Morgunblaðið - 30.04.1998, Page 34

Morgunblaðið - 30.04.1998, Page 34
34 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR STYRKÞEGARNIR í fyrstu úthlutun úr Menningarsjóði Sjóvár-Al- mennra. í neðri röð frá vinstri: Bergljót Arnalds, Sigurður Líndal frá Bókmenntafélaginu, Brynja Benediktsdóttir og Guðlaug D. Jónsdótt- ir frá Krabbameinsfélaginu. I efri röð frá vinstri Haukur Tómasson, Þórunn Valdimarsdóttir, Hörður Ágústsson og Páll Benediktsson. Menningarsjóður Sjóvár-Almennra trygginga hf. 7 styrkir afhentir í fyrsta sinn MENNINGARSJÓÐUR Sjóvár- Almennra trygginga hf. var stofnaður í lok árs 1997 en til- gangur sjóðsins er að veita styrki til eflingar málefnum sem horfa til heilla í íslensku samfélagi, að því er fram kem- ur í frétt frá fyrirtækinu. Stjórn sjóðsins skipa: Ólafur B. Thors, Hjalti Geir Kristjánsson og Jó- hann E. Björnsson. Alls er fyrirhugað að úthluta 5 millj. kr. úr sjóðnum árlega en hann skiptist í tvo hluta, A og B hluta. Ur A hluta er ætlað að veita 2 millj. kr. í styrki til málefna á sviði menningar- og listar, íþrótta- og forvarnar- mála og er auglýst eftir um- sóknum um styrki úr þeim hluta. Úr B hluta er ætlað að veita allt að 2 millj. kr. til ann- arra málefna sem horfa til heilla í samfélaginu og til efl- ingar heilbrigðs lífernis. B hluta sjóðsins er m.a. ætlað að ná yfír styrki sem tryggingafé- lagið Ábyrgð hf. veitti til bind- indisssamtka og kristilegra fé- lagssamtaka fyrir sameiningu Ábyrgðar hf. og Sjóvár-Al- mennra trygginga hf. Fimmtudaginn 2. aprfl síðast- liðinn, voru veittir í fyrsta skipti styrkir úr A hluta sjóðs- ins. I þetta sinn voru veittir 7 styrkir, einn að fjárhæð 500.000 kr. og sex að fjárhæð 250.000 kr. hver. Eftirfarandi aðilar hlutu styrki að þessu sinni: • Hið íslenska bókmenntafélag, 500.000 kr. vegna útgáfu fyrsta bindis fræðirits Harðar Ágústsson- ar um Laufás. • Bergljót Arnalds rithöfundur, 250.000 kr. til gerðar teiknimyndar um Stafakarlana. • Brynja Benediktsdóttir leikari, 250.000 kr. til að semja og setja upp leikverk um Guðríði Þorbjarnadótt- ur. • Haukur Tómasson tónskáld, 250.000 kr. til að semja verk fyrir tónlistarhátíðina Haustið í Varsjá. • Krabbameinsfélag Reykjavíkur, 250.000 kr. vegna forvarnaverkefnis á sviði tóbaksreykinga. • Páll Benediktsson fréttamaður, 250.000 kr. í handritastyrk venga heimildarmyndarinnar Aldahvörf sem fjalla um íslenskan sjávarútveg á tímamótum. • Þórunn Valdimarsdóttir rithöf- undur, 250.000 kr. vegna bók- menntaverka sem fjalla um síðustu aldamót. Glæpasaga frá Miami ERLE]\DAR H/EKIIR Spennusaga Barbara Parker: „Criminal Justice". Signet Fiction 1988. 438. „HVÍLÍK heppni að búa í Suður - Flórída!" segir bandaríski spennu- söguhöfundurinn Barbara Parker. „Hvar annarstaðar í heiminum get- ur rithöfundur fundið jafn skraut- legt safn af persónum og yndislegar þversagnir? Miami er auðvitað öfgafull borg. Efnishyggjan ræður ríkjum, hún er hávaðasöm og innan- tóm. En þar má einnig fínna metnað og bjartsýni og fólk sem enn trúir á drauma." Enginn Hiaasen Ekki er ég viss um að sveitungi hennar og kollegi, rithöfundurinn Carl Hiaasen, taki undir þetta með Barböru. Bæði skrifa þau um glæpa- veröld Miamiborgar en með mjög ólíkum hætti. Hiaasen dregur upp grátbroslega mynd af borginni og íbúum hennar og hæðist að öllu því sem viðkemur Flórídaiíki eins ófor- skammaður, skemmtilegur og íynd- inn og hann getur verið; söguþráður hans er einfaldur og persónumar ljóslifandi. Barbara hefur ekki snefíl af húmor, söguþráðurinn vill flækj- ast fyrir henni og persónumar eru ekki sérlega áhugaverðar. Barbara Parker hefur notið nokkurra vinsælda í heimalandi sínu þar sem bækur hennar fimm talsins virðast seljast vel. Hún er eins og margir aðrir vinsælir af- þreyingarhöfundar, lög- fræðingur