Morgunblaðið - 07.07.1998, Side 20

Morgunblaðið - 07.07.1998, Side 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998 NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ Stór tré flutt úr stað Sumar gróðrarstöðvar selja stór tré, sem sérstaklega eru ræktuð og meðhöndluð með það fyrir augum að skipta um dvalar- stað. Sea'a má að áhugafólk um ræktun græði nokkur ár með því að setja niður stór tré, sérstaklega þegar um er að ræða hægvaxta tré. Brynju Tomer leist vel á hugmyndina og spurðist fyrir um málið. Morgunblaðið/Arni Sæberg GOTT er að hafa plast við höndina til að moka á það moldinni sem grafin er upp úr holunni. Um hálfum hnefa af Blákorni er stráð yfir moldina. STÆRÐ holu ræðst af hnausstærð trésins, en holan á að vera um helmingi víðari og helmingi dýpri en hnausinn. Vaníliubragði oQ 'nU^!í UNDIRBÚNINGUR fyrir gróður- setningu á stóru tré er lítill ef setja á niður tré sem sérstaklega hefur verið ræktað með flutning fyrir augum. Undirbúningur er öllu meiri ef tré er til dæmis flutt milli staða í garði eða tekið úr garði og flutt á annan stað. Tveir starfs- menn gróðrarstöðvarinnar Gró- anda að Grásteinum í Mosfellsdal sýna á meðfylgjandi myndum hvernig best er að standa að gróð- ursetningu á stóru tré. Einar Niel- sen er garðyrkjufræðingur, en Bjami Þór Eyvindsson er lækna- nemi, sem undanfarin tíu ár hefur verið sumarstarfsmaður hjá Birni Sigurbjörnssyni að Grásteinum. Samkeppnisstofnun Bannaði auglýsingu á Egils orkudrykknum SAMKEPPNISSTOPNUN hefur bannað sjónvarpsauglýsingu á Egils orkudrykknum sem nýlega kom á markað. Að sögn Onnu Birnu Hall- dórsdóttur, starfsmanns Samkeppn- isstofnunar, lét Sól-Víking á sínum tíma gera sjónvarpsauglýsingu sem sýnir botn þriggja dósa á hvítum grunni. Ein dósin rís upp sem er þá orkudrykkurinn Magic. „Olgerð Egils Skallagrímssonar auglýsir orkudrykk sinn á nákvæmlega sama hátt. í stað orkudrykkjarins Magic er komin flaska með Egils orku. Anna Bima segir að slík eftirlík- ing sé brot á góðum viðskiptahátt- um og ósanngjarn auglýsingamáti gagnvart keppinauti. Þegar Anna Birna er spurð hvort algengt sé að slík mál komi upp seg- ir hún þetta mál algjöra undantekn- ingu. TRÉ er sett í holuna með striga utan um hnaus, en hann morkn- ar síðan sjálfkrafa. Þeir gróðursettu níu ára gamalt reynitré, en það er um þrír metrar á hæð og vegur um 20 kíló með hnaus. Einar og Bjami Þór segja að hægt sé að gróðursetja allt að 150 kílóa tré án þess að notast við vinnuvélar. Hafi tré verið á sama stað í meira en fimm ár er æskilegt að undirbúa flutning með árs fyrir- vara. Þá er stungið meðfram trénu að vori, um það bil sem tréð laufg- ast. Þumalfingursregla er að þver- mál hnauss sé um tíu sinnum meira en þvermál trjástofnsins. Sé jarð- vegur blautur er að öllu jöfnu nóg að hafa dýpt holunnar sem nemur einni skóflustungu, en sé hann mjög þurr hafa trjárætur líklega leitað dýpra í vatnsleit og því gæti þurft að stinga dýpra niður með rótunum. Áiá síðar er tréð síðan tekið upp og flutt á endanlegan dvalarstað. Gróðursetningu er þá háttað eins og um væri að ræða tré sem keypt hefur verið með hnaus, tilbúið til gróðursetningar. Öllu minna mál er að flytja tré sem