Morgunblaðið - 07.07.1998, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Tímaritið Der Spiegel fjallar um fslenska erfðagreiningu
Hættulegir
mikilmennskudraumar
„ER MAÐURINN sniilingur,
brjálaður, hættulegur eða allt
þetta?“ spyr þýska tímaritið
Der Spiegel í grein um Islenska
erfðagreiningu og forstjóra
hennar, Kára Stefánsson. Grein-
in birtist í gær en hafði verið
aðgengileg á alnetinu frá því
um helgina. „Jafnvel vinir hans
eru ekki alltaf á einu máli um
Kára Stefánsson, 49, sem orðinn
er umdeildasti vísindamaður
hinnar eyðilegu ættjarðar sinn-
ar íslands þar sem fískurinn er
eina auðlegðin." í greininni sem
er nafnlaus eins og flestar grein-
ar sem birtast í blaðinu er saga
íslenskrar erfðagreiningar rak-
in og greint frá framtíðaráform-
um forstjórans. „Þeir sem líta á
Stefánsson, berserkinn með út-
geislun, sem snilling, og þar á
meðal er greinilega meirihluti
þjóðarinnar, ásamt forsætisráð-
herranum, vísa til uppgangs-
sögu hins tungulipra fyrrver-
andi prófessors við úrvalshá-
skólann Harvard: Á einungis
tveimur árum hefur Stefánsson
ineð tólf milljóna dala áhættu-
fjármagni byggt upp fyrsta
erfðavísafyrirtæki eylandsins.
Á þriðja hundrað rannsóknar-
menn og vísindamenn, meðal-
aldur 30,8 ára, starfa hjá fyrir-
tæki hans „Decode Genetics“ á
höttunum eftir erfðavísum,
viðskiptatímaritið „Red Herr-
ing“ valdi hann á þessu ári
einn af tíu bestu framkvæmda-
stjónim heims á hátæknisviði
og innan skamms ætlar hann
að setja fyrirtæki sitt á hluta-
brefamarkaðinn Nasdaq í New
York sem sérhæfir sig í há-
tæknifyrirtækjum."
Einstakur
gagnabanki
Blaðið segir að til séu á hinn
bóginn þeir sem telji Kára bijál-
aðan og vísi til þess að há-
timbraðar áætlanir hans yrðu
alls staðar annars staðar í Evr-
ópu stimplaðar sem afsprengri
hættulegra mikilmennslu-
drauma. Þannig hyggist hann
koma á fót gagnabanka sem ætti
ekki sinn líka í öllum heiminum
og geymdi allar mögulegar líf-
fræðilegar upplýsingar um eina
þjóð: erfðavísa hennar, ættartré
og sjúkraskrár.
„Gagnasafnarinn Stefánsson
vill helst engu sleppa. Hann vill
fóðra tölvurnar sínar með upp-
lýsingum sem annars staðar
þættu of persónulegar og
ástæða til að vernda: Hver,
hvenær, hvar með hvaða verki,
fór til hvaða læknis, hver var
sjúkdómsgreiningin og hvaða
lyf var vísað á?“ Blaðið rekur
sérkenni íslendinga sem felist
í einsleitu erfðamengi vegna
einangrunar landsins og
miklum fyrirliggjandi erfða-
fræðiupplýsingum. Jafnframt
er vikið að umburðarlyndi
Islendinjga gagnvart áformum
Kára. „I Þýskalandi væri fyrir-
tækið fyrir löngu orðið vett-
vangur mótmælaaðgerða og
götuóeirða.“ Það séu helst
íslenskir læknar sem mótmæli
og er vitnað í þá Tómas Zoéga
og Harald Briem.
Stóri bróðir
„Margir gagnrýnendur sjá
teikn á lofti um fullkomið
erfðaeftirlitsríki þar sem
íslensk erfðagreining með
Kára Stefánsson í broddi fylk-
ingar léki hlutverk Stóra bróð-
ur. Upplýsingar um heilsu
stjórnmálamanna eða kaup-
sýslumanna kynnu að leka út
úr erfðagreiningarmiðstöðinni.
