Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.07.1998, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Sjónar- brot MYJ\DLIST Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson EITT af glerverkum Ólafar Sigríðar. Hornið, Hafnarstræti FLOTGLER/GRAFÍK ÓLÖF SIGRÍÐUR DAVÍÐSDÓTTIR PÁLL HEIMIR PÁLSSON Opið alla daga frá kl. J4-I8. Einnig innangengt frá veitingastofu milli kl. 11 og 23. Til 12. júlí. Aðgangur ókeypis. ÞAÐ er ágengt sjónarspil sem blasii' við gestinum er inn í sal Hornsins er komið, einnig þeim vegfarendum er litið verður inn um gluggana. Líkist hreinni innsetn- ingu og verður trúlega mörgum eft- irminnilegasti þátturinn er frá er horfið. Hráum munum jökulgræns flot- glers hefur verið komið fyrir á víð og dreif um gólfíð en stallarnir eru niðursagaðir og saxaðir trjábolir, sem virka sem gildur hluti fram- kvæmdarinnar. Fjölþættum lág- myndum Olafar Sigríðar er einnig komið fyrir á veggjunum og þar sér sömuleiðis í afar snyrtilegar og fag- urlega inn rammaðar grafíkmyndir Páls Heimis. Andstæðurnar gætu vart verið meiri og komu rýninum fyrst í hug hin kínversku hugtök jang og jin í andhverfu sinni, því glerverkin eru mörg hver hrá og karlamannleg en grafíkverkin ofur fínleg, leiða hug- ann að kvenlegri listíð, jafnvel suð- rænu bróderíi þar sem hvítur út- saumur á móti svörtum klæðnaði eru grunnþættimir. Helst minnist ég verka Ólafar Sigríðar frá sýningu hennar að Tyggvagötu 10, húsnæði sem var efni í sýningarsal af fyrstu gráðu og sem gat átt mikla framtíð fyrir sér, en var ætlað að þjóna öðru hlut- verki. Þar var listakonan á sama róli um kraðakslega uppsetningu sem í fæstum tilvikum dró fram eðliskosti verkanna sem til sýnis voru. Verkin eru nefnilega hvergi nærri jafn gróf og hrá og menn álykta í fyrstu og hér gæti markviss skipuleg uppsetning jafnt aukið á formrænan styrkleika sem gjör- breytt ásýnd þeirra. Ekki svo að skilja að ég álíti þessa þætti for- kastanlega, þvert á móti eiga þeir fullan rétt á sér, en að minni hyggju þarf að draga fram eðliskosti þeirra og flotglersins á líkan hátt og að mesta þanþol andstæðra lita hlut- leysir þá, framkallar grátt. Enn sem komið er getur maður þar af leiðandi naumast gert sér fulla grein fyrir því hvar Ólöf Sigríður stendur á þroskabraut í þessum verkum sínum. - Líkast til eru menn að hafa endaskipti á grafíkhugtakinu, eins og mörgu fleiru í myndlistinni, því áður fyrr voru sjálfir grunnþættirn- ir, platan og útfærslan víðast meg- inveigurinn, minnst áhersla lögð á umbúðir útkomunnar og framsetn- ingu á sýningar- og sölumarkaði. Hvert eitt fyrir sig að sjálfsögðu veigamikið atriði, og afdrifaríkt gat verið að vera klaufi hvað umbúðir snerti og þurfti skrifari t.d. lengi að gjalda þess, analfabet, á sviðinu þar til hann seint og síðar meir tók sér tak. Langt er síðan jafn framúrskar- andi vinnubrögð um skurð og um- búðir grafík blaða hafa sést í sýn- ingarsal hérlendis en hins vegar eru hinar mjóu samsíða ræmur við mið- bik grunnflatarins sem marka sjálfa grafíkina ekki átakamikið sköpun- arferli að séð verður. Er enn meira áberandi í samfloti