Morgunblaðið - 30.04.1998, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 30.04.1998, Qupperneq 54
V54 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF FRETTIR Vorið græna í Vínarborg Ferð Heimsklúbbs- ins á listahátíð Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 14-17. Bústaðakirkja. Mömmumorgunn kl. 10. Dómkirkjan. Kl. 14-16 opið hús í safnaðarheimilinu, Lækjargötu 14a, fyrir alla aldursflokka. Kl. 17.15 samverustund fyrir böm 9-10 ára. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgeltónlist. Léttur hádegis- verður á eftir. Háteigskirkja. Starf fyrir 6-9 ára böm kl. 17 í safnaðarheimilinu. Kvöldsöngur með Taizé-tónlist kl. 21. Kyrrð, íhugun, endumæring. Allir velkomnir. Langholtskirkja. Foreldramorg- unn kl. 10-12. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur: Gunnar Gunn- arsson. Altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheim- ilinu á eftir. Vorferð eldri borgara: Farið frá kirkjunni kl. 13.30 í Vídalínskirkju í Garðabæ og komið við í Gerðarsafni á heimleiðinni. St- arf fyrir 10-12 ára böm kl. 17. Neskirkja. Biblíulestur kl. 15.30. Sr. Frank M. Halldórsson. Félags- starf aldraðra laugardag 2. maí kl. 15. Skoðunarferð í nágrenni Reykjavíkur. Kaffiveitingar. Þátt- taka tilkynnist í síma 551 6783 milli kl. 16 og 18. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Árbæjarkirkja. Starf fyrir 10-12 ára stráka og stelpur kl. 16.30- 17.30 í Ártúnsskóla. Æskulýðs- fundur eldri deildar kl. 20.30-22. Breiðholtskirkja. Mömmumorg- ■'-jjnn á morgun kl. 10-12. Digraneskirkja. Kl. 10 mömmumorgunn. Leikfími aldr- aðra kl. 11.15. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Bænarefni má setja í bænakassa í anddyri kirkjunnar eða hafa samband við sóknarprest. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11-12 ára kl. 17. Grafarvogskirkja. Mömmumorg- unn kl. 10-12. Efni m.a. fyrirlestr- ar, bænastund o.fl. Kaffiveitingar og djús fyrir bömin. Æskulýðsfé- lag, eldri deild fyrir 9. og 10. bekk kl. 20-22. Hjallakirkja. Starf fyrir 7-9 ára kl. 16. Kópavogskirkja. Starf eldri borg- ara kl. 14-16 í safnaðarheimilinu Borgum. Kyrrðar- og bænastund í dag kl. 18. Fyrirbænaefnum má pma til prests eða kirkjuvarðar. eljakirkja. Fundur KFUM fyrh- 9-12 ára stráka kl. 17.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Öpið hús fyrir 11-12 árá böm kl. 17-18.30 í safhaðarheimiliriu. Æskulýðsfúnd- ur kl. 20-22. Hafnarfjarðarkirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í Vonar- höfn, Strandbergi. Opið hús í Von- arhöfri, Strandbergi fyrir 8-9 ára böm kl. 17-18.30. Vídalínskirkja. Biblíulestur kl. 21. Bæna- og kyrrðarstund kl. 22. Víðistaðakirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl. 17.15-18.30. jlkraneskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 18.30. Beðið fyrir sjúk- AÐ loknu fjölsóttu námskeiði End- urmenntunarstofnunar Háskóla Is- lands um líf og list tónjöfursins Beethovens undir leiðsögn Ingólfs Guðbrandssonar, gefst almenningi nú kostur á að rifja upp tónlistar- söguna á slóðum snillinganna í tón- listarhöfuðborg heimsins, sem Vín- arborg var frá dögum Haydns, Mozarts og Beethovens og allar götur síðan, þar sem tónlistin situr í hásæti listanna, en þar blómstra þær allar, hver í skjóh annarrar, eins og Ustavikur Vínarborgar bera vitni um. Þangað verður farið og stendur ferðin í 8 daga frá 7. júní, segir í fréttatilkynningu frá Heims- klúbbi Ingólfs. Ennfremur segir: ,Ævi Beet- hovens og tónlist hans og fleiri snill- inga er rakin í ferðinni. Fyrsti við- komustaður er fæðingarborg hans, Bonn í Þýskalandi. I Beethoven- haus er stórmerkt safn hans með hljóðfærum og munum úr eigu hans, ásamt handritum, samtals- bókum og öðru sem varðveist