Morgunblaðið - 30.04.1998, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 30.04.1998, Qupperneq 1
88 SIÐUR B/C/D 96. TBL. 86. ÁRG. FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS 50 ár frá stofnun S Israelsríkis Jerúsalem. Reuters. ÍSRAELAR hófu í gær hátíðar- dagskrá í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá stofnun sjálf- stæðs ríkis gyðinga með því að blása í 50 horn sem ómuðu um allt Israel, enda var dagskráin sýnd beint í ísraelska sjónvarp- inu. Benjamin Netanyahu, for- sætisráðherra ísraels, las upp úr ræðu Davids Ben-Gurions, fyrsta forsætisráðherra lands- ins, sem Ben-Gurion flutti 1948 og lauk Netanyahu ávarpi sínu með hvatningarorðum til landa sinna. Fyrr um daginn viðhöfðu íbú- ar Israels tveggja mínútna þögn í minningu þeirra 19.000 manna sem fallið hafa fyrir land sitt síðan 1948. Umferð bfla stöðv- aðist, gangandi vegfarendur staðnæmdustpg lutu höfði og um gjörvallt ísrael heimsótti al- menningur grafir fallinna ætt- menna. Er liða tók á kvöld tók hins vegar við taumlaus gleði og miðborg Jerúsalem fylltist af ungu fólki í hátiðarskapi. ■ Gleði/37 Reuters. Færeyska þjóðin gengur að kjörborðinu í dag Margir styðja aðskilnað Þórshöfn. Morgunblaöiö. MEIRA en helmingur færeysku þjóðarinnar vill breytingar á sam- bandinu við Danmörku og aukna sjálfstjóm eftir því sem fram kem- ur í skoðanakönnun sem birt er í Sósíalurin í dag, sama dag og fram fara þingkosningar í Færeyjum. Sambandið við Dani hefur verið eitt af helstu kosningamálunum og alls hafa fjórir flokkanna sem bjóða fram í kosningunum, Fólka- flokkurinn, Þjóðveldisflokkurinn, Jafnaðarmannaflokkurinn og Sjálfstýriflokkurinn lýst sig fylgj- andi breytingum á sambandinu. Er þar rætt bæði um aukna sjálf- stjórn annars vegar og stofnun færeysks lýðveldis hins vegar. Sambandsflokkurinn hefur hins vegar stutt áframhaldandi sam- band við Dani. Flokkarnir fjórir, sem fylgjandi eru auknu sjálfræði, hafa kynnt kjósendum óUka kosti að markinu en í skoðanakönnuninni kemur fram að 43% íbúa vilja að Færeyjar hljóti sjálfstjórn innan ríkissam- bandsins við Dani og 27% vilja full- an aðskilnað landanna tveggja. Samtals vilja því 60% íbúa aukið sjálfræði í sínum málum en á hinn bóginn vilja 22% íbúa óbreytt eða nánara samband við Danmörku. Spáð er góðu veðri í dag og er því gert ráð fyrir mikilli kjörsókn í kosningunum í dag, allt að 80%. Lítill munur virðist á fylgi flokk- anna en skoðanakönnun Sósíalurin gefur hins vegar til kynna að ein- ungis 7% vilji að Edmund Joensen, núverandi lögmaður og leiðtogi Sambandsflokksins, sinni áfram starfinu á meðan 35% vilja Jóannes Eidesgaard, formann Jafnaðar- mannaflokksins, sem lögmann. Hófleg bjart- sýni í Danmörku Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. FULLTRUAR atvinnurekenda og launþega hófu í gær viðræður að nýju en bjartsýnin var hófleg. „Við erum að hugsa,“ og „Við erum að hugleiða hvernig byrja eigi á byrjuninni," voru ummælin í gær. En jafnvel þótt samningar náist í vikunni lýkur verkfallinu vart fyrr en í lok næstu viku eða svo, þar sem ólíklegt þykir að verkfallinu verði af- lýst fyrr en niðurstöðurnar hafa verið samþykktar í atkvæðagreiðslu. Rússland Nemtsov fer með orkumál Moskvu. Reuters. RÚSSNESKI umbótasinninn Bor- ís Nemtsov, sem hefur verið skip- aður aðstoðarforsætisráðherra, sagði í gær að hann ætti að fara með orku- og eldsneytismál í nýju stjóminni í Rússlandi. Þessi málaflokkur er mjög mikil- vægur í rússnesku efnahagslífi. Áhrifamiklir kaupsýslumenn hafa tekist á um yfirráð yfir rússnesk- um olíu- og gasfyrirtækjum og hermt er að nokkrir þeirra hafi beitt sér fyrir því að Nemtsov fari ekki með þennan málaflokk í stjórninni. Norska blaðið Fiskaren hefur skýrt frá því að Alexander Rodín, aðstoðarráðherra í landbúnaðar- ráðuneytinu, sem hefur farið með sjávarútvegsmál, hafi