Morgunblaðið - 30.04.1998, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 30.04.1998, Qupperneq 34
34 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR STYRKÞEGARNIR í fyrstu úthlutun úr Menningarsjóði Sjóvár-Al- mennra. í neðri röð frá vinstri: Bergljót Arnalds, Sigurður Líndal frá Bókmenntafélaginu, Brynja Benediktsdóttir og Guðlaug D. Jónsdótt- ir frá Krabbameinsfélaginu. I efri röð frá vinstri Haukur Tómasson, Þórunn Valdimarsdóttir, Hörður Ágústsson og Páll Benediktsson. Menningarsjóður Sjóvár-Almennra trygginga hf. 7 styrkir afhentir í fyrsta sinn MENNINGARSJÓÐUR Sjóvár- Almennra trygginga hf. var stofnaður í lok árs 1997 en til- gangur sjóðsins er að veita styrki til eflingar málefnum sem horfa til heilla í íslensku samfélagi, að því er fram kem- ur í frétt frá fyrirtækinu. Stjórn sjóðsins skipa: Ólafur B. Thors, Hjalti Geir Kristjánsson og Jó- hann E. Björnsson. Alls er fyrirhugað að úthluta 5 millj. kr. úr sjóðnum árlega en hann skiptist í tvo hluta, A og B hluta. Ur A hluta er ætlað að veita 2 millj. kr. í styrki til málefna á sviði menningar- og listar, íþrótta- og forvarnar- mála og er auglýst eftir um- sóknum um styrki úr þeim hluta. Úr B hluta er ætlað að veita allt að 2 millj. kr. til ann- arra málefna sem horfa til heilla í samfélaginu og til efl- ingar heilbrigðs lífernis. B hluta sjóðsins er m.a. ætlað að ná yfír styrki sem tryggingafé- lagið Ábyrgð hf. veitti til bind- indisssamtka og kristilegra fé- lagssamtaka fyrir sameiningu Ábyrgðar hf. og Sjóvár-Al- mennra trygginga hf. Fimmtudaginn 2. aprfl síðast- liðinn, voru veittir í fyrsta skipti styrkir úr A hluta sjóðs- ins. I þetta sinn voru veittir 7 styrkir, einn að fjárhæð 500.000 kr. og sex að fjárhæð 250.000 kr. hver. Eftirfarandi aðilar hlutu styrki að þessu sinni: • Hið íslenska bókmenntafélag, 500.000 kr. vegna útgáfu fyrsta bindis fræðirits Harðar Ágústsson- ar um Laufás. • Bergljót Arnalds rithöfundur, 250.000 kr. til gerðar teiknimyndar um Stafakarlana. • Brynja Benediktsdóttir leikari, 250.000 kr. til að semja og setja upp leikverk um Guðríði Þorbjarnadótt- ur. • Haukur Tómasson tónskáld, 250.000 kr. til að semja verk fyrir tónlistarhátíðina Haustið í Varsjá. • Krabbameinsfélag Reykjavíkur, 250.000 kr. vegna forvarnaverkefnis á sviði tóbaksreykinga. • Páll Benediktsson fréttamaður, 250.000 kr. í handritastyrk venga heimildarmyndarinnar Aldahvörf sem fjalla um íslenskan sjávarútveg á tímamótum. • Þórunn Valdimarsdóttir rithöf- undur, 250.000 kr. vegna bók- menntaverka sem fjalla um síðustu aldamót. Glæpasaga frá Miami ERLE]\DAR H/EKIIR Spennusaga Barbara Parker: „Criminal Justice". Signet Fiction 1988. 438. „HVÍLÍK heppni að búa í Suður - Flórída!" segir bandaríski spennu- söguhöfundurinn Barbara Parker. „Hvar annarstaðar í heiminum get- ur rithöfundur fundið jafn skraut- legt safn af persónum og yndislegar þversagnir? Miami er auðvitað öfgafull borg. Efnishyggjan ræður ríkjum, hún er hávaðasöm og innan- tóm. En þar má einnig fínna metnað og bjartsýni og fólk sem enn trúir á drauma." Enginn Hiaasen Ekki er ég viss um að sveitungi hennar og kollegi, rithöfundurinn Carl Hiaasen, taki undir þetta með Barböru. Bæði skrifa þau um glæpa- veröld Miamiborgar en með mjög ólíkum hætti. Hiaasen dregur upp grátbroslega mynd af borginni og íbúum hennar og hæðist að öllu því sem viðkemur Flórídaiíki eins ófor- skammaður, skemmtilegur og íynd- inn og hann getur verið; söguþráður hans er einfaldur og persónumar ljóslifandi. Barbara hefur ekki snefíl af húmor, söguþráðurinn vill flækj- ast fyrir henni og persónumar eru ekki sérlega áhugaverðar. Barbara Parker hefur notið nokkurra vinsælda í heimalandi sínu þar sem bækur hennar fimm talsins virðast seljast vel. Hún er eins og margir aðrir vinsælir