Morgunblaðið - 07.07.1998, Page 26

Morgunblaðið - 07.07.1998, Page 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ „Andrými listamanna“ Hús Jóns Stefánssonar og Gunnlaugs Scheving MARGUR mun kannast við sér- kennilega húsið sem markar Berg- staðastræti 74 og 74A, þar sem þeir bjuggu frá 1927, listmálararn- ir Ásgrímur Jónsson og Jón Stef- ánsson. Asgrímur alla tíð þar til hann lést á árinu 1958, en Jón Stef- ánsson flest sumur, að stríðsárun- um 1939-45 undanskildum, og svo til alveg síðustu árin sem hann lifði, en hann lést 1962. Annað heimili Jóns var í Kaupmannahöfn, þar sem hann bjó síðast og lengi á Bredgade 10 og var með rúmgóða vinnustofu í bakhúsi á Store Kong- ensgade, næstu götu og samsíða, þá einn virtasti málari í Danmörku sem á Norðurlöndum öllum. Húsið teiknaði sá snjalli arkitekt Sigurð- ur Guðmundsson, hefur stílein- kenni hans og afar sérstakt yfir- bragð. Asgrímur sem var einhleyp- ur ánafnaði ríkinu húseign sína og listaverkasafn eftir sinn dag og það var gert að listasafni árið 1960, og látið halda svip sínum innanstokks eftir föngum. I kjallara era um eitt þúsund verka Asgríms varðveitt. Hins vegar keypti málarinn Gunn- Iaugur Scheving hinn helminginn eftir lát Jóns Stefánssonar og bjó þar síðustu æviárin, en eftir að hann lést eignaðist vinur hans og stuðningsmaður Gunnlaugur Þórð- arson lögmaður húsið, og bjó þar þar til hann lést nú fyrir skömmu. Jafnframt ’mun listmálarinn Karl Kvaran hafa haft aðgang að vinnu- stofunni á efri hæð síðustu ár sín, en um það er mér minna kunnugt. Mál er, að starfsbróðir minn vakti athygli mína á auglýsingu í fasteignablaði Mbl. sl. þriðjudag, þar sem húsið er auglýst til sölu á almennum markaði, og var honum eðlilega mjög brugðið enda á það sér mikla sögu. Ekki þarf mikið ímundunarafl til að gera sér ljóst, að hér eru alvar- legir hlutir að gerast og mikilvægt að skjótlega og rétt sé brugðist við af hálfu ríkis, og þá helst borgar um leið. Málararnir Asgrímur og Jón munu hafa fengið nokkurn styrk frá hinu opinbera er þeir reistu húsið en ekki veit ég á augnablikinu að hve miklu leyti, en hann mun ekki hafa veinð skilyrtur á framtíðina eins og iðulega á sér stað um slíkar byggingar ytra. Þó ekki sé nema að listamenn hafi for- gang um kaup eignanna og þær nýtist listinni. Þá kemur að því, að afar hljótt hefur verið um þá málarana sjálfa Jón Stefánsson og Gunnlaug Scheving undangengna áratugi, þótt list þeirra hafi verið sýndur ýmis sómi. Báðir voru eftirminni- legir persónuleikar sem sópaði að hvor á sinn hátt, Jón heimsmaður- inn en Gunnlaugur á yfírborðinu hinn hlédrægi sveitamaður, þótt með honum bærðist strengur heimsborgarans, sem þeir nutu ríkulega er honum kynntust að einhverju marki. Allir þeir sem ég hef talað við eru mér sammála um, LISTIR Morgunblaðið/Ásdís HUSIÐ sem markar Bergstaðastræti 74 og 74A, teiknað af Sigurði Guð- mundssyni arkitekt (1885-1958), þar sem þeir bjuggu og störfuðu, mál- ai-arnir Ásgrímur Jónsson, Jón Stefánsson og Gunnlaugur Scheving. MÁLARARNIR Ásgrímur Jónsson og Jón Stef- ánsson sem árið 1927 reistu sér hús og vinnu- stofu á Bergstaðastræti 74. að rétt og skylt væri að gera allt húsið að lifandi safni, annars vegar væri safn Ásgríms Jónssonar en hins vegar Jóns Stefánssonar og Gunnlaugs Schevings. I því myndi þá væntanlega ríkja andi liðins tíma eitthvað í áttina við Bakke- húsið í Kaupmannahöfn, þar sem leikkonan nafn- kennda Jóhanna Lú- isa Heiberg og hennar fólk hélt til í eina tíð eins og frægt er. Persón- urnar Jón Stefáns- son og Gunnlaugur Scheving kæmu þá til okkar aftur að hluta, jafnframt því sem verk þeirra smá og stór prýddu veggina, sem væri frábær viðbót við Listasafn fslands. Jafnframt gæti það margfaldað aðsókn- ina í húsið, en hún er ekki sem skyldi í Ás- grímssafn, einkum eftir að frænka hans fullhuginn, Bjarnveig Bjarna- dóttir, leið, safnið enda lítið og tak- markað. Taldi rétt og skylt að vekja á þessu athygli, helst varða þjóðar- sóma að kæmi fram. Bragi Ásgeirsson Alþjóðlegt sumarnámskeið í íslensku FJÖGURRA vikna alþjóðlegt sum- amámskeið í íslensku hófst mánu- daginn 6. júlí í Háskóla íslands. Heimspekideild og Stofnun Sigurðar Nordals gangast fyrir námskeiðinu. Kennarar við skor í íslensku fyrir erlenda stúdenta sinna íslensku- kennslunni en stofnunin annast skipulagningu. Þetta er í tíunda skiptið sem stofnunin sér um undir- búning námskeiðsins og