Morgunblaðið - 30.04.1998, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
NEI, nei, Jóhanna mín, hann er ekkert í laxi. Það er bara þessi sunddella, hann þolir ekki að sjá
sprænu án þess að fá sér sundsprett í henni...
Meint svik í bílaviðskiptum til rannsóknar hjá lögreglunni
Rúmar 30 milljónir
AUÐGUNARBROTADEILD Lög-
reglunnar í Reykjavík hefur nú til
rannsóknar meint fjársvik og falsan-
ir í viðskiptum með notaðar bifreið-
ar sem taldar eru nema ríflega 30
milljónum króna. Bílasali um fer-
tugt, sem skilaði inn leyfi sínu til
bílasölu í seinasta mánuði, er grun-
aður um umrædda starfsemi. Hann
var í gær úrskurðaður í 7 vikna far-
bann í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Rannsóknin beinist meðal annars
að innflutningi, kaupum og sölu not-
aðra bifreiða. Einstaklingur lagði
fram fyrstu kæru sem lögð var fram
á hendur manninum vegna sölu bfla
þegar Rannsóknarlögregla ríkisins
var enn starfandi samkvæmt heim-
ildum Morgunblaðsins, en það mál
fór í bið. Um seinustu áramót mun
rannsóknin síðan hafa komið til
kasta lögreglu í Reykjavík sem farið
hefur með málið síðan.
Ábyrgðartrygging
talin fölsuð
Rannsóknin beinist að viðskiptum
mannsins frá árinu 1995 til byrjunar
þessa árs, eða um þriggja ára skeið.
Meðal annars er um að ræða meinta
fólsun á starfsábyrgð fyrir viðskipti
með notaðar bifreiðir og falsaðar
veðsamþykktir.
í upplýsingum frá viðskiptaráðu-
neytinu kemur fram að í lögum frá
1994 um sölu notaðra ökutækja sé
kveðið á um að leyfisveiting og eftir-
lit þeirra sé í höndum sýslumanna.
Sýslumaðurinn í Reykjavík hafi í júlí
1995 gefið út leyfi til handa um-
ræddum bifreiðasala.
„Til grundvallar útgáfu leyfisins
lágu þau gögn sem lög kváðu um,
þ.e. forræðisvottorð, prófskírteini
prófnefndar bifreiðasala og yfirlýs-
ing frá Sparisjóði Mýrasýslu, undir-
rituð af sparisjóðsstjóra, um að um-
ræddur bifreiðasali hefði starfsá-
byrgðartryggingu hjá sparisjóðnum.
Tryggingin var ótímabundin," segir
í upplýsingum ráðuneytisins.
I aprfl í fyrra hafi lögum um sölu
notaðra bifreiða síðan verið breytt
með þeim hætti að ráðuneytið tók
við útgáfu leyfa en embætti lög-
reglustjóra á hverjum stað við eftir-
liti með starfsemi bifreiðasala.
Ráðuneytið hafi í framhaldinu óskað
eftir staðfestingu á að starfsábyrgð-
artrygging bifreiðasala væri í gildi.
Aðrir bflasalai- höfðu keypt sér
tryggingu hjá tryggingafélögum og
var beðið um staðfestinguna til að
öruggt væri að þeir hefðu greitt ið-
gjöld sín. Ráðuneytið fékk í kjölfarið
staðfestingu vegna umrædds bfla-
sala, undirritaða af fyrmefndum
sparisjóðsstjóra.
„Umræddur bifreiðasali skilaði
leyfi sínu til viðskiptaráðuneytisins
10. mars síðastliðinn. Rúmlega viku
síðar, eða 18. mars, fékk ráðuneytið
vitneskju um meinta fólsun um-
ræddrar starfsábyrgðartryggingar,
með bréfi frá lögmanni Sparisjóðs
Mýrasýslu," segir Arni Magnússon,
aðstoðarmaður viðskiptaráðherra.
Ábyrgðin mun því ekki hafa verið til
staðar frá upphafi.
Nokkrir verið yfirheyrðir
Ómar Smári Armannsson, aðstoð-
aryfirlögregluþjónn hjá þeirri deild
lögreglu í Reykjavík sem fer með
auðgunar- og fíkniefnabrot, vildi í
samtali við Morgunblaðið ekki tjá
sig um rr.álið en staðfesti að rann-
sókn þess stæði nú yfir og nokkrir
aðilar hefðu verið yfirheyrðir í
tengslum við hana.
Hunt's tómatsósa 680 gr.
Andrex wc 4 rúllur
Allfr dagar eru tilboðsdagar hjá okkiir
NI HEIM • UM LAND ALLT
Hunt's.
Foreldrafélag misþroska barna 10 ára
Upplýsinga- og
fræðsluþjónusta
Matthías Kristiansen
Foreldrafélag
misþroska barna á
tíu ára afmæli um
þessar mundir. Nýlega var
á vegum félagsins opnuð
Upplýsinga- og fræðslu-
þjónusta fyrir foreldra og
fagfólk sem vinnur með
misþroska bömum. Um
440 félagsmenn eru í for-
eldrafélaginu og Matthías
Kristiansen hefur verið
formaður þess frá upphafi.
„Við höfum fundið
áþreifanlega fyrir því að
bæði foreldra og fagfólk
hefur vantað fræðsluefni
um misþroska. Slíku efni
höfum við viðað að okkur.
Þennan fyrsta ársfjórðung
sem Upplýsinga- og
fræðsluþjónustan hefur
verið starfrækt hafa 250
manns haft samband eða
komið til okkar.“
- Hversu stór hópur bama og
unglinga ermisþroska?