að mennt, sem sneri sér að ritun spennusagna. En það er ekki að sjá á nýjustu sögunni, „Criminal Justice“, sem gefin hef- ur verið út í vasabroti, að hún nýti sér laga- þekldngu sína sérstak- lega við ritun sögunnar. Miklu frekar að hún hafí einhverntíman ver- ið í þungarokksveit því ein slík kemur mjög við sögu og blandast inní peningaþvætti, eins og það mun kallast á ís- lensku, auk þess að tengjast suður-amerískum kókaín- barón, lögfræðingi með samvisku og leynilögreglumönnum, sem starfa undir fölsku flaggi. Ekkert af þessu er spennandi lesning. Bókin er næstum algerlega byggð upp á samtölum sem vilja dragast á lang- inn svo sagan virkar hreinlega eins og útvarpsleikrit og fléttan er næst- um eins aum og þær voru í löngu týndum sjónvarpsþáttum sem hétu „Miami Viee“ og nutu óskiljanlegra vinsælda. Lögfræðingur með samvisku Líklega má segja að aðalsöguhetja bókarinnar sé lögfræðingm- að nafni Dan Galindo er hann fórnaði glæsi- legum ferli sem saksóknari í Miami þegar hann klúðraði máli fyrir rétti BANDARISKI spennusöguhöfundur- innn Barbara Parker; skrifar um undir- heima Miami. KARLAKÓR Keflavíkur. Ungir myndlistarmenn MYIVPLIST Listaskálinn f Hveragerði MÁLVERK/SKÚLPTÚR ÝMSIR LISTAMENN Aðgangseyrir kr. 200. Stendur til 3. maí. í LISTASKALANUM í Hvera- gerði stendur nú yfir samsýning undir yfirskriftinni UM eða Ungir myndlistarmenn ‘98. Hér er um að ræða sýningu sautján listamanna sem fæddir eru á árunum frá 1965 til 1975, alls fjörutíu og átta verk. Sýningin er eins konar endurvakn- ing því áður hafa verið haldnar sýn- ingar undir svipuðum formerkjum, fyrst á vegum Félags íslenskra myndlistarmanna árið 1967 og síðan á Kjarvalsstöðum árið 1983. Nú er fjölbreytnin í íslenskri myndlist svo mikil - ekki síst meðal þeirra listamanna sem yngri eru - að ekki eru nokkur tök á því að setja upp sýningu sem veitti yfirlit yfir það allt. Slík sýning yrði óskiljanlegt kraðak. Með þetta í huga hefur hér verið mörkuð greinileg stefna og ákveðið að sýningin skuli fjalla um þá sem helst beita sér í málverki, með tveimur undantekningum þó sem kemur nokkuð á óvart, en það eru verk Helga Hjaltalín Eyjólfs- sonar, „Innihald", og þrenning Sig- tryggs Baldurssonar, „Vísir að sýn- ingu fyrir kaffihús eða bar“. Á sýn- ingunni má þó sjá að jafnvel þótt svo þröng regla sé mörkuð er fjöl- breytnin mikil og erfitt að hengja verk sumra listamannanna saman svo úr verði einhvers konar heild, eða að minnsta kosti spennandi sam- spil. Þannig er til dæmis samhengið milli mynda Jóhanns Torfasonar og Birgis Snæbjörns Birgissonar næsta illgreinanlegt, en þeir hafa báðir vakið athygli fyrir málverk sín á undanförnum árum. Á sýningunni má sjá verk eftir fólk sem nýlega hefur lokið grunn- námi og svo aftur verk listamanna sem þegar eiga nokkurn feril að baki og eiga jafnvel verk í Listasafni Reykjavíkur eða Listasafni íslands. Samanburður af því tagi getur vissulega verið þeim yngri hollur, en þó er hætt við að minna verði úr við- leitni þeirra á samsýningu af þessu tagi en ella. Margt er á sýningunni vel gert og áhugavert og engin leið er að nefna hér framlag allra. Birgir Snæbjörn Birgisson hlaut verðlaun sem sér- skipuð dómnefnd veitti í tilefni sýn- ingarinnar, enda er framlag hans gott. Myndum hans hér svipar mjög til þeirra sem hann hefur sýnt á undanförnum misserum og eru tæknilega mjög vel útfærðar. Fram- lag Jóhanns Torfasonar er einnig sterkt og í anda þess sem hann hef- ur sýnt undanfarið - eins konar leik- ur með landslag og auglýsingamótíf. Hekla Björk Guðmundsdóttir sýnir tvær áhugaverðar myndir þar sem fíngerður húmor fléttast saman við vandaða útfærslu. Bjarni Sigur- björnsson sýnir mynd málaða á plexigler með innfelldum röntgen- myndum, en þeirri aðferð beitti hann með góðum