hefur Rannsókna- dagur á Sjúkrahúsi Reykjavíkur VÍSINDARÁÐ Sjúkrahúss Reykja- víkur í Fossvogi stendur fyrir Rannsóknadegi fimmtudaginn 30. apríl nk. Dr. Hannes Pétursson, forstöðu- læknir geðsviðs Sjúkrahúss Reykja- víkur, flytur erindi kl. 13.15 í fund- arsal G-1 um erfðarannsóknir í geð- sjúkdómum. Að erindi hans loknu kl. 14.15 verður opnuð veggspjalda- sýning í anddyrum Sjúkrahúss Reykjavíkur í Fossvogi. Þar verða kynnt 49 veggspjöld þar sem starfs- fólk sjúkrahússins kynnir rann- sóknarverkefni á vegum hinna ýmsu deilda þess. Veggspjöldin verða kynnt af starfsfólki Sjúkrahúss Reykjavíkur kl. 14-16 fimmtudaginn 30. apríl í anddynun SHR í Fossvogi, en veggspjöldin munu standa til 3. maí nk. og eru allir velkomnir til að kynna sér þau. Aðalfundur Vinafélags Blindrabóka- safns íslands VINAFÉLAG Blindrabókasafns ís- lands heldur aðalfund sinn á Hótel Sögu - Skála kl. 20.30 í kvöld, fimmtudagskvöld. Venjuleg aðalfundarstörf. og er þar til sýnis. Fyrir atbeina Ingimundar Sigfússonar, sendi- herra í Bonn, verður safnið sérstak- lega opið fyrir heimsókn hópsins í lok dags 7. júní. Gist er í Bonn en næsta dag er ekin hin fagra róman- tíska leið upp Rínardalinn og síðan í átt til Múnchen og Salzburg og gist þar í fæðingarborg Mozarts. Þar standa til boða Mozarttónleikar í Kastala Salzborgar um kvöldið. Næsta dag verður varið í að rifja upp sögu Mozarts og að skoða borg- ina, hallir og garðana, s.s. Mirabelle í dýrð vorsins. Síðdegis er ekið til Vínar þar sem búið er rétt við hinn fræga Stadtpark, þaðan sem sér út yfir alla borg. Dagamir verða not- aðir til að skoða borgina, einkum slóðir tónskáldanna miklu, frægar hallir aðalsins frá dögum Mozarts og Beethovens, og önnur fræg kennileiti, Operuhúsið, leikhúsin, þar sem verk Mozarts og Beet- hovens voru frumflutt, en einnig farið út fyrir borgina í Wienerwald og til Heiligenstadt sem var eitt helsta athvarf Beethovens og upp- spretta verka hans. Kvöldin verða notuð til að njóta hinnar einstöku stemmingar Vínar- borgar með glaðværð og léttleika, ekld síst á vorhátíð. Margir gimi- legir tónleikar standa til boða í frægum tónlistarhúsum, s.s. Musikverein, Hofburg, Theater an der Wien, í Volksoper og sjálfri rík- isóperunni Staatsoper með heims- frægum flytjendum. Fegurð náttúrunnar á þessum árstíma undirstrikar innihald þess- arar ferðar þar sem allt er í feg- ursta blóma. Að lokinni Vínardvöl verður ekið aðra leið til norðurs og gegnum Númberg til háskólaborg- arinnar fögm, Heidelberg, við ána Neckar og gist á nýju Renaissance hóteli á árbakkanum þar sem loka- veisla ferðarinnar fer fram og rifj- aðar verða upp minningar úr við- burðaríkri ferð. Næsta dag er ekið til Lúxemborgar og flogið heim það- an 14. júní. Fararstjóri í ferðinni verður Ingólfur Guðbrandsson." HILMAR Einarsson afhendir Herði Hjartarsyni gullhring úr lukkupotti. Lukkupottur fyrir fermingarbörnin GULLSMIÐAVERKSTÆÐIÐ Gull og grænir skógar í Grafarvogi hefur verið starf- rækt frá 15. nóvember sl. Á að- fangadag jóla var dregpð úr Iukkupotti viðskiptavina og var Hörður Hjartarson íbúi í Grafarvogi dreginn út og eign- aðist hann því 14 karata gull- hring. Eftir hvítasunnu verða dreg- in út nöfn þriggja fermingar- barna úr sams konar lukkupotti og mun hvert þeirra fá ákveðna skartgripi að verðmæti 10.000 kr. Keflavíkurkirkja. Kirkjan opin frá kl. 16-18. Starfsfólk kirkjunpar á sama tíma í Kirkjulundi. Kyrrðar- óg fræðslustund kl. 17.30. Sigurlína Davíðsdóttir háskólakennari ræðir um sjálfsimynd stúlkna. HIN árlega skeifukeppni Hóla- nema verður 1. maí nk. og hefst hún kl. 13. Þar verður keppt um Morgunblaðsskeifuna, ásetuverð- laun Félags tamningamanna og Eiðfaxabikarinn um best hirta hestinn. Skeifukeppnin verður