Morgunblaðið - 05.03.1998, Page 48

Morgunblaðið - 05.03.1998, Page 48
FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ k. Lykillinn að lækningu HINN 15. aprfl næst- komandi er alþjóðadag- ur meinatækna. Pessi dagur verður haldinn hátíðlegur um heim all- an. Af því tilefni er vert að kynna fjölbreytni þeirra starfa sem íjpeinatæknar vinna. Lengi hafa menn litið á meinatækna sem „blóðsugur“, og er það að sumu leyti ekki und- arlegt þar sem sam- skipti meinatækna við sjúklinga eru við blóð- tökur. Meinatæknar vinna síðan fyrst og fremst á rannsóknastoL um fjarri sjúklingum. I því samhengi má minna á, að nú- tíma læknisfræði byggist á niður- stöðum þeirra rannsókna sem starfsmenn rannsóknastofa fram- kvæma, svo sem t.d. líffræðingar og meinatæknar. Nám meinatækna og litningarannsóknir Meinatækninám fer fram í Tækniskóla Islands og tekur þrjú og hálft ár. Litningarannsóknir er eitt þeitra sérsviða sem kennd eru. Þar má til dæmis nefna meinafræði, blóðmeinafræði, meinefnafræði, ónæmisfræði og sýklafræði sem ásamt fjölda annarra sérrannsókna falla undir starfssvið meinatækna. ræða í fjölskyldu verð- andi foreldra og ef þeir hafa eignast bam með litningagalla er einnig boðið upp á legvatns- rannsókn. Sá litninga- galli sem finnst oftast í legvatni, er þrístæða 21 sem veldur „Downs Syndrome" (mongól- isma). Sýnt hefur verið fram á að með hækk- andi aldri móður og föður aukast líkurnar á því að fóstur beri slíkan litningagalla. Áhættan er um 0,5% við 35 ára aldur verðandi móður og fer upp i um 5% við 40 ára aldur. Einnig geta fundist aðrir litningagallar, en þeir eru sjaldgæfari. Leit að litningagöllum í fæddum einstaklingum fer fram ef þeir bera sérstök útlitseinkenni sem benda til litningagalla. Litningagallar hafa flestir í för með sér þroskaskerð- ingu eða vanskapnað sem getur ver- ið mjög alvarlegur. Pá geta sérstak- ir kynlitningagallar haft í för með sér truflun á kynþroska og ófrjó- semi. Litningaafbrigði sem ekki hafa áhrif á útlit og innri gerð einstak- linga eru líka til. Fólk með þannig litningaafbrigði getur þó haft aukn- ar líkur á því að eignast börn með litningagalla. Sigurborg Billieh __ Meinatæknar þurfa að hafa þekkingu á ýmis- konar lífsýnum, segir Sigurborg Billich, sem og flóknum tölvustýrð- um hátæknibúnaði. Litningarannsóknadeild var sett á stofn árið 1967 að tilstuðlan Erfða- fræðinefndar Háskólans og er því rúmlega 30 ára. Hún fellur nú undir Ríkisspitala. Deildin hefur vaxið mikið þessi 30 ár. Fyrsti starfsmað- ur hennar var Halla Hauksdóttir, meinatæknir, sem kom starfseminni *a legg. Nú starfa þar fimm meina- tæknar, tveir líffræðingar og einn læknir. Próunin í mannerfðafræði er ör og enn er þörf stækkunar. Litningar og litninga- rannsóknadeild Leit eða útilokun litningagalla er markmið litningarannsókna. Starfið felst í því að rækta lifandi framur eins og t.d. hvít blóðkom, húðfram- ur og fleiri vefi til að geta greint litningagerð þeirra. Eftir ræktunina era sýnin meðhöndluð á ýmsa vegu þangað til að hægt er að skoða litn- ingana. Litningarnir verða sýnilegir þegar framan er í skiptingu. Þeir ^eru skoðaðir í smásjá, stækkaðir 1200 sinnum. Litningarannsókn getur tekið allt frá einum degi til eins mánaðar. Það fer eftir gerð sýnisins og að hverju er leitað. Litn- ingar manna eru 46 talsins og eru staðsettir í kjömum frumna líkam- ans. Grannbyggingareining litning- anna er kjarnsýran DNA sem inni- heldur öll gen manna. Ef eitthvað fer úrskeiðis í litningunum verður forski-iftin að byggingu og starf- semi líkamans