Morgunblaðið - 05.03.1998, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
fl
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Golli
INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra vísar fulltrúum heilsugæslulækna tii sætis, þeim Katrínu Fjeldsted,
formanni Félags heimilislækna, og Valþóri Stefánssyni varaformanni.
Heilbrigðisráðherra segir að læknar hafí hafnað valfrjálsu stýrikerfi
Höfum staðið við stefnu um
uppbyggingu heilsugæslu
INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra
segir að hún hafí staðið við alla þætti stefnu-
yfirlýsingar um uppbyggingu í heilsugæslunni
sem birt var um mitt ár 1996. Pað eina sem
ekki hafi gengið eftir sé um að koma á val-
frjálsu stýrikerfi og það sé vegna andstöðu
lækna, en víðtæk sátt um þetta kerfi hafí ver-
ið forsenda fyrir því að koma því á. •
Heilbrigðisráðherra setti fram stefnu um
uppbyggingu heilsugæslukerfisins í 21 lið um
mitt ár 1996. Fyrsti liðurinn var um val-
frjálst stýrikerfí. Hugmynd um kerfið er sótt
til Danmerkur þar sem það hefur verið not-
að. Kerfið var hugsað þannig að einstakling-
ar krossi við ákveðinn reit á skattframtalinu,
sem feli í sér samþykki að greiða upphæð,
sem rætt var um að yrði 1.200-1.500 kr.
Þetta feli í sér tryggingu um ókeypis þjón-
ustu hjá heilsugæslulæknum og afslátt hjá
sérfræðingum, þurfi þeir á aðstoð að halda.
Fólk getur einnig ákveðið að standa utan við
þessa valmöguleika og greitt fyrir hverja
heimsókn til læknis, en fær þá ekki afslátt
sem er í boði. Hugmyndin var að beina fólki
til heilsugæslunnar, en þó án þess að þvinga
það til þess.
Læknar höfnuðu kerfínu á aðalfundi 1996
Heilbrigðisyfirvöld áformuðu að koma val-
frjálsu stýrikerfi á í upphafi árs 1997. Ingi-
björg sagði að í stefnuyfiriýsingunni væri tek-
ið fram að forsenda fyrir því að koma þessu
kerfi á væri að um það tækist víðtæk sátt
meðal lækna. Samþykkt hefði verið á ályktun
á aðalfundi Læknafélagsins haustið 1996 þar
sem lýst var yfir andstöðu við valfrjálst stýri-
kerfi. Þess má geta að margir heilsugæslu-
læknar studdu ályktunina.
Ingibjörg sagði að heilbrigðisráðuneytið
teldi það grundvallaratriði að um þetta náist
víðtæk sátt. Ráðuneytið hefði tekið þetta mál
upp við Læknafélagið með reglulegu millibili
og myndi áfram ræða þessa tillögu við lækna.
Hún benti á að frekari uppbygging heilsu-
gæslunnar væri hins vegar forsenda fyrir því
að hægt væri að koma þessu kerfi á því það
myndi beina fleiri sjúklingum til þess.
„Þessi stefnuyfirlýsing er tveggja ára göm-
ul og í mörgum atriðum erum við komin miklu
lengra varðandi framkvæmd stefnunnar en
við þorðum að vona þegar við lögðum hana
fram. Ég hef staðið við öil atriði samkomu-
lagsins. Það eina atriði sem stendur út af var
bundið því að um það næðist samkomulag,"
sagði Ingibjörg.
Uppbygging og fjölgun lækna
Ingibjörg benti á að uppbygging heilsu-
gæslunnar væri í fullum gangi og þegar væri
búið að taka ákvarðanir um framkvæmdir í
heilsugæslunni um 600-700 milljónir. Einnig
hefði verið staðið við yfirlýsingar um fjölgun
lækna og þeim hefði fjölgað hraðar en upphaf-
lega var ráðgert.
Ingibjörg sagði það fagnaðarefni að kjara-
neftid hefði lokið við það verkefni að úrskurða
um laun heilsugæslulækna. Ráðuneytið ætti
eftir að skoða úrskurðinn betur, en hún sagð-
ist vera ánægð með að í honum væri staða
lækna í einmenningsumdæmum bætt því þar
hefðu verið mestir erfiðleikar við að fá lækna
til starfa.
