Morgunblaðið - 06.03.1998, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 06.03.1998, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ráðherra mælir fyrir frumvarpi til áfengislaga Nokkrir þingmenn vilja lækka áfengiskaupaaldur MARGIR þingmenn telja rétt að lækka áfengiskaupaaldur niður í 18 ár. SVEITARSTJÓRNIR ákvarða af- greiðslutíma veitingastaða og veita leyfi til áfengisveitinga á veitinga- stað, samkvæmt frumvarpi til áfengislaga sem Þorsteinn Pálsson dómsmálai'áðherra mælti fyrir á Alþingi í gær. Frumvarpið er samið í dómsmálaráðuneytinu í framhaldi af stai'fi nefndar sem skipuð var aðstoðarmönnum fjög- urra ráðherra. Að sögn dómsmálaráðheiTa er hér um að ræða tímabært frum- varp til heildstæðra laga sem mun leysa eldri lög af hólmi verði það samþykkt, en það er einnig liður í umfangsmeiri breytingum á lög- gjöf er varðar áfengismál. „Sam- hliða þessu frumvarpi er lagt fram frumvarp til breytinga á lögreglu- lögum frá árinu 1996, en í því er lagt til að stofnuð verði sérstök deild innan embættis ríkislögreglu- stjóra sem myndi hafa yfirstjórn á eftirliti með meðferð áfengis. Lög- reglustjórum hverjum í sínu um- dæmi er síðan ætlað að fara með daglegt eftirlit samkvæmt fyrir- mælum ríkislögreglustjóra. Með þessu er forvamarstarf eflt með auknu eftirliti og aðgerðir lögreglu samræmdar um land allt,“ sagði ráðherra meðal annars. Frumvarpið til bóta Flestir þeima þingmanna sem til máls tóku sögðu að frumvarpið væri að mörgu leyti til bóta miðað við núgildandi lög, en gerðu einnig fjölmargar athugasemdir. Stein- grímur J. Sigfússon, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra, gerði bann við áfengisauglýsingum til dæmis að umtalsefni og benti á að í frumvarpinu væri ekki að finna leiðir til að láta framkvæmd þess ákvæðis ganga betur en raun bæri vitni. Sagði hann að nú væru ýmsar tilraunir gerðar til að fara í kring- um þetta bann. Til dæmis væru birtar auglýsingar þar sem greini- lega væri verið að skjóta sér á bak við það að um vörumerki væri að ræða sem jafnframt tæki til óá- fengra drykkja. Auglýsingamar væru hins vegar þannig úr garði gerðar að augljóslega væri verið að kynna áfenga drykki. Jóhanna Sigurðardóttir, þing- flokki jafnaðarmanna, gerði m.a. athugasemd við 18. gr. frumvarps- ins þar sem kveðið er á um að óheimilt sé að selja, veita eða af- henda áfengi þeim sem eru yngri en 20 ára. Kvaðst hún vilja beita sér fyrir því að samstaða næðist um það í allsherjamefnd Alþingis að aldursmörk til kaupa og neyslu áfengis yrðu færð niður í 18 ára aldur. Sagði hún ennfremur að næðist ekki samstaða um þá breyt- ingu í nefndinni myndi hún flytja breytingartillögu þessa efnis ásamt öðmm þingmönnum við aðra um- ræðu um frumvarpið. Sagði hún að það ætti að færa áfengiskaupaald- urinn til samræmis við lögræðis- aldur og hjúskaparaldur. Kristján Pálsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, tók undir orð Jó- hönnu og sagði að 18. gr. fram- varpsins þyrfti að breyta í meðför- um þingsins þannig að það væri til samræmis við sjálfræðisaldurinn og lögræðisaldurinn. Dómsmála- ráðherra sagði að rétt væri að þetta tiltekna atriði yrði skoðað í nefnd. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra á fundi SVS og Varðbergs Endurskoðun varnarstefnunn- ar nauðsynleg HALLDÓR Ásgrímsson utanrík- isráðherra ítrekaði í gær þá skoðun sína að endurskoða bæri öryggis- og varnarstefnu íslands. Á sameig- inlegum fundi Samtaka um vest- ræna samvinnu og Varðbergs á Hótel Sögu hélt Halldór erindi um horfur og þróun utanríkismála Is- lands og stöðu landsins á alþjóða- vettvangi. Lét hann í erindinu meðal annars þau orð falla að þörf væri á fjórþættrí endurskilgrein- ingu öryggis- og varnarstefnu landsins. Sagði Halldór að í fyrsta lagi yrði að tryggja vamir íslands um ókomna tíð á granni aðildarinnar að Atlantshafsbandalaginu (NATG) og varnarsamningnum við Bandaríkin. í örðu lagi verði að skilgreina hvað ísland hyggst leggja af mörkum til sameiginlegs öryggis aðildaiTÍkja NATO og samstarfsríkja