Morgunblaðið - 05.03.1998, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VfcRINU
Vinnslustöðin hf. blæs til sóknar f bolfískvinnslu f Þorlákshðfn og Eyjum
„Sóknarfærin
eru fyrir hendi“
Stjórnendur Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum og Þorlákshöfn sjá
........ .......................7-----
nú fyrir sér töluverð sóknarfæri í frystingu bolfísks í landi. A síðasta
rekstrarári var mikið tap á bolfiskvinnslunni. Sighvatur Bjarnason, fram-
kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, segir í samtali við Hjört Gíslason, að
með aukinni sérhæfingu, fullvinnslu, breyttu vinnufyrirkomulagi og ein-
staklingspremíu, sé unnt að stunda arðbæra bolfiskvinnslu í landi.
Morgunblaðið/Sigurgeir
SIGHVATUR Bjarnason, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, fylgist með loðnufrystingu í Eyjum.
MIKLAR breytingar eiga sér nú
stað í starfsemi Vinnslustöðvarinn-
ar í Vestmannaeyjum og Þorláks-
höfn. Þar eru sérhæfing og full-
vinnsla aðalatriðin, en mikil áherzla
verður nú lögð á arðbæra bolfisk-
vinnslu, eftir gífurlegt tap á henni á
síðasta rekstrarári. Eignir, meðal
annars togarinn Breki með 1.700
tonna kvóta, hafa verið seldar og er
lausafjárstaða fyrirtækisins góð.
Salan á Breka er einnig liður í að
lækka skuldir félagsins, en stjóm
þess ákvað að lækka skuldir um
1.000 milljónir króna. Eigið fé hefur
aldrei verið meira, eða um 2.500
milljónir króna, og segir Sighvatur
Bjamason, framkvæmdastjóri
Vinnslustöðvarinnar, að nú séu góð
sóknarfæri fyrir fyrirtækið og ætl-
unin sé að nýta þau.
Málað skrattann á vegginn
„Ég verð einfaldlega að játa að til
þessa hef ég málað svo skrattann á
vegginn að ég hef aldrei séð neina
ljóstým í landvinnslunni," segir Sig-
hvatur Bjarnason í samtali við Ver-
ið. „Mér fannst eins og eina vitið í
fiskvinnslunni væri uppsjávarfisk-
urinn, loðnan og sfldin, þar væri
eina hagnaðarvonin, en nú er ég far-
inn að sjá ljósið í bolfiskvinnslunni
líka og þar ætlum við okkur að snúa
vörn í sókn. Lausafjárstaða fyrir-
tækisins hefur aldrei verið betri og
eigið fé aldrei meira. Það er skylda
okkar gagnvart hluthöfum að reka
arðbært fyrirtæki og stefnan er að
geta greitt þeim eðlilegan arð af
fjárfestingu þeirra."
Breytt vinnufyrirkomulag
Hvað er það sem hefur orðið til
þess að staðan í landvinnslunni er
að breytast svona mikið? Var ekki
gífurlegt tap á landvinnslu fyrir-
tækisins á síðasta rekstrarári?
„Við sögðum frá hörmulegum ár-
angri okkar í bolfiskvinnslunni á
síðasta aðalfundi. Þá voram við þeg-
ar byrjaðir á töluverðri vinnu til að
bæta úr honum og höfum verið að
því í vetur og sjáum nú fram á betri
tíð. Eitt af stærstu málunum til að
bæta stöðuna er að auka framieiðni
á hvern starfsmann. Við fóram þvi
mjög fljótlega í viðræður við verka-
lýðsfélögin um breytt vinnuíyrir-
komulag, þar sem markmiðið var að
stytta vinnutímann, en nýta hann
betur. Hugmyndin var að hefja
vinnu klukkan 7 eða 8 á morgnana,
hafa engar pásur, hálftíma í mat og
þrisvar tíu mínútna kaffihlé, en þó
með þeim hætti að vinnslan stöðv-
aðist aldrei nema í matartíma og
fólk væri aðeins í vinnu í 7 tíma í
stað 8. Jafnframt vildum við taka
upp einstaklingspremíu að nýju. Við
mátum það svo að með þessum
breytingum væri hægt að auka
framleiðni á hvem starfsmann um
25 til 35%, en auk þess myndu tekj-
ur starfsfólks aukast. Þannig
myndu þessar breytingar skila okk-
ur mjög öflugri vinnslu og starfs-
fólkinu betri kjörum og styttri
vinnudegi.
