Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.04.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 35 Óreiða Morgunblaðið/Silli MARGRÉT J. Pálniadóttir, Jóhanna V. Þórhallsdóttir, Björk Jónsdótt- ir og píanóleikarinn Aðalheiður Þorsteinsdóttir í Húsavíkurkirkju. Fjórar klassískar söngkonur Húsavík. Morgunblaðið. HÚSAVÍKURKIRKJA bauð til ATRIÐI úr Grandavegi 7. Sálarrann- sóknir á Grandavegi Á EFTIR sýningu á Granda- vegi 7 í Þjóðleikhúsinu hinn 1. maí verða umræður þar sem hópur úr Sálarrannsóknarskól- anum, ásamt skólastjóranum, Magnúsi Skarphéðinssyni, mun- ræða innihald sýningarinnar út frá sjónarhóli sálarrannsókna. Viðstaddir verða leikarar úr sýningunni og aðstandendur hennar. Öllum gestum á sýn- ingunni þetta kvöld er velkomið að taka þátt í umræðunum. „Grandavegur 7 var frum- sýndur á liðnu hausti og fékk í alla staði frábærar viðtökur," segir í kynningu. Eru sýningar nú orðnar yfir 30 talsins. Leik- ritið byggist á samnefndri verðlaunaskáldsögu Vigdísar Grímsdóttur. Söguhetjan er ung stúlka sem er skyggn og gerist sagan á mörkum þessa heims og ann- ars. Sigríður Margrét Guð- mundsóttir og Kjartan Ragn- arsson eru höfundar leikgerðar og er Kjartan jafnframt leik- stjóri. Er líf eftir listina? MARGRÉT Hafsteinsdóttir miðill mun stýra skyggnilýs- ingafundi í Nýlistasafninu við Vitastíg, laugardaginn 2. maí kl. 20.30. Tilefni þessarar uppákomu er 20 ára starfsafmæli Nýlista- safnsins og standa myndlistar- mennimir Steingrímur Eyfjörð og Jón Sæmundur fyrir fundin- um. Margrét mun lesa í verk sem eru í eigu safnsins og stjórna al- mennum skyggnilýsingafundi þar sem m.a. verður reynt að komast í samband við framliðna listamenn sem tengdust safninu náið hérna megin og er yfir- skrift fundarins „Er líf eftir list- ina“ haft að leiðarljósi. Fundurinn verður tekinn upp á myndband og mun niðurstöðu hans komið fyrir á Veraldar- vefnum. Að fundi loknum verða born- ar ft-am veitingar. Aðgangseyrir er 800 kr. Tímarit LEIKLISTARBLAÐIÐ (25. árg. 1. tbl. 1998), er málgagn áhugaleikhstar á Islandi. Meðal efnis í ritinu er grein um Hall- dór Laxness, viðtal við Gunn- hildi Sigurðardóttur skóla- stjóra, umfjöllun um Grímni í Stykkishólmi, leiklistarhátíðina í Harstad og Gunnar Sigurðs- son leikstjóri kynnir sig. Ein- þáttungurinn er úr smiðju Hug- leiks, Svona er að drífa sig eftir Fríðu B. Andersen. Ritstjóri er Bjami Guðmars- son. Steinmark prentaði. Dreifingu annast Bandalag ís- lenskra leikfélaga. Argangur- inn (3-4 blöð) kostar 1.500 kr. BÆKUR Hugleiðingar BARA VIÐ eftir Ingibjörgu Elínu Sigurbjörns- dóttur. Spaðjarka, 1998 - 211 bls. Verð 1.100 kr. BARA við er dálítið sérkennileg bók og voguð. Höfundurinn, Ingibjörg Elín Sigurbjörnsdóttir, hefur valið þá leið að sprengja upp öll form þannig að óljóst er hvort við höfum í höndun- um skáldsögu, smásagnasafii eða greinasafn. Kannski er bókin fyrst og fremst óreiðusafh. Bókin byggist á stutt- um köflum sem sumir hafa smásöguígildi en aðrir líkjast meir grein- um, ádrepum eða les- endabréfum. Þessir kaflar eru bundnir sam- an með dagsetningum svo að þeir gætu virst hluti einhvers konar dagbókar. Það og sterk nærvera höfundar bind- ur bókina saman. Stíll bókarinnar er rabb- kenndur og málfarið