- stjóri í dómsmálaráðuneytinu, sagði í samtali við Morgunblaðið að áminningin byggðist á því að sam- komulagið hefði ekki verið í sam- ræmi við gildandi lög sem kveða á um innheimtu sekta innan árs frá endanlegum dómi. Sýslumaður hefði fengið skriflega áminningu á grundvelli 21. greinar laga um rétt- indi og skyldur starfsmanna ríkis- ins og hefði verið litið til þess að hann þætti hafa sýnt vankunnáttu og óvandvirkni í starfi og sýnt af sér óhlýðni við löglegt boð ráðu- neytisins. Umrætt samkomulag var gert 21. janúar sl. og snerist um það að greiddar skyldu 5 milljónir króna á næstu sex mánuðum og samið um greiðslu eftirstöðva, 37,5 milljóna króna, eigi síðar en 1. janúar 1999. Árs greiðslufrestur rennur út 1. júlí nk. Um það hvort ráðuneytið hefði rift samkomulaginu og hvemig fullnustu refsingarinnar væri hátt- að, en vararefsing þessarar sektar er fangelsi í 1 ár, sagði Björg að samkvæmt lögum mætti ekki veita lengri greiðslufrest en eitt ár. 11. júlí næstkomandi væri ár liðið frá því að dómur í málinu gekk og fyrr væri hinn löglegi greiðslufrestur ekki liðinn. Hún sagði að áminningin hefði verið afgreidd þannig að starfs- manninum hefði verið sent bréf og honum tilkynnt að hann væri áminntur. Sigurður Gizurarson, sýslumað- ur, sagði í samtali við Morgunblað- ið í gær að hann mundi stefna dómsmálaráðherra fyrir héraðs- dóm Reykjavíkur í því skyni að fá áminninguna dæmda löglausa. Sig- urður kvaðst telja þessa „afmælis- gjöf ráðuneytisins" til sín ólög- mæta þar sem með henni ruglaði ráðuneytið saman annars vegar starfsmannalögum og hins vegar stjómsýslulögum; „ráðuneytið raglar saman stjómvaldinu sýslu- manninum á Akranesi og einstak- lingnum, ríkisstarfsmanninum og borgaranum Sigurði Gizurarsyni," sagði Sigurður Gizurarson, sýslu- maður á Akranesi. Stjórnsýslulög ekki starfs- mannalög „Þessi áminning er veitt með vís- an til 21. gr. laga 70/1996 um rétt- indi og skyldur starfsmanna ríkis- ins en samkomulagið sem sýslu- maðurinn á Akranesi gerði við Helga V. Jónsson, skipaðan réttar- gæslumann Þórðar Þ. Þórðarson- ar, var ekki gert af einstaklingnum og ríkisstarfsmanninum Sigurði Gizurarsyni heldur af sýslumann- inum sem var stjómvald. Það er verið að veita mér áminningu fyrir stjórnsýslugeming sem stofnunin Sýslumaðurinn á Akranesi fram- kvæmdi, um slíkt gilda stjórnsýslu- lög en ekki lög um réttindi og skyldur staifsmanna ríkisins.“ Sigurður sagði að ráðuneytið gæti ekki ógilt stjómsýslugern- inga og ákvarðanir sýslumanns varðandi sektarinnheimtuna nema með dómi sem ráðuneytið gæti höfðað á þeim forsendum að því væri skylt vegna almannahags- muna að beita sér í málinu. Starfs- mannalögin ættu hins vegar við ef um það væri að ræða að sá ein- staklingur sem gegndi embættinu þætti hafa vanrækt starf sitt eða sýnt af sér ósæmilega hegðun. Þá væri hægt að beita hann áminn- ingu á grundvelli starfsmannalaga. —

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.