Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 06.03.1998, Blaðsíða 54
4 54 FÖSTUDAGUR 6. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Fljót, Magga ... mig vantar Gjörðu svo vel, herra ... gleður mig strokleður! að geta aðstoðað. Magga, fyrr eða síðar gerirðu mig brjálaða ... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 Að 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 skipuleggja tímann Frá Elínu Grétarsdóttur: í LOK október 1997 komu til ís- lands þrjár ungar konur. Það voru þær Matta, sem er íslensk, Gry, sem er norsk, og Eva sem er sænsk. Þær eiga það sameiginlegt að vera búsettar í Svíþjóð og að allar voru þær komnar til íslands til að kynna okkur íslendingum íyrirtæki að nafni Volare. Eg var svo heppin að kunningja- kona mín hafði lesið tilkynningu um fyrirlestur sem halda átti um Volare og bað hún mig að koma með sér. Volare, hugsaði ég. Hvað er nú það? Þar sem hún gat ekki svarað því ákvað ég að drífa mig með henni. Það gæti ekki skaðað að hlusta á einn fyrirlestur. Við mættum stund- víslega á fundarstaðinn sem var í einu af gömlu húsunum á Arbæjar- safni. Þegar þangað var komið hitt- um við Möttu, Gry og Evu, ásamt mörgu gömlu fólki sem var komið í sömu erindagjörðum og við, að kynnast Volare. Eftir að hafa hlust- að á merkilegan kynningarfund (sem stóð reyndar yfir í níu klst.) vaknaði áhugi minn fyrir vörunni sem kynnt var, sérstaklega þar sem hér var um að ræða fyrirtæki sem sérhæfir sig í náttúrulegum húðvör- um unnum úr barbadenssis aloe- vera plöntunni, steinefnum, salti og leir úr Dauðahafinu. Daginn eftir var boðið upp á framhaldsfyrirlest- ur og fengum við lítillega að prófa vörumar. Þar sem ég gleypti ekki við öllum fögru orðunum um fegurð og dýrð ákvað ég að prófa vörumar sem síð- an reyndust mér svo vel að ég ákvað að slást í hópinn með starfs- mönnum Volare. Síðan em liðnir nokkrir mánuðir og ég hef ekki séð eftir því. Eg hef ferðast til Noregs og Svíþjóðar og stefnan er tekin til Portúgals í apríl. í Lillehammer í Noregi var haldinn ársfundur Volare helgina 7.-8. febrúar. Það átti vel við því Johnny og Trond, sem hafa einkaleyfi fyrir Volare í Evrópu, eru einmitt Norðmenn. Það var þar sem Volare byrjaði fyr- ir fjómm ámm og fyrir þremur ár- um í Svíþjóð. Nú em þar um sextán hundruð manns sem starfa hjá Volare. Á ársfundinum vora mættir um hundrað og þrjátíu manns frá Nor- egi, Svíþjóð, Danmörku og síðast en ekki síst vomm við þrjár frá ís- landi. Dr. Melumad, sem er eigand- inn, og kona hans voru einnig mætt alla leið frá Israel. Dr. Malumad er rannsóknarmaður, lyfjafræðingur og húðsjúkdómafræðingur. Hann er þriðji ættliður sem vinnur með aloe- vera-gelið og sýndi okkur mynd- band um vinnslu þess. Allar vörur hans em seldar í apó- tekum í ísrael því þar þekkja allir kosti vömnnar en annars staðar vill hann einungis að þær séu kynntar á heimakynningum til þess að fólk fái persónulegri og betri þjónustu. Við Dauðahafið er mikið af heilsuhælum en þangað er dýrt að fara. Þess vegna vill dr. Melumd færa okkur vömna „leir og salt“ beina leið heim. Það eina sem hann getur ekki fært okkur er sólin. I Svíþjóð var ég að kynna mér vöruna betur og eftir að hafa ferð- ast þó nokkuð hef ég séð hvað Volare-vömrnar hafa fengið góðar móttökur og reynst mörgum vel. Þetta hefur veitt mér mikla ánægju, með Volare get ég skipulagt tímann samhliða aðalstarfi mínu, ég ferðast og lifi góðu lífi. Hver vill ekki gera það? ELÍN GRÉTARSDÓTTIR, Áshóli, 851 Hellu. Enn um tóbak og tví- skinnung stjórnvalda! Frá Guðjóni Bergmann: EG fékk nýlega staðfestar upplýs- ingar frá ábyrgum aðila þess efnis að sex þeirra 4000 efna sem em í sígar- ettunni féllu undir eiturefnalög á Is- landi og væru þess vegna bönnuð í sölu nema undir mjög ströngu eftir- liti. Umræða um þetta málefni mun líklega rísa hér á landi innan tíðar og því miður er ég ekki með það stað- fest hvaða sex efni þetta eru. Hvort um er að ræða ammoníak, arsenik, benzen, blásým, metanól (öll hafa þessi efni verið greind í innihaldi sí- garettunnar) eða eitthvað annað, er nokkuð ljóst að hér er um mjög al- varlegt mál að ræða. Þetta kemur svo sem ekkert á óvart þegar maður heyrir um vannýtingu á ræktunar- landi tóbaks, sem er nýtanlegt í þrjú ár, en síðan ónýtanlegt í fimm til sjö ár þar á eftir vegna efnanotkunar við ræktun. Það er ekki beint eins og reykingamenn geti staðið upp og sagt: „Hei, hvaða eitur er verið að setja í sígaretturnar okkar?“, því þeir vita mætavel um eitrið og haída samt áfram að kaupa. Það sem ég er ósáttur við er að vera þátttakandi í skrípaleik. Ríkið (sem ég er hluti af), kaupir inn og selur þessi eiturefni vitandi vits og setur síðan upp mjög öfluga heilsugæslu sem mótvægi, sem er því miður ekki nóg. Einkaað- ilar mega selja þessi efni undir eftir- liti mín vegna (og græða á því), en ég tel ekki ástæðu til að lýðræðisþjóðfé- lag standi fyrir eiturefnasölu sem þessari. Þetta er svipað og að leyfa heróín, ef við höfum bolmagn til að auka heilsugæslu sem nemur heilsutjóni af þess völdum. Hingað til hef ég hjálpað fólki að hætta að reykja án fordóma. Eg skil reykingamanninn og það sem hann er að ganga í gegn- um sem fyrrum reykingamaður. Eg vil hinsvegar ekki taka þátt í beinni sölu á efninu, það er svo einfalt. Eg vona að ríkið geri eitthvað í málinu varðandi þessi 6 efni sem falla undir eiturefnalög, hvort sem það er að setja sölu undir strangara eftirlit, banna tóbak eða breyta lög- unum svo hægt sé að selja tóbak óhindrað - það gengur einfaldlega ekki að starfa í þessari tvöfeldni. GUÐJÓN BERGMANN, námskeiðahaldari. Leidar@centmm.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.