Samþykkt í Þorlákshöfn
Við fengum þessar breytingar
samþykktar í Þorlákshöfn, en hér í
Vestmannaeyjum var breyttu fyrir-
komulagi á vinnu hafnað, en sam-
þykkt að taka upp einstaklingsbón-
us. Mig langar til að þakka verka-
lýðsfélaginu í Þorlákshöfn fyrir
framsýni og samstarfsvilja í verki.
Við byrjum því að vinna eftir þessu,
hvora með sínu sniði í Eyjum og
Þorlákshöfn, eftir loðnuvertíð í þrjá
mánuði og sjáum þá hvernig útkom-
an verður. Þá munum við fara yfir
hana með starfsfólkinu og verka-
lýðsfélögunum og meta framhaldið.
Eigum að geta tvö-
faldað framlegð 1
Við teljum að með breyttu vinnu-
fyrirkomulagi og öðram breyting-
um í vinnslunni hjá okkur og auk-
inni sérhæfingu, eigum við að geta
gert bolfiskvinnsluna arðbæra. Við
teljum að við getum rúmlega tvö-
faldað framlegð eitt út úr vinnslunni
á síðasta ári. Við höfum verið að
skoða hvernig þetta er gert annars
staðar og búa síðan til kerfi sem
hentar okkur. Við gerum ráð fyrir
því að í Þorlákshöfn verði eingöngu
unninn þorskur og ýsa í bita. Við
teljum að eftir nauðsynlegar breyt-
ingar og viðbætur á tækjakosti
megi vel keyra um 4.500 tonn í
gegnum húsið þar á ári. Það á að
vera arðbær vinnsla, en umhverfið í
bolfiskvinnslunni hefur batnað mik-
ið. Ég hef ekki séð markaðinn svona
góðan og verðið jafn hátt síðan ég
byrjaði í þessu.
Fullvinnsla í Eyjum
í Eyjum munum við leggja
áherzlu á karfavinnslu, en keyra
einnig eitthvað á þorski, en stefnt er
að því að hafa ávallt rússafisk til
vinnslu eftir þörfum. Við höfum séð
að dauðir dagar í vinnslunni hafa
verið okkur kostnaðarsamir. Þeir
kosta okkur ekki bara peninga,
heidur hafá þeir neikvæð áhrif á
starfsfólkið. Með því að halda
stöðguri vinnu vonumst við til að
geta bætt liðsandann hjá okkur.
Ætlunin er að setja upp pökkun-
ar- og fullvinnslu hér í Eyjum. Við
eigum tæki til brauðunar á fiski í
Þorlákshöfn, sem við flytjum hingað
og setjum svo upp fuílkomna línu
fyrir pökkun í öskjur og í poka fyrir
neytendamarkaði. Við munum þá
vinna allan karfann hér, bæði fersk-
an í flug í poka og öskjur og teljum
þetta fara vel saman.
Saltfískur á Saga Class
Síðan eram við búnir að byggja
saltfiskvinnslu okkar upp á ný og er
hún orðin mjög öflug og tækni-
vædd. Þar höfum við lækkað fram-
leiðslukostnað veralega og getum
því farið að berjast um hráefnið hér
á mörkuðunum. Það era seld um
10.000 tonn á mörkuðunum hér í
Eyjum og þar af fara um 7.000 tonn
burt.
Við erum einnig í töluverðri full-
vinnslu á saltfiski í neytendapakkn-
ingar, bæði fyrir markaði hér
heima og erlendis. Við erum til
dæmis að hanna nýja saltfískrétti
fyrir útflutning. Við erum einnig að
þróa okkur áfram í fullvinnslu á
loðnu.
