Morgunblaðið - 07.07.1998, Page 19

Morgunblaðið - 07.07.1998, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998 19 VIÐSKIPTI SKÝRR hf. hefur keypt um 10% hlutabréfa í hugbúnaðarfyrirtækinu Gagnalind hf. Gagnalind sérhæfir sig í þróun sjúkraskrárkerfa fyrir heilsugæslustöðvar og heilbrigðis- starfsmenn. Skýrr og Gagnalind hafa að undanfórnu átt í viðræðum um mögulegt samstarf og segja for- ráðamenn fyrirtækjanna að þessi kaup marki upphafið að nánara sam- starfi í framtíðinni. Gagnalind hf. varð til árið 1992 við sameiningu nokkurra smærri fyrir- tækja sem unnu að þróun sjúkra- skrárkerfa. I framhaldi af samein- ingunni var samið um afnot af hug- búnaði í eigu þessara fyrirtækja og þróun á nýrri útgáfu sem hlotið hef- ur nafnið „Saga“. Sjö starfsmenn vinna nú hjá fyrirtækinu og rekur það útibú í Lundúnum. Velta þess á síðasta ári var 35 milljónir króna og skilaði það um hálfrar milljónar Stjórnarformaður Myllunnar-Brauðs Fagnar úr- skurði hér- aðsdóms BENEDIKT Jóhannesson, stjórn- arformaður Myllunnar-Brauðs, seg- ist fagna úrskurði héraðsdóms í máli samkeppnisráðs gegn fyrir- tækinu vegna kaupa þess á Sam- sölubakaríi. Hann segir að mark- miðið með kaupunum hafi fyrst og fremst verið að ná fram hagræðingu í þessari atvinnugrein og starfs- menn fyrirtækisins muni nú snúa sér að því að ná henni. Eins og fram hefur komið vísaði héraðsdómur Reykjavíkur sl. föstu- dag frá máli samkeppnisráðs þar sem krafa var gerð um að ógiltur yrði úrskurður áfrýjunamefndar samkeppnismála um að fella úr gildi fyrri ákvörðun ráðsins um ógildingu yfirtöku Myllunnar-Brauðs hf. á Samsölubakaríi. Guðmundur Sigurðsson, for- stöðumaður samkeppnissviðs Sam- keppnisstofnunar, vildi í gær ekkert tjá sig um úrskurðinn en sagði að samkeppnisráð myndi fjalla um hann á fundi sínum síðar í vikunni. --------------- Otíuverð lækk- ar eftir árásir * á Irana London. Rcuters. OLÍUVERÐ á heimsmarkaði lækk- aði á mánudag í kjölfar ásakana Venezúela í garð Irana um offram- leiðslu og spádóma um verulega aukinn hráolíuútflutning frá Irak. Viðmiðunarverð lækkaði um 22 sent í 13,33 dollara tunnan síðdegis, en verðið hafði komizt hæst í 13,54 dollara. Þrátt fyrir bata eftir nýlegar lækkanir er verðið ennþá um einum dollara lægra en í síðasta mánuði, þegar skýrt var frá fyrirætlunum OPEC um að minnka framleiðslu um 1.355 milljónir tunna á dag í júlí. Verðið lækkaði á mánudag þegar Luis Giusti, forstjóri ríkisolíufélags- ins Petroleos de Venezuela, sagði að íran framleiddi 230.000 tunnur á dag umfram það magn sem þeir hefðu samþykkt eftir skyndifund Saudi Arabíu, Venezúela og Mexíkó í Riyadh í marz. íran, annar helzti framleiðandi OPEC á eftir Saudi-Arabíu, sam- þykkti eftir fundinn í síðasta mán- uði að skera niður framleiðslu sína um 305.000 tunnur á dag úr 3,62 milljónum tunna á dag í febrúar. www.mbl.is Skýrr hf. kaupir 10% hlut í Gagnalind hf. króna hagnaði. Þorsteinn Ingi Víglundsson, fram- kvæmdastjóri Gagnalindar, segir að þróun Saga kerfisins samkvæmt samningi hafi lokið í desember 1996 og undanfarið verið unnið að upp- setningu, viðbótum og aðlögun að ákveðnum þörfum sjúkrahúsa og