Hvort sem upplýsingarnar
væru réttar eður ei, yrðu þær
teknar trúanlegar og gætu
eyðilagt feril manna,“ segir í
greininni. Haft er eftir Haraldi
Briem að vernd persónuupplýs-
inga eigi erfitt uppdráttar á
íslandi. En þrátt fyrir hrifningu
landa sinna sé hann ásamt fleir-
um staðráðinn í að fara með
málið fyrir dómstóla, jafnvel
alla leið fyrir Mannréttinda-
dómstól Evrópu.
Kári Stefánsson telur greinina byggða á
ummælum íslenskra andstæðinga sinna
Vegur að mark-
aðssetningu
fyrirtækisins
KÁRI Stefánsson, forstjóri ís-
lenskrar erfðagi'einingar, segist
aldrei hafa séð sams konar per-
sónulegar aðdróttanir í tímariti af
þessari gerð eins og í nýjasta tölu-
blaði Der Spiegel. Hann kveðst þó
ekki áforma nein sérstök viðbrögð.
„Ég veit ekki hvernig maður svar-
ar svona löguðu, ég held að þessi
fréttaflutningur auki stuðning við
okkur innanlands vegna þess
hversu skotið er yfir markið,“ segir
hann.
„Greinin er byggð að mestu leyti
ef ekki alfarið á ummælum and-
stæðinga gagnagrunnsfi-umvarps-
ins á íslandi. Ég efast þó ekki um
að þar tjáir blaðamaðurinn skoðan-
ir sem hann deilir með viðmælend-
um sínum. Þessar skoðanir voru
mjög algengar í Þýskalandi fyrir
örfáum árum, þ.e.a.s. hræðslan við
söfnun persónuupplýsinga og líf-
tækni. Þetta er ekki skoðun stjóm-
valda í Þýskalandi og meirihluta al-
mennings þar. Ég var á ráðstefnu
fyrr á þessu ári þar sem fram kom
hjá mennta- og vísindamálaráð-
herra landsins að til stæði að sækja
mjög fram á sviði erfðarannsókna
og líftækni. Þannig að skoðunin í
greininni á fremur rætur í fortíð
Þjóðverja en nútímanum. Þjóðverj-
ar eru því meðal þeirra aðila sem
við þurfum að keppa við.“
Ekki innlegg í umræðuna
á Islandi
„Viðmælendur blaðamannsins
eru að mestu leyti að grafa undan
viðskiptahagsmunum okkar erlend-
is. Þeir eru ekki að leggja sitt af
mörkum til umi’æðunnar á Islandi.
Þeir eru að vega að þeim hagsmun-
um sem síst skyldi, þ.e. möguleik-
um Islendinga til að hasla sér völl í
líftækni. Þjóðverjar eru að vinna að
sams konar verkefnum og við. Um-
fjöllun eins og þessi auðveldar okk-
ur ekki mai-kaðssetningu vörunnar
heldm’ vegur að henni og gæti unn-
ið á okkur skemmd þegar til lengi'i
tíma er litið.“
Kári segir að einn blaðamaður
hafí komið til Islands vegna grein-
ai-innar og eytt hér nokkrum dög-
um í að ræða við ýmsa aðila. Er
hann ekki sáttur við vinnubrögð
hans. Ekki hafí verið talað við
neinn stuðningsmann gagna-
grunnsfrumvarpsins nema Kára og
reynt sé að varpa heldur leiðinleg-
um bjarma á hann. „Hann hefur
ósköp einfaldlega eftir þeim Har-
aldi Briem og Tómasi Zoéga það
sem þeir segja en þegar hann hef-
ur eftir mér reynir hann að grafa
undan trúverðugleika mínum með
alls konar dylgjum sem eru ekki
beinlínis kurteislegar. Hvaðan
hann hefur þær ætla ég ekki að spá
um þótt mér fínnist ég hafa heyrt
þessi orð úr munni eins eða tveggja
andstæðinga frumvarpsins þótt ég
ætli ekkert að segja til um hvort
þeir séu nafngreindir í þessari
gi-ein eða ekki.“
Kári er spm’ður um þau orð Der
Spiegel að alls staðar annars stað-
ar í Evrópu yrði litið á áform hans
sem mikilmennskudrauma. „Ef ég
hefði sagt fyrir einu og hálfu ári að
ég ætlaði að koma upp fýrirtæki
sem væri komið með 220 manns í
vinnu við erfðafræði innan eins og
hálfs árs þá hefðu menn sjálfsagt
kallað það mikilmennskudraumar.
