Morgunblaðið - 06.03.1998, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 06.03.1998, Qupperneq 21
MORGUNB LAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 21 VIÐSKIPTI Ávöxtunarkrafa húsbréfa fór niður fyrir 5%-markið í gærdag Spáir frekari vaxtalækkunum HAG l.OKSINS \ ÍSI.ANDI Skxifstofustólar Til framtíðar litið MARKAÐSAVOXTUN húsbréfa lækkaði almennt um 2 til 7 punkta í gær og ávöxtun í viðskiptum með húsbréf til 25 ára náði sögulegu lág- marki, 4,965%. Lengri húsbréf eru seld á yfirverði í stað affalla þar sem ávöxtunarkrafa er nú lægri en vextir bréfanna. í kjölfar vaxta- lækkunar urðu lífleg viðskipti á hlutabréfamarkaði. Stefán Sigurðsson, hjá mark- aðsviðskiptum fjárstýringar Lands- banka íslands, segir að lækkandi ávöxtunarkrafa húsbréfa endur- spegli trú manna á að vextir séu al- mennt að lækka hérlendis. „Efna- hagsumhverfið er stöðugt, staða ríkisins er sterk og menn sjá að lítið er að gerast í útgáfu á skuldabréf- um til langs tíma. Vextir hérlendis eru og hafa lengi verið hærri en vextir í Evrópu en eftir því sem við tengjumst betur alþjóðlegum mörk- uðum má búast við að vextir lækki frekar. Víða í kringum okkur er vaxtastigið 2-4% á meðan það hefur verið 5-6% hér og þetta hlýtur að breytast. Búast má við því að spurn eftir öruggum verðtryggðum bréf- um til langs tíma muni vaxa hraðar en framboðið á næstu árum og ára- tugum og það endurspeglast í þess- um mikiu vaxtalækkunum." Avöxtunarkrafa húsbréfa er nú í sögulegu lágmarki. Flokkurinn 96/2 er komin niður í 4,99% og flokkur- inn 98/1 niður í 4,965%. Stefán býst við frekari vaxtalækkunum á næstu vikum og mánuðum. „Við erum að tala um 10-30 punkta lækkun til við- bótar á næstu vikum eða mánuðum og frekari langtímaviðleitni niður á við á næstu árum. Þetta mun án efa taka nokkurn tíma en það er þó ótrúlegt hvað lækkunin hefur geng- ið hratt fyrir sig miðað við þann sál- fræðilega múr sem menn töldu að 5% markið væri,“ segir Stefán. Viðskipti á Verðbréfaþingi ís- lands námu alls rúmum 3,7 milljörð- um króna í gær og eru það næst mestu viðskipti á einum degi í sögu þingsins. Viðskiptin á metdeginum, í fyrradag, námu 4,2 milljörðum kr. Auk lækkunar markaðsávöxtunar húsbréfa lækkaði ávöxtun spariskír- teina um 2 til 12 punkta. Hlutabréfamarkaðurinn var líf- legur í gær og tengir Árni Oddur Þórðarson, forstöðumaður hjá Bún- aðarbankanum verðbréfum, það við vaxtalækkunina undanfarið. Við- skipti námu 63 milljónum kr. Mestu viðskiptin voru með hlutabréf í Eimskip en einnig var töluverð hreyfing á bréfum Samherja, Granda, Flugleiða, Haraldar Böðvarssonar og Þormóðs Ramma- Sæbergs. 1,4% hækkun varð á hlutabréfum í Eimskip og 2,7% í Granda. Einnig varð hækkun á hlutabréfum Þormóðs Ramma-Sæ- Heimild til hlutafjáraukningar hjá Nýherja „Smáfyrirtæki verð- leggja sig hátt“ SAMÞYKKT var heimild til hluta- fjáraukningar á aðalfundi Nýherja hf. í fyrradag, 37 milljónir kr. að nafnverði. Tilgangur hlutafjáraukn- ingarinnar er að skapa möguleika til að fýrirtækið geti keypt annað fyrirtæki með því að greiða kaup- verðið með hlutabréfum í Nýherja. Stjórnarformaður Nýherja, Benedikt Jóhannesson, fjallaði með- al annars um markaðsaðstæður á tölvu- og hugbúnaðarmarkaðnum í ræðu sinni á aðalfundinum. Rifjaði upp að keppinautar fyrirtækisins hefðu að undanfórnu verið iðnir við að kaupa hluti í öðrum fyrirtækjum eða gleypa þau í heilu lagi, á meðan Nýherji hafí á sama tíma selt hluta- bréf og dregið úr ,jaðarstarfsemi“. Ákvörðun ekki tekin „Það er þó ekki þar með sagt að ekki sé rik ástæða