Morgunblaðið - 05.03.1998, Síða 38

Morgunblaðið - 05.03.1998, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR HALLFRÍÐUR frá Landsbókasafninu leitaði rita fyrir safnið og í leiðinni svipaðist hún um eftir ættfræði og þjóðlegum fróðleik fyrir sjálfa sig. ÞORSTEINN hafði mestan áhuga á ævisögunum. MÆÐGININ Soffía og Einar Alexander höfðu mestan áhuga á að kaupa eigulegar bækur, aðrar mætti fá að láni frá bókasöfnum. Árlegur bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda Bækur við flestra hæfí Morgunblaðið/Halldór BÓKAMARKAÐUR Félags íslenskra bókaútgefenda stendur nú yfir í Perlunni. Yfir 20.000 titlar eru í boði. SÆRIÍN, starfskona bókamarkaðarins, hafði nóg að gera við að bæta eintökum á borðin. Þrátt fyrir hrakspár ýmissa um aðsókn var fullt út úr dyrum alla helgina. ÁRLEGUR bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda stendur nú yfir í Perlunni. I boði eru rúm- lega 20.000 titlar bóka og tímarita af fjölbreyttum toga. Viðskiptavinir bókamarkaðarins voru á öllum aldri þegar blaðamaður leit þar við í gærmorgun. Á meðan sumir höfðu átt leið hjá og látið sér detta í hug að kíkja inn fyrir voru aðrir sem hafa það að árvissum sið að sækja markaðinn heim og gengu skipu- lega til kaupanna. Salan hefur verið jöfn eftir bókaflokkum og starfs- kona fullyrti að jafn mikið úrval væri í öllum hinna fjölmörgu bóka- flokka. Stutt viðtöl við nokkra við- skiptavini leiddu berlega í ljós að sitt sýnist hverjum vera álitlegt les- efni. Við innkomu nema augun fyrst staðar við borð þar sem standa ís- lenskar ferða-, listaverka- og fræði- bækur á erlendum tungumálum. Bækur um Kjarval og Nínu Tryggvadóttur, The Consept and Nature of Money eftir Benjamín Eiríksson og leikrit Jóhanns Sigur- jónssonar um Fjalla-E\vind í enskri þýðingu frá árinu 1961. Næst blasir við mikið úrval ljóðabóka og Ijóða- þýðinga úr öllum áttum. Hið eilífa þroskar djúpin sín, úrval spænskra ljóða áranna 1900 til 1992 í þýðingu Guðbergs Bergssonar, kostar nú 480 krónur og Eyðilandið/The Waste Land eftir T.S. Eliot í þýð- ingu Sverris Hólmarssonar fæst fyrir tæpar 1000 krónur. Þá má gera góð kaup á verkum íslenskra skáldsagnahöfunda sem og þýddum skáldverkum. Undir þessum flokki má m.a. finna nokkrar bóka Þór- bergs Þórðarsonar en einnig yngri höfunda eins og Sigurðar A. Magn- ússonar og Thors Vilhjálmssonar, Einars Más Guðmundssonar og Steinunnar Sigurðardóttur. Særún Osk Gunnarsdóttir starfs- kona bókamarkaðarins lætur vel af sölunni þetta árið. Fólk hefur ekki látið kuldann aftra sér frá því að sækja markaðinn og alla helgina var fullt út úr dyrum Perlunnar. Særún segir allan gang á því hvern- ig viðskiptavinir beri sig að við bókakaupin. „Sumir koma á hverj- um degi og kaupa kannski eina til tvær bækur í senn. Aðrir ganga rakleiðis að starfsfólki og spyrja um ákveðna bókatitla og svo eru það þeir sem njóta þess að grúska lengi í bókunum t.d. í horninu hjá Forn- bókasölu Braga,“ segir Særún. Áhugi fyrir ævisögum hefur jafn- an verið mikill hér á landi og sá flokkur er talsvert fyrirferðarmikill á markaðnum nú sem áður. Hjónin Ida Sigríður og Magnús stóðu með innkaupakerruna á milli sín og veltu fyrir sér úrvali íslenskra og er- lendra ævisagna. Þau sögðust helst leita eftir klassískum bókmenntum; ljóðum, ævisögum og hugsanlega listaverkabókum. Þorsteinn var einnig að velta fyrir sér úrvali end- urminninga, var að visu nýkominn en gat ekki betur séð en sitthvað væyi í boði að þessu sinni. í hópi bókavarða frá Landsbóka- safninu var Hallfríður Baldursdótt- ir. Hafði hún undir höndum lista yf- ir ýmis rit sem safninu er áfátt um. Leitina sagði Hallfríður ganga mis- jafnlega en verðið