Morgunblaðið - 05.03.1998, Page 30
30 FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Mótmæla kjaraskerðingu
Reuters
HVERGI miðaði í kjaradcilu op-
inberra starfsmanna í Þýzka-
landi í gær, en undanfama daga
hafa þeir lagt áherzlu á kröfur
sínar með skyndiverkföllum og
kröfugöngum. Samningamenn
verkalýðsfélaga opinberra starfs-
manna sögðust í gær vera „mjög
vonsviknir" yfir því sem samn-
ingamenn ríkisins hefðu boðið í
viðræðunum. Munu þeir hafa
boðið 1,4% launahækkun en kröf-
umar hljóða upp á 4,5% hækkun.
Hér vekja þýzkir lögreglumenn
athygli á óánægju sinni með gang
mála með kröfuspjöldum af stærri
gerðinni. Á spjaldinu stendur:
„Hér vantar enn eitthvað!" Vísar
spjaldið, sem er eftirlíking 100-
marka seðils, til þess að kaup-
máttur launanna hafi rýmað.
<► -
*
Iransforseti
Vill
Banda-
ríkjaher
burt
Tehran. Reuters.
MOHAMMAD Khatami, for-
seti Irans, sagði í gær að
bandarísku hersveitimar á
Persaflóa-
svæðinu
stefndu ör-
yggi þess í
hættu og
krafðist þess
að þær færu
þaðan tafar-
laust.
Hin opin-
bera fréttastofa írans, IRNA,
hafði eftir forsetanum þegar
hann ávarpaði íranska her-
menn í borginni Ahvaz, í suð-
urhluta írans, að bandarísku
hersveitirnar væru móðgun við
Persaflóaríkin þar sem þau
væru fær um að tryggja ör-
yggi svæðisins án afskipta
annarra landa. Bar hann lof á
íranska hermenn íyrir frammi-
stöðu þeirra í stríðinu við írak
á síðasta áratug.
36.000 bandarískir hermenn
eru nú á svæðinu, helmingur
þeirra um borð í um tólf her-
skipum, þar af tveimur flug-
móðurskipum.
Khatami
Uffe Ellemann-Jensen um ESB
Vill afnema und
anþágur Dana
Esbjerg. Reuters.
Spánn styður E SB
aðild Tyrklands
UFFE Ellemann-Jensen, leiðtogi
stjómarandstöðunnar í Danmörku,
sagði í gær að tæki hann við stjóm-
artaumunum eftir komandi þing-
kosningar myndi hann reyna að af-
nema þær undanþágur sem Danir
hafa samið um frá vissum þáttum
Maastricht-sáttmála Evrópusam-
bandsins, ESB.
„Eg hyggst nýta fyrsta tækifærið
sem gefst til að koma okkur út úr
þessum undanþágum," tjáði Elle-
mann-Jensen fréttamanni Reuters
um borð í rútunni sem hann ferðast
nú um í á kosningaferðalagi um
landið. Danir kjósa nýtt þjóðþing
11. marz.
Aðspurður að því hvort halda ætti
þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild
Danmerkur að Efnahags- og mynt-
bandalagi Evrópu, EMU, sagði
hann að það væri sjálfsagt, ef skoð-
anakannanir sýndu að meirihluti al-
mennings væri á sömu skoðun og
hann um þetta mál.
Hann sagði að Danir ættu að gefa
upp á bátinn allar fjórar undanþág-
urnar sem þeim
voru veittar frá
Maastricht-sátt-
málanum á leið-
togafundi ESB í
Edinborg 1992.
Þessar undan-
þágur snúa að að-
ild Danmerkur að
EMU, varnarsamstarfi ESB-ríkja
og samstarfi á sviði flóttamanna-
mála og löggæzlu.
I þjóðaratkvæðagreiðslu í júní
1992 hafnaði meirihluti Dana aðild
Danmerkur að Maastricht-sáttmál-
anum en hún var svo samþykkt í
annarri atkvæðagreiðslu árið eftir,
þegar samið hafði verið um undan-
þágumar.
SPÁNN styður aðild Tyrklands
að Evrópusambandinu, ESB.
Þessu lýsti Jóhann Karl Spánar-
konungur yfir við hátíðarkvöld-
verð í Madrid á þriðjudagskvöld,
þar sem Suleyman Demirel, for-
seti Tyrklands, var heiðursgest-
ur, en hann lauk í gær þriggja
daga opinberri
heimsókn sinni
til Spánar.
