Morgunblaðið - 05.03.1998, Síða 50

Morgunblaðið - 05.03.1998, Síða 50
MORGUNBLAÐIÐ 50 FIMMTUDAGUR 5. MARZ 1998 28“ SN2 SANYO stereo sjónvarp • NICAM stereo • BassXPander • Textavarp • 4 hátalarar • 2 Scart tengi • Svartur, flatur skjár Verð aðeins kr.59.900 stgr. Verið velkomin í nýja og stórglæsilega verslun okkar þar sem þú færð heimilistæki og þjónustu sem þú getur gert hörðustu kröfur til. Við bjóðum nú mun meíra vöruúrvai og verð sem stenst alla samkeppni. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500 www.ht.is & AÐSENDAR GREINAR Opið bréf til Þrastar Elliðasonar SUNNUDAGINN 22. febrúar var í Morg- unblaðinu fjallað um áform þín í Breiðdalsá þar sem þú ætlai’ að beita meðferðarúrræð- um þínum. Þau felast í því að sleppa milli 30 og 40 þúsund göngu- seiðum í umrædda á. En hver er „sjúkdóm- ur“ Breiðdalsár sem kallar á meðferð? Breiðdalsá er eina laxveiðiáin á stóru landsvæði og meðal- veiði hennar síðustu 23 árin hefur verið 137 laxar. Sveiflur eru miklar í laxastofni árinnar og mest hafa veiðst 412 laxar en minnst 4 laxar á þessu tímabili. Áin er því á mörkum útbreiðslusvæðis laxins. Eg vil nú fara yfir nokkur atriði sem hníga að því að svona stórtækar sleppingar í þessa á séu hæpnar. 1) Náttúrulegur stofn árinnar er mjög viðkvæmur. Hann er land- fræðilega einangraður sem hlýtur að hafa leitt til ákveðinnar aðlögun- ar þe,ssa ákveðna stofns að þeim að- stæðum sem áin býður upp á. Hann sveiflast mikið eða yfir 100 falt frá minnstu til mestu veiði. Sjávarskil- yrði úti fyrir þessu landsvæði eru mjög breytileg. 2) Endurheimtur laxaseiða eru allt aðrar og lægri á NA- og A-landi heldur en á S- og SV-landi, ef hug- myndin byggir á árangri þínum í Rangánum. Gönguseiðasleppingar í Hofsá í Vopnafirði (sem er næsta laxveiðiá við Breiðdalsá) hafa gefið um þrisvar sinnum lakari endur- heimtur í veiði heldur en fengist hafa í Rangánum. Alíka munur er á milli endurheimtna náttúrulegra seiða í Vesturdalsá í Vopnafirði og Elliðaánna, síðarnefndu ánni í hag. 3) Endurheimtur laxgönguseiða úr sleppingum hafa alltaf verið að mestum hluta smálax þó seiði séu af stórlaxastofni og á svæðum þar sem stórlax er að jafnaði helmingur veiðinnar. Þannig að ekld er það stórlaxadraumurinn sem hvetur í þessu sambandi. 4) Þessar sleppingar eru ólög- mætar. 171 þess að mega sleppa seiðum í ár þarf að liggja fyrir áætl- un til fimm ár, sk. fískræktaráætl- un. Hinn 24. feb. 1998 hafðir þú ekki fengið neina slíka áætlun sam- þykkta, samkvæmt upplýsingum frá veiðimálastjóra. 5) Nú er það viðurkennd nauðsyn að taka klaklax úr sama vatnakerfi sem nota á til seiðaframleiðslu og sleppinga. Með því að nota stofn árinnar eru mestar líkur á árangri og minnstar líkur á skaða. Til framleiðslu á 40.000 laxaseiðum þarf töluvert af klaklaxi, hvaðan var hann ættað- ur? 6) í Breiðdalsá er einnig bleikja sem hefur gefið þessari á verulegt gildi sem veiðiá, hver yrðu afdrif þess stofns ef svo stórfelldar sleppingar hæfust? 7) Sjúkdómahætta fylgir alltaf sleppingum seiða í vatnakei’fi, því meiri umsvif því meiri hætta. Það sem að framan er talið hýtur að vera umhugsunarefni hverjum þeim sem ætlar í stórfelldar slepp- ingar laxaseiða. ✓ Aðall laxveiða á Islandi hefur verið sá, segír Þórólfur Antonsson, að hér er um náttúrulega stofna að ræða sem hafa verið nytjaðir sjálfbaert. Aðall laxveiða á íslandi hefur verið sá að hér er um náttúrulega stofna að ræða sem hafa verið nytj- aðir sjálfbært. I öðrum löndum Evrópu og í Ameríku þar sem lax átti heimkynni, hefur verulega gengið á stofna hans. Margt af því er athafnaþrá og stjómunaráráttu mannsins um að kenna. Því hlýtur það að vera keppikefli okkar Is- lendinga að læra af mistökum ann- arra og reyna að skila fiskistofnum okkar til næstu kynslóðar eins og við tókum við þeim. Sveiflur verða samt áfram í laxastofnum okkar en er það ekki hluti af veiðimennsk- unni? Eða er veiðimennskan kannski komin á það stig að allir vilji alltaf fá örugga veiði? En hvað þá um Rangámar, var það ekki gott framtak? Nokkuð önnur rök gilda fyrir Rangámar en ekki að öllu leyti. Enginn laxastofn var í ánum fyrir svo heitið gæti. Vatnakerfið er stórt og árnar Þórólfur Antonsson -

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.