til þess að fylgj- ast með hræringum á markaðnum. Það er ekki nokkur vafí á því að hann er síbreytilegur og mun þró- ast hratt á næstunni sem hingað til. Því þurfa stjórnendur Nýherja jafn- an að hafa vakandi auga með þeim kostum sem í boði kunna að vera hverju sinni og ýta þeim ekki frá sér umhugsunarlaust. Það er meðal annars með það í huga að stjóm óskar nú eftir heimild aðalfundar til þess að auka hlutafé." Sagði Bendedikt að ef tækifæri byðust, þar sem hægt væri að kaupa annað fyrirtæki með því að greiða með hlutafé í Nýherja, gæti það verið álitlegur kostur. „Þess ber þó að geta að mjög algengt virðist að smáfyrirtæki verðleggi sig hátt þegar þau eru boðin til kaups. Því ber að ganga varlega til slíkra kaupa og aldrei nema að undan- gengnum vandlegum undirbúningi. LANDSNEFND Alþjóða verslun- arráðsins heldur hádegisverðar- fund í dag um efnahagsástandið í Austur-Asíu og Japansmarkað, m.a. með íslenska hagsmuni í huga. Ræðumenn á fundinum verða Ki- yohiko G. Nishimura, hagfræðipró- fessor og efnahagsráðgjafi, og Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar. Nishimura er prófessor í hag- fræði við Háskólann í Tókýó og er einn af efnahagsráðgjöfum jap- anska forsætisráðherrans. Eftir Nishimura liggur fjöldi rita um bergs. Hins vegar lækkuðu hluta- bréf Flugleiða og Samherja lítillega. Úrvalsvísitala aðallista hækkaði um 0,64%. Millibankaviðskipti námu 4,5 milljörðum kr. í gær og er það einn af stærstu dögunum í þeim viðskipt- um. Gengisvísitala krónunnar er nú 113,92 en var í upphafi dags 113,83 og veiktist krónan því um hálft pró- sent. Arni Oddur segir að væntan- lega séu spákaupmenn að selja skuldabréf og greiða erlend lán. Það hafí leitt til lækkunar krónunn- ar. EG Skrifstofubúnaður chf Armúli 20 Sími 533 5900 Stærðin ein er ekki markmið heldur arðbær rekstur," sagði Benedikt. Á aðalfundinum var samþykkt að heimila stjórn að auka hlutafé um 37 milljónir að nafnverði. Miðað við núverandi markaðsgengi fengjust 135 milljónir kr. fyrir bréfín. Stjóm- in hefur ekkert ákveðið um það hvort eða þá hvenær heimild þessi verður nýtt en hún gildir í þrjú ár. Hádegisverðarfundur í dag Efnahagur Austur-Asíu og íslenskir hagsmunir hagfræðileg efni og í rannsóknum sínum hefur hann m.a. fjallað um þjóðhagfræði, japanska hagkerfíð, þróun og verðmyndun í fasteigna- viðskiptum, drifkrafta hagkerfisins og dreifíleiðir í bílaiðnaði. Á fund- inum mun hann fjalla um efnahags- ástandið í Austur-Asíu og japansk- an neytendamarkað. Þá mun Þórð- ur fjalla um hagsmuni íslendinga í Austur-Asíu og áhrif efnahags- legra hræringa þar á íslenska þjóð- arbúið. Fundurinn verður haldinn í Skála á Hóteli Sögu og hefst kl. 12. AÐALFUNDUR JARÐBORANA HF. Aðalfundur Jarðborana hf. verður haldinn fimmtudaginn 19. mars 1998 í Þingsal A á Hótel Sögu og hefst kl. 16.00 Dagskrá 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvœmt grein 4.5 í samþykktum félagsins 2. Tillaga um heimild handa stjórn félagsins til að kaupa hluti ífélaginu skv. 55. grein hlutafjdrlaga nr. 2/1995 3. Tillaga til hœkkunar hlutafjár með útgáfu jöfnunarhlutabréfa 4. Onnur mál sem eru löglega borin upp Vinsamlega athugið að tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjómar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á skrifstofu félagsins að Skipholti 50 d, 4. hæð, frá og með 12. mars 1998, og á fundarstað við upphaf aðalfundar. Stjóm Jarðborana hf. llll JARÐBORANIR HF SKIPHOLTI 50 d, SÍMI 511 3800, BRÉFSÍMI 511 3801
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.