röng. Petta getur verið allt frá sjúkdómum, sem ekki hafa mjög alvarlegar afleiðingar '■y'yrir þá sem þá hafa, til mjög alvar- legrar líkamlegrar og andlegrar fötlunar. Leit að litningagöllum í ófæddum einstaklingum fer fram að uppfyllt- um vissum skilyrðum. Leitin er gerð í legvatns- eða fylgjuvefssýn- um. Öllum þunguðum konum 35 ára ^og eldri er boðið upp á legvatns- 5fannsókn. Ef um litningagalla er að Nýjungar Helsta nýjungin í litningarann- sóknum er aðferð sem byggist á flúrljómun og er nefnd FISH (fluor- escent in situ hybridisation). Með henni er hægt að sjá hvort þekktir litningshlutar (genaraðir) séu til staðar eða ekki og er þar komin tenging á milli litningarannsókna og sameindaerfðafræði. Aðferðin á eft- ir að verða notuð í æ ríkara mæli eftir því sem fleiri genaraðir finnast sem hægt er að tengja sjúkdómum. Annað svið innan litningarann- sókna, sem er í örri þróun, er rann- sókn mergfrumna sjúklinga með hvíblæði. Litningarannsóknin getur í því tilfelli ásamt öðrum rannsókn- um stutt sjúkdómsgreiningu og með henni er hægt að fylgjast með fram- gangi sjúkdómsins og bata. Litn- ingarannsóknir eru einnig gerðar á öðrum æxlisframum, en hægt er að tengja litningagerð við meinafræði- lega gerð sumra æxla. Framtíðin Starf meinatækna er mjög fjöl- breytilegt. Þeir þurfa að hafa þekk- ingu á ýmiss konar lífsýnum og flóknum tölvustýrðum hátæknibún- aði. Meinatæknar þurfa einnig að vera mjög sérhæfðir, hver á sínu sviði. Þetta starf er þó ekki í háveg- um haft þegar það er metið til launa. Meinatæknar era fámenn stétt og ekki margir karlmenn inn- an okkar raða hér á íslandi. Allir vita hvað það þýðir þegar til pyngj- unnar kemur. Þegar ég vann við sömu störf á rannsóknastofú í Þýskalandi fyrir 20 árum vora laun meinatækna hér á landi ívið hærri en þar. Nú höfum við aftur á móti dregist langt aftur úr og eru laun meinatækna hér um 30 - 50% lægri en í nágrannalöndum okkar. Hætt er við að meinatæknar hverfi frá störfum sínum t.d. við Ríkisspítala, þar sem vinnustaðasamningar um kaup og kjör liggja niðri, en óánægjan fer sívaxandi dag frá degi. Það er von mín að tekið verði á launamálum meinatækna og ann- arra heilbrigðisstétta sem allra fyrst, þannig að allar þessar heil- brigðisstéttir geti haldið áfram að sinna störfum sínum af kostgæfni. Höfunclur er meinatæknir á litn- ingurnnnsóknadeild Rnnnsókna- stofnunar Háskólans við Barónsstíg. Samræmd próf: Krafa um fagleg vinnubrögð NÚ era liðin mörg ár síðan sam- ræmd próf voru tekin upp við lok grunnskóla á íslandi. Hefur oft staðið nokkur styi- um þessi próf og hefur oft verið deilt um framkvæmd þeirra og niðurstöður. Það er al- þekkt staðreynd, að niðurstöður samræmdra prófa hafa verið mis- jafnar eftir landshlutum, og þá oft- ast á kostnað dreifbýlis að því er virðist. Hefur munurinn verið mikill sums staðar og viðvarandi, þó svo að eitthvað hafi gætt áramunar. Mikið hefur verið rætt um þenn- an mun dreifbýlis og þéttbýlis hvað einkunnir varðar og víða leitað fanga til að skilja hann og skýra. Umræðan um þessi mál hefur oft og tíðum mótast af tilfinningum eins og við er að búast þegar svo við- kvæmt málefni er annars vegar. A stundum hafa verið látnar í ljós lítt hugsaðar skoðanir, sem virðast gjarnan mótast af fordómum og þekkingarleysi á íslensku samfélagi og skólakei’fí. Hins vegar er málefnið mikilsvert og varðar líf okkar á þessu landi, það varðar samband dreifbýlis og þéttbýlis og það snertir framtíðar- þróun byggðar á Islandi. Því hlýtur öll umræða um málefn- ið að vera af hinu