„Spánn styð-
ur undan-
bragðalaust ósk
Tyrklands um
að verða hluti
af Evrópu.
Tyrkland hefur lagt ómetanleg-
an skerf til varna, lýðræðis og
hagsældar í álfunni," sagði kon-
ungurinn.
Framkvæmdasljórn ESB lagði
í gær fram áætlun um aukin og
bætt samskipti sambandsins við
Tyrkland, en þau hafa verið
slæm undanfarna mánuði vegna
þess að Tyrkjum þykir gróflega
fram hjá þeim gengið með því að
vera ekki boðið til aðildai-við-
ræðna samtímis þeim ríkjum sem
áður tilheyrðu Austurblokkinni.
Á leiðtogafundi ESB í Lúxem-
borg í desember sl. var ákveðið
að bjóða tíu ríkjum Mið- og Aust-
ur-Evrópu auk Kýpur til ráð-
stefnu um stækkun sambandsins
í Lundúnum 12. þessa mánaðar,
þar sem aðildarviðræður yrðu
jafnframt hafnar við fimm Aust-
ur-Evrópuríkjanna auk Kýpur.
Tyrklandi var einnig boðin
þátttaka í þessari ráðstefnu, en
án fyrirheits um aðildarviðræð-
ur. Á sameiginlegum frétta-
mannafundi með Demirel forseta
í Madríd í gær hvatti Jose Maria
Aznar, forsætisráðherra Spánar,
tyrknesk sljórnvöld til að senda
fulltrúa á þessa stækkunarráð-
stefnu ESB. Demirel lét hins veg-
ar ekkert uppi um að Tyrklands-
sljórn hygðist endurskoða þá
ákvörðun sína að sniðganga ráð-
stefnuna.
Frakkar
ráðast á
fátæktina
FRANSKA stjómin birti í gær
þriggja ára áætlun sem miðar
að því að lina fátækt í landinu
og snúa þróuninni við. Mörg
ráðuneyti koma við sögu verk-
efnisins en í það verður veittur
51 milljarður franka, jafnvirði
612 milljarða króna. Er fénu
ætlað að lina þrautir þeirra
sem lifa af opinberri ölmusu og
stunda jafnvel betl á götum úti
eins og í kreppunni. Megintil-
gangurinn er að hjálpa fólki til
sjálfbjargar, losa það úr viðj-
um atvinnuleysis og útskúfun-
ar og gera það óháð sveitar-
styrkjum. Rúmlega þrjár
milljónir Frakka eru án at-
vinnu og um sex milljónir
þiggja að jafnaði velferðar-
styrld af einum eða öðrum
toga. Tvær milljónir búa í hús-
um sem dæmd hafa verið óí-
búðarhæf og 200 þúsund
manns eru heimilislaus og eiga
hvergi höfði að halla.
Gestapo-for-
ing’i ákærður
FYRRVERANDI foringi í
leynilögreglu nasista, Gestapo,
var handtekinn í íbúð sinni í
Stuttgart í gær og sakaður um
að bera ábyrgð á dauða rúm-
lega 70 þúsund manns, aðal-
lega gyðinga, í útrýmingarbúð-
um nasista í Póllandi og Úkra-
ínu í seinna stríðinu. Maður-
inn, sem er 78 ára, var um
tíma yfirmaður leynilögregl-
unnar í borginni Lublin í Pól-
landi. Er hann sagður hafa
skotið 500 manns með eigin
hendi 3. og 4. nóvember 1943 í
Majdanek-þrælkunarbúðunum
í Póllandi.
200 taldir af
í Pakistan
ÓTTAST er að a.m.k. tvö
hundruð manns hafi drukknað
eftir fádæma mikil vorflóð,
sem hófust á mánudag í Tur-
bat, afskekktu héraði í suð-
vesturhluta Pakistans. Lík 40
manns höfðu fundist í gær en
250 manns var enn saknað.
Meðal þeirra eru 40 börn sem
stunduðu nám í klausturskóla.
Flóðin sópuðu ekki aðeins
3.000 íbúðarhúsum meðfram
ánni Dasht í burtu, heldur
einnig brúm og vegum og því
var héraðið enn sambands-
laust í gær.
á netinu eða í næsta Lottö kassa
þú velur einhverja 3,4, 5 eða 6 leiki af 60 og
getur þér til um úrslit þeirra, hafir þú rétt fyrir
þér margfaldast upphæðin sem þú spilaðir fyrir.