Morgunblaðið - 30.04.1998, Side 66

Morgunblaðið - 30.04.1998, Side 66
ð>B6 FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1998 MORGUNBLAÐIÐ Panelplötur Ómálaðar • Málaðar Viðarlitir • Speglar Úrval fylgihluta Faxafeni 10 • 108 Reykjavík Simi 581 1091 • Fax 553 0170 ECONCEZaö Mmkm innréttingar Fagleg ráðgjbf Hagstætt verð Leitið tilboða 'Jmboðs- & hoíldvorslun FÓLK í FRÉTTUM EDDA Björgvinsdóttir, Gísli Rún- ar Jónsson og Arnar Jónsson voru að ræða eitthvað skemmtilegt. ANDREA Gylfadóttir og Lára Stefánsdóttir ætluðu að skemmta sér þetta kvöld. GÚSTAF Valgarð og Sigríður Jó- hannesdóttir voru sammála um ágæti skemmtunarinnar. RÚSSÍBANARNIR njóta vaxandi vinsælda og léku á als oddi þetta kvöld sem önnur. Troðfullur Rússíbani í Kaffíleikhúsinu í Kaffíleikhúsinu í Reykjavík eru reglulega ____haldin svokölluð Rússíbanaböll._ Guðmundur Asgeirsson kannaði málið og komst að því að uppákomurnar eru vinsælar og óhemju fjörugar. Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÞAÐ var Iétt sveifla á dansgólfinu og fólk var farið að svitna vel. RÚSSÍBANAR eru hljómsveit sem nýtur sívaxandi vinsælda, aðallega meðal íbúa höfuðborgarinnar. Orðstír sveitarinnar hefur um nokk- urt skeið laumast hljóðlega manna á milli og nú er svo komið að þegar haldin eru Rússíbanaböll þurfa alltaf æðimargir frá að hverfa. Til marks um vinsældir sveitarinnar má geta þess að plata sem hún gaf út með tónlist sinni fyrir síðustu jól seldist upp á augabragði, án nokkurrar markaðssetningar sem heitið gat. Ástæða þess hve látlaus upphefð þessarar vinsælu danssveitar hefur verið er að hún hefur hvorki haldið opinbera tónleika né böll nema í Kaffileikhúsinu í Kvosinni í Reykja- vík. Sá staður er betur þekktur sem veitinga- og leikhús en dansstaður. Húsnæðið er heldur lítið og rúmar aðeins rétt á annað hundrað manns. Hins vegar virðist hvergi annars staðar nást eins innileg og hrífandi stemmning. Því hafa ánægðir dans- arar smám saman breitt út boðskap- inn og nú eru fáir sem ekki hafa að minnsta kosti heyrt talað um Rússí- bana. Þetta er að sögn Jóns skugga, bassaleikara Rússíbana, ástæða þess að þeir spila helst hvergi annars staðar. „Við höfum spilað hér á nokkrum böllum og fyrir utan einka- samkvæmi og stúdíó er Kaffileikhús- ið eini staðurinn þar sem við komum fram,“ sagði Jón í stuttu hléi á dag- skránni. Þrátt fyrir að sveitin hafí verið nýbyrjuð að spila þegar blaða- menn bar að dunaði dansinn dátt og mikill hiti var í gestum. Jón var spurður hvort öll Rússíbanaböll væru svona fjörug. „Já. Það er alltaf brjálað fjör þegar við spilum í þessu húsi,“ sagði Jón og Guðni Franzson klarinettuleikari tók í sama streng. „Hér erum við í mikilli nálægð við áheyrendur og upplifum stemmning- una með þeim, sem er mjög mikil- vægt fyrir andann í hljómsveitinni.“ Tónlist Rússíbananna er sérkenni- legur kokteill hristur saman af frá- bærum hljóðfæraleikurum. Hráefnin eru dansar eins og tangó og salsa, slavnesk þjóðlög og slagarar auk til- brigða við tónverk gamalla meistara á borð við Brahms og Mozart. Auk Jóns skugga og Guðna Franzsonar skipa sveitina Einar Kristján Ein- arsson á gítar, Tatu Kantomaa á harmóniku og Kjartan Guðnason á trommur. Næsta ball Rússíbananna verður í Kaffíleikhúsinu laugardag- inn 9. maí. Fullunnum sérauglýsingum, sem eiga að birtast sunnudaginn 3. maí, þarf að skila fyrir klukkan 16 fimmtudaginn 30. apríl Atvinnu-, rað- og smáauglýsingum, sem eiga að birtast sunnudaginn 3. maí, þarf að skila fyrir klukkan 12 fimmtudaginn 30. apríl. Sími: 569 1111 • Bréfasfmi: 569 1110» Netfang: augl@mbl.is Auglýsendur Spjarir gegn eiturlyfjum SPJARIR 2000 heitir sýning sem opnuð var í Gallerí „Nema hvað“ við Þingholtsstræti 6 síðastliðinn þriðju- dag. Þar sýna sjö nemendur úr textfldeild Mynd- lista- og handíða- skóla Islands föt sem þeir hafa hannað og saum- að sjálfir. Sýn- ingin er liður í forvarnarátak- inu „20,02 hug- myndir um eitur- lyf ‘ og verður opin til sunnu- dagsins 3. maí næstkomandi. Atakið „20,02 hugmyndir um eiturlyfsem er rekið af ungu fólki í samstarfi við Hitt húsið og „ísland án eiturlyfja“, er nú hálfnað og að sögn Höskuldar Kára, framkvæmdastjóra átaks- ins, eru framundan Qölmargar sýningar og uppákomur og má þar nefna „framtíðarsýningu" í Gallerí Geysi, Graffití gjörning og „Dragshow“ svo nokkuð sé nefnt. Höskuldur Kári sagði að nýjar hugmyndir væru vel þegnar, en „20,02“ er opið öllu ungu fólki sem hefur áhuga á að koma með sína sýn á eiturlyf og vill Ieggja hönd á plóg í barátt- unni gegn eiturlyfjum. Með- fylgjandi myndir voru teknar við opnun sýningarinnar „Spjar- ir 2000“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.