við hina hráu innsetningu og hrjúfu flotglersfor- manir allt um kring. Snyrtileg vinnubrögð og skilvirk heildarsýn hvers verks fyrir sig af hæstu gráðu, en þó... Bragi Ásgeirsson Norma sýnir teikningar NORMA E. Samúelsdóttir sýnir um þessar mundir um 400 teikningar sem hún hefur gert á síðastliðnum 20 árum, að Miklubraut 16,2. hæð. Sýninging er opin milli kl. 14 og 16 og kl. 20 til 22 á kvöldin. Lokað á sunnudögum. Sýningunni lýkur 15. júlí. NORMA við nokkur verka sinna. Skemmtilegar og lifandi tónlínur TONLIST Norræna Iiúsið EINLEIKSTÓNLEIKAR Flutt voru verk eftir Mist Þorkels- dóttur, Báru Grímsdóttur og Karólínu Eiríksdóttur. Flytjendur: Áshildur Haraldsdóttir og Unnur Vilhelmsdóttir. Sunnudagurinn 5. júlí, 1998. TÓNLEIKARNIR hófúst á þremur verkum fyrir einleiks- flautu eftir Mist Þorkelsdóttur er bera heitið Rún, Við stokkinn og Krummavísa, Verkin eru samin á átta ára tímabili og það síðast- nefnda 1996. Þetta eru vel samin verk, þar sem nýttir eru ýmsir sér- eiginleikar flautunnar og ekki munaði minnst um það, hversu vel Ashildur lék þessi skemmtilegu tónverk. Tónmál verkanna er á köflum tónalt og oft með sterka tónræna miðlægju, sem á eru byggðar skemmtilegar og lifandi tónlínur. Annað verk tónleikanna heitir Hvítur júní (1990) og er eftir Báru Grímsdóttur, samið á námsárum Báru í Hollandi. Verkið er vel unn- ið skólaverk og var ágætlega flutt. Flautuspil eftir Karólínu Eiríks- dóttur (1998) var síðasta viðfangs- efni Ashildar, sérlega vel samið verk, þar sem heyra má alls konar tónmynstur, sem eiga sér margvís- lega endurkomu og unnið er úr á fallegan máta, og eins og öll verkin lék Ashildur Haraldsdóttir þetta skemmtilega verk Karólínu af- burða vel. Unnur Vilhelmsdóttir lék eftir hlé fjögur píanóverk og flutti auk þess fróðlegan fyrirlestur um síð- asta verkið, sem var Rapsódía eftir Karólínu Eiríksdóttur. Þrjú fyrstu verkin, sem Unnur lék, eru eftir Báru Grímsdóttur en þau nefnast Einsemd Eiríks Johansonar, Kött- ur og mús og Ein í skúta. Þessi smáverk eru skólaverkefni, þar sem jafnvel er leitað til Eric Satie, eins og átti sér stað í fyrsta laginu og í því síðasta, þar sem unnið var á þröngu tónsviði (sjöund). Að semja á þröngu tónsviði er vel þekkt kennsluaðferð og hugsuð sem þjálfun i að komast af með sem minnst tónefni. I svona tónlist er nemandi að leita fyrir sér varð- andi ýmsar útfærslur og í raun ekki viðeigandi að leika slíka tón- Ust á tónleikum og alls ekki sann- gjamt að leggja dóm á slík skóla- verkefni, þó rétt sé að geta þess að þau voru mjög fallega flutt af Unni. Lokaverkið var rismikið píanóv- erk eftir KaróUnu Eiríksdóttur en um byggingu þess og tónskipan hélt Únnur ágætan fyrirlestur. I raun skiptir ekki máU að vita nokkuð um tónskipan, því að það er hin tónræna upplifun og hin „músíska" framvinda verksins, sem skiptir máU. Eyrað nemur hljóðið en það er í hinni vitrænu úrvinnslu hljóðanna, sem gerð tón- verkanna er metin og hefur það mat svo aftur áhrif á tilfinningam- ar. Þessi þrennd, hljóðnám, grein- ing og tilfinningaleg upplifun, skiptir miklu máli og er hljóðnám- ið og