þess. Þriðja atriðið sem Halldór nefndi í þessu sam- hengi var skilgreining þátttöku okkar innan víðtækara alþjóðlegs samtarfs, svo sem innan Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) og Sameinuðu þjóðanna. Greindi utanríkisráðherra frá þeirri von sinni að unnt yrði að opna fljótlega á ný fastanefnd hjá ÖSE í Vín þar sem nauðsynlegt væri að fylgjast vel með starfsemi þeirrar stofnunar. Samspil hefbundins varnarsam- starfs og almannavarna En mesta áherzlu lagði Halldór á að hann teldi að það yrði að „skil- greina betur hvemig ísland vill haga stjómskipulegri framkvæmd varnarstefnunnar og samspili hefð- bundins varnarsamstarfs almanna- varaa“. Meðal annars verði að athuga með hvaða hætti foi-mfest verði samstarf utanríkis- og dómsmála- ráðuneytis, einkum með tilliti til samstarfs við Almannavamir og Landhelgisgæzlu. Báðar þessar stofnanir geti gegnt hlutverki í aukinni þátttöku íslands í öryggis- samstarfi innan Evrópu, til dæmis í viðbrögðum við náttúruhamföram og þátttöku í æfingum sem liggja utan hefðbundins vamarsamstarfs. Þetta kalli á skýra stefnumótun sem „á síðari stigum verður að hljóta vandlega umfóllun á vett- vangi íslenzkra stjórnmála“. Morgunblaðið/Golli ENDURSKOÐUN varnarstefnu íslands var meðal málefna sem Hall- dór Ásgrímsson utanríkisráðherra tæpti á í erindi sínu um stöðu ís- lands á alþjóðavettvangi í gær. Krafa um að þing- maður biðjist af- sökunar EINAR Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, kvaddi sér hljóðs í upphafi þingfundar á Alþingi í gær. Óskaði hann þess að Lúðvík Bergvinsson, þingflokki jafn- aðarmanna, bæði þingheim af- sökunar á þeim ummælum sem hann hefði viðhaft í út- varpsviðtali deginum áður, um að Vilhjálmur Egilsson, for- maður efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis, hefði á óeðli- legan hátt kallað fulltrúa Sam- keppnisstofnunar fyi'ir nefnd- ina vegna kaupa Myllunnar- Brauðs hf. á Samsölubakaríi. Kvaðst Einar Oddur ekki hafa heyrt lágkúrulegri mál- flutning frá nokkrum þing- manni, en í viðtalinu hefði Lúðvík m.a. haldið því fram að Vilhjálmur, sem jafnframt væri framkvæmdastjóri Versl- unarráðs íslands, væri að mis- nota aðstöðu sína með því að taka upp mál sem varðaði Kol- bein Kristinsson, formann Verslunamáðs og fram- kvæmdastjóra Myllunnar. Sagði Einar Oddur að það væri með endemum þegar þingmaður réðst að formanni þingnefndar með slíkum að- dróttunum og dylgjum. Lúðvík Bergvinsson sagði enga ástæðu til að biðjast af- sökunar á þessum ummælum og sagði það ennfremur fi'á- leitt að efnahags- og viðskipta- nefnd fjalli um fyrrgreint mál á meðan það væri til meðferð- ar hjá áfrýjunarnefnd sam- keppnismála. „Ég álít sem svo að þarna hafi menn bara verið að þyrla upp einhverju póli- tísku moldviðri í þessu máli í stað þess að fjalla um það mál- efnalega þegar því er endan- lega lokið á öllum áfrýjunar- stigum og hjá þeim dómstólum sem hugsanlega koma til með að fjalla um málið,“ sagði hann. Hefði átt að segja sig frá málinu Bryndís Hlöðversdóttir, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra, tók undir gagnrýni Lúðvíks og Svavar Gestsson, þingmaður Alþýðubandalags og óháðra, sagði að Vilhjálmur hefði átt að segja sig frá mál- inu meðan það væri til sér- stakrar meðferðar í nefndinni. Einar K. Guðfinnsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, og Valgerður Sverrisdóttir, þing- maður Framsóknarflokks, tóku hins vegar upp hanskann fyrir Vilhjálm og Einar Oddur benti á að það hefði verið til- laga Ágústs Einarssonar, varaformanns nefndarinnar, um að fá fulltrúa Samkeppnis- stofnunar á fundinn. Alþingi Dagskrá Dagskrá Alþingis ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 11 í dag. Hann hefst með utandag- skrárumræðu um kúgaðar konur í Afganistan. Málshefjandi er Bryn- dís Hlöðversdóttir og Halldór As- grímsson verður til svara. Síðan verða eftirfarandi mál á dagskrá: 1. Húsnæðismál. 1. umr. 2. Byggingar- og húsnæðissam- vinnufélög. 1. umr.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.