af- þreyingarhöfundar, lög- fræðingur að mennt, sem sneri sér að ritun spennusagna. En það er ekki að sjá á nýjustu sögunni, „Criminal Justice“, sem gefin hef- ur verið út í vasabroti, að hún nýti sér laga- þekldngu sína sérstak- lega við ritun sögunnar. Miklu frekar að hún hafí einhverntíman ver- ið í þungarokksveit því ein slík kemur mjög við sögu og blandast inní peningaþvætti, eins og það mun kallast á ís- lensku, auk þess að tengjast suður-amerískum kókaín- barón, lögfræðingi með samvisku og leynilögreglumönnum, sem starfa undir fölsku flaggi. Ekkert af þessu er spennandi lesning. Bókin er næstum algerlega byggð upp á samtölum sem vilja dragast á lang- inn svo sagan virkar hreinlega eins og útvarpsleikrit og fléttan er næst- um eins aum og þær voru í löngu týndum sjónvarpsþáttum sem hétu „Miami Viee“ og nutu óskiljanlegra vinsælda. Lögfræðingur með samvisku Líklega má segja að aðalsöguhetja bókarinnar sé lögfræðingm- að nafni Dan Galindo er hann fórnaði glæsi- legum ferli sem saksóknari í Miami þegar hann klúðraði máli fyrir rétti BANDARISKI spennusöguhöfundur- innn Barbara Parker; skrifar um undir- heima Miami. KARLAKÓR Keflavíkur. Ungir myndlistarmenn MYIVPLIST Listaskálinn f Hveragerði MÁLVERK/SKÚLPTÚR ÝMSIR LISTAMENN Aðgangseyrir kr. 200. Stendur til 3. maí. í LISTASKALANUM í Hvera- gerði stendur nú yfir samsýning undir yfirskriftinni UM eða Ungir myndlistarmenn ‘98. Hér er um að ræða sýningu sautján listamanna sem fæddir eru á árunum frá 1965 til 1975, alls fjörutíu og átta verk. Sýningin er eins konar endurvakn- ing því áður hafa verið haldnar sýn- ingar undir svipuðum formerkjum, fyrst á vegum Félags íslenskra myndlistarmanna árið 1967 og síðan á Kjarvalsstöðum árið 1983. Nú er fjölbreytnin í íslenskri myndlist svo mikil - ekki síst meðal þeirra listamanna sem yngri eru - að ekki eru nokkur tök á því að setja upp sýningu sem veitti yfirlit yfir það allt. Slík sýning yrði óskiljanlegt kraðak. Með þetta í huga hefur hér verið mörkuð greinileg stefna og ákveðið að sýningin skuli fjalla um þá sem helst beita sér í málverki, með tveimur undantekningum þó sem kemur nokkuð á óvart, en það eru verk Helga Hjaltalín Eyjólfs- sonar, „Innihald", og þrenning Sig- tryggs Baldurssonar, „Vísir að sýn- ingu fyrir kaffihús eða bar“. Á sýn- ingunni má þó sjá að jafnvel þótt svo þröng regla sé mörkuð er fjöl- breytnin mikil og erfitt að hengja verk sumra listamannanna saman svo úr verði einhvers konar heild, eða að minnsta kosti spennandi sam- spil. Þannig er til dæmis samhengið milli mynda Jóhanns Torfasonar og Birgis Snæbjörns Birgissonar næsta illgreinanlegt, en þeir hafa báðir vakið athygli fyrir málverk sín á undanförnum árum. Á sýningunni má sjá verk eftir fólk sem nýlega hefur lokið grunn- námi og svo aftur verk listamanna sem þegar eiga nokkurn feril að baki og eiga jafnvel verk í Listasafni Reykjavíkur eða Listasafni íslands. Samanburður af því tagi getur vissulega verið þeim yngri hollur, en þó er hætt við að minna verði úr við- leitni þeirra á samsýningu af þessu tagi en ella. Margt er á sýningunni vel gert og áhugavert og engin leið er að nefna hér framlag allra. Birgir Snæbjörn Birgisson hlaut verðlaun sem sér- skipuð dómnefnd veitti í tilefni sýn- ingarinnar, enda er framlag hans gott. Myndum hans hér svipar mjög til þeirra sem hann hefur sýnt á undanförnum misserum og eru tæknilega mjög vel útfærðar. Fram- lag Jóhanns Torfasonar er einnig sterkt og í anda þess sem hann hef- ur sýnt undanfarið - eins konar leik- ur með landslag og auglýsingamótíf. Hekla Björk Guðmundsdóttir sýnir tvær áhugaverðar myndir þar sem fíngerður húmor fléttast saman við vandaða útfærslu. Bjarni Sigur- björnsson sýnir mynd málaða á plexigler með innfelldum röntgen- myndum, en þeirri aðferð beitti hann