góða, og það er þess vegna að ég sting nú niður penna og læt til mín heyra um málið. Það hlýtur að vera af- ar mikilvægt, að öll vinna í kringum sam- ræmdu prófín sé afar fagleg og í samræmi við ýtrastu kröfur um vís- indaleg vinnubrögð. Þessi krafa er ofar öll- um öðram hagsmunum, og sé henni ekki sinnt, verður umræða um málið byggð á sandi. Ekki er að efa, að allir þeir sem að samræmd- um prófum standa, séu sammála þessu og vilji að framkvæmd þeirra sé óaðfinnanleg að öllu leyti. Undanfarin ár hef ég haft áhyggjur af einum þætti fram- kvæmdar samræmdra prófa, en það er sú staðreynd, að nemendur njóti ekki nafnleyndar þegar farið er yfír úrlausnir þeirra og þær metnar til einkunna. I raun og vera hlýtur það að vera krafa hvers nemenda sem einstaklings, að hann njóti nafnleyndar. Einnig má hafa í huga þá staðreynd, að undan- farin ár hefur verið mikil umræða í þjóðfé- laginu um það, að nem- endur standi sig mjög misvel eftir búsetu. Þessi umræða getur hugsanlega haft áhrif á prófdómendur þegar þeir fara yfír próf nem- enda, þó að þau áhrif séu alls ekki meðvituð. Prófdæmendur eru ef- laust flestir Reykvík- ingar, og ef til vill er þekkingu þeirra og kynnum af dreifbýli á íslandi eitthvað ábótavant eins og gengur, og þeir hafa því hugsanlega óraunhæfar hugmyndir um íbúa dreifbýlis. Þetta getur haft áhrif á það hvaða einkunnir nemendur fá eftir því hvaðan af landinu þeir eru, en eins og kunnugt er stendur skýi-- um stöfum bæði nafn og heimilis- fang hvers nemanda framan á próf- úrlausn hvers nemanda. Einnig er hugsanlegt, og raunar Valdiniar Hreiðarsson Allt er þegar þrennt er! EKKI er ég til að gagnrýna íslenska þjóð, hvað þá sjómenn þessa lands sem hafa stritað í gegnum tíðina, öllum öðrum þegnum landsins til hagsbótar. Ekki vil ég segja að öllum sé sama um öryggismál þessarar stéttar eða tel að fólki sé sama um eft- irlitskerfi sjómanna í gegnum tíðina, vitana. Þetta er nú í þriðja sihri sem ég kveð mér hljóðs á blaðsíðum þessa ágæta fjölmiðils og enn vona ég að einhver hreyfi við umræðu minni og sé tilbúinn að hugsa með mér um afdrif þessa kerfís og fram- tíðina. Vitar landsins hafa lýst til sjávar nú um langa hríð, eini tilgangurinn sá að leiða þessa mikilvægu starf- stétt í gegnum hættur viðsjárverðra innsiglinga í kringum landið. Nú er tæknin tekin við, skipin full af góð- um hátæknibúnaði sem leiða á þau til hafnar um allan heim. Ekki vil ég verða til að mótmæla framföram en ég get ekki ímyndað mér að rökrétt skref í öryggisbaráttu sjómanna sé að leggja niður eitt öryggisnet þó annað komi til. Ég hefði haldið að saman hefðu þessi kerfí þýtt besta öryggi sem hægt hefði verið að hugsa sér, saman hefðu þau gert hættuna um strand við innsiglingar nær enga og sjómannastétt okkar betur varða en víða. í stað þess að sameina nýja tækni og gamla hefur verið tekin ákvörðun sem hljóðar á annan veg. Sá vegur er að gera vitana að fjar- stýrðum leiktækjum Vita- og hafnamálastjórnar í henni Reykja- vík. Staða vitavarða hringinn í kringum landið smækkuð niður í öreindir eða einfaldlega lögð niður en vitarnir lagðir í hendur, vissu- lega áreiðanlegra, manna sem vísitera alla vitastaði landsins, mest á sumartíma. Vitaverðir hafa að mínu viti sinnt sínum störfum vel í gegnum tíðina, verið tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu fyrir lítið kaup á stöðum oftast víðsfjarri allri Trausti Magnússon þjónustu samfélagsins. Að sjálfsögðu vissum við allir að hverju við gengum varðandi stað- setningu okkar og fjöl- skyldna okkar en ekki er ég