Morgunblaðið - 05.03.1998, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998 33
Stund sann-
leikans
s
Sinfóníuhljómsveit Islands frumflytur í
kvöld hljómsveitarverkið Hljómsveitar-
myndir op. 19 eftir tónskáld vetrarins,
Hafliða Hallgrímsson. Orri Páll Ormars-
son spjallaði við Hafliða sem segir tónverk
sín ávallt koma sér ókunnuglega fyrir eyru
þegar hann heyrir þau fyrst á æfingum.
ÞAÐ sætir jafnan tíðindum þegar
Sinfóníuhljómsveit íslands frum-
flytur hljómsveitarverk eftir ís-
lenskt tónskáld enda ekki á hverj-
um degi að nýr sinfóníukafli er
skráður í tónbókmenntasögu þjóð-
arinnar. En þótt eftirvæntingin sé
mikil meðal leikra og lærðra, sem
saman eru komnir í salnum, er eng-
inn jafn spenntur og tónskáldið
sjálft. Það fær Hafliði Hallgrímsson
að reyna á tónleikum hljómsveitar-
innar í kvöld, þar sem nýtt verk
hans, Hljómsveitarmyndir op. 19,
verður flutt í fyrsta sinn opinber-
lega.
„Tónlist, sem maður hefur samið,
kemur manni alltaf ókunnuglega
fyrir eyru þegar maður heyrir hana
í fyrsta sinn, jafnvel þótt maður sé
búinn að fara margoft yfir hljóminn
í huganum,“ segir Hafliði.
Að afhjúpa höggmynd
Hann líkir frumflutningi tónverks
við afhjúpun höggmyndar. „Tón-
verk sem aldrei hefur verið flutt er
eins og höggmynd undir klæði -
maður getur fundið fyrir höggmynd
með því að þreifa á klæðinu, alveg
eins og maður getur fundið fyrir
tónverki með því að lesa nóturnar.
Það er hins vegar ekki fyir en á
tónleikunum, þegar klæðinu er
svipt af, að sannleikurinn kemur í
ljós!“
Grunninn að Hljómsveitarmynd-
um op. 19 lagði Hafliði árið 1992
þegar hann fékk styrk úr Menning-
arsjóði Eimskipafélags Islands til
að semja hljómsveitai-verk fyrir
Sinfóníuhljómsveit Islands. Akvað
hann að skrifa verk sem væri í eðli
sínu „sinfónískt" samkvæmt há-
fleygustu skilgi-einingu þess orðs.
„Ég leit á þetta sem lærdómsverk í
skrifum fyrir hljómsveit og fljótlega
söfnuðust saman fjölmargar skissur
með ólíkustu hugmyndum."
Svo fór þó að verkið, partítúr upp
á um 120 blaðsíður, hafnaði ofan í
skúffu enda enginn ákveðinn flutn-
ingur á döfinni. Það var síðan í
haust sem leið, þegar Sinfóníu-
hljómsveit Islands bauð Hafliða að
vera tónskáld vetrarins þar á bæ, að
hann kom að verkinu að nýju.
„Þetta var eins og að koma að
handriti á sanskrít," segir Hafliði og
hlær, „enda getur verið erfitt að lifa
sig inn í gamlar hugmyndir. Eftir
mikla yfirlegu tókst mér þó að velja
úr efni sem var nokkuð samstætt
hvað hljóm og blæ snertir og hófst
A
Endurmenntunarstofnun HI
Islensk leikritun
ENDURMENNTUNARSTOFNUN
Háskóla íslands efnir til námskeiðs
10. - 31. marz um íslenska samtíma-
leikritun þar sem fjallað verður um
höfundai-verk þriggja leikskálda,
þeirra Ólafs Hauks Símonarsonar,
Birgis Sigurðssonar og Kjartans
Ragnarssonar.
Ofangreindir höfundar eiga allir
verk á Stóra sviði Þjóðleikhússins í
vetur. Meiri gauragangur, ieikrit
með söngvum, eftir Ölaf Hauk Sím-
onarson, var frumsýnt í byrjun
febrúar, Óskastjarnan, eftir Birgi
Sigurðsson, verður fi-umsýnt í lok
mars og Grandavegur 7, leikgerð
Kjartans Ragnarssonar og Sigríðar
Margi'étar Guðmundsdóttur, eftir
skáldsögu Vigdísar Grímsdóttur,
Guðfinna
Kristín Guð-
mundsdðttir
sýnir í
Gerðubergi
GUÐFINNA K. Guðmundsdóttir
opnar sýningu á vatnslita- og olíu-
myndum í Félagsstarfi Gerðubergs
föstudaginn 6. mars kl. 15. I tilefni
af opnuninni mun Gerðubergskór-
inn syngja undir stjórn Kára Frið-
rikssonar, við harmonikkuundirleik
Benedikts Egilssonar og píanóund-
irleik Unnar Eyfells. Einnig munu
félagar úr Tónhorninu, Big-band
Gerðubergs, leika létt lög.
var frumsýnd í lok október sl.
Þrír fyrirlesarar, Gunnlaugur
Ástgeirsson, Melkorka Tekla Ólafs-
dóttir og Árni Ibsen, munu leitast
við að gera grein fyrir heildarverki
hvers leikskálds um sig og veita
innsýn í heim verkanna með tilvís-
unum í uppsetningar á þeim. Farið
verður í heimsókn í Þjóðleikhúsið á
æfingu á Óskastjömunni, auk þess
sem þátttakendur sjá eina af loka-
æfingum á verkinu. Námskeiðinu
lýkur á umræðum þar sem höfund-
arnir og þrír leikstjórar verka
þeirra, þeir Þórhallur Sigurðsson,
Stefán Baldursson og Hallmar Sig-
urðsson, munu ræða við þátttakend-
ur. Námskeiðið stendur frá 10.-23.
mars.