með góðum árangri á nýlegri sýningu í Gallerí 20 fermetrum í Reykjavík. Ýmsir aðrir listamenn eiga þarna góða spretti þótt ekki sé tækifæri til að segja frá því hér. Auk þeirra sem áður eru nefndir sýna á UM ‘98 Sig- ríður Ólafsdóttir, Jón Bergmann Kjartansson, Karl Jóhann Jónsson, Magnús Logi Kristinsson, Sigur- björn Ingvarsson, Aldís Westergren, íva Sigrún Björnsdótt- ir, Stefán Boulter, Sigurður ÓIi Jensson, Ingimar Waage og Guðrún Vera Hjartardóttir. Jón Proppé með því að láta sam- viskuna hafa áhrif á sig. Galindo missti vinnuna, fjölskylduna, heimili sitt og til þess að bæta gráu ofan á svart gerist það um miðbik sögunnar eða svo að kærastan hans fyrrverandi, hann var eiginlega nýbúinn að segja henni upp, finnst myrt í íbúðinni hans. Kærastan var í hljómsveit sem á ein- hvem dulítinn séns á að ná langt en þó er það óvíst því a.m.k. tveir meðlimir hennar eru löggur að rannsaka peningaþvætti, sem um- boðsmaður sveitarinnar á að stunda. Hann er jafnvel á mála hjá eiturlyfjabarón þama í grenndinni, sem mjög er skotinn í vítamínspi’autu sveitarinn- ar, Mörtu. „Criminal Justice" er sannast að segja ákaflega atburðasnauð og það er fátt í henni sem vekur forvitni lesandans eða áhuga. Ekki eru það persónurnar, sem klipptar gætu verið úr hvaða sjónvarpsmynd bandaríski-i sem er, og ekki er það sambandið á milli þeirra. Af ein- hverjum ástæðum stendur manni nákvæmlega á sama um hvað verð- ur um allt þetta lið. Þeir sem vilja kynnast nokkuð annam og talsvert skemmtilegri hlið undirheima Miami skalt bent á bæk- ur Carl Hiaasens. Arnaldur Indriðason Karlakór Keflavíkur í Grindavík- urkirkju NU í lok aprfl mun Karlakór Keflavíkur halda sína árlegu vortónleika. Tónleikarnir verða haldnir í Grindavíkurkirkju þriðjudaginn 5. maí og fímmtu- daginn 7. maí kl. 20.30, einnig verða tónleikar í Bústaðakirkju hinn 11. maí. Kórinn mun heimsækja Karla- kórinn Söngbræður í Borgar- fírði 2. maí og munu kóramir verða með sameiginlega tón- leika í Logalandi um kvöldið. Efnisskrá tónleikauna sam- anstendur af íslenskum og er- lendum lögum. Má þar nefna hefðbundin karlakóralög, óp- erukóra og da:gnrlög. Stjórnandi kórsins er Vilberg Viggósson. Undirleikari Ágota Joó á pianó. Annan undirleik annast Ásgeir Gunnarsson á harmoníku og Þórólfur Þórs- son á bassa. Einsöng syngja Steinn Erlingsson og Gísli Mar- inósson. Handverk í Laugardals- höllinni HANDVERKS- og ferðaþjón- ustuaðilar hafa tekið höndum saman og munu halda sýningu í Laugardalshöll 1.-3. maí nk. Þar verður sýning og sala á gæða- og listhandverki og heimilisiðnaði af öllu landinu. Auk þess verður kynnt það helsta sem ferðaþjónustan hef- ur upp á að bjóða á Islandi í dag. Það er Ferðaþjónusta Akur- eyrar sem stendur að sýning- unni í samstarfi við Handverk & hönnun og Ferðamálasam- tök Islands. Dagskráin verður fjölbreytt, m.a. tískusýningar, vinnusýn- ingar, bardagalist, leiksýning, söngur, happdrætti o.fl. Handsverks- og ferðaþjón- ustuhópar víðs vegar að af landinu munu verða þarna. Sérstök sýning verður haldin á verðlaunuðum og athyglisverð- um tillögum úr minjagripasam- keppni Átaks til atvinnusköp- unar og Handverks & hönnun- ar í tengslum við sýninguna í Laugardalshöll. Norræn sviðslist UT er komin hjá Brutus Öst- lings Bokförlag Symposion í Eslöv í Svþjóð bókin Det andra rummet. En nordisk antologi om scenografisk konst. Rit- stjórar eru Ingamaj Beck og Claus Lynge. Útgefandi kynnir bókina sem fyrsta verk sinnar tegundar, en efni hennar er sviðsetning í leikhúsi, sjónvarpi, byggingar- list, borgarskipulagi, innsetn- ingum, gemingum og í náttúr- unni. Fjöldi norrænna sérfræðinga á greinar í bókinni. Frá Islandi skrifa Ólafur J. Engilbertsson og Ólafur Gíslason. Bókin er prýdd fjölda mynda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.