Morgunblaðið - 07.07.1998, Page 16

Morgunblaðið - 07.07.1998, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Vestmannaeyja til grillveislu í Skansfjöru. Þar var boðið upp á grillaðar pylsur og meðlæti og skemmtidagskrá var allan daginn. Sungið var og trallað og tóku allir virkan þátt í fjörinu. Tjörn með gosbrunni hafði verið útbúin í fjör- unni og nýttu börnin sér það vel til að sulla svolítið en einnig var hægt að vaða út í sjóinn í Klettsvíkinni. Ymiskonar leiktæki voru fyrir börnin og einnig var boðið upp á bátsferðir úr fjörunni. Víkingaskip- ið Islendingur lónaði svo fyrir utan á Víkinni og gaf svæðinu skemmti- legan svip. Stærstur hluti bæjarbúa í Skansinum Talið er að stærstur hluti bæjar- búa hafi komið í Skansfjöruna auk Vestmannaeyjum - Vestmannaey- ingar fógnuðu því um helgina að 25 ár éru liðin frá þvi eldgosinu á Heimey lauk foi-mlega. Nær óslitin dagskrá var frá föstudegi til sunnudags og tók mikill fjöldi fólks þátt í hátíðahöldunum, sem voru einstaklega vel heppnuð. Hátíðahöldin hófust síðdegis á fóstudaginn með skrúðgöngu frá Friðarhöfn að Stakkagerðistúni þar sem afmælishátíðin var form- lega sett. Þrátt fyrir þungbúið veð- ur og rigningu létu Eyjamenn og gestir þeirra það ekki á sig fá og fjölmenntu í gönguna. A fóstudags- kvöldið var síðan dagskrá á þrem- ur stöðum og var alls staðar mikið fjölmenni, en dagskráin byggðist að mestu upp á söng og gleði með virkri þátttöku afmælisgestanna. Það stytti upp þegar leið á kvöldið og í Skvísusundi var gleði fram eft- ir nóttu. Þar hafði veiðarfærahús- um og beituskúrum verið breytt í kaffihús og skemmtistaði þar sem hljóðfæraleikarar voru í hverju húsi við götuna og ríkti mögnuð stemmning í Skvísusundinu þetta kvöld. Sólin skein á gesti Á laugardag var komið blíðskap- arveður og og sólin skein á gesti, sem fjölmenntu á hátíðardagskrá á Stakkagerðistúni. Davíð Oddsson forsætisráðherra var sérstakur heiðursgestur á hátíðinni og flutti hann ávarp til hátíðargesta. Ymis skemmtiatriði voru í umsjá heima- manna og leiktækjum hafði verið komið upp fyrir böm. Á laugardagskvöld var skemmti- dagskrá á fjórum stöðum og var alls staðar troðfullt, enda flestir bæjarbúar þátttakendur í gleðinni auk fjölmargra gesta sem sóttu Eyjamar heim um helgina. Veit- ingatjaldi Þjóðhátíðar hafði verið tjaldað í miðbænum og þar fór fram tónlistardagskrá þar sem fram komu m.a. Kór eldri borgara, Harmonikkufélag Vestmannaeyja, Árni Johnsen, Páll Árnason, Gísli Bi-ynjólfsson og fleiri. I Kiwanis- húsinu var tónlistardagskrá með lögum og ljóðum eftir Oddgeir Kri- stjánsson, Ása í Bæ og fleiri. Dag- skrá þessi var í umsjá Hafsteins Guðfinnssonar en auk hans komu fram fjölmargir hljóðfæraleikarar og söngvarar. Á Stakkagerðistúni vom unglingahljómsveitir með tón- leika og í Skvísusundi var tónlistar- flutningur og fjör. Þegar tónlistar- dagskránni lauk í Tjaldinu og Kiwanishúsinu streymdi allt fólkið í Skvísusundið þar sem sungið var og dansað fram á morgun í ein- stakri stemmningu. Sungið var í hverri kró og úti á götunni og vom öll húsin sem og gatan troðfull af fólki, enda var líkast því sem Þjóð- hátíð væri í Eyjum. Á sunnudagsmorgun hófst dag- skráin með göngu frá Landakirkju að krossinum við Eldfell þar sem séra Jóna Hrönn Bolladóttir mess- aði undir beram himni í dásamlegri sumarblíðu. Nokkur hundruð manns vom við messuna en að henni lokinni bauð bæjarstjóm Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson DAGSKRÁIN á sunnudagsmorgninura hófst raeð göngu frá Landakirkju að krossinum við Eldfell. Gaf flaggstang- ir á Skansinn þeirra fjölmörgu gesta sem í bæn- um vora, enda vora nokkur þúsund manns í fjöranni þegar flest var. Frábært veður var í Eyjum á sunnudaginn, logn, sól og steikj- andi hiti, og allir virtust skemmta sér konunglega. Þessi afmælishátíð í tilefni 25 ára frá goslokum í Eyjum heppn- aðist einstaklega vel og mátti heyra á fólki að það var afar ánægt með hvernig til hefði tekist. „Nú er sko gaman, nú er sko gam- an,“ sagði einn viðmælandi við Morgunblaðið í Skvísusundinu á laugardagskvöld og annar sagði að þetta væri ævintýri líkast. Á öllum mátti heyra ánægju með há- tíðahöldin. Hátíðahöld þessi vora með tals- vert öðra sniði en hátíðahöld sem þessi era oft. Allt byggðist upp á framlagi heimamanna sjálfra og allir skemmtikraftar vora Eyja- menn en mest var lagt upp úr að fólk skemmti sjálfu sér og öðrum með söng og gleði og tókst það svo sannarlega vel. Bæjarstjórn Vest- mannaeyja stóð fyrir hátíðahöld- unum og hafði sérstök afmælis- nefnd unnið að undirbúningi há- tíðarinnar, en Andrés Sigurvins- son leikstjóri og Ásta Guðmunds- dóttir búninga- og fatahönnuður sáu um skipulagningu og umgjörð hátíðahaldanna og eiga hugmynd- ina að framkvæmdinni. Það er óhætt að hrósa þeim fyrir frum- legheitin við uppsetningu hátíða- haldanna og hversu vel tókst til. Eyjamenn sem og allir hátíðar- gestir vora í gleðivímu eftir vel heppnaða helgi og veðurguðirnir hrifust með stemmningunni í Eyj- um og sýndu sínar bestu hliðar um helgina. