Morgunblaðið - 30.04.1998, Síða 2
2 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
VERIÐ var að vinna í gólfi brúarinnar þegar ljósmyndari gekk þar um í gær.
Morgunblaðið/Golli
ár í Reykjavík
ÁRNI Sigfússon, oddviti Sjálfstæð-
isflokksins í komandi borgarstjóm-
arkosningum, kynnti hugmynd D-
listans um tíu mánaða skólaár í
grunnskólum borgarinnar á fundi
Samfok um framtíð grunnskólanna á
þriðjudagskvöldið.
Hugmynd Áma felst í því að
gmnnskólar Reykjavíkurborgar
bjóði tíunda mánuð skólaársins sem
val. „Það gengur ekki lengur að við
séum að miða okkur við sveitaskól-
ana og sauðburð. Við þurfum þess
ekki og það er engin ástæða til þess
að allir skólar séu eins. Það er kom-
inn tími til að opna þennan mögu-
leika og við leggjum til að tíundi
mánuðurinn verði nýttur sem val og
tengdur samstarfi við íþróttafélögin,
raungreina- og listastarfsemi," sagði
Ámi á fundinum.
Fundurinn var haldinn með það
fyrir sjónum að foreldrar gmnn-
skólabama gætu áttað sig á þeim
áherslum sem framboðslistamir
myndu leggja á gmnnskólamál verði
þeirra listi við völd næsta kjörtíma-
bil.
■ „Kjósum metnað/12
Árni Sigfússon oddviti sjálfstæðismanna í
komandi borgarstjórnarkosningum
Tíu mánaða skóla-
Kringlumýrar-
brautin brúuð
Hrossaræktendur
fá skuldbreytingar
NÝ GÖNGUBRÚ yfir Kringlumýr-
arbraut við Sigtún er risin og
verður tekin í notkun upp úr
miðjum næsta mánuði, að sögn
Sigurðar I. Skarphéðinssonar
gatnamálastjóra.
Undirbúningur brúarsmiðinnar
hófst á síðasta ári, en þá var
gengið frá undirstöðum og stigum
að miklu leyti og byggðar upp
hljóðmanir. Stáismíðin fór svo
fram í vetur, en það var gert til
þess að ná niður verði, því yfir-
leitt er minna að gera í málm-
smiðjum yfir veturinn og verðlag
því hagstæðara. „Þar sparaðist
því umtaisvert fé,“ segir Sigurð-
ur.
Götunni var lokað á laugardag-
inn meðan brúin var sett saman
og er hún nú sem óðast að taka á
sig mynd, að sögn gatnamála-
stjóra. Hann segir þó allmörg
handtök eftir enn, en gerir ráð
fyrir að hægt verði að opna hana
upp úr miðjum maí.
Brúin við Sigtún er fjórða
göngubrúin sem tekin er í notkun
á skömmum tíma i borginni en
hinar eru önnur brú yfir Kringlu-
mýrarbraut, og brýrnar yfir
Miklubraut og Kringlu. Næst á
dagskrá, að sögn Sigurðar, er svo
brú yfir Miklubraut við Breiða-
gerði en ekki hefur þó verið tekin
endanleg ákvörðun um hana.
STJÓRN Byggðastofnunar sam-
þykkti í gær að veita hrossarækt-
endum tveggja ára greiðslufrest á
lánum sínum við stofnunina vegna
þeirra erfiðleika sem hrossarækt-
endur eiga við að etja í kjölfar stöðv-
unar á hrossaútflutningi. Egill Jóns-
son, stjómarformaður Byggðastofn-
unar, sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að stjórn stofnunarinnar
hefði samþykkt þessa afgreiðslu
málsins.
Aðalfundur Hrossaræktarsam-
taka Suðurlands hafði í fyrri viku
samþykkt að fela stjórn samtakanna
að leita „aðstoðar og skilnings" á
þeim mikla vanda sem að félags-
mönnum steðjar vegna stöðvunar á
hrossaútflutningi.
Vandræði vegna áburðarkaupa
í bréfi sem samtökin sendu land-
búnaðarráðherra, fjármálaráðherra,
landbúnaðamefnd Alþingis, þing-
mönnum Suðurlands, stjóm Lána-
sjóðs landbúnaðarins og Framleiðni-
sjóðs landbúnaðarins segir að engin
leið virðist að segja til um hvenær
útflutningur hefst á ný en ekki sé
skynsamlegt að gera ráð fyrir hon-
um næstu mánuði og jafnvel ekki á
þessu ári. „Fari svo er ljóst að mjög
mikill vandi blasir við hrossabænd-
um og öðmm þeim sem eiga afkomu
sína að miklu eða öllu leyti undir
hrossaútflutningi," segir í bréfinu.
„Nefna má til dæmis að vandræði
verða þegar vegna áburðarkaupa í
vor, eflaust munu margir verða í erf-
iðleikum með að standa skil á af-
borgunum af lánum, að ekki sé
minnst á að þeir sem allt eiga undir
þessari atvinnugrein hafa nú að öllu
leyti misst tekjur til framfærslu.
Vandinn er því mikill og nauðsynlegt
að grípa þegar til ráðstafana," segir í
bréfi samtakanna.