Saltfiskurinn okkar undir merk-
inu 200 mflur er nú kominn á mat-
seðilinn á Saga Class, en við eram í
þróunarstarfi í saltfiski og öðram
fiskréttum fyrir flugeldhús. Við
leggjum áherzlu á flugvélamarkað-
inn, enda er hann áhugaverður. Það
er ekki viðamikið verkefni, en mjög
skemmtilegt, enda mikilvægt að út-
lendingarnir fái góðan fisk í flugvél-
inni. Það er mikilvægur hluti af
góðri landkynningu og kynningu á
íslenzkum fiski út á við.
Aukið vinnsluvirði
Áherzlan hjá okkur er í senn sér-
hæfing og fullvinnsla. Við setjum
einnig upp þróunardeild í samvinnu
við Islenzkar sjávarafurðir, en erum
einnig í nánu samstarfi við erlend
fyrirtæki. Fyrir markaði á Norður-
löndum munum við framleiða tölu-
vert af brauðuðum afurðum úr gull-
laxi, kolmunna, marningi og mót-
aðri blokk. Þannig verður engin
hefbundin blokkarframleiðsla hjá
okkur og vinnsluvirði afurðanna
aukið eins og unnt er.
Góður árangur í kolmunna,
gulllaxi og litla karfa
Vinnslustöðin hefur ekki staðið
betur fjárhagslega. Lausafjárstað-
an er góð og fyrirtækið á miklar
eignir. Við eram hins vegar enn að
glíma við lausn ákveðinna vanda-
mála. Annnars vegar er það land-
vinnslan, sem við sjáum nú fram á
að geti skilað okkur viðunandi arð-
semi. Hins vegar eram við með of
stóran flota miðað við aflaheimildir
og því var Breki seldur og Kap II er
einnig á sölulista.
Við getum nýtt skipin mun betur
og höfum reyndar náð góðum ár-
angri í veiðum á gulllaxi, litla karfa
og kolmunna. Þar höfum við getað
nýtt umfram veiðigetu. Við þurfum
að finna lausn á því, vegna þess að
við verðum að halda áfram veiðum
og vinnslu á þessum tegundum. Við
höfum gert samninga um sölu á af-
urðum til Noregs og Svíþjóðar.
Gulllaxinn er marinn og mótaður í
stykld, en kolmunninn flakaður og
frystur um borð í Gulldrangi, sem
er að veiðum við Færeyjar. Við
vinnum svo flökin enn frekar til út-
flutnings hér í Eyjum. Litli karfmn
er heilfrystur fyrir markaði í Evr-
ópu og Asíu, en þessi karfategund
er nú utan kvóta og því góð viðbót
við annað.“
Aukin afköst á
hvern starfsmann
Dugir þetta til að snúa afkomunni
við eða er fleira sem verið er að gera
til að bæta reksturinn?
Þetta ár verður okkur að öllum
líkindum erfitt, en það veltur anzi
mikið á blessaðri loðnunni eins og
undanfarin ár. Sfldin fór illa með
okkur í haust og ekki blés byrlega í
loðnunni þar til í síðustu viku. Við
höfum unnið mikið í því að auka af-
köst og lækka kostnað við loðnu-
frystinguna og nú getum við flokkað
og fryst um 500 tonn af loðnu á sól-
arhring. Nýtt kerfi í frystingu og
pökkun hefur aukið afköst á stai-fs-
mann verulega og umbúðakostnaður
hefur lækkað mikið, með því að
hætta að pakka í öskjur og pakka
þess í stað í poka. Afurðirnar fara
síðan beint út í gám og hann af stað
um leið og hann er fullur og skip
kemur í höfnina. Með því móti verð-
ur kostnaður við birgðahald lítill sem
enginn. Við getum því haft góðar
tekjur af loðnuvinnslunni og bindum
vonir við góða vertíð.
Má segja að vinnufyrirkomuiag
og launakerfi hafi verið andstætt
bæði vinnslunni og hagsmunum
starfsfólksins?
„Við höfum ekki náð nógu góðum
árangri í rekstrinum og verðum að
bæta úr því. Við erum reyndar sann-
færðir um að það takizt með breytt-
um áherzlum og þeim úrbótum sem
við eram að gera á rekstrinum, en
við verðum einnig að líta aðeins til
baka.
