Morgunblaðið - 30.04.1998, Side 30
30 FIMMTUDAGUR 30. APR'ÍL 1998____________________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
FRÁ sýningunni á Horninu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stálætingar
Passíuteikningar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
í LOFTSAL. Kvöldmáltíð. Blýteikning á pappír 210x110 cm, 1994-97.
MYIVDLIST
Hornið Hafnarstræti
GRAFÍK - ANNA SNÆDÍS
SIGMARSDÓTTIR - SIGRIJN
ÖGMUNDSDÓTTIR
Opið alla daga frá 14-18, einnig inn-
angengt frá veitingabúð ld. 11-23.
Til 6. maí. Aðgangur ókeypis.
ÞAÐ er óvenju þekkilegur svipur
yfir Hominu um þessar mundir og
eru þar á ferð stöllur í grafíklistinni
með gjörólíkar myndir og virðast
eiga fátt sameiginlegt annað en að
vinna báðar í sömu tækninni, stál-
ætingu.
Stálið virðist hafa sérstaka áferð
og er vafalítið harðara en zinkið og
koparinn sem menn nota að jafnaði,
en þetta er grunnflötur sem ég hef
ekki unnið í og átta mig ekki gjörla
á muninum. Hins vegar trúi ég ekki
öðru en að ná megi þessum áhrifum
úr sígildu miðlunum, en það er hátt-
ur ungra að vera í stöðugum til-
raunum í þrykktækni og enginn
maður með mönnum sem ekki er
með í leiknum. Hins vegar vill sjálf
grafíkin og innri lífæðar hennar oft-
ar en ekki mæta afgangi í útfærslu
hugmyndanna og skoðandinn jafn-
framt á gati í aðferðunum, nema að
hann sér einna helst muninn á djúp-
og háþrykki og vinnslu í tré og
málmi. Það hefur þó lengstum talist
til ávinnings að geta greint tækni-
brögðin og því greinilegar sem þau
skína í gegn, þeim færari þótti ger-
andinn í sinni grein og afraksturinn
verðmætari. Alveg eins og gerist
með olíumálverkið, að hve þunnt
sem viðkomandi málar á efnisáferð-
in að skína í gegn og á það sama við
um akrýl og vatnsliti. Ekki fæ ég
séð neitt nýstárlegt við það að valta
yfir þessi fomu gildi og varla þætti
kvenfólkinu það til fyrirmyndar að
vera í forláta silkiflík, sem hefði svip
af allt öðru efni t.d. pokastriga!
Það ánægjulega við þessa sýn-
ingu er að hjá báðum stöllunum
skín sjálf grafíktæknin í gegn og
einnig að um málmætingar er að
ræða, þótt svo þær velji ólíkar leið-
ir. Anna Snædís útskrifaðist úr
grafíkdeild MHÍ 1994 og hefur
haldið eina einkasýningu í listhús-
inu Úmbru 1996, þar sem hún sýndi
silkiþrykk á striga með blandaðri
tækni með áherslu á áferðina. En að
þessu sinni vinnur hún fyrst í lita-
hryni mjúkra strangflataforma, en
þrykkir svo dökkt aðalform þar yfir,
sem tekur á sig ýmsar myndir en
virkar sem grind myndflatarins.
Nær afar ljóðrænum og þekkilegum
árangri í myndum nr. 23 og 24 svo
og nr. 25-28, og er jafn mettuð graf-
ík næsta fátíð á sýningum hér í
borg. Minnir á margt sem gert var í
París í málverki og grafík fyrir
margt löngu og er raunar í fullu
gildi þar enn. Það sem helst gefur
myndunum gildi er hve hreint er
gengið til verks og væntanlega
skynjar listakonan þá möguleika
sem þetta vinnuferli býr yfir og óra-
fjarri er að hún hafi tæmt.
