Morgunblaðið - 06.03.1998, Síða 19

Morgunblaðið - 06.03.1998, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 19 LANDIÐ Stórhuga athafnafólk í Laugarási í Biskupstungum Sláturhús verður að hóteli Selfossi - Hjónin Snæbjörn Magn- ússon og Hlíf Pálsdóttir hafa fest kaup á húsnæði Sláturfélags Suð- urlands í Laugarási í Biskups- tungum. Félagið rak þar á árum áður sláturhús en starfsemin var lögð niður fýrir nokkrum árum. Fagurblátt hótel Þau hjónin hafa f hyggju að breyta sláturhúsinu í veitingastað og hótel, einnig eru uppi ýmsar hugmyndir um starfsemi í húsinu en þær eiga eftir að gerjast betur í huga þeirra. Snæbjörn segist þess fullviss að hugmyndin eigi eftir að virka. „Það má vera að sumir haldi mig geggjaðan en það skiptir engu máli, ég er búinn að bfta þetta f mig og nú er bara að bretta upp ermarnar og hella sér í framkvæmdina," segir Snæbjörn. Snæbjöm hefur nú þegar byij- að á verkinu og í vor mun starf- semin hefjast að einhveiju marki, hann vonast til að veitingastaður- inn verði opnaður sem fyrst og að f sumar muni þau hjónin geta tek- ið á móti fyrstu gestunum. „Húsið er ljótt að sjá en til stendur að mála það strax í vor fagurblátt þannig að það heilli aðkomumenn. Vonandi kemur liturinn ekki illa við stjórnmálaskoðanir fólks hér í sveitinni, hugsunin er fyrst og fremst að láta húsið falla inn f SNÆBJÖRN Magnússon og Hlíf Pálsdóttir ætia að láta drauminn rætast. umhverfið og forða heimafólki frá sjónmengunarslysi," segir Snæ- björn. Fiskverkun í Tungunum? Snæbjöra hefiir starfrækt fisk- verkun í Reykjavík, Eðalbúrið ehf., sem er alhliða fiskverkun sem einnig framleiðir fiskibollur fyrir stærri eldhús og mötuneyti. Hann hefúr nú flutt starfsemi fyr- irtækisins að Laugarási og rekur verkunina samhliða ferðaþjónust- unni. Gárungarnir segja að þetta sé sú fiskverkun á íslandi sem er hvað lengst frá sjó en Snæbjöra kærir sig kollóttan. „Hér vil ég vera og einhvem veginn verður að draga björg í bú, hver segir að ekki sé hægt að verka fisk f Bisk- upstungum? Ég veit ekki betur en Tungnamenn skemmti sér vel við það þessa dagana,“ segir Snæ- björa. Hann er þaraa að vitna f leikritið Sfldin kemur og sfldin fer, sem leikfélag Biskupstungna sýnir um þessar mundir við góðar undirtektir. Morgunblaðið/Sig. Fannar IÐUBRUIN tengir Laugarás við umheiminn, óvenju glæsileg aðkoma. SLÁTURHUS SS, verðandi hótel og veitingastaður. Aðalfundur Ungmennafélagsins Snæfells Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason ÍÞRÓTTAMENN Snæfells árið 1997 voru kjörin Lýður Vignisson og Hildur Sigurðardóttir fyrir góðan árangur í körfubolta. Á myndinni er Hildur ásamt Heiðrúnu Leifsdóttur, móður Lýðs, en hann gat ekki ver- ið viðstaddur þvf hann stundar nú nám í Bandaríkjunum. Gfsli Pálsson fékk viðurkenningu fyrir meistaratitil í ftjálsum fþróttum. Ungir tónlistarmenn spila og syngja Fjölbreytt starf- semi í sjö deildum Stykkishólmi - UMF Snæfells í Stykkishólmi hélt aðalfund sinn 24. febrúar sl. Starf félagsins er fjöl- breytt og margar íþróttagreinar æfðar. Innan félagsins starfa 7 deildir og þar er umfangsmest starfsemi körfuboltadeildarinnar. Körfúboltalið Snæfells er nú efst í 1. deild karla og stefnir að því að ná sæti í úrvaldsdeildinni á næsta keppnistímabili. Þá er i gangi öflug starfsemi yngri flokka í frjálsum íþróttum og sundi. Öll aðstaða til knattspymu batnaði í fyrra þegar teldnn var í notkun nýr grasvöllur og mun hann valda auknum áhuga unglinga á að stunda knattspymu. Þá er verið að byggja nýja 25 m útisundlaug. Þá verður öll íþrótta- aðstaða í Stykkishólmi orðin til fyr- irmyndar. Á síðasta ári stofnaði félagið íþróttaskóla fyrir böm á aldrinum 5-10 ára. Þar fá þau alhliða grunn- kennslu í ýmsum greinum. Stefnt er að því að íþróttaskólinn starfi allt árið. Á aðalfundinum var lýst kjöri á íþróttafólki Snæfells árið 1997. Að þessu sinni hlutu þennan titil Lýður Vignisson og Hildur Sigurðardóttir. Þau leggja helst stund á körfubolta og léku í unglingalandsliðinu á síð- asta ári. Lýður stundar nám í Bandaríkjunum og æfir þar körfu- bolta. Þá fékk Gísli Pálsson viður- kenningu, en hann varð íslands- meistari í langstökki á Meistara- móti Islands utanhúss. Stjóm félagsins var endurkjörin og er Dagný Þórisdóttir formaður félagsins. Egilsstöðum - Dagur tónlistar- skólanna var sl. laugardag og komu ungir tónlistarmenn af Hér- aði saman í hátíðarsal Menntaskól- ans á Egilsstöðum og fluttu fjöl- breytta tónlist fyrir gesti. Það vora bæði einstaklingar sem fluttu svo og minni og stærri hljómsveit- ir. Tónlistarfélag Fljótsdalshéraðs sá um kaffiveitingar. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir FJÖLMARGIR ungir og efnilegir tónlistaraemendur fluttu tónlist (til- efni af degp tónlistarskólanna. Fvrirburafatnaður í úrvali Fyrirburar — Allt til sængurgjafa — Ytri og innri meðgöngufatnaður — ÞUMALÍNA Pósthússtræti 13 v/Skólabrú, s. 551 2136.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.