greiningin þeir þjálfunar- þættir, sem munar mest um í af- stöðu manna til tónlistar. Þetta kom fram í fyrirlestri Unnar, því hún lét þess getið, að þrátt fyrir að Karólína hafi numið píanóleik í nærri tvo áratugi, hafi hún lítið samið fyrir píanó og er líklegt, að einmitt klassískt uppeldi píanista sé svo bindandi, að það hindri þá í að finna sitt tónmál, enda er ekki einleikið hversu lítið er til af nú- tíma píanótónlist, miðað við tón- verk fyrir alls konar önnur hljóð- færi. Hvað um það, þá er Rapsódían sérlega skemmtilegt verk og það má greinilega heyra að Karólína er að brjótast gegn hinum hefð- bundnu „fingrafórum" og tekst að losa sig undan þeim en samt að halda utan um hinn tónræna vefn- að og „músisera“. Hin tónræna skipan gefur verkinu ákveðinn stíl en það er fyrst og fremst úrvinnsl- an og hin „músískú* átök, sem eru aðalsmerki þessa ágæta verks. Unnur lék verkið á köflum mjög vel og náði að undirstrika vel sterkar andstæður verksins. Jón Ásgeirsson Ballöðumeistarinn Jarrett TÖJVLIST 111 jómdiskiir KEITH JARRETT: TÓKÝÓ ‘96 Keith Jarrett, píanó, Garry Peacock, bassa, og Jack DeJohnette, trommur. It Could Happen To You, Never Let Me Down, Billie’s Bounce, Summer Night, I’U Remember April, Mona Lisa, Autum Leaves, Last Night When We Were Young/Caribbean Sky, John’s Abbey, My Funny Valentine/Song. Hljóðritað á tónleik- um í Tókýó 30. mars 1996. Útgefíð af ECM 1998. Dreifing Japis. Verð kr. 1998. LÖNGUM hafa píanótríó verið vinsæl í djassi. Menn á borð við Erroll Garner, Oscar Peterson, Ge- orge Shearing, Ahmad Jamal og Ramsey Lewis fylltu tónleikahall- imar og seldu plötur í milljónatali. Það gerir Keith Jarrett líka og í kjölfar einleiksskífu hans sem tek- in var upp í La Scala í Mflanó er standardatríóið enn á ferð. Að þessu sinni á tónleikum í Orchard- tónleikahöllinni í Tókýó. Keith Jarrett var fyrst þekktur er hann lék með kvartetti tenór- saxófónleikarans Charlies Lloyds og munaði aðeins hársbreidd að þeir héldu tónleika í Reykjavík árið 1966. Bassaleikari Jarrett-tríósins, Gary Peacock, átti að leika hér 7. nóvember 1967 með tríói Pauls Bleys en missti af flugvélinni svo Ami Scheving hljóp í skarðið það kvöld. Keith Jarrett hefur verið einn vinsælasti djassleikari verald- ar um langt skeið og er hann nú á hápunkti ferils síns og hefði verið ráð hjá Listahátíð að fá tríó hans á hátíðina í ár í stað þess að snið- ganga djassinn í fyrsta skipti síðan 1980. Vinsældir Jarretts em fyrst og fremst einleikstónleikaskífum hans að þakka þar sem hann spinnur endalaust og vitnar í tón- list frá barrokki til blúss. Kölnar- tónleikarnir urðu metsöluplata en eftir því sem á leið staðnaði Jarrett í spunanum. Það var eins og vítamínsprauta fyrir tónlist hans er hann stofnaði tríóið með Gary Peacock og Jack DeJohnette og tók að leika verk af klassískri efnisskrá djassins. Með breiðskíf- unum Standards 1 og 2, sem voru hljóðritaðar 1983, má segja að hann hafi komist úr blindgötu ein- leikstónleikanna og þó að stíll hans breyttist ekki í sjálfu sér veittu standardamir honum það aðhald sem hann þurfti. Thelonius Monk sagði