Guðflnna Kristín Guðmundsdótt-
ir er 87 ára gömul. Hún er fædd í
Innri-Lambadal í Dýrafírði. Hún
lærði fatasaum og hefur sótt garð-
yrkjunámskeið. Guðfinna sótti
myndiistarnámskeið hjá Hafsteini
Austmann árið 1954. Hún hefur
ávallt fylgst vel með straumum og
stefnum í myndlist með því að
sækja sýningar.
Sýningin stendur til 10. maí.
----------------
Sýningum lýkur
Gryfjan, Listasafn ASI
SÝNINGU Margrétar Jónsdóttur,
Konur í menningarheimi karla, lýk-
ur nú á sunnudag.
Sýningin er opin alla daga, nema
mánudaga, kl. 14-19
Morgunblaðið/Golli
HAFLIÐI Hallgrímsson hlýðir á Sinfóníuhljómsveit fslands æfa
verk sitt, Hljómsveitarmyndir op. 19, í Háskólabíói í gær.
handa við að vinna frekar úr þeim
hugmyndum.“
Ut frá þeim samdi tónskáldið
fjölda af fjölbreyttum og mislöngum
þáttum og verða níu þeirra frum-
fluttir í kvöld undir titlinum Hljóm-
sveitarmyndir op. 19.
„Til að skapa heildarsvip fyrir
„myndirnar" allar, líkt og gerist í
lagaflokkum, raðaði ég saman þátt-
um sem höfðu visst hljómrænt yfir-
bragð og stefræna samsvörun,“ seg-
ir Hafiiði beðinn um að lýsa verk-
inu.
„Hvorki náttúrustemmningar,
málverk eða annað utanaðkomandi
býr að baki þessum hljómsveitar-
myndum en ekki er sú samlíking út
í hött að ég nálgist hljómsveitina á
ólíkan hátt í hverri „mynd“, líkt og
ljósmyndari fjölbreytt landslag yfu'
langt tímabil.“
Hafliði segir að yfir höfuð sé hér
um hægferðuga tónlist að ræða þar
sem áhersla sé lögð á hljómrænan
skírleika, nægilegt svigrúm fyrir
nýjar hugmyndir og tilbrigði þeirra,
svo og stíganda að hápunkti verks-
ins í sjötta þætti sem er hraðastur,
lengstur og hljómmestur. Frá því
segir tónskáldið að tónlistin hægi
smátt og smátt á sér, verði friðsæl
og ljóðræn, jafnvel angurvær, og
hvei'fi síðan hægt og líðandi út í
tómið.
Viss fjarlægð
Segir Hafliði þetta öðrum þræði
helgast af því að þegar hann var að
skrifa síðasta kaflann hafði hann
fengið vitneskju um að móðir hans
væri dauðvona. Hún lést í janúar
síðastliðnum. „Þvf er ekki að neita
að það er keimur af þessari reynslu
í síðasta kafla verksins, yfir honum
hvílir ekki beinlínis dapurleiki, enda
var móðir mín hvíldinni fegin, en
viss fjarlægð - eins og landslag séð
úr fjarska!"
Tónleikarnir í kvöld eru þriðju og
síðustu tónleikarnir á þessu starfs-
ári, þar sem SÍ flytur verk eftir
Hafiiða Hallgrímsson. Segir hann
reynsluna sem hann hafi öðlast sem
tónskáld vetrarins ómetanlega.
„Tækifæri flestra tónskálda til að
hlýða á verk sín á tónleikum, heyra
þau „verða til“, eru af skornum
skammti. Að fá tækifæri til að gera
tilraunir, eins og mér hefur boðist á
þessu starfsári, er því dýrmætt og
mér finnst ég hafa komist nær vissu
takmarki í skiáfum fyrir hljómsveit
í vetur. Þetta fyrirkomulag, að velja
tónskáld vetrarins hjá SI, er því
mikils virði - á því leikur enginn
vafi!“
Auk Hljómsveitarmynda op. 19
verður Fimmta sinfónía Garls Niel-
sens flutt á tónleikunum í kvöld.
Stjórnandi verður Hollendingurinn
Jurjen Hempel, aðstoðarhljómsveit-
arstjóri við Fílharmóníusveitina í
Rotterdam. Tónleikarnir verða í
Háskólabíói og hefjast klukkan 20z.
Aðrar vélarstaerðir einnig á lager, viðbótarbúnaður tilgreindur:
Honda Civic 1.6 VTi VTEC
1.890.000,-
160 hestöfl
15" álfelgur
Rafdrifin sóllúga
6 hátalarar
Sportinnrétting
Leðurstýri og leðurgírhnúður
Honda Civic 1.5 LSi VTEC
1.490.000,-
115 hestöft
Fjarstýðar samlæsingar
Höfuðpúðar aftan
4 hátalarar
Hæðarstillanlegt ökumannssæti
Honda Civic 1.4 Si
1.375.000,-
90 hestöft
Sjálfskipting 100.000,-
HONDA
Sfmi: 520 1100
HONDA
Traustur bíll fyrir ungt fólk á öllum aldri
M400cc 16 ventla vél með tölvustýrðri innsprautun
ILoftpúðar fyrir ökumann og farþega
iRafdrifnar rúður og speglar
► Vindskeið með bremsuljósi
MJtvarp og kassettutæki
►Honda teppasett
M4" dekk
► Samlæsingar
► ABS bremsukerfi
►RyðvK