Morgunblaðið - 07.07.1998, Page 15

Morgunblaðið - 07.07.1998, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998 1 5 AKUREYRI Leikgleðin í fyrirrúmi LEIKGLEÐIN skein úr hveiju aud- Uti á Pollamóti Þórs og Flugfélags Islands en keppni á þessu árlega knattspyrnumóti leikmanna 30 ára og eldri var nú um helgina. Um 60 lið mættu til leiks. Það getur tekið á að leika knattspymu ekki síst þegar aldurinn færist yfír, en þá er gott að hafa góða aðstoðarmenn eins og þessi knái knattspymumað- ur úr lávarðadeildinni hafði. Úrslit mótsins urðu annars þau að Þróttur fór með sigur af hólmi í flokki 40 ára og eldri, lék til úrslita við lið Víkings en í flokki 30 til 40 ára sigraði Okklinn, en félagið vann lið KR. Morgunblaðið/Björn Gíslason Ásta sýnir í Safnahúsinu ÁSTA Ólafsdóttir myndlistarmaður opnaði sýningu í Safnahúsinu á Svalbarðsströnd sunnudaginn 5. júlí. I kynningu segir: „í þrívíðum verkum sínum leitast Ásta við að myndgera kyrrð og tilfinningar sem fólki reynist oft erfitt að festa í hendi.“ Ásta hefur haidið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum og verður hún með verk á sýningu í Deiglunni 12. júlí n.k. Sýningin stendur til 1. ágúst og er opin frá kl. 11-18 daglega. í Saftiahúsinu eru sjö aðrar sýn- ingar, alþýðulist, handverk, út- saumur og 370 brúður. Ny póstmiðstöð Islandspósts Morgunblaðið/Kristján GUÐLAUGUR Baldursson, stöðvarstjóri íslandspósts, Einar Þor- steinsson, forstjóri fyrirtækisins, Halldór Blöndal, samgönguráðherra, og Gísli Eyland, fyrrverandi stöðvarsljóri Pósts og sfma, vora við opn- un póstmiðstöðvarinnar á Akureyri. ÍSLANDSPÓSTUR opnaði form- lega nýja flokkunar- og dreifingar- miðstöð fyrir póst á Fjölnisgötu 3b á Akureyri sl. fimmtudag. Með til- komu hennar verður vinnslan skil- virkari, öryggið meira og þjónust- an betri. Um 70 fyrirtæki eru í fyr- irtækjaþjónustu póstsiný' á Akur- eyri og verður nú með stærra hús- næði hægt að efla þá þjónustu enn frekar. I nýju póstmiðstöðinni fer fram móttaka á pósti fýrir Norðurland, flokkun og vinnsla fýrir bréfbera og fyrir landpósta, fyrirtækjaþjónusta og frágangur sendinga til flutnings. Húsnæðismál póstþjónustu á Akureyri hafa ekki verið í nógu góð- um farvegi undanfarin ár, eins og segir í fréttatilkynningu íslands- pósts, Lengi hefur staðið til að leysa þennan vanda og m.a. hafa verið uppi hugmyndir um að byggja nýtt pósthús. I stað þess að fara út í svo kostnaðarsamar aðgerðir þótti skynsamlegra að nýta aðstöðuna á Fjölnisgötu og skipta húsnæðinu í Skipagötu/Hafnarstræti milli Landssímans og Islandspósts. Nú standa yfir breytingar á húsnæðinu við Skipagötu og þegar þeim lýkur síðar í sumar mun öll póstafgreiðsla færast úr Hafnarstræti og samein- ast þeirri starfsemi sem verið hefur í SMpagötu. Með opnun póstmiðstöðvar á Fjölnisgötu munu allir þungaflutn- ingar póstsins færast þangað. Með því mun álagi létt til muna af af- greiðslunni í Skipagötu en íslands- póstur þarf, eins og önnur fyrir- tæki í miðbæ Akureyrar, að búa við þrengsli og ógreiðan aðgang fyrir viðskiptavini. Eitt af því sem ný póstmiðstöð býður upp á er nýtt flokkunarkerfi fyrir bréfbera. Um er að ræða breska flokkunarskápa sem teknir hafa verið í notkun. Þeir munu auð- velda bréfberum starfið og bæta þjónustuna. Þegar fram líða stundir er gert ráð fyrir að póstmiðstöð á Akur- eyri muni gegna mikilvægara hlutverki í flokkun og vinnslu sendinga frá öðrum þéttbýlisstöð- um. Ekki er að svo stöddu reikn- að með afgreiðslu fyrir viðskipta- vini Islandspósts í húsnæði nýrr- ar póstmiðstöðvar en það mál verður skoðað þegar fram líða stundir. Hvílíkur pakki! Daihatsu Terios 4x4 Fjölhæfni og svakaseigla Terios sameinar kosti sem nýtast við fjöibreyttar aðstæður. Bíllinn er sprækur og lipur í daglegum borgarakstri. Næmt vökvastýri, lítill beygjuradíus og gott útsýni gera þrengstu svæði aðgengileg. Vondir vegir eru Terios heldur engin hindrun. Sítengt aldrif, læsanlegur millikassi og tregðu- læsing á afturöxli skila honum örugglega áfram í þungri færð. Hæð undir lægsta punkt er 185 mm. Sportpakki á engu verði - bókstaf lega Terios er vel búinn og verðið er mjög hagstætt. Að auki býður Brimborg núna takmarkaðan fjölda bíla með ókeypis sportpakka að verðmæti um 90.000 kr. I pakkanum eru dráttarkúla, Ijósahlífar, vetrardekk, mottur og hlífðarmotta í farangursrými. Beinskiptur frá kr. 1.598.000.- Sjáifskiptur frá kr. 1.678.000.- Fjaðurmýkt og hörkuöryggi Fjöðrunarbúnaðurinn í Terios sameinar mýkt í borgarakstri og frábæra aksturseiginleika á slæmum vegum. Terios er fáanlegur með öflugri fjögurra gíra sjálfskiptingu sem gerir aksturinn enn þægilegri. Daihatsu hefur einnig lagt mikla áherslu á að gera Terios öruggan. Farþegarýmið er sérstaklega styrkt og grindin dreifir vel höggi við árekstur. Tveir loftpúðar eru staðalbúnaður. BRIMB0RG Faxafeni 8 • Sími 515 7010 Brimborg-Þórshamar I Bílasala Keflavlkur I Bíley I Betri bílasalan Tryggvabraut 5 • Akureyri Hafnargötu 90 • Reykjanesbæ Búðareyri 33 • Reyðarfirði Hrísmýri 2a • Selfossi Simi 462 2700 I Sími 4214444 | Sími 474 1453 | Sími 482 3100 DAIHATSU fínn í rekstri O Z Oð ae X TiyBbtyaH i (ú‘y

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.