forstöðu- maður hennar stjórnar því. Þátttakendurnir verða 51 að þessu sinni. Þeir koma frá 19 lönd- um, flestir frá Þýskalandi, Frakk- landi, Bretlandi og Bandaríkjunum. Þeim verður skipt í þrjá hópa í ís- lenskunáminu eftir kunnáttu en margir þeirra hafa þegar lagt stund á íslensku heima fyrir. Auk þess að nema íslensku gefst þeim tækifæri til að hlýða á fyrirlestra um náttúru íslands, sögu þjóðarinnar og menn- ingu, heimsækja stofnanir og skoða sig um á sögustöðum í Sunnlend- ingafjórðungi. Áhugi er á að læra íslensku víða um lönd, ekki síst í Norður-Evrópu og Norður-Ameríku. Með ári hverju berast fleiri umsóknir um hvers konar íslenskunám fyrir útlendinga hér á landi. Miklu fleiri stúdentar sækja um alþjóðlegt sumarnámskeið í íslensku en unnt er að sinna. Nú- tímaíslenska er einnig kennd á mörgum stöðum erlendis. Nú stárfa fjórtán íslenskulektorar í átta Evrópulöndum með stuðningi íslenskra stjórnvalda. Annast Stofn- un Sigurðar Nordals þjónustu við þá. Sýningu lýkur Edinborgarhúsið ísafirði MÁLVERIÍASÝNIN GU Hrefnu Lárusdóttur í Edinborgarhúsinu á Isafirði lýkur á morgun, miðviku- daginn 8. júlí, kl. 18. Að fornu og nvju TÖJVLIST Ská lliol tskirkja SUMARTÓNLEIKAR Kúrverk eftir staðartónskáldin Báru Grímsddttur og Elínu Gunnlaugsdótt- ur. Sönghópurinn Hljórneyki u. stj. Bernharðs Wilkinssonar. Skálholts- kirkju, laugardaginn 4. júlí. FYRSTU Skálholtstónleikar sumarsins hófust í gær með út- setningu Elínar Gunnlaugsdóttur á „Jómfrúr Mariædans" við texta sr. Daða Halldórssonar í Steins- holti (1638-1721) í tærum flutningi fjögurra kvenna úr Hljómeyki, stuttu en eftirminnilegu verki sem beitti sérlega fallegri þéttskipaðri „blævængshljómtækni" úr og í einröddun. Eftir ávarp Sigurðar Sigurðarsonar vígslubiskups söng Hljómeykið allt þrjár útsetningar Elínar á lögum úr nýfundinni kvæðabók síra Ólafs á Söndum (1560-1627) sem enn er ekki vitað hver tónsetti, Mér væri skyldugt að minnast á þrátt, Nær heimur- inn leikur í hendi manns og (hér frumflutt) Syng mín sál með glað- værð góðri. Fyrstu tvö lögin auð- kenndust af nútímalegri en alltign- arlegri hómófónískri hljómanotk- un, og hið síðasta m.a. af háttliggj- andi sópran og fallegum óleystum tvíundum í hendingalokum. Tókst þar nokkuð vel til við að laga nú- tímalegt tónmál að anda hinna fornu laga og texta í nærri lýta- lausri túlkun Hljómeykisins með m.a. smekklegri beitingu á sléttum söng sem gerði hvort tveggja að minna á fortíðina og skíra þéttriðna framúrstefnuhljóma- klasa Elínar. Eftir fróðlegt erindi Sigurðar Péturssonar cand. mag. um Draum Brynjólfs biskups Sveins- sonar (1605-75) um Maríu mey, kveikjuna að latnesku ljóði biskups ,j\.d Beatam Virginem“, var komið að síðasta atriði tónleikanna, a cappella-kórverkinu Ad Beatem Virginem VII eftir Báru Gríms- dóttur er hún samdi sérstaklega fyrir sumartónleika í Skálholti við síðasta hluta ljóðsins. Var það á margan hátt áheyrilegt verk; hljómabeitingin gjörólík fram- sæknu tónmáli Elínar (sem átti eftir að ágerast í Lofsöng hennar til Maríu á seinni tónleikum sama dags), þar sem byggt var á fornum rótum íslenzkra þjóðlaga og sam- stigni tvísöngsins en á furðu frum- legan og persónulegan hátt, auk þess sem Bára skirrðist hvergi (aftur ólíkt Elínu) við að notfæra sér hreyfiafl púlsrytma; þ.á m. í 5- og (hafi manni heyrzt rétt) 15- skiptum takti. Hinn óhemjulangi latínutexti - hvorki meira né minna en 137 sex- kvæðar ljóðlínur - reyndi mjög á hugvit og tilfinningu fyrir stór- formi, samhengi og uppbyggingu, þar eð víða þurfti að tefla fram verulegum andstæðum í áferð, þó ekki væri nema til að halda at- hygli. Bára komst samt merkilega vel frá þeim vanda, ef frá er talið, að sakir smæðar kórsins nýttust kontrastar milli einsöngvarahópa og túttíkafla ekki að fullu, auk þess sem tempóbreytingar hefðu hugs- anlega mátt vera stærri og fleiri. Einnig hvarflaði að manni að t.a.m. smávegis slagverkslitur hér og þar hefði getað orðið til að hressa upp á áferð og fjölbreytni í jafnlangri tónsmíð. Bára virtist í þessu prýðilega verki leggja sig í líma við að sam- tvinna þjóðlegan arf tónhugsun tuttugustu aldar, og má segja, að sú viðleitni hafi að flestu leyti bor- ið ágætan árangur, með samúðar- fullum stuðningi frá Hljómeyki og liprum stjórnanda þess. Ríkarður Ö. Pálsson Fjórði Búhnykkur ársins er hafinn - þér og þínum til hagsbóta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.