hversdagsmál, oft tal- málskennt. Viðfangsefni Ingi- bjargar tengjast hvers- dagslífinu. Bryddað er á ólíkum efn- um, jafnt atvinnuleysi, sparsemi og mengun Laugavegar sem skilgrein- ingu á kverúlöntum, eyðsluklóm og menntun. Allt þetta tengist svo sam- an með aðskiljanlegum hætti. Þannig er aldrei að vita hvemig kafl- ar bókarinnar enda. Sagt er til að mynda frá persónu sem fer í at- vinnuviðtal en fer út í allt aðra sálma. Fyrr en varir er lesandi kom- inn með það á hreint hver var með hverjum í bekk í Vogaskóla um árið eða hvemig aðskiljanlegustu sjúk- dómar leggjast á sameiginlegan kunningja hins atvinnulausa og til- vonandi vinnuveitanda. Oft reynir höfundur heldur ekki að byggja upp sögu eða sögulíki í kring- um hugrenningar sínar heldur setur Handritum flett í tölvu London. Reuters. BRESKA þjóðarbókhlaðan hefur tekið í notkun tölvuforrit sem gerir safngestum kleift að „fletta“ nokkrum gersemum í eigu safnsins, gömlum handritum og fágætum bókum. Hugmyndin að því að hægt væri að skoða handrit á tölvuskjá kvikn- aði fyrir áratug. Unnið hefur verið að því í hálft annað ár og var notast við svipaða tækni og við gerð teikni- mynda til að gera þetta mögulegt. „Við vildum að fólk kæmist eins nærri því að fletta bókunum og mögulegt væri án þess að það hand- léki þær,“ segir Jane Carr, talsmað- ur safnsins. Vona forráðamenn þess að á hverju ári verði tveimur verk- um bætt við þau sem fyrir eru. Fyrstu handritin og bækurnar sem hægj; verður að „fletta“ eru stundabók Sforza-ættarinnar, Lind- isfarne-handritin, Demantasútran - og Arundel-handritið, minnisbók Leonardos da Vincis. Með því að snerta skjáinn og draga fingurinn eftir honum geta gestirnir flett í gegnum bækumar, stækkað ein- stakar síður og hluta úr síðu, lesið skýringatexta og hlustað á upplest- ur úr handritunum. Þá geta gestir skoðað speglaða útgáfu af skrift da Vincis en hann skrifaði spegilskrift frá hægri til vinstri, svo að erfiðara væri að ráða í minnispunkta hans. Það er annars af húsnæðismálum bresku þjóðarbókhlöðunnar að segja að flutningar í umdeilda ný- byggingu safnsins í St. Pancras hófst í nóvember sl. en honum lýkur á næsta ári. Þá mun safnið rúma um 12 milljónir bóka en starfsmenn verða um 1.000. þær fram í einhvers konar vitundar- flæði þar sem hver hugsun rekur aðra eins og hálfkveðin vísa án mikils samhengis. „Manstu... hlíðina fríðu? Hissa núna? Jæja, þá tek ég dýfuna, fer ofan í alvarlegu málefnin, ætli þjóðin þoli það? Búið að hjala við hana sem ungabam, barbídúkku, um íþróttir, fegurðarsamkeppni, dóta- fólkið, 666, strikamerkja, véla af henni djúpmiðin - skrápurinn einn eftir. Uss! ekki ofstopa. Uss! ekki segja sannleikann, ekki tala upphátt. Uss! ekki segja mella mánaðarins, segðu skækjan í þjóðleikhúsinu hún gengur fyrir fullu húsi nokkuð metn- aðarfullt verk...