sérfræðinga. „Saga kerfið hefur nú þegar verið tekið í notkun hjá fjölda heilsugæslustöðva, sjálfstætt starf- andi sérfræðingum og á sjúkrahús- um. Kerfið tekur til margra þátta í rekstri heilsugæslu og sjúkrahúsa og heldur auk þess utan um sérhæfðar upplýsingar. Það inniheldur t.d. sjúkraskrá, hjúkrunarskrá, rann- sóknastofukerfi, tímabókanir, gjald- tökukerfi og skýrslugerðir. Við sam- einingu Gagnalindar hf. og Þjálfa ehf. fyrr á þessu ári var lagður grunnur að því að kerfið yrði aðlagað fyrir sjúkraþjálfara. Landlæknis- embættið hefur tekið kerfið í notkun fyrir farsóttarskráningu og nýlega var gengið frá samningi við Ríkis- spítala um notkun sjúkraskrárkerfis á öllum spítalanum.“ Erlendir aðUar áhugasamir Gagnalind og Landlæknisemb- ættið hafa jafnframt lokið evrópska samstarfsverkefninu Telenurse þar sem íslenskir hjúkrunarfræðingar unnu að hönnun og prófunum á kerfi til skráningar í hjúkrun. Að sögn Þorsteins Inga hefur fyrirtæk- ið nú þegar undirritað rammasamn- inga við tvö erlend fyrirtæki sem eru leiðandi í gerð upplýsingakerfa fyrir heilbrigðisstofnanir, hvort á sínu markaðssvæði. „Samningar í tveimur löndum til viðbótar eru í burðarliðnum. Þessi fyrirtæki hafa hug á að stytta sér leið í þróun sinni að fullkomnu kerfi með samningum um sölu á íslenska kerfinu, sem ís- lenska heilbrigðiskerfið og starfs- fólk þess hefur þróað,“ segir Þor- steinn Ingi. Skýrr hf. framleiðir hugbúnað fyr- ir margvíslegt tölvuumhverfi og býð- ur stofnunum og fyrirtækjum víð- tæka þjónustu við rekstur upplýs- ingakerfa. Hreinn Jakobsson, for- stjóri Skýrr, segir að með samstarfi fyrirtækjanna muni sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum bjóðast hag- kvæmar lausnir þar sem styrkur beggja fyrirtækja nýtist. „Með þessu höldum við áfram að fjárfesta í fyrir- tækjum í upplýsingatækni og þannig styrkjum við okkar vöruframboð og þjónustu viðskiptavinum til hags- bóta,“ segir Hreinn. fyrir Hewlett Packard gæðií ný HP Vectra VE með Intel Celeron örgjörvanum Intel Celeron er af nýrri kynslóð örgjörva frá Intel sem er þróaður af sama grunni og Pentium II örgjörvinn. celeron • Intel Celeron 266 MHz örgjörvi • 15“ HP Ultra VGA hágæöaskjár 17" HP 70 skjárfyrir 19.500 kr. til viðbótar • 32 MB vinnsluminni • 2,5 GB UATA harður diskur • 2 MB skjákort • Microsoft Windows 95 (Windows 98 eða NT 4,0 fáanleg) • HP TopTools stjórnunar- og eftirlitshugbúnaður • Borð- og turnvélar fáanlegar Nýja HP Vectra VE línan er einnig fáanleg með Pentium II örgjörvanum í 266-400 MHz útgáfum Þriggja ára ábyrgð* *Hafið samband við viðurkennda söluaðila og kynnið ykkur ábyrgðarskilmála Hewlett Packard Tilboðsverð skv. rammasamningi Ríkiskaupa RK-3.02 Tilboðið gildirtil 30. júlí 1998 OPIN KERFIHF HEWLETT® PACKARD Höfðabakka 9 Tækniupplýsingar Viðvrkenadir sóluaðilar Reykjavik: AC0 hf, s. 5627333«Gagnabank< Akranes:Tölvubjórw$tan. s 431 431' • Dalvík: Hau Akureyri: £ST hf, s. 461 ?299• Husavik: £G Jónas Tölvuþjórtusta Austurlands: Egilsstöðum, s. 475 1 Selfoss: TRS. s. 4323IS4* Keflavik TöWuvæðÍRU 466 1828 www.hp.is m HEWLETT PACKARD

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.