Sigrún Ögmundsdóttir útskrifað-
ist úr grafíkdeild MHÍ 1985, eða
fyrir réttum þrettán árum, og þó er
þetta frumraun hennar á höfuð-
borgarsvæðinu! Hún hefur þannig
haft hægt um sig og kannski er það
eðli hennar að velta hlutunum fyrir
sér í stað þess að framkvæma þá án
tafar. Framlag hennar er minningar
úr fortíð, eins konar dagbókarslitur
eða huglæg brotabrot sem ekki
komast til skila í orðum eða á ljós-
mynd. Um er að ræða röð stærri
mynda er tengjast minningu um
efnisáferð, t.d. á veggjum, stein-
steypu, mosa, sandi, smásteinum,
vatni, mýkt og jámi, - tímalegu ferli
og eyðingu. Svo eru það minninga-
brot í formi smámynda, sem flæða
um hugann í formi lita, ófullburða
hugsana en inn á milli skýrist opin-
berunin, myndin - áður en hún fyrn-
ist og hverfur. Hér er sennilega full-
mikil og persónuleg hugmynda-
fræði á ferð og útkoman fullþoku-
kennd á köflum. Hins vegar má af
vinnubrögðunum ráða að listakonan
mun hafa af mun meiri grómögnum
að taka úr listmal sínum en þetta af-
markaða sýnishom.
Bragi Ásgeirsson
MYNDLIST
Hallgrfmskirkja
TEIKNINGAR
VALGERÐUR BERGSDÓTTIR
Opið á tímum kirkjunnar. Til 14 maí.
Aðgangur ókeypis.
ÞAÐ er árviss venja hjá List-
vinafélagi Hallgrímskirlgu í tilefni
páskanna, að fá myndlistarmenn
til að sýna verk trúarlegs eðlis í
rými aðalinngangs, helst vinna
þær með trúarhátíðina í huga.
Jafnframt em þar á öðram árs-
tímum sýningar á myndlistarverk-
um sem á einhvem hátt tengjast
kraftbirtingi guðdómsins.
Hlutvakin kirkjulist á sér langa
hefð eins og flestir vita, en list trú-
arlegra tákna er enn eldri og
óhlutbundnir kirkjugluggar hafa
veitt dularfullu lita- og ljósflæði
inn í guðshús um aldir, er á stund-
um mesta sjónræna opinberanin
er mætir kirkjugestinum. Magnar
upp í honum trúarlega hugljómun,
sem er einmitt mikilvægastur
þáttur í byggingu guðshúsa stórra
sem smárra. Það mun líka öðra
fremur vera tilgangurinn hjá list-
vinafélaginu, að lyfta upp
stemmningunni í fordyrinu, gera
aðkomuna hátíðlegri fyrir kirkju-
gesti áður en gengið skal inn í
sjálft voldugt kirkjuskipið.
Einhver mestur misskilningur
meðal núlistamanna á fyrstu ára-
tugum aldarinnar má telja að hafi
verið að snúast alfarið gegn
kirkjulist og var mikið til pólitísks
eðlis. Einnig að upp risu víða sál-
arlaus guðshús meinlætis í skreyt-
ingum, og jafnvel málað yfir
skreyti sem fyrir var í þeim eldri
sbr. kalkmálverkin í dönskum
kirkjum eftir siðaskiptin. Man ég
glögglega hve andúðin var sterk
um miðbik aldarinnar og hve mikil
umskipti það vora er Henri Matis-
se (1869-1954) skreytti klaustur-
kapellu Notre-Dame du Rosarie í
Vence í nágrenni Nizza, og full-
gerði 1950. Vakti eiginlega heims-
• ÞRJÁR nýjar bækur eru
komnar út, sem Uglan, íslenski
kiljuklúbburinn hefur gefið út.
Brotahöfuð eftir Þórarin Eldjám.
í kynningu segir: „Brotahöfuð
er áhrifamikil söguleg skáldsaga,
glettin og sorgleg í senn, borin
uppi af næmum mannskilningi og
aðdáunarverðri stílgáfu Þórarins
Eldjárns." Bókin kom fyrst út
1996.“
Sálmur að leiðarlokum eftir
athygli og hafði ómæld áhrif á
þróunina, og enginn minni bógur
en Marc Chagall (1887-1985)
fylgdi í fótspor hans eftir 1957.