“ Ef til vill er slíkur texti réttnefndur fjas. Óljós samúð með al- þýðufólki einkennir textann og fordæming á fordómum gagnvart því. En hann verður einnig á köflum frasakenndur og alhæfingasamur, t.d. í umræðu Ingibjargar um menntun: „Oft er talað um mikilvægi menntun- ar en oftar en ekki skol- ar henni út með frá- rennslinu. Ekkert situr eftir nema kalkborið botnfallið. Svo virðist vera. Ég sé enga mennt- un í ræðum og ritum fólksins sem telur sig lækna, lög- fræðinga, sagnfræðinga, bókmennta- fræðinga og fleiri. Allt hefur skolazt til í höfðum tröppufólksins." Um verkið í heild er þetta að segja: Óljóst er hver er hugmyndin á bak við verkið nema það sé óreiðan. En erfiðara og vandasamara er að semja óreiðukennt verk sem heppn- ast en margur hyggur. Til þess þarf öguð vinnubrögð og mikla skipulags- vinnu. Óreiðan í þessu verki er of óöguð og skipulagslaus. Hún er einnig of mikil til að lesandi finni sig í því. Þrátt fyrir lipran stíl á köflum missir bókin því marks. Það má þó segja höfundi til hróss að djarft er teflt og í slíkri dirfsku býr alla jafna nokkur lífsneisti. tónleika í kirkjunni á sumardag- inn fyrsta, þar sem fjórar klass- fskar söngkonur í sumarskapi skemmtu við góða aðsókn og hrifningu áheyrenda. Söngkonurnar eru sunnan heiða, þótt tvær þeirra séu barn- fæddir Húsvíkingar. Þær eru SELKÓRINN heldur vortónleika í Islensku óperunni fóstudaginn 1. maí kl. 17.00. Á efnisskránni eru bæði íslensk og erlend tónverk. Þar er að finna ís- lenska tónlist eftir m.a. Hjálmar H. Ragnarsson, Gunnar Reyni Sveins- son, Hafliða Hallgrímsson o.fl. að ógleymdum nýjum íslenskum tón- verkum sem frumflutt verða á tón- leikunum. Selkórinn er 30 ára um þessar mundir og í tilefni afmælisins voru samin fyrir kórinn tvö verk sem frumflutt verða á tónleikunum. Hildigunnur Rúnarsdóttir samdi fyr- ir kórinn tónverk við söguna um Tristran og ísodd, en verkið er skrif- að fyrir kór og blásarakvintett. Auk söngkonurnar Margrét J. Pálma- dóttir, Björk Jónsdóttir og Jó- hanna V. Þórhallsdóttir og pí- anóleikarinn Aðalheiður Þor- steinsdóttir. Söngskráin var fjölbreytt, alls 25 lög, þar sem söngkonurnar skiptust á um að syngja einsöng eða svo allar saman. þess skrifaði John Speight verk fyrir kórinn við lítið ástarljóð eftir Þor- geir Sveinbjamarson, „Við Kína- fljót“. Ljóðið segir frá tilhugalífi skötuhjúanna Lí sú lú og Hó sí hú í skjóli bambustrjáa. Lúðrasveit Seltjarnarness mun aðstoða kórinn við flutning í nokkrum verkanna. Selkórinn hefur nú starfað á Sel- tjarnarnesi í 30 ár og eru tónleikar þessir liður í afmælishaldi kórsins. Framhald verður í sumar, en þá heldur kórinn til Ítalíu. Næsta haust eru svo fyrirhugaðir stórir tónleikar með Sinfóníuhljómsveit íslands. Stjómandi Selkórsins er Jón Karl Einarsson. Skafti Þ. Halldórsson Trúlega sjaldan sungið betur TOIVLIST Laiijfliol tskiikja KÓRTÓNLEIKAR Karlakórinn Fóstbræður, ungir og gamlir, flutti íslensk og erlend söngverk. Píanóleikarar: Steinunn Birna Ragnarsdóttir og Þorsteinn Gauti Sigurðsson. Einsöngvari: Auður Gunnarsdóttir. Stjórnendur: Jónas Ingimundarson og Árni Harðarson. Þriðjudaginn 28. april. KARLAKÓRINN Fóstbræður á sér langa sögu, fyrstu árin undir nafninu Karlakór KFUM og Fóst- bræður frá 1936. Einn af mikil- virkustu stjórnendum kórsins var Jón Þórarinsson tónskáld og vom tónleikarnir að nokkra tileinkaðir honum. Tónleikarnir hófust á fjór- um norrænum lögum. Fyrst var Olav Trygvason eftir Friedrich August Reissiger (1809-83), þýsk- norskt tónskáld er stendur í skugga bróður síns er hét Karl Gottlieb, þess er var eftirmaður Webers í Dresden og samverka- maður Wagners. Þetta hressilega lag, er bengist dularfullum