væri prýðilegt. Hún notaði tækifærið og svipaðist um eftir bókum fyrir sjálfa sig um leið, - og áhugi hennar var mestur fyrir bókum á sviði ættfræði og þjóðlegs fróðleiks. Hólmfríður Benediktsdóttir kom gagngert á markaðinn til að skoða úrval matreiðslubóka. Hún reyndist þegar eiga allar matreiðslubækur sem þarna voru og sagði að úrvalið hefði oft verið meira. Talsvert ber á bókum fyrir börn og unglinga, bæði nýrri bókum og eldri og sala á barnabókum gengur víst alltaf vel. Mæðginin Soffía Har- aldsdóttir og Einar Alexander voru að skoða barnabækurnar. Soffía hafði gripið með sér ævisögu sem hún sagðist alltaf hafa ætlað sér að lesa. Þau leituðu helst eftir eiguleg- um bókum, aðrar væru fengnar að láni frá bókasöfnum. Soffía sagði verðið á bókum fyrir böm misjafn- lega gott og þar sem þau væru áskrifendur að bókaklúbbi sem byði góð kjör íhuguðu þau vel verðið á þeim bókum sem þarna væru í boði. Þess má geta að foreldrum gefst nú kjörið tækifæri til að kynna börnum sínum stórvirki æskubókmenntanna því bækurnar um Nancy, Kim, Frank og Jóa og Önnu í Grænuhlíð má fá fyrir lítið. Við sama bás býðst fjöldi teiknimyndasagna um gamlar hetjur á borð við Tinna og Lukku Láka og á öðram stað mátti sjá bækur um Morgan nokkurn Kane á aðeins 49 krónur eintakið. Öllu hástemmdari bókmenntir mæta viðskiptavinum á næsta borði þar sem stillt hefur verið upp nokkrum bóka Sigurðar Nordals um þá Einar Benediktsson, Steph- an G. Stephansson og Hallgrím Pét- ursson og Passíusálmana, verðið er rétt undir 500 krónum. Skammt frá bjóðast ýmsar listaverkabækur með verulegum afslætti. Þar eru m.a. bækur gefnar út af Listasafni Reykjavíkur, Kjarvalsstöðum, og gamlar árbækur Listasafns úlands. Annað bindi bóka um íslenska myndlist á 19. og 20. öld eftir Björn Th. Björnsson kostar nú tæpar 2000 krónur og annað dæmi um verulega verðlækkun stærri rita á markaðn- um er bókin Samtíðarmenn sem áð- ur kostaði tæpar 10.000 krónur en kostar nú tæpar 1500 krónur. Að lokum. Hyggist einhverjir auka fæmi sína á skautum í frost- hörkunni skal þeim hinum sömu bent á Skautabókina, kennslubók í skautalist frá árinu 1952 sem nú býðst á góðum kjöram. Bókamark- aðurinn stendur til 8. mars nk. * A bólakafi í skítnum LEIKLIST Loltkasla I i nn TRAINSPOTTING eftir Harry Gibson, byggt á skáld- sögu Irvine Welsh. Islensk þýðing: Megas. Leikstjóri: Bjarni Haukur Þdrsson. Leikarar: Gunnar Helgason, Ingvar E. Sigurðsson, Þrúður Vil- hjálmsdóttir og Þröstur Led Gunn- arsson. Leikmynd og búningar: Axel Hallkell. Lýsing: Kári Gíslason. Loft- kastalinn 4. mars. TRAINSPOTTING hefur slegið í gegn á undanfómum áram í formi skáldsögu, kvikmyndar og þess leikrits sem frumsýnt var í Loft- kastalanum í gærkvöldi. Hverjar skyldu vera helstu ástæður þess að þetta verk sem lýsir sönnum óhugn- aði - innihaldsrýra lífi ungmenna, atvinnuleysi, ofbeldi, dópáþján, tómhyggju, firringu, sjúkdómum og dauða, svo fátt eitt sé nefnt - hljóti slíkar vinsældir sem raun ber vitni? Ein ástæðan er einfaldlega að þrátt fyrir alla sjokkeffekta og ógeð kveður við sannan tón í verkinu; höfundur gjörþekkir þær aðstæður sem hann segir frá á miskunnar- lausan máta. Ónnur ástæða er að í verkinu er mikill húmor þrátt fyrir þá eymd sem verið er að lýsa. Þriðja ástæðan kann að vera að verkið er áleitin greining á vanda- máli samtímans sem brennur á ungu fólki í Bretlandi og víðar. Vafalaust mætti telja upp ótal fleiri ástæður en það sem að mínu mati er einna mikilvægast er sú staðreynd að Trainspotting er afhjúpandi verk sem sýnir nöturlegan veruleika án þess að upphefja hann og án þess að fordæma fórnarlömb hans. Margt er afar vel heppnað í þessarri uppsetningu