Einstaklingskerfið eins og það
var, var gengið sér til húðar. Hóp-
bónusinn, sem við tók var góður til
að byrja með, en smám saman dró
úr afköstum vegna þess að afkasta-
mestu konurnar sáu að þær vora
með sama kaup og hinar, sem minna
afköstuðu. Fyrir vikið slökuðu allir á
og launin hreinlega lækkuðu. I síð-
ustu samningum vora teknar 54
krónur úr bónusnum og settar inn í
tímakaupið og ég studdi það mjög
þá, en er viss um það nú að það vora
mistök. Nú segja konurnar að bón-
usinn sé alltof lágur, aðeins 120
krónur til dæmis, og það sé of lítið
til að það taki því að slíta sér út fyrir
það.
Færra fólk
en hærri laun
Nú held ég að við verðum að setj-
ast niður með fólkinu og verkalýðs-
félögunum til að fá svar við því
hvort vilji sé fyrir því að halda
áíram vinnslu á fiski í landi. Verði
svarið það, að landvinnslunni eigi að
halda áfram, verðum við að finna
leiðir til þess að hún geti gengið.
Það er okkar hagur að fólkið hafi
sem hæst laun. Séu launin ekld há
verður framleiðnin einfaldlega lítil.
Sé farið út í einstaklingspremíu
verðum við ánægðari eftir því sem
premían verður hærri. Þá fær fólkið
meiri laun og við meiri framleiðni á
hvern starfsmann. Þetta snýst ekki
um það að ætla sér að pína fólkið og
halda því á lágum launum. Ég vil
miklu frekar hafa færri í vinnu á
hærri launum.
Verkalýðsforystan þarf að skilja
alvöru málsins og starfa með land-
vinnslunni að því að gera vinnsluna
arðbæra. Það er allra hagur og eina
leiðin til þess er að vemda þau fjöl-
mörgu störf, sem era í greininni."
Eftir miklu að slægjast
Hvernig lítur framtíðin svo út eft-
ir allar breytingarnar?
„Ég er sannfærður um að eftir
miklu sé að slægjast í bolfiskvinnsl-
unni og að landvinnslan eigi sér
góða framtíð. Það koma alltaf tíma-
bil, þar sem lítið verður úr loðnu-
veiðum. Við höfum getað tekið þá
áhættu að leggja mikið undir í loðn-
unni, en við getum það ekki til fram-
tíðar. Þegar að því kemur að loðnan
hrynur, viljum við vera komnir með
það góða landvinnslu, að fyrirtækið
skili hagnaði án þess að hann bygg-
ist að langmestu leyti á loðnu. Við
ætlum okkur því að jafna vægi milli
vinnslugreina.
Getum skilað arði
Fyrirtæki eins og Vinnslustöðin,
sem er með 2.500 milljónir í eigið fé,
verður að skila að minnsta kosti 250
milljóna ki'óna hagnaði á ári. Það
hlýtur að vera krafa hluthafanna að
fá arð af fjárfestingu sinni, en arður
hefur enn ekki verið greiddur út í
mörg ár. Við höfum sett okkur
ákveðin markmið í rekstri. Stjórn-
endur og stjóm fyrirtækisins er
sannfærð um að við séum á réttri leið
og það sem við erum að gera, geti
sldlað okkur veralegum arði án mik-
illa fjárfestinga. Taldst það erum við í
mjög góðum málum. Afskriftir hafa
verið um 500 milljónir á ári og vextir
um 250 milljónir. Þessari upphæð
verðum við að ná niður og þess vegna
höfum við verið að selja eignir. Jafn-
framt þarf að bæta framlegð fyrir-
tækisins. Það verður ekki gert nema
með aukinni hagræðingu og aukinni
framleiðni.
Mai'kmiðin hafa verið sett, skipu-
lagsbreytingar hafa verið ákveðnar og
verið er að breyta vinnutilhögun tfl
hins betra, bæði fyrir starfsfólk og
fyiártækið. Sóknarfærin era fyrir
hendi í bolfiskinum og loðnan skilar
ennþá sínu. Vonandi nást þessi mark-
mið því Vinnslustöðin hefur alla burði
til að vera öflugt og arðbært fyrir-
tæld,“ segir Sighvatur Bjaraason.