verið vikið úr embætti og eftirmaður hans verði ekki skipaður fyrr en eftir að minnsta kosti viku. Alþýðusambandið danska hefur lagt til að samningaviðræðurnar verði milli sambandsins og félags atvinnurekenda, en ekki milli ein- stakra verkalýðsfélaga og vinnu- veitenda þeirra og það hafa at- vinnurekendur samþykkt. Það auð- veldar þeim vísast að koma aftur að samningaborðinu, því þeir hafa lagt áherslu á samflot til að tryggja að einstök félög stingi ekki af með bindandi samninga, sem hafi áhrif á niðurstöður annarra. Niðurstaða liggur ekki strax fyrir I samtali við sjónvarpið sagði Hans Jensen, forseti Alþýðusambands- ins, að niðurstaða fengist í fyrsta lagi á fóstudag. Hana þyrfti að leggja fyrir í atkvæðagreiðslu, sem myndi þá ljúka á fostudaginn í næstu viku. Fengist nýja niðurstað- an samþykkt lyki verkfallinu þá, því enn sem komið er er ekki reikn- að með að verkfallinu verði aflýst meðan atkvæðagreiðslan stendur yfir. Á mótmælafundum launþega er aðaláherslan á kröfu um 6. frí- vikuna og því vart hægt að ímynda sér nýja samninga, sem ekki tækju mið af þeirri kröfu. Verkfallsvakt er við ýmsa vinnu- staði og sums staðar hefur slegið í brýnu, en allt er þó að mestu með kyrrum kjöium enn sem komið er. ■ Hjól/24 ■ Berezovskí falið/26 Albanir vilja að NATO efli gæslu á landamærunum við Kosovo Samþykktar nýjar refsi- aðgerðir gegn Serbum nýju um frekari aðgerðir, t.d. hvað varðar fjár- festingar. Jacques Blot, fulltrúi Frakka á fundinum, sagði þjóðirnar hafa verið sammála um að ástandið í Kosovo hefði versnað, viðræður Serba og Albana í Kosovo væru enn ekki hafnar og að Serbar hefðu gripið til aðgerða sem þættu ekki líklegar til að hvetja til viðræðna. Átti hann þar einkum við þjóðaratkvæðagreiðslu Serba í síðustu viku þar sem mikill meirihluti hafnaði erlendum af- skiptum af Kosovo-deilunni. Blot sagði að Rússar hefðu fallist á að þrýsting- ur yrði aukinn á Serba en að Rússar hefðu lýst yf- ir efasemdum með hertar aðgerðir. Þá sagði hann að Tengslahópurinn vildi freista Serba með til- boðum um efnahagsaðstoð og aðild að alþjóða- stofnunum, svo sem Oryggis- og samvinnustofn- un Evrópu, verði gengið til viðræðna. Átökin halda áfram í Kosovo, í gær skutu serbneskir hermenn Albana við útfór þriggja Al- bana, sem féllu í átökum við herinn. Sögðu tals- menn hans að fjórmenningamir hefðu verið félag- ar í Frelsishreyfingu Kosovo og að maðurinn hefði skotið á lögreglu. Því vísaði fólkið sem var við útförina á bug. Washington. Róm. Belgrad. Tirana. Reuter. TENGSLAHÓPURINN svokallaði samþykkti í gær að grípa til nýrra refsiaðgerða gegn Serbum vegna ástandsins í Kosovo-héraði. A fundi hóps- ins í Róm í gær var niðurstaðan sú að frysta eign- ir Serba erlendis, að sögn franska fulltrúans í hópnum. Fulltrúi Bandaríkjastjórnar lýsti í gærkvöld ánægju sinni með niðurstöðuna og er nú talið ólíklegt að Bandaríkin láti verða af hót- unum sínum um að beita sér ein og sér í málinu. Forsætisráðherra Albaníu, Fatos Nano, hvatti í gær til þess að Atlantshafsbandalagið sendi lið- styrk til landamæra Albaníu og Kosovo-héraðs í Serbíu, vegna hættunnar á að átökin í héraðinu breiðist út. Ósk Albana hefur enn ekki verið svar- að en talið er fullvíst að Rússar séu hugmyndinni mótfallnir. Grikkir og Italir buðust hins vegar í gær til að styrkja albanska herinn til að hann gæti betur sinnt gæslu á landamærunum. Sex ríki skipa Tengslahópinn; Bandaríkin, Rússland, Frakkland, Bretland, Þýskaland og Italía. Hefur hópnum gengið illa að ná samkomu- lagi um til hvaða aðgerða skuli gripið gagnvart serbneskum stjórnvöldum en í gær náðist sátt um refsiaðgerðir. Þær taka þegar gildi í löndum Evrópusambandsins og 8. maí verður fundað að Reuters HÓPUR Albana mótmælti fyrir utan fundar- stað Tengslahópsins í Róm í gær.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.