„Þær tölur eru á reiki hérlend-
is því mikið hefur skort á að böm-
in séu greind hér tímanlega. Er-
lendis þar sem greiningin er
komin lengra á veg er talið að 5-
7% séu misþroska eða um það bil
einn í hverjum bekk.“
- Hver eru einkenni mis-
þroska?
„Misþroski er regnhlífarheiti
yfir ýmis vandamál eins og at-
hyglisbrest, ofvirkni og námsörð-
ugleika af ýmsu tagi. Þráhyggju-
árátta er oft eitt af einkennum
misþroska og af þeim leiðir önnur
margháttuð vandamál. Misþroska
börn skera sig oft úr, þau era
gjarnan útskúfuð og eiga til að
afla sér vinsælda með trúðslátum.
Þeim er miklu hættara en öðrum
að lenda á ógæfubraut og ánetj-
ast fíkniefnum eða smáglæpum á
unglingsáram þar sem þau glíma
oft við innri óróleika á þeim ár-
um.“
- Hversu fijótt er hægt að
greina misþroska?
„Það er algengt að um 3-4 ára
aldur séu einkennin orðin greini-
leg. Sú jákvæða þróun hefur átt
sér stað að markvisst er farið að
leita að þessum bömum í fjög-
urra ára skoðun. Misþroska barn
er gjarnan fyrirferðarmikið og
hleypur hugsunarlaust út á götu
ef því er að skipta. Oft gengur vel
með barnið á meðan það er á leik-
skólaaldri þar sem ekki era gerð-
ar til þess kröfur. Vandamálin
byrja fyrir alvöra þegar skóla-
gangan tekur við. Þá þarf bamið
að fylgja reglum skólans, sitja og
hlusta og einbeita sér. Börnin
hafa kannski ekki fengið grein-
ingu og skólinn er alls óviðbúinn
að taka á þessum vandamáli."
Matthías segir að kennarar hafa
ekki hlotið sérstaka þjálfun í að
greina þessi böm sem skyldi og
sú niðurskurðarstarfsemi sem
hefur verið á sér-
kennslu segir hann að
hafi komið illilega nið-
ur á misþroska ein-
staklingum.
- Hvernig er búið að
misþroska bömum og unglingum
á hinum Norðurlöndunum?
„Þar eru börn mun fyrr greind
með misþroska en hér á landi.
Svíar era með litla hliðarbekki
þar sem misþroska bömum er
kennt hluta af skólatímanum. Þar
tíðkast að fleiri starfsmenn sinni
bekkjum þar sem misþroska börn
era á meðan ekki er óalgengt að
einn kennari sé með 25 börn hér
á landi. Misþroska börn hafa eðli-
lega greind en ná sjaldnast að
vinna með hana sem skyldi þar
►Matthías Kristiansen er fædd-
ur í Reykjavík árið 1950. Hann
lauk BÁ prófi f tungumálum frá
Háskóla Islands árið 1975 og
hlaut kennararéttindi frá
Kennaraháskólanum í Þránd-
heimi árið 1975. Matthías hefur
kennt í tuttugu ár og starfar nú
sem þýðandi. Hann er einn af
stofnendum Foreldrafélags
misþroska barna og hefur verið
formaður þess frá upphafi.
Eiginkona hans er Heidi
Kristiansen og þau eiga þijú
börn.
sem meðferðarúrræði era ekki
fyrir hendi.“
- Hvemig meðferð fá mis-
þroska börn og unglingar?
„Það er mismunandi eftir böm-
um og löndum. f Bandaríkjunum
hefur lyfjameðferð notið vinsælda
en á Norðurlöndunum hefur fjöl-
skyldu- og atferlismeðferð meira
verið beitt. Hérlendis hefur
ákveðin meðferðartækni verið við
lýði á barna- og unglingageðdeild
Landspítalans og sömuleiðis á
Greinngarstöð ríkisins. Þar er á
hinn bóginn svo mikið að gera að
sýnilegar fatlanir hafa tekið
mestan tíma starfsfólks.“ Matthí-
as segir að eftir greiningu mis-
þroska þurfi í raun teymi af fag-
fólki sem takist á við vandann en
hann segir slíkan kost fátíðan.
„Slík teymisvinna hefur líka verið
reynd á Akureyri og tekist vel
eftir því sem ég best veit.“
- Getur misþroski elst af fólki?
„Nei, en á unglingsáram kann
hreyfiórói að minnka og stundum
vex þá innri óróleiki. Það er ekki
hægt að lækna misþroska en má
með með réttri meðferð draga úr
einkennum. Aukin fræðsla til for-
eldra skiptir líka höfuðmáli í
þessu sambandi."
- Hvemig kemur misþroski
fram á fullorðinsár-
um?
„Stundum virðist
hann leiða til ákveð-
inna félagslegra erfið-
leika og þunglyndi og
geðklofi er algengari meðal full-
orðinna misþroska einstaklinga
en annarra. Þeir verða verst úti
sem enga aðstoð hafa hlotið í upp-
vextinum."
- Ef foreldra gmnar að bam sé
misþroska hvert eiga þeir þá að
snúa sér?
„Þeir geta haft samband við
foreldrafélagið til að verða sér úti
um efni um misþroska en fyrst og
fremst ættu þeir að snúa sér til
heimilislæknisins eða bamalækn-
is til að fá greiningu.“
5-7%
bama eru
misþroska