Þær upplýsingar fengust úr
Byggðastofnun í gær að skuldir
hrossaræktenda vð Byggðastofnun
væm óveralegar og því væra það
ekki háar fjárhæðir sem skuldbreytt
var með ákvörðun stjómar stofnun-
arinnar frá í gær.
Sigríður Anna
formaður
ÞINGFLOKKUR Sjálfstæðisflokks-
ins kaus Sigríði Önnu Þórðardóttur
formann þingflokksins og Sólveigu
Pétursdóttur varaformann í gær.
Að sögn Ólafs G. Einarssonar, for-
seta þingsins, var ákveðið að bíða
með kosningu þriðja manns í stjórn
þingflokksins þar til síðar, þar sem
þingmenn vora ekki allir viðstaddir.
Á sama fundi var samþykkt að
styðja Tómas Inga Olrich til for-
mennsku í utanríkismálanefnd.
Fjármálaupplýs-
ingar á Fréttavef
NÚ ER hægt að tengjast Fjármála-
torgi Verðbréfaþings Islands frá
Fréttavef Morgunblaðsins með því
að smella á hnapp, merktan Fjár-
málatorgi.
Með sama hætti er hægt að tengj-
ast Fréttavef Morgunblaðsins af
heimasíðu Fjármálatorgs. Netslóð
Fjármálatorgs er www.fjarmal.is en
slóð Fréttavefjarins er www.mbl.is.
Héraðsdómur um biðsal Strætisvagna Reykjavfkur í Hafnarstræti
Breytingar lögmætar
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær
borgarstjórann í Reykjavík, Tríton ehf., Gerpi sf.
og Renötu Erlendsson af kröfum aðalstefnanda,
Valdimars Jóhannessonar, sem gerði kröfu um
breytingar á 1. hæð Hafnarstrætis 20 og skaða-
bætur að upphæð rúmlega 4,5 milljónir kr. Aðal-
stefnandi hélt því fram að verðmæti eignar sinn-
ar í húsnæðinu hefði rýrnað veralega með breyt-
ingum sem gerðar vora á húsnæðinu.
Valdimar keypti rúmlega 58 fermetra húsnæði
á 1. hæð Hafnarstrætis 20 í júní 1978 en í ágúst
1978 gerði borgarstjórinn í Reykjavík maka-
skiptasamning við húsbyggjandann í Hafnar-
stræti 20 og eignaðist borgarsjóður þar 102,8 fer-
metra rými fyrir biðskýli ásamt hlutdeild í sam-
eign. Þá seldu Gerpir sf., Tríton ehf. og Renata
Erlendsson borgarsjóði 55% eignarhluta sinn í
austurenda 1. hæðar Hafnarstrætis 20 í ágúst
1996. Segir í samningnum að kaupandi muni
koma fyrir í hinu keypta rými áningarstað fyrir
SVR. Kaupandi annist breytingar á innréttingum
húsnæðis sem nauðsynlegar séu vegna þeirrar
starfsemi. Seljandi breyti innréttingum húsnæðis
í því skyni að seljandi annist eða leigi út rekstur
sölubúðar.
Áður en samningurinn var gerður var haldinn
fundur í Húsfélaginu Hafnarstræti 20. Fyrir
fundinum lá teikning þar sem fram kemur að
biðskýli farþega SVR yrði fært úr miðrými í
austurenda 1. hæðar hússins og að skilið yrði
þar á milli. Umsókn húsfélagsins var samþykkt
á fundi byggingarnefndar Reykjavíkur í nóvem-
ber 1996. Aðalstefnandi krafðist þess að lög-
bann yrði lagt á fyrirhugaðar framkvæmdir en
þeirri kröfu var synjað með bréfi sýslumanns í
Reykjavík. Skaut aðalstefnandi samþykki bygg-
ingarnefndar þá til umhverfisráðherra og felldi
settur umhverfisráðherra byggingarleyfið frá
14. nóvember 1996 úr gildi að hluta en þó ekki
hvað varðar uppsetningu veggja sem skilja
austurenda 1. hæðar fasteignarinnar frá mið-
rými.
Aðalstefnandi byggði á því að framkvæmdir á
1. hæð hússins vikju frá upphaflegri teikningu
sem samþykkt var í byggingarnefnd Reykjavíkur
í desember 1977 og brjóti gegn lögvörðum rétti
hans þess efnis að ekki verði hnikað frá sam-i
þykktri teikningu og þinglýstum kvöðum hvað
varðar inngöngudyr og gönguleiðir um húsið
nema að fengnu samþykki allra þeirra eigenda
hússins sem hagsmuna hafa að gæta.
I dómi Héraðsdóms er ógiltur úrskurður setts
umhverfisráðherra frá desember 1997 þar sem'
ákvörðun byggingarnefndar frá nóvember 1996
um að heimila nýjar dyr á norður- og suðurhlið
biðsalar var felld úr gildi. Það var mat dómsins
að þær breytingar sem gerðar vora á húsnæðinu
með uppsetningu veggja teljist ekki verulegar og
umferð um miðrými hússins hafi ekki verið heft á
nokkurn hátt.