Morgunblaðið - 05.03.1998, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 05.03.1998, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998 27 ERLENT Grunur um njósnir um danska vinstrimenn Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. DANSKA leyniþjónustan, „Politiets Efterretningstjeneste" eða PET, liggur undir grun að hafa stundað ólöglegar njósnir innan verkalýðshreyfíngarinnar og á vinstri vængnum, meðan hægri öfgasamtök hafa fengið að starfa óáreitt. Nýjasta dæmið eru njósnir 1996. Mál varðandi starf- semi PET velta upp í dönskum fjölmiðlum þessa dagana og þar sem Frank Jensen dómsmálaráð- herra hefur varið starfsemi PET gætu málin haft neikvæð áhrif á kjósendur Jafnaðarmannaflokks- ins. TV2 hefur birt viðtal við mann, sem á síðasta áratug stundaði njósnir íyrir PET um starfsemi Sósíalíska verkamannaflokksins, eitt af mörgum flokksbrotum yst á vinstri vængnum. Sjónvarpsstöðin hefur tekið upp samtal Norgaards við tengilið hans innan PET til að sýna fram á að hann hafi í raun unnið fyrir PET. A þeim tíma sem hann safnaði upplýsingum um flokkinn höfðu þegar verið sett lög, er bönnuðu njósnir um leyfi- lega stjórnmálaflokka. Einnig hef- ur hann safnað upplýsingum um verkafallsaðgerðir á síðasta ára- tug. I Politiken hefur verið rætt við mann, er um árabil hefur fylgst með hægrivængnum og einnig unnið fyrir PET. Hann segist hafa varað PET við að hægri öfgasam- tök hygðust gera sprengjuárás á vinstrisamtök, Internationale Socialister. PET varaði samtökin ekki við, 1992 sprakk sprengja í húsakynnum samtakanna og kost- aði einn mann lífið. Þrátt fýrir stöðugan orðróm um að árásin væri af pólitískum toga hefur PET ekki fylgt þeim þræði og árásin hefur aldrei verið upplýst. Hann safnaði einnig upplýsingum á opnum fundi 1996 um málefni Kúrda, þar sem PET vildi athuga hvort nefnt yrði samstarf PET og tyrknesku leyniþjónustunnar. Birgitte Stampe, yfirmaður PET, hefur áður sagt að upptakan hafi verið eyðilögð, en lét þess ekki getið að skýrsla um fundinn væri áfram geymd. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem PET sætir gagnrýni og danskir stjómmálamenn krefjast nú auk- ins aðhalds. Aðrir benda hins veg- ar á að eitthvað sé bogið við regl- ur PET úr því þar sé talið eðlilegt að fylgjast með verkalýðshreyf- ingunni og löglegum stjómmála- flokkum og stunda þannig póli- tískar njósnir fyrir sitjandi stjóm, þrátt fyrir lög er banna njósnir um skoðanir fólks. Þar sem upp- ljóstranir um PET em rétt að byrja er óhjákvæmilegt að þær hafi áhrif á þingkosningamar 11. mars. Indónesía Krefjast óspilltrar sljórnar Jakarta. Reuters. FULLTRÚAR á Þjóðarráðgjafar- samkomu Indónesíu lögðu í gær megináherslu á nauðsyn óspilltrar ríkisstjórnar, en þess er vænst að í næstu viku kjósi samkoman Suharto til embættis forseta næstu fimm ár, sjöunda kjörtímabilið í röð. Leiðtog- ar stjórnarandstöðunnar voru harðir í yfirlýsingum sínum í gær gegn spillingu, leynimakki og því, að ráða- menn létu skyldmenni sín ganga fyr- ir er skipað væri í opinber embætti. Moestahid Astari, fulltrúi stjóm- arflokksins, sagði að það væri ekki refsivert að hygla skyldmennum sín- um, en því fylgdi siðferðileg ábyrgð. Fjölskyldumeðlimir Suhartos hafa verið ásakaðir um að hafa misnotað aðstöðu sína til þess að græða stórfé í viðskiptum. Forsetinn nefndi ekki spillingarmál í ræðu sinni við upphaf samkomunnar sl. sunnudag. Alfian Darmawan, fulltrúi flokks ís- lamista, PPP, sagði að það hefði kom- ið á óvart að forsetinn hefði ekki nefnt nokkur atriði í ræðu sinni. Hann hefði ekki minnst á réttarfars- og stjórnmálaumbætur, trúmál eða uppbyggingu vamar- og öryggismála. Darmawan sagði að hrein og óspillt stjórn hefði ekki orðið að raunveru- leika og það væri grundvöllur efna- hagsvandans sem við væri að etja. ----------------- Deilt um læknaskort í Noregi EINKENNILEG deila er komin upp í Noregi um hvort skortur sé á læknum í landinu. Nú þegar hefur um 200 milljónum ísl. kr. verið varið til að fá útlenda lækna til starfa í Noregi og um 3.500 læknar hafa lýst yfir áhuga á störfum þar í landi. Hins vegar eru uppi raddir um að læknaskorturinn sé liðinn hjá, og jafnvel að hann hafi aldrei verið fyr- ir hendi. Frá þessu er greint í Dagbladet og haft eftir heimildarmanni í heil- brigðisráðuneytinu norska að fyrir tveimur árum hafi vantað fjölmarga lækna til starfa en sú sé ekki lengur raunin. John Alvheim, þingmaður Framfaraflokksins og formaður fé- lagsmálanefndar Stórþingsins, full- yrðir að ekki hafi verið um neinn læknaskort að ræða. Samkvæmt tölum Vinnumála- stofnunar vantar 7-800 lækna til starfa í Noregi og hafa 3.500 læknar frá aðildarlöndum Evrópska efna- hagssvæðisins lýst áhuga á því að koma til starfa í Noregi. Hins vegar hafa aðeins um 30 læknar verið ráðnir og er Dagfinn Hoybráten heilbrigðismálaráðherra orðinn langþreyttur á tregðu sjúkrahúsa til að ráða erlenda lækna. HAGKAUP Munið %2SII Mfewra WÁ I«n3í5ííirjiil'li*'i««Ei ■ VC._’ |Yf
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.