árangri á nýlegri sýningu í Gallerí 20 fermetrum í Reykjavík. Ýmsir aðrir listamenn eiga þarna góða spretti þótt ekki sé tækifæri til að segja frá því hér. Auk þeirra sem áður eru nefndir sýna á UM ‘98 Sig- ríður Ólafsdóttir, Jón Bergmann Kjartansson, Karl Jóhann Jónsson, Magnús Logi Kristinsson, Sigur- björn Ingvarsson, Aldís Westergren, íva Sigrún Björnsdótt- ir, Stefán Boulter, Sigurður ÓIi Jensson, Ingimar Waage og Guðrún Vera Hjartardóttir. Jón Proppé með því að láta sam- viskuna hafa áhrif á sig. Galindo missti vinnuna, fjölskylduna, heimili sitt og til þess að bæta gráu ofan á svart gerist það um miðbik sögunnar eða svo að kærastan hans fyrrverandi, hann var eiginlega nýbúinn að segja henni upp, finnst myrt í íbúðinni hans. Kærastan var í hljómsveit sem á ein- hvem dulítinn séns á að ná langt en þó er það óvíst því a.m.k. tveir meðlimir hennar eru löggur að rannsaka peningaþvætti, sem um- boðsmaður sveitarinnar á að stunda. Hann er jafnvel á mála hjá eiturlyfjabarón þama í grenndinni, sem mjög er skotinn í vítamínspi’autu sveitarinn- ar, Mörtu. „Criminal Justice" er sannast að segja ákaflega atburðasnauð og það er fátt í henni sem vekur forvitni lesandans eða áhuga. Ekki eru það persónurnar, sem klipptar gætu verið úr hvaða sjónvarpsmynd bandaríski-i sem er, og ekki er það sambandið á milli þeirra. Af ein- hverjum ástæðum stendur manni nákvæmlega á sama um hvað verð- ur um allt þetta lið. Þeir sem vilja kynnast nokkuð annam og talsvert skemmtilegri hlið undirheima Miami skalt bent á bæk- ur Carl Hiaasens. Arnaldur Indriðason Karlakór Keflavíkur í Grindavík- urkirkju NU í lok aprfl mun Karlakór Keflavíkur halda sína árlegu vortónleika. Tónleikarnir verða haldnir í Grindavíkurkirkju þriðjudaginn 5. maí og fímmtu- daginn 7. maí kl. 20.30, einnig verða tónleikar í Bústaðakirkju hinn 11. maí. Kórinn mun heimsækja Karla- kórinn Söngbræður í Borgar- fírði 2. maí og munu kóramir verða með sameiginlega tón- leika í Logalandi um kvöldið. Efnisskrá tónleikauna sam- anstendur af íslenskum og er- lendum lögum. Má þar nefna hefðbundin karlakóralög, óp- erukóra og da:gnrlög. Stjórnandi kórsins er Vilberg Viggósson. Undirleikari Ágota Joó á pianó. Annan undirleik annast Ásgeir Gunnarsson á harmoníku og Þórólfur Þórs- son á bassa. Einsöng syngja Steinn Erlingsson og Gísli Mar- inósson. Handverk í Laugardals- höllinni HANDVERKS- og ferðaþjón- ustuaðilar hafa tekið höndum saman og munu halda sýningu í Laugardalshöll 1.-3. maí nk. Þar verður sýning og sala á gæða- og listhandverki og heimilisiðnaði af öllu landinu. Auk þess verður kynnt það helsta sem ferðaþjónustan hef- ur upp á að bjóða á Islandi í dag. Það er Ferðaþjónusta Akur- eyrar sem stendur að sýning- unni í samstarfi við Handverk & hönnun og Ferðamálasam- tök Islands. Dagskráin verður fjölbreytt, m.a. tískusýningar, vinnusýn- ingar, bardagalist, leiksýning, söngur, happdrætti o.fl. Handsverks- og ferðaþjón- ustuhópar víðs vegar að af landinu munu verða þarna. Sérstök sýning verður haldin á verðlaunuðum og athyglisverð- um tillögum úr minjagripasam- keppni Átaks til atvinnusköp- unar og Handverks & hönnun- ar í tengslum við sýninguna í Laugardalshöll. Norræn sviðslist UT er komin hjá Brutus Öst- lings Bokförlag Symposion í Eslöv í Svþjóð bókin Det andra rummet. En nordisk antologi om scenografisk konst. Rit- stjórar eru Ingamaj Beck og Claus Lynge. Útgefandi kynnir bókina sem fyrsta verk sinnar tegundar, en efni hennar er sviðsetning í leikhúsi, sjónvarpi, byggingar- list, borgarskipulagi, innsetn- ingum, gemingum og í náttúr- unni. Fjöldi norrænna sérfræðinga á greinar í bókinni. Frá Islandi skrifa Ólafur J. Engilbertsson og Ólafur Gíslason. Bókin er prýdd fjölda mynda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.