Ekki var þó laust við að undran og
tortryggni vildi lengi áfram loða
við þá sem tóku að sér kirkjuleg
verkefni, en ffumkvæði meistar-
anna reyndust engin elliglöp held-
ur vegvísar til framtíðar.
- Blýteikningar Valgerðar
Bergsdóttur í yfirstærðum era
ekki einungis unnar fyrir Hall-
grímskirkju á páskum 1998 heldur
einnig lýsingar á atburðum í
kyrruviku, og þá helst föstudags-
ins langa. Rissin stóra eru mjög í
anda þess sem Valgerður hefur
verið að vinna að á undanfömum
áram, að því viðbættu að hún
gengur út frá trúarlegum táknum
og atburðum sem gerðust þessa
örlagaríku viku.°Yfirleitt hafa riss
listakonunnar fram að þessu verið
huglæg kraftbirting á óhlutlægum
nótum en nú bregður svo við að
inn í formagaldra setur hún fólk
og andlit og vill þá verða nokkur
togstreita á milli þessara þátta.
Nýjar bækur
Erik Fosnes Hansen. Dansinn
dunaði um borð í Titanic, fræg-
asta farþegaskipi allra tíma, sem
lagði í apríl 1912 í sína fyrstu - og
hinstu - för. Og þeir sem léku
undir dansinum eru í aðalhlut-
verki í þessari „margslungnu
skáldsögu sem farið hefur sigur-
för um Norðurlönd og víðar“, eins
og segir í kynningu. Hannes Sig-
fússon skáld þýddi.
Fegurð sögunnar eftir eist-
Andlitin birtast kannski óforvar-
andis líkt og á sér stað í felumynd
og þannig séð grípa þau frekar inn
í heildarferlið og raska því en
styrkja. Eitt verkið er þó undan-
tekning sem er númer eitt á skrá
og nefnist „í loftsal. Kvöldmáltíð"
og er jafnframt stærst eða
210x150 cm. Þetta er einnig
nýjasta verkið svo halda má fram
að gerandinn hafi loks verið búinn
að setja sig fullkomlega inn í hlut-
ina. Að mínu mati er hér um lang-
samlegast safaríkustu og hrein-
ustu teikninguna að ræða, því að
hér er ekki um neitt formrænt
samkrull að ræða heldur vel og
markvisst upp byggða heild, sem
felur þó í sér mun meiri átök við
sjálfan myndflötinn og efniviðinn,
sjálft rissblýið. Þá eru heilagleik-
amir ólíkt betur teiknaðir og
meira samræmi yfir heildarhryn.
Mætti alveg álykta að Valgerður
Bergsdóttir væri komin inn á svið
sem hún mætti leggja meiri rækt
við, því hér skiptir sjálft rissið
mestu en ekki formgerðin.
Bragi Ásgeirsson
nesku skáldkonuna Vivi Luik lýsir
andrúmsloftinu í Eystrasaltsríkj-
unum þegar þau lönd voru undir
jámhæl Sovétríkjanna. „Frásagn-
araðferð sögunnar er sérstök,
bragðið er upp sterkum svip-
myndum af mannlífinu í þessum
ríkjum, jafnhliða því sem einni
fjölskyldu er fylgt í gegnum svipt-
ingar áranna í kringum 1968 og
lýst áhrifum þeirrar „byltingar“ á
ungt fólk í austantjaldslöndunum."
Gleymdir gimsteinar
TðNLlST
llallgrímsktrkja
KIRKJUTÓNLEIKAR
Verk eftir Jdn Leifs, Saint-Saens,
Pál ísdlfsson, Áskel Jdnsson, Höller,
Bach og Brevi. Arndís Halia Ás-
geirsddttir sdpran; Inga Rds Ing-
dlfsddttir, selld; Hörður Áskelsson,
orgel. Hallgrimskirkju, sunnudag-
inn 26. aprfl kl. 17.
SÓLIN glampaði óskert inn
um ósteinda glugga Hallgríms-
kirkju á sunnudaginn var, þegar
efnt var til tónleika fyrir sópran,
selló og orgel til heiðurs Peter-
Paul Schautes, þýzkum velgjörð-
armanni Listvinafélags Hall-
grímskirkju.