Finn velvild
í garð heilsu-
gæslunnar
hjá ráðherra
Katrín Fjeldsted neitar því
að læknar hafí hafnað val-
frjálsu stýrikerfí
KATRÍN Fjeldsted, formaður Félags
heimilislækna, hafnar því að læknar
hafí með samþykkt sinni í september
1996 sett sig upp á móti valfrjálsu stýri-
kerfí í heilsugæslunni. Nokkur atriði
hafí að vísu valdið óánægju sumra
lækna og því hafí kerfínu verið hafnað
„í óbreyttri mynd“. Hins vegar telur
Katrín að ekki þurfí að gera miklar
breytingar á kerfínu til að læknar geti
sætt sig við það: „Þannig að ég lít alls
ekki svo á, eftir að hafa setið umrædd-
an fund, að valfrjálsu stýrikerfí hafí
verið hafnað fyrir fullt og allt. Því fer
Qarri.“
Farið yfír
faglegu hliðina
Um fundinn með heilbrigðisráðherra í
gærmorgun sagði Katrín að hann hefði
verið langur og afar ítarlegur. Þar hefði
verið farið ofan í saumana á þeim málum
sem snertu faglega hlið heilsugæslunnar
og sagði Katrín að ýmislegt hefði komið
sér skemmtilega á óvart: „Það sem ég
get sagt á þessu stigi er fyrst og fremst
mín skoðun, en eftir þennan fund í morg-
un er ég þess fullviss að það er mikil vel-
vild í ráðuneytinu í garð heilsugæslunn-
ar.“
Katrín sagðist fínna raunverulegan
áhuga á að standa við stefnuyfirlýsingu
um uppbyggingu í heilsugæslunni og
hún taldi að í raun væri ráðuneytið kom-
ið lengra með að framfylgja stefnunni en
hún hafði talið, enda hefðu á fundinum
komið fram ýmis atriði sem henni var
ekki kunnugt um að væru í undirbúningi
í ráðuneytinu. „Það er í sjálfu sér fagn-
aðarefni að skynja þessa afstöðu ráðu-
neytisins til heimilislækna og heilsugæsl-
unnar. Að sjálfsögðu eru ennþá óleyst
mál en eftir því sem mér heyrist munu
þau leysast."
tírskurður kjaranefndar
mál málanna
Sljórn Félags heimilislækna kom saman í
gærkvöldi til að íjalla um úrskurð kjara-
nefndar og á föstudag verður haldinn fé-
lagsfundur með læknum hvaðanæva af
landinu. Katrín segir að ef í ljós komi að
þorri lækna telji sig lækka í launum í
kjölfar þessa úrskurðar sé það vandamál
sem taka verði á strax með einum eða
öðrum hætti.
Mikil óánægja meðal skurðlækna með stöðu viðræðna við Tryggingastofnun ríkisins
‘ STEFÁN E. Matthíasson, skurð-
læknir sem tekið hefur þátt í við-
ræðum við samninganefnd Trygg-
| ingastofnunar ríkisins, segir að
skurðlæknar ætli á samningafundi í
dag að leggja fram nýtt uppkast að
samningi milli TR og skurðlækna.
I Hann segir að ef það verði ekki til
í þess að koma viðræðum af stað að
nýju sé ekki um annað að ræða en
i hætta þeim. Það sé ekki hægt að
draga sjúklinga öllu lengur á svari.
Læknar sem starfa innan hand-
læknisgreina komu saman til fund-
ar sl. þriðjudag og sagði Stefán að á
fundinum hefði komið fram mjög
mikil óánægja með gang samninga-
viðræðnanna við Tiyggingastofnun.