ræktað hefur verið í gróðrar- stöð og búið undir flutning. Sú breyting hefur orðið á síðari árum að garðyrkjumenn gróðursetja nú frá vori fram á haust, en áður ein- skorðaðist gróðursetning við vorið. Astæðan er fyrst og fremst sú að nú eru fáanleg tré sem alin hafa verið upp með flutning fyrir aug- um. Besta veðrið Heppilegast er að gróðursetja þegar logn er og skýjað. Versta veður til gróðursetningar er sól og vindur, enda þorna rætur þá veru- lega og tréð verður fyrir vatnstapi, sem getur haft áhrif á vöxt þess. Gæta verður að því að vökva rætur mjög vel og sé það látið standa í einhverja daga áður en það er sett niður, er nauðsynlegt að vökva ræturnar ríkulega. Gott er að bæta jarðveg með lífrænum áburði og er einkum mælt með hrossataði. Enn- fremur er jarðvegur bættur með svolitlu Blákomi. Aður en stórt tré er gróðursett er gott að hafa við höndina plast- dúk eða stóran plastpoka fyrir mold, hrossatað eða annan lífræn- an áburð, örlítið Blákorn, tvo granna girðingarstaura, slöngu- gúmmí og aðgang að vatni. MISJAFNT er eftir stærð og staðsetningu hvort tré þarf stuðning, en miða má við að 2 metra háar hnausaplöntur þurfi stuðning. Taki tré á sig mikinn vind er stuðningur enn mikil- vægari. Grannir girðingar- staurar eru reknir niður í jaðar holunnar, þannig að þeir nemi við hnaus trésins. SLÖNGUGÚMMÍ er skorið í tvær ræmur og notað til að festa tréð. Ræma er heft föst við staur og vaf- ið einn hring í kringum hann. Síð- an er henni vafið kringum trjá- stofn og að lokum vafið um sjálfa sig milli staurs og trjástofns. Að lokum er gúmmíræman heft föst við staurinn. Hið sama er gert hin- um megin og þess gætt að nægi- lega vel sé strekkt á gúmmíinu svo að tijástofninn haldist beinn. Gera má ráð fyrir að tréð þurfi stuðning í tvö ár. Að gróðursetningu lokinni er tréð vökvað með um 15 lítrum af vatni. Ekki er vökvað með úða, heldur vatn látið renna nálægt stofninum til að tryggja að það nái til róta. Algengustu mistök við gróðursetningu er vanmat á vökvaþörf jurta og betra er að vökva meira en minna. HROSSATAÐ er lagt neðst í holuna, um 15 sentímetra lag, en það má ekki komast í snert- ingu við ræturnar. Þvf er um 5 sentímetra Iagi af mold stráð yfir hrossataðið. MOLD er sett upp að miðjum hnaus og holan fyllt af vatni. Þegar jarðvegurinn og tréð hafa drukkið vatnið í sig er meiri mold bætt í holuna, 5-10 sentímetrum í einu og þjappað vel niður með fæti, meðfram hnaus. Þunnu lagi af hrossataði er stráð í jaðar holunnar, en þess gætt að það snerti ekki trjástofninn. Holan er sfðan fyllt með mold og þjappað vel niður. Sé gróðursett á grasflöt er torfið, sem áður var stungið upp, skorið til, þynnt og snyrt áður en því er aftur komið fyrir kringum tréð. Torfinu þarf einnig að þjappa vel með fætin- um. Um 5 sentímetra hringur er skilinn eftir kringum stofn- inn og mold þjappað þar niður, til að gras vaxi ekki alveg upp við tijástofninn. ^bt-rmólk |f Núer koMÍH/ný abt- tnjóllc nceb vtmUlubragðL! abt- mjóUc uteb trefjaríku' uu>rýunkornb er heiUu&uc undirstöðuutÁltíð L afav (umd- fueguuv uutbúbuuis. Sut> katuUu&guHv uðjajkvel síceLðUvfyUjír uteb. v' ÍTIT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.