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson GARÐAR Sigurjónsson, fyrr- verandi rafveitustjóri í Eyjum, afhjúpar minnisvarða um gamla Rafveituhúsið. Minnisvarði um Rafveituna afhjúpaður Vestmannaeyjum - minnisvarði um gömlu Rafveituna sem fór undir hraun í eldgosinu 1973 var afhjúpað- ur um helgina á 25 ára goslokaaf- mælinu. Bæjarveitur Vestmanna- eyja létu reisa steininn á hrauninu þar sem hús Rafveitu Vestmanna- eyja stóð 14 metram neðar, fyrir gos. Það var mikið áfall þegar hús Raf- veitunnar fór undir hraun í gosinu en þá varð bærinn rafmagnslaus og minnast margir þeirrar nætur er Rafveituhúsið fór sem einnar þeirra verstu á gostímanum. Garðai’ Sigurjónsson, lyrrverandi rafveitustjóri, afhjúpaði minnisvarð- ann við athöfn á hrauninu á laugar- dag. Vestmannaeyjum - Sparisjóður Vestmanna- eyja færði Vestmannaeyjabæ að gjöf tvær flaggstangir sem settar hafa verið upp á Skansinum í Eyjum. Flaggstangirnar voru af- hentar um helgina og era þær gefnar í tilefni af 25 ára goslokaafmælinu, Fyrir gos var flaggstöng á Skansinum en hún lenti undir hrauni og hefur önnur ekki verið reist í hennar stað fyrr en nú. Arnar Sigurmundsson, formaður stjómar Sparisjóðsins, afhenti flaggstangimar íyrir hönd Sparisjóðsins en Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, tók við gjöfinni fyrir hönd bæjar- ins. Eftir að Guðjón hafði tekið við gjöfinni drógu þeir Ragnar Óskarsson, varaformaður stjómar Sparisjóðsins, og Benedikt Ragnars- son, sparisjóðsstjóri, íslenska fánann og fána Vestmannaeyjabæjar að húni á stöngunum. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson FÁNAR dregnir að húni á flaggstöngunum á Skansinum sem Sparisjóðurinn í Eyjum gaf Vestmannaeyjabæ í til- efni af 25 ára goslokaafmælinu. Fjölsótt gos- lokaafmæli í Eyjum Eyjamenn þakka varnarliðinu Vestmannaeyjum - Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli og banda- ríska hernum var á 25 ára gos- lokahátiðinni í Eyjum þakkað sérstaklega fyrir björgunarstörf þess í eldgosinu á Heimaey 1973. Á hátíðarsamkomu á Stakka- gerðistúni flutti Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, forseti bæjar- stjórnar, ávarp þar sem hún fór í stuttu máli yfir þátt varnarliðs- ins og bandaríska hersins í björgunarstörfunum á Heimaey. Hún sagði að bæjaryfírvöld hefðu við ýmis tækifæri þakkað þeim ljölmörgu sem aðstoðuðu við björgunarstörf í eldgosinu og uppbygginguna að gosi loknu. Varnarliðinu og banda- ríska hernum hefði þó ekki ver- ið þakkað formlega í Eyjum og því þætti bæjaryfírvöldum bæði rétt og skylt að gera það á þess- um timamótum. Tveir yfírmenn í varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, John J. Walters frá flughemum sem jafnframt er næstráðandi hjá varnarliðinu og Kenneth A. Morrell jr., frá fíotanum, komu til Eyja til að taka við þakklæti Morgunblaðið/Sigurgeir Jónaason GUÐJÓN Hjörleifsson, bæjarstjóri, afhenti fulltrúum varnarliðsins, John J. Walters og Kenneth A. Morrell jr., áletraða mynd frá Vest- mannaeyjabæ í þakklætisskyni fyrir fórnfús björgunarstörf varnar- liðsins og bandarfska hersins í eldgosinu 1973. Með þeim á myndinni er Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir, forseti bæjarsljórnar. Eyjamanna og bað Sigrún þá að veita viðtöku þakklætisvotti frá Eyjamönnum og bera vamar- liðsmönnum og bandaríska hernum bestu kveðjur frá íbúum í Vestmannaeyjum. Fengu gjafir að launum Guðjón Hjörleifsson bæjar- stjóri afhenti þeim síðan áletrað- ar myndir, yfirlitsmynd af Heimaey og myndaseríu frá björgunarstörfum varnarliðsins í Eyjum. Guðjón sagði í samtali við Morgunblaðið að vamarliðið hefði lagft mikið af mörgum í björgunarstörfum í Eyjum þeg- ar gosið var. Hann sagði að það framlag varnarliðsins hafí aldrei verið formlega þakkað af Eyja- mönnum fyrr en nú og því hefði verið tími til kominn og upplagt að nota 25 ára goslokaafmælið til þess. f I I f f' I I r i f i r i f > > K

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.