„Það hefur í gegnum tíðina alltaf
; verið gerður heildarsamningur um
þessa starfsemi. Það gerðist núna
að ákveðið var að fara út í sér við-
ræður við hvern hóp fyrir sig, en
það var alltaf ætlunin að gera
rammasamning um almenn atriði
samningsins þó gerður yrði sér-
samningur um gjaldskrá í hverri
sérgrein. Þetta er stefna sem stjórn
Læknafélags Reykjavíkur hefur
ekki breytt. Síðan hefur orðið
ákveðin sundurþykkja í samninga-
Leggja fram nýtt upp-
kast að samningi í dag
nefnd lækna og vissir aðilar í þess-
ari nefnd hafa tekið ákvörðun um að
breyta þessu ferh. Það er mikil óá-
nægja með það. Ég legg ekki dóm á
hvort þetta er löglegt, en mönnum
finnst þetta bera vott um skort á fé-
lagssiðferði að taka þetta ekki fyrir
í Læknafélaginu."
Var búið að handsala samning
við skurðlækna
Stefán sagði að fyrir tveimur vik-
um hefði verið handsalaður samn-
ingur milli samninganefndar TR og
skurðlækna. TR hefði síðan gengið
á bak orða sinna og dregið til baka
Hluti sem var búið að ganga frá.
Þetta samkomulag hefði falið í sér
gjaldskrá fyrir almenna skurðlækna
og æðaskurðlækna. í burðarliðnum
hefði verið samkomulag fyrir þvag-
færaskurðlækna og eymalækna, en
um aðra þætti hefðu menn verið
skemmra á veg komnir. Stefán
sagði að skurðlæknar væru mjög
óánægðir með að TR skyldu ekki
hafa staðið við þetta samkomulag.
Einnig væri óánægja með að for-
maður samninganefndar sérfræð-
inga skuli hafa hafa haldið því fram
að himinn og haf væri á milli deilu-
aðila þegar litlu munaði að samn-
ingar tækjust.
„Þetta samningaferli hefur verið
með ólíkindum frá upphafí til enda.
Það er búið að standa í 14 mánuði.
Við skurðlæknar höfum þurft að
sækja allt okkar með alveg ótrúleg-
um tilkostnaði og vinnu. Það er búið
að ganga að kröfum Trygginga-
stofnunar í einu og öllu hvað varðar
uppstokkun á gjaldskránni. Það bú-
ið að gera nýja gjaldskrá. Það er
búið að einfalda hana. Það er búið
að gera reikningsmódel fyrir kostn-
aði við rekstur skurðstofa og mót-
töku sjúklinga. TR samþykkti þetta
módel í upphafi, en þeir hafa verið
að draga að sér höndina eftir því
sem líður á viðræðumar. Það er bú-
ið að reikna fram og aftur hvað
þetta kemur til með að kosta stofn-
unina og þá útreikninga höfum við
þurft að gera.
Gæti þýtt endalok almanna-
tryggingakcrfísins
Síðast í gærkvöldi sátum við og
gerðum nýtt uppkast sem við leggj-
um fyrir samninganefnd TR á morg-
un [í dag]. Ég held að það verði okk-
ar síðasta orð í þessu máli. Ef það
verður ekki samningshljóð hjá okkar
viðsemjendum á fundinum þá sé ég
enga framtíð í að halda þessu áfram.
Það er óréttlátt gagnvart þeim sjúk-
lingum sem bíða í von um að það
verði farið að endurgreiða reikninga.
Fólk er búið að bíða í 6 mánuði og
það verða að koma hrein skilaboð.
Þetta er einnig farið að koma illa nið-
ur á þessari starfsgrein. Menn hafa
ekki getað planað eitt né neitt. Menn
eru alltaf að búast við að það sé verið
að semja, en síðan gerist ekkert.
Þetta eru algerlega óeðlileg starfs-
skilyrði.
Eg tel persónulega að ef það verð-
ur samið við sumar starfsgreinar en
ekki aðrar sé það brot á stjómarskrá
að mismuna sjúklingum eftir því
hvaða sjúkdóm þeir hafa. Ég held að
það þýði endalok þessa almanna-
tryggingakerfis," sagði Stefán.
Stefán sagði að þetta væri einnig
alvarlegt fyrii- Læknafélagið. Það
væri verið að etja saman sérgreinum
og það gæti dregið dilk á eftir sér.
Stjóm Læknafélags Reykjavíkur
kom saman til fundar í fyrradag og
var ákveðið að boða til félagsfundar,
sem haldinn verður í kvöld. Fundar-
efnið er staðan í viðræðum við
Tryggingastofnun.
-H