Ég held því fram að í þessu felist
engin mikilmennska heldur eðlilegt
framhald á tilraun til að búa til
skilning á læknisfræði. Þar að auki
er verið að vinna svipaða vinnu í
Finnlandi, Svíþjóð og víða annars
staðai- í Norður-Evrópu."
Flokksstj órnarfundur Alþýðuflokksins
Stefnt að sameiginlegu
framboði jafnaðarmanna
FUNDUR flokksstjórnar Alþýðu-
flokks var haldinn á sunnudag þar
sem fjallað var um samfylkingar-
mál félagshyggjufólks. Auk flokks-
manna voru þar Jóhann Geirdal,
varafonnaður Alþýðubandalagsins,
og fulltrúar Alþýðusambands Is-
lands, Kvennalistans og Þjóðvaka
en þeir ávörpuðu fundargesti. í
fundarlok var samþykkt ályktun
sem Sighvatur Björgvinsson, for-
maður Alþýðuflokksins, bar fram
um að stefnt skyldi að sameigin-
legu framboði á grundvelli jafnað-
arstefnu, félagshyggju og kven-
frelsis í öllum kjördæmum landsins
til næstu alþingiskosninga.
Mikilvægum
áfanga náð
Það var Sighvatur Björgvinsson,
formaður flokksins, sem setti fund-
inn og sagði m.a. að miklum áfanga
væri náð með samþykkt Alþýðu-
bandalagsins á samfylkingartillög-
unni. „í tvö ár höfum við barist fyr-
ir því sameiginlega markmiði okk-
ar að fylkja jafnaðarmönnum og fé-
lagshyggjufólki til sameiginlegs
framboðs í kosningum. Fundur
okkar nú er haldinn þegar miklum
áfanga er náð í þessu starfí en á
aukalandsfundi Alþýðubandalags-
ins samþykktu rúmlega 71% full-
trúa að ganga til þessa verks með
okkur en áður hafði landsfundur
Kvennalistans samþykkt hið
sama.“
Sighvatur fjallaði síðan um gengi
Alþýðuflokksins og sigra hans og
ósigra síðustu áratugina. „Síðast-
liðin 70 ár hefur okkur aðeins einu
sinni tekist að brjóta 20% múrinn
en það var árið 1978 í Vilmundar-
kosningunum svokölluðu. I þeim
kosningum lærðum við margt
vegna þess að sá sigur nýttist okk-
ur ekki. Strax morguninn eftir var
sigurinn hrokkinn úr okkar hönd-
um. Þó svo að Alþýðuflokkur og Al-
þýðubandalagið hefðu yfír 40%
fylgi samanlagt, en þeir voru sam-
ferða í stjómarandstöðu, þá bar
þeim ekki gæfa til þess að ná sam-
an meirihluta. Flokkarnir fóru í
samstarf við þann flokk sem hafði
tapað kosningunum og þessir
stærstu kosningasigrar í pólitískri
sögu jafnaðarflokkanna tveggja
urðu að engu vegna þess að flokk-
arnir voru tveir og komu sér ekki
saman um annað.“
Gagnkvæm
virðing
Sighvatur sagði mikilvægt að
gagnkvæm virðing ríkti á meðal
flokksmanna jafnaðarmanna og að
það sé grunnurinn að því að þeir
geti orðið sterkt afl. „Við skulum
ekki gera þá kröfu að menn séu
sammála um allt. Við verðum að
virða að fólk hefur frjálsar skoðan-
ir sem ekki eru alltaf í einu og öllu í
samræmi við þær niðurstöður sem
fjöldinn stendur að. Við skulum
hins vegar gera okkur grein fyrir
því að í 95% tilfella erum við sam-
mála í Alþýðuflokknum, Þjóðvaka,
Alþýðubandalagi og Kvennalista
og þar er spurningin hvort á að
vega þyngra, þessi 95% sem eru
sammála eða 5% sem eru ósam-
mála. Mitt svar er að við eigum að
taka höndum saman um það sem
við eigum sameiginlegt og við eig-
um að bera virðingu hvert fyrir
öðru um að hafa mismunandi sjón-
armið til einstakra málefna sem í
dag eru ekki þau meginsjónarmið
íslenskra stjómmála sem við búum
við. Aðeins þannig geta flokkamir
orðið sterkt afl.“
Kveðja til
Jóns Baldvins
Jóhanna Sigurðardóttir ávarpaði
fundinn sem fulltrúi Þjóðvaka.
