Morgunblaðið - 30.04.1998, Side 54

Morgunblaðið - 30.04.1998, Side 54
V54 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF FRETTIR Vorið græna í Vínarborg Ferð Heimsklúbbs- ins á listahátíð Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 14-17. Bústaðakirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Dómkirkjan. Kl. 14-16 opið hús í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a, fyrir alla aldursflokka. Kl. 17.15 samverustund fyrir böm 9-10 ára. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgeltónlist. Léttur hádegis- verður á eftir. Háteigskirkja. Starf fyrir 6-9 ára böm kl. 17 í safnaðarheimilinu. Kvöldsöngur með Taizé-tónlist kl. 21. Kyrrð, íhugun, endumæring. Allir velkomnir. Langholtskirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur: Gunnar Gunn- arsson. Altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheim- ilinu á eftir. Vorferð eldri borgara: Farið frá kirkjunni kl. 13.30 í Vídalínskirkju í Garðabæ og komið við í Gerðarsafni á heimleiðinni. St- arf fyrir 10-12 ára böm kl. 17. Neskirkja. Biblíulestur kl. 15.30. Sr. Frank M. Halldórsson. Félags- starf aldraðra laugardag 2. maí kl. 15. Skoðunarferð í nágrenni Reykjavíkur. Kaffiveitingar. Þátt- taka tilkynnist í síma 551 6783 milli kl. 16 og 18. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Árbæjarkirkja. Starf fyrir 10-12 ára stráka og stelpur kl. 16.30- 17.30 í Ártúnsskóla. Æskulýðs- fundur eldri deildar kl. 20.30-22. Breiðholtskirkja. Mömmumorg- ■'-jjnn á morgun kl. 10-12. Digraneskirkja. Kl. 10 mömmumorgunn. Leikfími aldr- aðra kl. 11.15. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Bænarefni má setja í bænakassa í anddyri kirkjunnar eða hafa samband við sóknarprest. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11-12 ára kl. 17. Grafarvogskirkja. Mömmumorg- unn kl. 10-12. Efni m.a. fyrirlestr- ar, bænastund o.fl. Kaffiveitingar og djús fyrir bömin. Æskulýðsfé- lag, eldri deild fyrir 9. og 10. bekk kl. 20-22. Hjallakirkja. Starf fyrir 7-9 ára kl. 16. Kópavogskirkja. Starf eldri borg- ara kl. 14-16 í safnaðarheimilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Fyrirbænaefnum má pma til prests eða kirkjuvarðar. eljakirkja. Fundur KFUM fyrh- 9-12 ára stráka kl. 17.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Öpið hús fyrir 11-12 árá böm kl. 17-18.30 í safhaðarheimiliriu. Æskulýðsfúnd- ur kl. 20-22. Hafnarfjarðarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í Vonar- höfn, Strandbergi. Opið hús í Von- arhöfri, Strandbergi fyrir 8-9 ára böm kl. 17-18.30. Vídalínskirkja. Biblíulestur kl. 21. Bæna- og kyrrðarstund kl. 22. Víðistaðakirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15-18.30. jlkraneskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 18.30. Beðið fyrir sjúk- AÐ loknu fjölsóttu námskeiði End- urmenntunarstofnunar Háskóla Is- lands um líf og list tónjöfursins Beethovens undir leiðsögn Ingólfs Guðbrandssonar, gefst almenningi nú kostur á að rifja upp tónlistar- söguna á slóðum snillinganna í tón- listarhöfuðborg heimsins, sem Vín- arborg var frá dögum Haydns, Mozarts og Beethovens og allar götur síðan, þar sem tónlistin situr í hásæti listanna, en þar blómstra þær allar, hver í skjóh annarrar, eins og Ustavikur Vínarborgar bera vitni um. Þangað verður farið og stendur ferðin í 8 daga frá 7. júní, segir í fréttatilkynningu frá Heims- klúbbi Ingólfs. Ennfremur segir: ,Ævi Beet- hovens og tónlist hans og fleiri snill- inga er rakin í ferðinni. Fyrsti við- komustaður er fæðingarborg hans, Bonn í Þýskalandi. I Beethoven- haus er stórmerkt safn hans með hljóðfærum og munum úr eigu hans, ásamt handritum, samtals- bókum og öðru sem varðveist hefur Rannsókna- dagur á Sjúkrahúsi