Morgunblaðið - 30.04.1998, Qupperneq 63

Morgunblaðið - 30.04.1998, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ______________________ FÓLK I' FRÉTTUM Ný Karma KARMA, ein nieftirsóttustu dans- hljómsveit á suðvestur-horninu undanfarin ár hefur bæst góður liðsauki, sem er gítarsnillingur- inn Björgvin Gíslason. Áður hafði gamall spilafélagi Björgvins úr hljómsveitinni Pelican, Jón Olafs- son bassaieikari, gengið til liðs við hljómsveitina, en fyrir voru þeir Olafur Þórarinsson (Labbi), sem syngur og leikur á gítar, Helena Káradóttir söngkona og hljómborðsleikari og Birgir Baldursson trommari. Björgvin Gíslason er ekki að- eins gítarleikari í fremstu röð heldur einnig liðtækur á hljóm- borð og leikur hann á það hljóð- færi með sveitinni ásamt gítarn- um. Labbi í Karma vinnur nú að gerð sólóplötu, en auk þess hefur hljómsveitin sjálf unnið að upp- tökum á nýjum lögum sem fyiir- hugað er að komi út á safnplötu. Karma stefnir sem fyrr á hinn al- menna dansleikjamarkað og nú á Iaugardaginn leikur hljómsveitin á Hótel Björk í Hveragerði. HLJÓMSVEITIN Karma: Björgvin Gíslason, Ólafur Þórarinsson, Birg- ir Baldursson, Helena Káradóttir og Jón Ólafsson. HLJÓMSVEITIN Fresh, sem sigraði í keppninni, en alls tóku átta hljómsveitir þátt að þessu sinni. JÓNÍNA Margrét þenur radd- böndin af lífs- og sálarkröftum. Geisladiskur úr Frostrokki NEMENDAFÉLAG Fjölbrauta- skóla Vesturlands á Akranesi hefur gefið út geisladisk með lögum hljómsveita í árlegiá tónlistarkeppni félagsins, sem ber heitið Frostrokk. Keppnin í vetur var hin tóífta, sem haldin hefur verið á Akranesi, og hefur jafnan verið afar góð aðsókn á keppnina og var svo einnig nú. Átta hljómsveitir tóku þátt í Frostrokki að þessu sinni og má heyra lög með þeim öllum á umræddum geisla- diski, en auk þess að spila frumsam- in lög leika þær einnig lög eftir aðra og eru því samtals 16 lög á diskin- um. Upptökur fóru fram á sal Fjöl- brautaskólans á Akranesi, undir stjóm Flosa Einarssonai- og naut hann þar aðstoðar Eiríks Guð- mundssonar, kennara við skólann. Gamall nemandi skólans, Dagbjart- ur Vilhjálmsson, fjölfaldaði diskinn, sem verður til sölu í skólanum næstu vikur. Að sögn forsvarsmanna Nem- endafélagsins eru nemendur sem og skólastjórnendur afar stoltir af út- komu disksins, enda ekki á hverjum degi sem nemendafélag gefur tón- listarfólki í skólanum tækifæri sem þetta. 9{cetur£aCinn Smiðjuvegi 14, ‘Kþpavogi, sími 587 6080 Kántrýveisla með Viðari Jónssyni íkvöid frá kl. 22-03 Nú mæta allir með hattana FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 63 NO NAME ' COSMETICS — Snyrtivörukynning í dag kl. 14-18. Silla förðunarfræðingur kynnir Ho Name andlit ársins og gefur ráðleggingar. SPES, HÁALEITISBRAUT 58-60, SÍMI 581 3525 Jóga gegn kvíða með Ásmundi Gunnlaugssyni. Uppbyggjandi námskeið fyrir þá sem eiga við kvíða og fælni að stríða og/eða eru að ganga í gegnum miklar breytingar í lífinu. Kenndar verða leiðir til þess að slaka á og öðlast aukið frelsi og lífsgleði. Engin reynsla eða þekking á jóga nauðsynleg. Þri. og fim. kl. 20.00. Hefst 5. maí. Jógatímar, tækjasalur og pólunarmeðferð. Y06A# Ásmundur STUDIO Hátúni 6a, sími 511 3100 c1/Í/~6A- verslun fyrir líkama og sál \ boöi Heilsuhússins í Mbl og á FM 957 í hádeginu í dag Misosúpa með grænmeti 2 laukar, saxaðir 2 gulrætur, sneiddar 'A hvítkál, skorið í strimla 2 vorlaukar, saxaðir 1 dl. Wakame þang, bleytt og skorið f strimla 8 dl. vatn 1 msk. Sólblómaolía 4 tsk. Miso, leyst upp í örlitlu af heitri súpu. Steikið lauk, gulrætur og kál i þessari röö í sólblómaolíunni. Bætiö Wakame í og látið smákrauma í 10 mínútur. Hellið vatninu í og sjóðið við vægan hita í 20 mínútur. Slökkvið á hitanum, hrærið Miso í og látið standa í 5 mínútur aður en súpan er borin fram, skreytt meö vorlauknum. Gott er að bera fram volgt brauð með súpunni Éh Njótið vel. Þú finnur fleiri uppskriftir á heimasíðunni okkar www.heilsa.is EAL DE TOILETTE Nýr og ferskur ilmur frá GIANFRANCO FERRE www.mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.