enda- lokum Ólafs Tryggvasonar, var mjög vel flutt og einnig annað lag tónleikanna, Till havs eftir Sibeli- us, sem er sérlega fallega gerð tónsmíð. Tvö næstu viðfangsefni voru finnsk og sænsk þjóðlög, í frekar daufum útfærslum en mjög vel flutt. Kórinn er sérlega vel mannaður og hefúr sjaldan verið fjölmenn- ari, 65 félagar, enda er hljómurinn einstaklega þéttur og jafn en ten- órinn þó áberandi betri en oft áð- ur. Eftir lag Helga Helgasonar, Skarphéðinn í brennunni, komu tvö lög sem era að upprana til dægurlög, Dagur að rísa eftir Egil Ólafsson og Vestmannaeyjar eftir Jakob Frímann Magnússon, er öll vora ágætlega flutt. Varðandi lög- in eftir Egil og Jakob er rétt að geta þess að tónsmíð er ekki að- eins fólgin í því að semja laglínu, heldur er allur umbúnaðurinn, raddskipan, formun lagsins og túlkun, fólginn í heildargerðinni, svo að ef þessir þættir eru ann- arra manna verk er tónsmíðin í raun tvískipt og eiga útsetjararn- ir, Arni Harðarson og Ríkarður Örn Pálsson, í raun meira í tón- smíðinni en höfundar laglínunnar. Fram að hléi vora eingöngu flutt söngverk eftir Jón Þórarins- son. Þrjú fyrstu lögin vora Lát sönginn óma, líklega eitt af eldri lögum Jóns, og Blómarósir, skemmtilega unnið og gamansamt lag við texta eftir Helga Sæ- mundsson. Þriðja lagið var ný út- færsla fyrir karlakór á laginu góða Fuglinn í fjöranni, sem flutt var við undirleik Jónasar Ingi- mundarsonar. Nýja söngstjarnan Auður Gunnarsdóttir söng þrjú af vin- sælustu einsöngslögum Jóns, Is- lenskt vögguljóð á Höi-pu, Jeg fandt í morges og Jeg elsker dig. Auður er sérlega vel kunnandi og söng lögin mjög vel, svolítið yfir- vegað en með sérlega jöfnum tón- blæ yfir allt tónsviðið. Fyrri hluta tónleikanna lauk með syrpu stúd- entasöngva er Jón útsetti fyrir karlakór stúdenta. Undirleikurinn er unninn fyrir tvo píanóleikara og það vora Steinunn Birna Ragn- arsdóttir og Þorsteinn Gauti Sig- urðsson er léku á píanóið. Syrpan er sérlega skemmtilega unninn og var flutningurinn í heild mjög góð- ur og sérstaklega píanóleikur Steinunnar og Þorsteins. Gamlir Fóstbræður, undir stjórn Jónasar Ingimundarsonar, sungu einstaklega fallega þrjú af vinsælustu karlakórslögunum, nefnilega Sefúr sól hjá ægi eftir Sigfús Einarsson, Kirkjuhvol eftir Bjarna Þorsteinsson og sænska hvellinn Hæ, tröllum. Fjórar bæn- ir eftir Poulenc voru einstaklega vel fluttar af aðalkórnum en í síð- asta hluta tónleikanna voru við- fangsefni sótt í óperur eftir Verdi, Mozart og Wagner. Undirleikinn annaðist Steinunn Birna Ragnars- dóttir og þar mátti á stundum heyra glampandi falleg tilþrif. Auður Gunnarsdóttir sá um ein- sönginn í Maríubæninni úr Valdi örlaganna eftir Verdi, en eftir hann söng kórinn einnig Va pensi- ero úr Nabucco og kvennakórinn úr La Traviata. Tvö síðustu verk- efnin vora flutt af eldri og yngri kórfélögum og stjórnaði Jónas Ingimundar prestakórnum úr Töfraflautunni eftir Mozart og tónleikunum lauk með glæsilegum söng kóranna á Pflagrímakór Wagners, undir stjórn Árna Harð- arsonar. Tónleikarinr í heild vora sérlega glæsilegir og Fóstbræður trúlega sjaldan sungið betur. Jón Ásgeirsson Ingibjörg Elín Sig- urbjömsdóttir Selkórinn í íslensku óperunni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.