viss um að við höfum allir gert okkur grein íyi'h’ mikilvægi þess að einhver byggi á þessum oft afskekktu stöðum. Ég vona að Siglfírðingar skilji hvað ég á við, ég svar- aði oft símhringingum á öllum tímum sólar- hringsins, bæði til að gefa upplýsingar um veður og færð auk þess að hjálpa fólki sem átti í vandræð- um vestan við jarðgöngin. Einnig var hringt frá flugafgreiðslumönn- um sem vildu vita vindhraða og skýjalag utan við fjörðinn. Enn nærtækara dæmi um aðstoð vita- Vitaverðir hafa, að mati Trausta Magnússonar, sinnt sínum störfum vel í gegnum tíðina og ver- ið tilbúnir að leggja á sig mikla vinnu fyrir lítið kaup. varða má benda á, stöðu vitavarðar sem nú hefur verið lögð niður. Það er staða vitavarðarins á Galtarvita. Vitavörðurinn þjónaði flugi til Isafjarðar vel með upplýs- ingagjöf til flugvallarins þar. Nú gefur enginn upplýsingar á Galtai’- vita, staðan verið lögð niður en sjálfvirk stöð komin upp á Straum- nesi, sem að auki var með öllu óþörf að mínu viti. Við siglum þar svo nærri að geislinn frá Galtarvita var meira en nógu mikill. Astæðan var sparnaður. Ég get ekki séð hvemig það get- ur passað, leggja niður einn vita en búa til annan, laun vitavarðarins voru alltaf tengd lægstu töxtum Dagsbrúnar en laun þessara manna sem þjónusta nú vitana voru mun betri. Því vildi ég fá svör við því hvað þessi ráðstöfun, að leggja nið- ur hefðbundnar stöður vitavarða og búa til þjónustuflokka sem flakka á milli vita þegar sól er hæst á lofti, hefur sparað ríkinu mikla peninga. Einn var sá maður sem hlustaði á mig ekki fyrir margt löngu. Sá átti í prófkjörsbaráttu í kjördæminu mínu fyrir síðustu alþingiskosning- ar. Ég hef alltaf trúað að fólk standi við orð sín og meiningar og mæli heilt af vöram. Ég hef líka reynt að trúa því að ráðamenn þessa lands séu fyrirmyndir okkar hinna. Því var ég ánægður þegar þessi maður sýndi máli þessu áhuga og lofaði mér því í votta viðurvist að hann myndi taka málin upp á næsta þingi, ef hann fengi til þess umboð kjósenda í kjördæminu. Ég hjálpaði honum að fá það umboð, fyrst með því að hjálpa honum í efsta sætið á lista flokks hans og síðan með þvi að greiða flokknum hans atkvæði í alþingiskosningunum. Það er þetta með kálfinn og ofeldið. Ég hef aldrei heyrt nokkuð meir frá þess- um manni, þó ég hafí reynt að nálg- ast hann, bréflega og persónulega síðan. Sjálfsagt hafa menn ekki mikinn tíma fyrir lýðinn þegar þeir eru orðnir ráðherrar! Enn vona ég að einhver verði til að svara. Sjómenn, leiðréttið mig ef ykkur finnst ég fara með rangt mál eða aðstoðið mig ef þið eruð sam- mála. Ég hef skrifað þessar greinar mínar vegna þess að mér finnst stórt skref hafa verið stigið aftur- ábak í öryggismálum sjómanna og ég er ekki sáttur við þá stefnu að vitarnir verði hættulegir sjófarend- um. Það eru þeir ef stóran hluta af árinu er erfitt að sjá Ijós þeirra, vegna þess að vinnuflokkarinir komast ekki að sunnan, til að hreinsa hrím af glerjum eða lag- fæi-a rafrnagnsbilanir. Að lokum vil ég þakka Veður- stofu íslands, þeir hafa nú merkt græna punkta inná kort sín sem merkja vitana kringum landið, væntanlega íslendingum til upplýs- ingar um staðsetningar þeirra, og þá um leið gefið mönnum eins og mér von um að einhver meti kerfíð að verðleikum. Ég vil svo bara gefa þeim svona smá ráð fyrir okkur sem flakka um vegina, ekki fyndist mér verra ef þeir myndu sýna einbreiðar brýr hringvegarins og aðalleiða utan hans með rauðum punkti. Höfundur er fyrrverandi vitavörður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.