að ef maður hefði engu og betra við verk að bæta í spunanum væri eins gott að sleppa honum. Yfirleitt hefur Jarrett árangur sem erfiði í spuna sínum og sér í lagi er hann magnaður í hægustu ballöðunum. Never Let Me Go var t.d. á Standard 2 og þótt túlkunin í Tókýó, fimmtán ámm síðar, sé keimlík hafa allar línur skýrst - snillin er orðin kristaltær. Af öll- um ópusum skífunnar hafði ég þó mest gaman af að heyra John’s Abbey eftir Bud Powell, föður bí- bopppíanóleiksins. Bud samdi marga magnaða ópusa sem alltof sjaldan heyrast í túlkun annarra djassleikara. John’s Abbey hljóð- ritaði hann fyrir Blue Note 1958 og endaði á tilvitnun í Grand- fathers Clock - það gerir Keith Jarrett líka og er Powell trúr í túlkun sinni. Það finnst mér dálítið gaman því Bill Evans var löngum helsti lærifaðir Keith Jarretts - og Art Tatum á stundum. Auðvitað spilar Jarrett á sínum forsendum því hann er löngu kominn úr skugga áhrifavaldanna og hefur skapað eigin stíl sem píanistar um allan heim draga lærdóm af. My Funny Valentine, Autum Leaves og Billie’s Bounce blúsinn hans Charlie Parkers mátti finna á Still Live, sem hljóðrituð var á tónleikum í Múnchen 1986 og Summer Night var á minningar- diski Jarretts Miles Davis, gamla hljómsveitarstjórann hans, Bye Bye Blackbird. Jarrett skeytir frumsömdum ópusi, Song, við Va- lentínu á þessum diski og öðrum frumsöndum ópusi, Caribbean Sky, skeytir hann við Last Night When We Where Young, en það lag hef ég ekki heyrt tríóið spila áður frekar en It Could Happen To You, I’ll Remember April og Monu Lisu. Jarrett-tríóinu tekst að blása nýju lífi í þann gamla þreytta skríðshest djassmanna I’ll Remember April og söngur Jim- my Van Heausen, It Could Happen To You, er ágætlega túlk- aður á meðalhraða. Monu Lisu les Jarrett án spuna eins og Monk gerði þegar hann lék This Is My Story, This Is My Song. Kannski nægðu þeim tilbrigðin við þessa djasslitlu laglínur - fleiru væri þar ekki við að bæta. Gary Peacock og Jack Dejohnette eru sú uppspretta sem gefur píanóleik Jarretts líf og tón- leikarnir í Tókýó 1996 voru í einu orði sagt frábærir og ekki svíkja upptökumar frá ECM. Vernharður Linnet Gunnar Hrafn Birgisson Nýjar bækur • STATTU með þér heitir ný- útkomin sjálfshjálparbók eftir Gunnar Hrafn Birgisson sál- fræðing. I kynningu segir: „I bókinni eru kenndar aðferðir sem hafa hjálpað mörgum til að ná árangri og auknu jafn- vægi í líf sitt. Hún er byggð á kenningum um hugræna atferlis- hyggju, en eins og rannsóknir hafa sýnt skilar þessi aðferð miklum ár- angri.“ Gunnar er doktor í klínískri sálfræði frá Calfomia Sehool of Professional Psychology í Los Angeles. Hann hefur framhalds- menntun í REBT frá Albert EU- is-stofnuninni í New York. Einnig hefur hann að baki sér- nám í fjölskyldumeðferð og um tuttugu ára reynslu af ráðgjaf- ar- og meðferðarstörfum. Gunn- ar hefur fullgild starfsréttindi sem sálfræðingur bæði á íslandi og í Bandaríkjunum. Bókin ergefin útaf útgáfu- fyrirtækinu Upptök ehf. Hún er alls 160 síður og er viðmið- unarverð hennar 2.600 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.