Undirritaður komst því miður
ekki í tæka tíð til að heyra fyrstu
tvö atriðin, Þrjú kirkjulög Op.
12a og Praeludiae organo Op. 16
eftir Jón Leifs, en Priére íýrir
selló og orgel eftir Camille Saint-
Saéns hljómaði mjög fallega í
víðæmi musterisins, enda verkið
nærri því sem skapað fyrir mikla
hljómgun með syngjandi angur-
væram sellólínum í himnesku
„vox coelestis“ faðmlagi orgels-
ins, hvort hljóðfæri um sig í ör-
uggum höndum Ingu Rósar Ing-
ólfsdóttur og Harðar Hallgríms-
kantors.
Ung sópransöngkona, Arndís
Halla Ásgeirsdóttir, er sungið
hafði áður Op. 12a eftir Jón
Leifs, söng nú Máríuversi Páls
ísólfssonar (ljóð Davíðs Stefáns-
sonar) og samnefnt lag (ljóð e.
Matthías Jochumsson) eftir
Áskel Jónsson við orgelundirleik
Harðar. Arndís hefur undanfarið
verið við framhaldsnám við
Listaháskólann í Berlín og mun
ráðin næstu tvö ár við eitt af
þrem stærstu óperahúsum borg-
arinnar. Rödd hennar var ein-
staklega tær og falleg en þegar
vel skóluð, og virtist einmitt nú
vera stödd á þessu dýrindis milli-
skeiði milli „álfkonu og val-
kyrju,“ þar sem allar leiðir virð-
ast opnar, áður en álag óperu-
húsanna fer að taka sinn toll;
þroskaskeiði sem er jafnheillandi
og það - því miður oftast nær - er
stutt.
Arndís söng í lok tónleikanna
aríuna Bist du bei mir, talin eftir
G.H. Stölzel (og eina ferðina enn
eignuð J.S. Bach, enda að vísu
bráðfalleg) og gleymda perlu eft-
ir Giovanni Battista Brevi (f.
1650), einsöngskantötuna Delici-
ae terrenae fyrir sópran og fylgi-
bassa, við samleik Harðar á org-
el og Ingu Rósu á selló. Var sá
flutningur ljómandi góður, og þó
að víðgelmisandsvör kirkjuhvelf-
inga drægju nokkra dulu yfir
flúrsönginn í kantötu Brevis,
einkum hjá þeim er fjær sátu,
mátti samt greina furðugóða
raddbeitingu og þroskaða túlkun
hjá jafiiungri söngkonu. Ætti á
þessu stigi að vera óhætt að spá
henni góðum frama í síharðnandi
samkeppni söngheims - með von
um að tærleiki raddarinnar hald-
ist sem lengst.
Skjóta má hér inn, að klapp
áheyrenda milli atriða í kantöt-
unni var heldur hvimleitt, enda
ekki um óperasýningu að ræða,
jafnvel þótt frammistaða söng-
konunnar væri vissulega hríf-
andi.
Hallgrímskantor hefur áður
reynzt fundvís á gleymda
jarknasteina tónbókmenntanna,
eldri sem yngri. Kantata G.B.
Brevis var skínandi dæmi um
það; bráðfalleg miðbarokktónlist
gædd sérkennilega tímalausri
heiðríkju og afar vel samin fyrii-
söngröddina. Annað dæmi var
atriðið næst á undan Stölzel,
orgelverk Karls Höllers (f.
1907), Hugleiðing um sálmalagið
„Dýrlegi Jesú“ Op. 55; langt og
margslungið verk er minnti
stundum á blöndu af frönskum
impressjónisma og nýklassík og
nýtti fjölmarga möguleika hins
stóra orgels mjög vel. Verkið var
sjaldnast mjög átakamikið, en
útheimti hins vegar oft töluverða
leikni, og endaði á lágstemmdri
paradísiskri sælu. Var þakkar-
vert að fá tilbreytingu frá sí-
heyrðum brúkunarhestum orgel-
verkavalsins með þessu áhuga-
verða en lítt þekkta verki í hnit-
miðaðri túlkun Harðar Áskels-
sonar.
Ríkarður Ö. Pálsson