Sagði hún stundina ánægjulega.
„Það er nokkuð sérkennileg en um-
fram allt ánægjuleg tilfínning að
ávarpa hér minn gamla flokk á nýj-
an leik, enda tilefnið gleðilegt,
sameining, ekki sundrung og bar-
áttan um stóra samfylkingu og
sterka samstöðu gegn íhaldsöflun-
um í augsýn.“
Þá taldi Jóhanna sameiningar-
mál síðustu daga verða skráða í
stjómmálasögu landsins og einnig
að stríðsaxir klofningssögunnar
væru grafnar og fáni sameinaðra
jafnaðarmanna, félagshyggjufólks
og kvenfrelsissinna væri á hún
dreginn. í framhaldi af því fjallaði
hún um þátt Jóns Baldvins Hanni-
balssonar í sameingarmálum og
sendi hún honum hlýjar kveðjur.
„Við Jón Baldvin höfum marga
hildi háð í gegnum árin, en sameig-
inlegt verk okkar um stofnun þing-
flokks jafnaðarmanna fyrir tveim-
ur árum tel ég að hafi verið til far-
sældar fyrir þann sameiningarferil
sem nú er hafínn af fullum krafti.
Vil ég leyfa mér að senda Jóni
Baldvini hlýjar kveðjur til Was-
hington úr þessum ræðustól og
þakka honum fyrir þann mikla
skerf sem hann hefur lagt til sam-
einingarmálanna," sagði Jóhanna.
Fagna
niðurstöðunni
Guðný Guðbjömsdóttir, fulltrúi
Kvennalistans, tók undir orð Sig-
hvats og fagnaði niðurstöðu Al-
þýðubandalagsins. „Ég fagna
þeirri afgerandi niðurstöðu sem
þar fékkst með von um að sem
fæstir sjái ástæðu til að kljúfa sig
frá.“ Þó sagði hún að ýmislegt væri
enn óunnið í samfylkingarmálum
sem ljúka þyrfti fyrir næsta lands-
fund Kvennalistans. „Við höfum
jafnframt lagt áherslu á það við
formenn A-flokkanna að auk mál-
efnaskrárinnar verði að nást sam-
komulag um vinnubrögð, fram-
boðsmál og forystu og í því sam-
bandi höfum við lagt ríka áherslu á
að jafnræði verði með kynjunum á
öllum sviðum hins sameiginlega
framboðs. Þessi vinna þarf að eiga
sér stað áður en næsti landsfundur
Kvennalistans tekur endanlega af-
stöðu til þess hvernig framboðs-
málum samtakanna verður hagað í
næstu alþingiskosningum, hvernig
Kvennalistinn ætlar að fylgja eftir
hugmyndum sínum um jafnrétti og
kvenfrelsi inn í nýja öld.“
Þá taldi Guðný pólitíska nauðsyn
á því að koma með mótvægisafl við
núverandi stjórnarflokka. „Sjálf er
ég sannfærð um að samfylkingar-
lestin verður ekki stöðvuð þótt enn
sé margt óútrætt og því ekki end-
anlega ljóst hverjir verða með og
hverjir ekki. Það er pólitísk nauð-
syn að mínu mati að skapa sterkt
mótvægi við núverandi stjórnar-
flokka til að koma í veg fyrir að
helstu auðlindir landsins endi hjá
örfáum aðilum. Sérhagsmuna-
stefna núverandi ríkisstjómar
verður að vfkja fyrir almannahags-
munum og almennt þarf meiri
áherslu á kvenfrelsi, jöfnuð og fé-
lagshyggju. Til þess þarf öfluga
samfylkingu sem nú er að fæðast,"
sagði Guðný.