með nýju sniði, meiri spenna, hröð skipti at- riða. Keppni í fjórgangi og fimm- gangi. Nemendur á reiðkennara- braut sýna skeið og í reiðhöllinni verða leiknar ýmsar listir á hestum. Gestir á skeifukeppninni sem hafa nýlega umgengist hross á „sýktum svæðum“ eru góðfúslega beðnir að virða almennar reglur um smitvamir vegna „hrossasótt- arinnar". Sýning á lífi í fersku vatni, Vatnalífssýning, verður opin gest- um. Að loknum kaffiveitingum verður í Hóladómkirkju braut- skráning þeirra nemenda sem luku verknámi í vetur. „Nám við skólann skiptist í þrjár meginbrautir: Hrossarækt og reið- mennska, ferðaþjónusta í dreifbýli og fiskeldi og vatnanýting. 54 nem- endur stunda nám við skólann í vetur, 34 á almennri hrossabraut þar af 12 í verknámi, 6 á þjálfara- Hólum og reiðkennarabraut, 7 á ferða- málabraut og 6 á fiskeldisbraut. Af 54 nemendum skólans eru 36 stúlk- ur og 16 erlendir nemendur frá 5 þjóðlöndum. Markmið námsins er að mennta og þjálfa fólk til starfa við hross, ferðamál og fiskeldi. Þeir eiga að geta stofnað og rekið fyrirtækið á þessúm sviðum. Þetta er kjörinn vettvangur til þess að rækta áhugamál sín. Þá er námið góður undirbúningur fyrir áframhaldandi nám og getur verið metið að hluta á sérhæfðum háskólabrautum," segir í fréttatilkynningu. Kaffi og hlutavelta í Drangey KVENNADEILD Skagfirð- ingafélagsins í Reykjavíkverð- ur með veislukaffi og hlutaveltu í Drangey, Stakkahlíð 17, fóstu- daginn 1. maí kl. 14. Kvennadeildin hefur starfað á höfuðborgarsvæðinu síðan 1963 og markmiðið hefur verið að efla og styrlqa líknarmál í Skagafirði og víðar með fjár- framlögum til ýmissa mála s.s. tækjakaupa fyrir Sjúkrahús Skagfirðinga á árum áður. Enn- fremur að styrkja sjúka Skag- firðinga sem hafa þurft að leita lækninga erlendis ásamt ýms- um menningarmálum öðrum. Nú í ár ætlar Kvennadeildin að afla fjár til þess að styrkja sumardvöl langveikra barna að Fjólulundi, Hvammi II i Vatns- dal. Það er því einlæg ósk fé- lagskvenna að sem flestir vel- unnarar hennar leggi leið sína í Stakkahlíð 17 1. maí nk. til þess að sfyrkja gott málefni, segir í fréttatilkynningu. Vorsýning Kvöldskóla Kópavogs VORSÝNING Kvöldskóla Kópavogs verður haldin sunnu- daginn 3. maí nk. kl. 14-18 í Snælandsskóla við Furugrund en þar er aðalaðsetur skólans. Á þessari sýningu verður að- allega sýndur afrakstur af vinnu nemenda í verklegum námskeiðum frá liðnum vetri: bókband, bútasaumur, fata- saumur, glerlist, kántrýfóndur, körfugerð, silfursmíði, skraut- ritun, trésmíði, trölladeig, út- skurður og vatnslitamálun. Skólinn óskar þess að sem flestir sjái sér fært að líta inn og skoða sýninguna, segir í fréttatilkynningu. Nýr garð- vörumark- aður í Blómavali BLÓMAVAL opnar nýjan garðvörumarkað í gróðurhús- unum við Sigtún fostudaginn 1. maí. Á þessum garðvörumarkaði verður hægt að fá allt sem tengist ræktun garða og sum- arbústaðalanda. Á boðstólum verður úrval af garðverkfær- um, jurtalyfjum, áburði og öðr- um ræktunarvörum. Alla daga verður garðyrkjufræðingur að störfum og veitir ráðgjöf og faglegar leiðbeiningar. I tilefiii af opnuninni verður boðið upp á margvísleg þriggja daga tilboð. Starfsmanna- stefna Hafnar- fjarðarbæjar STARFSMANNAFÉLAG Hafnarfjarðarbæjar stendur fyrir opnum fundi um starfs- mannastefnu Hafnarfjarðar- bæjar. Fundurinn verður í Álfafelli í íþróttahúsinu við Strandgötu fimmtudaginn 30. apríl og hefst kl. 17. Framsöguerindi heldur full- trúi Hafnarfjarðarbæjar og Ámi Guðmundsson, formaður STH. Auk þess mun þeim flokkum og samtökum er bjóða fram til bæjarstjórnar gefast kostur á að kynna stefnu sína í þessum málaflokki. Að þessu loknu er gert ráð fyrir opnum umræðum og fyrirspumum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.