Reykjavíkur VÍSINDARÁÐ Sjúkrahúss Reykja- víkur í Fossvogi stendur fyrir Rannsóknadegi fimmtudaginn 30. apríl nk. Dr. Hannes Pétursson, forstöðu- læknir geðsviðs Sjúkrahúss Reykja- víkur, flytur erindi kl. 13.15 í fund- arsal G-1 um erfðarannsóknir í geð- sjúkdómum. Að erindi hans loknu kl. 14.15 verður opnuð veggspjalda- sýning í anddyrum Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi. Þar verða kynnt 49 veggspjöld þar sem starfs- fólk sjúkrahússins kynnir rann- sóknarverkefni á vegum hinna ýmsu deilda þess. Veggspjöldin verða kynnt af starfsfólki Sjúkrahúss Reykjavíkur kl. 14-16 fimmtudaginn 30. apríl í anddynun SHR í Fossvogi, en veggspjöldin munu standa til 3. maí nk. og eru allir velkomnir til að kynna sér þau. Aðalfundur Vinafélags Blindrabóka- safns íslands VINAFÉLAG Blindrabókasafns ís- lands heldur aðalfund sinn á Hótel Sögu - Skála kl. 20.30 í kvöld, fimmtudagskvöld. Venjuleg aðalfundarstörf. og er þar til sýnis. Fyrir atbeina Ingimundar Sigfússonar, sendi- herra í Bonn, verður safnið sérstak- lega opið fyrir heimsókn hópsins í lok dags 7. júní. Gist er í Bonn en næsta dag er ekin hin fagra róman- tíska leið upp Rínardalinn og síðan í átt til Múnchen og Salzburg og gist þar í fæðingarborg Mozarts. Þar standa til boða Mozarttónleikar í Kastala Salzborgar um kvöldið. Næsta dag verður varið í að rifja upp sögu Mozarts og að skoða borg- ina, hallir og garðana, s.s. Mirabelle í dýrð vorsins. Síðdegis er ekið til Vínar þar sem búið er rétt við hinn fræga Stadtpark, þaðan sem sér út yfir alla borg. Dagamir verða not- aðir til að skoða borgina, einkum slóðir tónskáldanna miklu, frægar hallir aðalsins frá dögum Mozarts og Beethovens, og önnur fræg kennileiti, Operuhúsið, leikhúsin, þar sem verk Mozarts og Beet- hovens voru frumflutt, en einnig farið út fyrir borgina í Wienerwald og til Heiligenstadt sem var eitt helsta athvarf Beethovens og upp- spretta verka hans. Kvöldin verða notuð til að njóta hinnar einstöku stemmingar Vínar- borgar með glaðværð og léttleika, ekld síst á vorhátíð. Margir gimi- legir tónleikar standa til boða í frægum tónlistarhúsum, s.s. Musikverein, Hofburg, Theater an der Wien, í Volksoper og sjálfri rík- isóperunni Staatsoper með heims- frægum flytjendum. Fegurð náttúrunnar á þessum árstíma undirstrikar innihald þess- arar ferðar þar sem allt er í feg- ursta blóma. Að lokinni Vínardvöl verður ekið aðra leið til norðurs og gegnum Númberg til háskólaborg- arinnar fögm, Heidelberg, við ána Neckar og gist á nýju Renaissance hóteli á árbakkanum þar sem loka- veisla ferðarinnar fer fram og rifj- aðar verða upp minningar úr við- burðaríkri ferð. Næsta dag er ekið til Lúxemborgar og flogið heim það- an 14. júní. Fararstjóri í ferðinni verður Ingólfur Guðbrandsson." HILMAR Einarsson afhendir Herði Hjartarsyni gullhring úr lukkupotti. Lukkupottur fyrir fermingarbörnin GULLSMIÐAVERKSTÆÐIÐ Gull og grænir skógar í Grafarvogi hefur verið starf- rækt frá 15. nóvember sl. Á að- fangadag jóla var dregpð úr Iukkupotti viðskiptavina og var Hörður Hjartarson íbúi í Grafarvogi dreginn út og eign- aðist hann því 14 karata gull- hring. Eftir hvítasunnu verða dreg- in út nöfn þriggja fermingar- barna úr sams konar lukkupotti og mun hvert þeirra fá ákveðna skartgripi að verðmæti 10.000 kr. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin frá kl. 16-18. Starfsfólk kirkjunpar á sama tíma í Kirkjulundi. Kyrrðar- óg fræðslustund kl. 17.30. Sigurlína Davíðsdóttir háskólakennari ræðir um sjálfsimynd stúlkna. HIN árlega skeifukeppni Hóla- nema verður 1. maí nk. og hefst hún kl. 13. Þar verður keppt um Morgunblaðsskeifuna, ásetuverð- laun Félags tamningamanna og Eiðfaxabikarinn um best hirta hestinn. Skeifukeppnin verður með nýju sniði, meiri spenna, hröð skipti at- riða. Keppni í fjórgangi og fimm- gangi. Nemendur á reiðkennara- braut sýna skeið og í reiðhöllinni verða leiknar ýmsar listir á hestum. Gestir á skeifukeppninni sem hafa nýlega umgengist hross á „sýktum svæðum“ eru góðfúslega beðnir að virða almennar reglur um smitvamir vegna „hrossasótt- arinnar". Sýning á lífi í fersku vatni, Vatnalífssýning, verður opin gest- um. Að loknum kaffiveitingum verður í Hóladómkirkju braut- skráning þeirra nemenda sem luku verknámi í vetur. „Nám við skólann skiptist í þrjár meginbrautir: Hrossarækt og reið- mennska, ferðaþjónusta í dreifbýli og fiskeldi og vatnanýting. 54 nem- endur stunda nám við skólann í vetur, 34 á almennri hrossabraut þar af 12 í verknámi, 6 á þjálfara- Hólum og reiðkennarabraut, 7 á ferða- málabraut og 6 á fiskeldisbraut. Af 54 nemendum skólans eru 36 stúlk- ur og 16 erlendir nemendur frá 5 þjóðlöndum. Markmið námsins er að mennta og þjálfa fólk til starfa við hross, ferðamál og fiskeldi. Þeir eiga að geta stofnað og rekið fyrirtækið á þessúm sviðum. Þetta er kjörinn vettvangur til þess að rækta áhugamál sín. Þá er námið góður undirbúningur fyrir áframhaldandi nám og getur verið metið að hluta á sérhæfðum háskólabrautum," segir í fréttatilkynningu. Kaffi og hlutavelta í Drangey KVENNADEILD Skagfirð- ingafélagsins í Reykjavíkverð- ur með veislukaffi og hlutaveltu í Drangey, Stakkahlíð 17, fóstu- daginn 1. maí kl. 14. Kvennadeildin hefur starfað á höfuðborgarsvæðinu síðan 1963 og markmiðið hefur verið að efla og styrlqa líknarmál í Skagafirði og víðar með fjár- framlögum til ýmissa mála s.s. tækjakaupa fyrir Sjúkrahús Skagfirðinga á árum áður. Enn- fremur að styrkja sjúka Skag- firðinga sem hafa þurft að leita lækninga erlendis ásamt ýms- um menningarmálum öðrum. Nú í ár ætlar Kvennadeildin að afla fjár til þess að styrkja sumardvöl langveikra barna að Fjólulundi, Hvammi II i Vatns- dal. Það er því einlæg ósk fé- lagskvenna að sem flestir vel- unnarar hennar leggi leið sína í Stakkahlíð 17 1. maí nk. til þess að sfyrkja gott málefni, segir í fréttatilkynningu. Vorsýning Kvöldskóla Kópavogs VORSÝNING Kvöldskóla Kópavogs verður haldin sunnu- daginn 3. maí nk. kl. 14-18 í Snælandsskóla við Furugrund en þar er aðalaðsetur skólans. Á þessari sýningu verður að- allega sýndur afrakstur af vinnu nemenda í verklegum námskeiðum frá liðnum vetri: bókband, bútasaumur, fata- saumur, glerlist, kántrýfóndur, körfugerð, silfursmíði, skraut- ritun, trésmíði, trölladeig, út- skurður og vatnslitamálun. Skólinn óskar þess að sem flestir sjái sér fært að líta inn og skoða sýninguna, segir í fréttatilkynningu. Nýr garð- vörumark- aður í Blómavali BLÓMAVAL opnar nýjan garðvörumarkað í gróðurhús- unum við Sigtún fostudaginn 1. maí. Á þessum garðvörumarkaði verður hægt að fá allt sem tengist ræktun garða og sum- arbústaðalanda. Á boðstólum verður úrval af garðverkfær- um, jurtalyfjum, áburði og öðr- um ræktunarvörum. Alla daga verður garðyrkjufræðingur að störfum og veitir ráðgjöf og faglegar leiðbeiningar. I tilefiii af opnuninni verður boðið upp á margvísleg þriggja daga tilboð. Starfsmanna- stefna Hafnar- fjarðarbæjar STARFSMANNAFÉLAG Hafnarfjarðarbæjar stendur fyrir opnum fundi um starfs- mannastefnu Hafnarfjarðar- bæjar. Fundurinn verður í Álfafelli í íþróttahúsinu við Strandgötu fimmtudaginn 30. apríl og hefst kl. 17. Framsöguerindi heldur full- trúi Hafnarfjarðarbæjar og Ámi Guðmundsson, formaður STH. Auk þess mun þeim flokkum og samtökum er bjóða fram til bæjarstjórnar gefast kostur á að kynna stefnu sína í þessum málaflokki. Að þessu loknu er gert ráð fyrir opnum umræðum og fyrirspumum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.