Loftkastal- ans. Axel Hallkell hefur skapað viðeigandi umgjörð með hrárri sviðsmyndinni þar sem múrsteinn og járngrindverk eru áberandi og umhverfið einkennist af niður- níðslu og litleysi. Leikmyndin er í grundvallaratriðum einföld en nýt- ist leikurum vel. Lýsing Kára Gíslasonar var einnig einföld og vel útfærð. Aðeins fjórir leikarar taka þátt í þessari uppfærslu. Ingvar E. Sig- urðsson leikur Markús Renton (Krúsa), sem vel má kalla aðalper- sónu eða n.k. vitundarmiðju verks- ins. Hann er í hlutverki sögumanns stóran hluta verksins, þ.e. segir sögur af sér og „bandamönnum" sínum sem sumar eru síðan út- færðar í leik. (Skáldsagan er einmitt byggð upp á þessari tækni, mörgum sögum raðað saman, oft á mjög óskipulegan hátt, lauslega tengdum.) Ingvar fór vel með hlut- verkið, var hæfilega kaldhæðinn í grunninn en túlkaði einnig af list helstu stundir niðurlægingarinnar. Aðrir leikarar eru þau Þröstur Leó Gunnarsson, Þrúður Vilhjálms- dóttir og Gunnar Helgason. Þau hafa hvert um sig eitt aðalhlutverk en bregða sér einnig í fleiri smá- hlutverk. Gunnar Helgason lék á kómísku nótunum sem fyrr, hann var drepfyndinn í byrjun í hlutverki Tomma og fjölmörgum smáhlut- verkum sínum. En Gunnar náði ekki eingöngu að kitla hláturstaug- arnar, hann uppskar einnig vor- kunn þegar hinn barnslegi Tommi lætur í minnipokann fyrir spraut- unni sem hann hélt að hann gæti prófað einu sinni. Þröstur Leó var frábær í hlutverki hins ofbeldis- dýrkandi, geðsjúka Frankós. Fag- mennskan skein af túlkun hans sem fyrr. Þrúður Vilhjálmsdóttir átti góða takta, en það skorti dálítið á trúverðugleika gervis hennar; hún var of velútlítandi til að maður tryði að þar færi forfallinn dópisti. Hér að ofan sagði ég að leikrit þetta sýndi ömurlegan veraleika án þess að fordæma fórnarlömb hans. Hins vegar finnst mér alveg hægt að halda því fram að það vaki fyrir höfundi að fordæma þennan veru- leika, þennan lífsflótta sem verkið lýsir. Öll sú mikla áhersla sem lögð er á að lýsa skítnum, bókstaflega og í yfirfærðri merkingu, hlýtur að miða að því að hvetja fólk til að forðast að lenda á kafi í honum. Ég á bágt með að ímynda mér að ung- menni sem horfa upp á persónur þessa verks veltast um í eigin saur, hlandi og ælu, langi mörg, þegar upp er staðið, til að prófa vímuna. Það er gaman að velta fyrir sér höfundarhugtakinu út frá þessarri sýningu í Loftkastalanum. Hver er höfundur verksins? Höfundur skosku leikgerðarinnar er Harry Gibson en hann þiggur textann að mestu leyti frá höfundi skáldsög- unnar, Irvine Wells. íslenski text- inn er eftir Megas og hann er snilld- arvel gerður og ber sterk höfundar- einkenni Megasar. Blandað er sam- an kórréttri íslensku og ensku „slangi" í kokteil sem virkar mjög sannfærandi í munni og heimi leik- persónanna. Að sköpun þessarar sýningar koma síðan að sjálfsögðu allir leikararnir, ásamt leikstjóra, höfundi sviðsmyndar og búninga, ljósa- og hljóðmanni. Auk þess má velta fyrir sér hvort ekki gæti að einhverju leyti áhrifa, beinna eða óbeinna, hinnar geysivinsælu kvik- myndar Danny Boyles á framan- gi'eint sköpunarferli. Niðurstaðan hlýtur að vera sú að ekki er svo auð- velt að benda á höfundinn í þessu tilviki, enda skiptir hann í sjálfu sér engu máli hér. Það sem máli skiptir er að sýningin í Loftkastalanum er áhrifarík í óhugnaði sínum og á er- indi til okkar samfélags þar sem eit- urlyfjaneysla ungmenna og með- fylgjandi óhamingja eru á hraðri uppleið. Vonandi eiga sem flestir eftir að sjá sýninguna því varla fýsir nokkurn mann að upplifa þá reynslu sem þarna er miðlað, að sýningu lokinni. Soffía Auður Birgisdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.